Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						14
29. maí 2005  SUNNUDAGUR
Ekki var rætt um ver?hugmyndir bjó?enda um Landsbankann fyrr en bjó?endur bentu
sjálfir á fla? undir lok söluferlisins. fiá var gripi? til fless a? setja inn í ferli? ?millistig?
flar sem skila ætti inn ver?hugmyndum. Sigrí?ur Dögg Au?unsdóttir heldur hér áfram
a? rekja sögu einkavæ?ingar bankanna og segir frá flví hvernig framkvæmdanefndin var
notu? til a? framkvæma vilja rá?herranna.
Í
upphafi árs 2001 hafði
ráðherranefndin, sem í sátu
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra, Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra og Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra,
falið  framkvæmdanefnd um
einkavæðingu að undirbúa sölu
kjölfestuhlutar í Landsbankanum
til erlends fjárfestis. 
Nefndin lagði til að stór hluti í
bankanum, þriðjungur hið
minnsta, yrði seldur til kjölfestu-
fjárfestis með forvali og síðan
lokuðu útboði. Skilyrði var að sal-
an á eignarhlutnum leiddi til auk-
innar samkeppni á íslenskum
fjármálamarkaði og yki fjár-
magnshæfi hans.
Nefndin taldi að sala til erlends
banka hefði meðal annars jákvæð
áhrif á fjármálamarkaðinn og
hagkerfið. Lögð yrði áhersla á að
eftirstandandi hlutur ríkisins yrði
seldur almenningi og fagfjárfest-
um, þó ekki fyrr en sölu til kjöl-
festufjárfestis væri lokið.
Söluferlið í gang fyrir alvöru
Í júnílok 2001 var auglýst eftir
ráðgjafa til sölunnar. Í tilkynn-
ingu frá framkvæmdanefnd um
einkavæðingu 10. ágúst 2001 kem-
ur fram að tilboð um ráðgjöf hafi
borist frá sex fyrirtækjum og 17.
ágúst var tilkynnt um það að al-
þjóðlegi fjárfestingarbankinn
HSBC hefði verið valinn. HSBC
gerði tillögur að aðgerðaáætlun
fyrir sölu Landsbankans fyrir
framkvæmdanefndina í ágúst og
september 2001.
Í byrjun október var söluferlið
sett í gang með því að senda bréf
til valdra banka. Í október og nóv-
ember var haft samband við  á
annan tug banka og þeim gefinn
kostur á frekari upplýsingum um
Landsbankann.
Vonbrigði yfir dræmum áhuga
Tveir erlendir bankar lýstu yfir
áhuga á frekari viðræðum, en
hinn dræmi áhugi olli fram-
kvæmdanefndinni vonbrigðum.
HSBC ráðlagði að auglýsa ekki
að nýju eða lengja tímafrestinn
þar sem meðal annars mætti
rekja dræma þátttöku til erfiðs
efnahagsástands sem myndaðist í
kjölfar hryðjuverkaárásanna í
Bandaríkjunum 11. september
2001.
Hinn 27. nóvember 2001 sendi
framkvæmdanefndin tilkynningu
inn á Verðbréfaþing um að tíma-
frestur sem HSBC hefði gefið
hugsanlegum kjölfestufjárfestum
til að tilkynna áhuga sinn á bank-
anum væri liðinn. Ákveðið hefði
verið að halda kynningarfundi
með þeim sem þess óskuðu. Þeir
sem sýndu áhuga hefðu óskað
eftir nafnleynd, sem fallist hefði
verið á.
Framkvæmdanefndin hóf við-
ræður við erlendu bankana tvo
sem höfðu sýnt áhuga. Ákveðið
var að halda áfram viðræðum við
báða bankana í stað þess að velja
annan þeirra og vonaðist fram-
kvæmdanefndin til að það yrði til
þess að þannig mætti viðhalda
samkeppni þeirra á milli. HSBC
reyndi samtímis árangurslaust að
opna fyrir viðræður við fleiri að-
ila eftir sínum leiðum.
Sölu frestað
Áætlað hafði verið að í lok nóvem-
ber 2001 lægju fyrir tilboð í bank-
ann. Það gekk hins vegar ekki
eftir og tilkynnti framkvæmda-
nefndin 21. desember 2001 að
vegna erfiðra markaðsskilyrða
væri ljóst að ekki myndi ganga
eftir að sala á kjölfestuhlut í
Landsbankanum færi fram fyrir
árslok. ?Vegna þessa hefur verið
ákveðið að fresta frekari sölu-
kynningu þar til síðar,? sagði í til-
kynningunni.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði í viðtali við
fjölmiðla við þetta tækifæri að
viðræður hefðu litið vel út í upp-
hafi en markaðsaðstæður erlendis
hefðu versnað mjög á miðju tíma-
bilinu þegar hryðjuverkaárásirn-
ar á Bandaríkin dundu yfir. Það
hefði verið ein helsta ástæðan fyr-
ir því að salan hefði ekki tekist í
þessari lotu. Hins vegar fylgdust
stjórnvöld grannt með aðstæðum
á markaði og ætluðu að selja um
leið og tækifæri gæfist og tilboð
bærust sem fælu í sér gott verð.
