Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 8
1Hverjir gera heimildarmynd um tón-listarhátíðina Reykjavík Rocks? 2Hvað heitir talsmaður neytenda? 3Hvað táknar G8? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Átak til að fjölga íbúum Súðavíkur: Ló›ir gefins og gjaldfrjáls leikskóli LEIKSKÓLAMÁL Gjaldfrjáls leik- skóli frá næsta hausti, fríar byggingarlóðir og byggingar- framlag að upphæð 17.500 krón- ur á fermetrann er hugmynd sveitarstjórnarinnar í Súðavík til að fjölga íbúum bæjarins um fjörutíu næstu fimm árin. Gangi áætlunin eftir fjölgar íbúunum Súðavíkur um nær átján prósent á tímabilinu. Einnig er stefnt að því að störf- um fjölgi um tólf í bænum. Þrjá- tíu íbúar af 235 mættu á fund sveitarstjórnarinnar á laugar- dag þegar hún kynnti stefnu- mótunarvinnu sína. Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri Súðavíkurhrepps, segir að með fríum lóðum og byggingar- framlaginu sé verið að koma til móts við fólk sem vilji byggja, því byggingarkostnaður sé meiri úti á landi en markaðs- verð fasteigna sem þar eru. Að auki sé frír leikskóli fyrir barn- margar fjölskyldur ein mesta tekjuaukning sem fólk geti fengið. „Við erum með þessu að bregð- ast við þeirri fækkun sem verið hefur. Við ætlum að gera það á myndarlegan hátt því við viljum efla samfélagið eins og við m ö g u l e g a g e t u m , “ segir Ómar. - gag Sparkað í höfuð liggjandi manns: Tvíkjálkabrotinn fær bætur DÓMSMÁL Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ít- rekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotn- aði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, að- faranótt 17. júní í fyrra. Fórnarlambið fékk hins vegar sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa, fyrr sama kvöld, slegið yngri bróðurinn, þá aðeins 16 ára, tvisvar í andlitið, fyrst kinnhest og svo aftur fastar. Með því rauf hann skilorð dóms fyrir brot á fíkniefnalöggjöf. Dómar allra voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en horft var til ungs aldurs bræðr- anna og þess að þeir höfðu ekki áður hlotið dóma. Árás bræðranna er í dómnum engu að síður sögð ófyrirleitin, sér- staklega fast lokaspark með til- hlaupi í andlit liggjandi ósjálf- bjarga manns, með alvarlegum af- leiðingum. Bræðurnir voru dæmd- ir til að greiða manninum tæpar 663.000 krónur í bætur. -óká Getur sk‡rt uppruna sólkerfa PASADENA, AP Þann 12. janúar var geimfarinu Deep Impact skotið á loft í átt að halastjörnunni Tempel 1 sem er á braut um sólina. Mark- mið leiðangursins var að safna gögnum sem hugsanlega geta varpað ljósi á uppruna sólkerfis okkar. Í gær skall svo farkostur á halastjörnunni á sjálfum þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna. Leiðangurinn, sem minnir um margt á Hollywood-bíómynd, hef- ur í alla staði heppnast vel hingað til. Efasemdamenn vildu margir meina að nær ómögulegt væri að hitta á halastjörnuna þar sem vís- indamenn höfðu litla stjórn á skeytinu frá því að því var sleppt frá geimfarinu um sólarhring fyr- ir áreksturinn. En vegna vel heppnaðra tilrauna, prófana og líkana gekk allt eins og í sögu og 370 kílóa þungt skeytið skall á Tempel 1á ógnarhraða og mynd- aði risastóran gíg. Aflið sem losn- aði úr læðingi við áreksturinn er á við sprengkraft fimm tonna af dínamíti. Geimfarið sjálft nálgaðist hala- stjörnuna og flaug samhliða henni í viku áður en skeytinu var skotið að henni. Við áreksturinn sjálfan var geimfarið um 8000 kílómetra frá halastjörnunni og sendi myndir af árekstrinum til jarðar. Eftir árekst- urinn flaug farið að halastjörnunni og myndaði hana úr einungis um 500 kílómetra fjarlægð. Þegar rykið sest á Tempel 1 vonast vísindamennirnir til að geta séð með myndavélum inn í kjarna halastjörnunnar. Gangi vonir þeirra eftir getur það orðið til að varpa einhverju ljósi á uppruna sólkerfisins okkar. Tilraunin er einstök í vísinda- sögunni. oddur@frettabladid.is Rannsóknarnefnd flugslysa: fiorkell Ágústs- son í forstö›u Þorkell Ágústsson hefur verið skipaður forstöðumaður Rann- sóknarnefndar flugslysa frá 1. september 2005. Hann var áður aðstoðarfor- stöðumaður Rannsóknarnefnd- arinnar en fyrir gildistöku nýrra laga um nefndina, eða frá 2002 til 2004, var Þorkell vara- formaður nefndarinnar. Þorkell er menntaður