Framkvæmdanefndin hóf því
næst undirbúning að sölu 20 pró-
senta hlut ríkisins í bankanum
sem selja átti á innlendum mark-
aði 14. júní 2002. 
Á þessum tíma höfðu tilraunir
til að selja Símann nýverið farið
út um þúfur eftir um tveggja ára
undirbúningsvinnu framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu og til-
heyrandi fjárfestingu af hendi
ríkissjóðs.
Í lok janúar 2002 sagði Hreinn
Loftsson sig úr framkvæmda-
nefnd og tók Ólafur Davíðsson,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðu-
neytinu, við sæti hans. Auk þess
að sinna formennsku í nefndinni
hafði Hreinn starfað undanfarin
ár sem stjórnarformaður Baugs.
Hreinn gaf þá skýringu á úrsögn
sinni að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra hefði í umræðum á Al-
þingi um miðjan janúar deilt hart
á Baug og stjórnendur þess. Þau
ummæli hefðu orðið til þess að
Hreinn teldi sér í raun ókleift að
sitja áfram í framkvæmdanefnd.
Lægra útboðsgengi en eðlilegt
þótti
Bréfin í Landsbankann voru seld í
gegnum viðskiptakerfi Verð-
bréfaþings Íslands. Ákveðið hafði
verið að selja þau á markaðsverði
miðað við gengi á þeim tíma.
Landsbankinn setti sjálfur inn
sölutilboð í Kauphöllinni og kann-
aði jafnframt áhuga fagfjárfesta
og miðlaði hlutum til þeirra.
Eftir að eftirspurn hafði verið
greind var útboðsgengið var
ákveðið 3,50 fyrstu þrjá daga út-
boðsins en gert var ráð fyrir að
útboðið gæti staðið í einn mánuð.
Útboðinu lauk hins vegar á fimmt-
án mínútum. Enginn mátti kaupa
meira en 4 prósent af heildar-
hlutafé Landsbankans en sölurnar
voru um 90 alls.
Ríkisendurskoðandi hefur bent
á að gengið hafi á sama tíma farið
í 3, 69 á markaði og því hefði ekki
verið óeðlilegt að byrja á ívið
hærra gengi en 3,5. Landsbankinn
hafði dagana fyrir útboðið kynnt
bankann og athugað hvaða verð
stærri aðilar voru tilbúnir að
greiða, það er, í óformlegum við-
ræðum.
Heildarsöluverð bréfanna var
4.792 milljarðar. Meðalgengi á
bréfum í Landsbankanum sama
dag og útboðið fór fram var 3,70,
eða talsvert hærra en útboðsgeng-
ið. Gengi bréfanna fór ekki niður
fyrir 3,63 næstu sjö daga á eftir.
Ef útboðsgengið hefði verið hið
sama og lægsta gengi í vikunni á
eftir hefði ríkissjóður fengið um
178 milljónum króna meira fyrir
hlutinn. Ef útboðsgengið hefði
verið 3,60 hefði ríkið fengið um
137 milljónum króna meira.
Lykilmennirnir í bankaráði á
þessum tíma voru Helgi S. Guð-
mundsson formaður og Kjartan
Gunnarsson.
Símtal til Davíðs breytti banka-
sölunni
Tæpum tveimur vikum eftir að
útboðið á 20 prósenta hlut í Lands-
bankanum fór fram, eða í lok júní
2001, barst framkvæmdanefnd
um einkavæðingu bréf frá
Björgólfi Guðmundssyni, syni
hans, Björgólfi Thor Björgólfs-
syni, og Magnúsi Þorsteinssyni,
hópi sem síðar var nefndur Sam-
son-hópurinn. Í bréfinu óskuðu
þremenningarnir eftir viðræðum
við stjórnvöld um kaup á eftir-
standandi hlut ríkissjóðs í öðrum
hvorum ríkisbankanna.
Forsaga þessa bréfs er sú að
Björgólfur Thor Björgólfsson
hafði hitt einn af forkólfum HSBC
í boði í London vorið 2002 og kom-
ist að því að HSBC væri ekki leng-
ur að leita að kjölfestufjárfesti
vegna Landsbankans, heldur væri
ætlunin að setja bankann á al-
mennan markað innan skamms.
Í kjölfarið hringdi Björgólfur
Guðmundsson í Davíð Oddsson og
gerði honum grein fyrir áhuga
sínum á því að kaupa annaðhvort
Búnaðarbankann eða Landsbank-
ann. Þá strax gerði Björgólfur
Davíð grein fyrir því að feðgarnir
hefðu meiri áhuga á Búnaðar-
bankanum en Landsbankanum.
Björgólfur ræddi það við
Davíð hvernig best væri að koma
söluferlinu af stað og spurði með-
al annars hvort Davíð vildi að
feðgarnir kæmu fram sem fjár-
festar í gegnum HSBC í London.
Niðurstaðan var hins vegar sú að
þeir myndu senda framkvæmda-
nefnd bréf þar sem þeir gerðu
formlega grein fyrir áhuga sínum
á því að eignast annan hvorn
bankann. Því hefur verið haldið
fram að uppkast að bréfinu hafi
verið gert í stjórnarráðinu, það
síðan sent til Björgólfs sem hafi
komið því formlega áfram til
framkvæmdanefndarinnar.
Samson vildi Búnaðarbankann
Björgólfsfeðgar höfðu haft mun
meiri áhuga á að kaupa ráðandi
hlut í Búnaðarbankanum en
Landsbankanum. Björgólfur Guð-
mundsson staðfesti þetta meðal
annars á starfsmannafundi í
Landsbankanum á Akureyri eftir
að kaupin voru yfirstaðin. Þar
sagði hann að hann hefði alltaf
haft meiri áhuga á Búnaðarbank-
anum vegna þeirra stjórnenda
sem þar voru. Hins vegar hafi
honum ekki verið leyft að kaupa
Búnaðarbankann og því hafi hann
keypt Landsbankann í staðinn.
Þess í stað hafi hann keypt alla
helstu stjórnendur Búnaðarbank-
ans yfir í Landsbankann eftir að
kaupin fóru fram.
Strax eftir að bréf Samson-
hópsins barst framkvæmdanefnd
var söluferli bankanna kippt úr
höndunum á nefndinni. Verklags-
reglur framkvæmdanefndarinnar
voru settar til hliðar. Steingrímur
Ari Arason gagnrýndi þessi
vinnubrögð mjög þegar hann
sagði sig úr nefndinni þremur
mánuðum síðar.
Foringjar og fótgönguli?ar
Margir komu vi? sögu í bankasölunni, sumir
st?r?u atbur?arásinni ? a?rir eltu. Tekist var á um
mikla hagsmuni. Hótanir, ósætti, átök eru allt or?
sem hægt er a? nota um samskiptin - jafnvel
innan ríkisstjórnarinnar.
DAVÍÐ ODDSSON
»Vildi frekar að
Samson keypti
Landsbankann
en Búnaðar-
bankann.
GEIR H. HAARDE 
» Studdi vilja
sjálfstæðis-
manna að
Samson keypti
Landsbankann.
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
» Tók fram fyrir
hendurnar á
framkvæmda-
nefnd í sölunni.
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
» Mikið atriði að
einkavæðing
bankanna
mistækist ekki.
RÁÐHERRANEFNDIN » 
ÓLAFUR
DAVÍÐSSON
»Ráðuneytis-
stjóri forsætis-
ráðuneytisins.
HREINN
LOFTSSON
» Hætti áður en
Samson sendi
bréfið.
STEINGRÍMUR ARI
ARASON
» Reyndi að
viðhafa rétt
vinnubrögð.
JÓN SVEINSSON
» Gleymdi að
biðja bjóðendur
að skila inn
verðtilboðum.
BALDUR
GUÐLAUGSSON
» Tók við af
Steingrími Ara í
nefndinni.
SÆVAR ÞÓR SIGURGEIRSSON » Lét að stjórn ráðherra í nefndinni.
FRAMKVÆMDANEFNDIN » 
ÓLAFUR
ÓLAFSSON
» Vildi kaupa
Landsbanka
fremur en
Búnaðarbanka.
ÓSKAR H.
GUNNARSSON
» Stjórnarfor-
maður Andvöku
og Samvinnu-
trygginga.
MARGEIR
DANÍELSSON
» Framkvæmda-
stjóri Samvinnu-
lífeyrissjóðsins.
GEIR
MAGNÚSSON
» Forstjóri Olíu-
félagsins og
síðar Kers. 
KRISTJÁN
LOFTSSON
» Stjórnarfor-
maður Kers
með mikil áhrif.
S-HÓPURINN » 
EIRÍKUR
JÓHANNESSON
» Þekkti Lands-
bankann vel og
vildi helst kaupa
hann.
ÞORSTEINN MÁR
BALDVINSSON
» Fékk boð um
að sækjast
frekar eftir
Búnaðarbanka.
BJÖRGÓLFUR
GUÐMUNDSSON
» Vildi helst
kaupa Búnaðar-
banka en hlýddi
Davíð.
BJÖRGÓLFUR
THOR
BJÖRGÓLFSSON
» Vildi fá forskot
á kaupendur
Búnaðarbanka.
MAGNÚS
ÞORSTEINSSON
» Hætti í gær í
Samson og
seldi feðgunum
sinn hlut.
KALDBAKUR » SAMSON » 
Gleymdist a?
ræ?a ver?i?
STRÍÐIÐ UM BANKANA
» ANNAR HLUTI
ÞÓRÐUR
MAGNÚSSON
» Útilokaður úr
hópi
endanlegra
bjóðenda.
BJARNI
ÁRMANNSSON
» Bankastjóri
Íslandsbanka,
sem var
útilokaður.
HELGI S.
GUÐMUNDSSON
» Formaður
bankaráðs
Landsbankans.
KJARTAN
GUNNARSSON
»Lykilmaður í
bankaráði
Landsbankans.
AÐRIR BJÓÐENDUR » BANKARÁÐ LANDSBANKANS » 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72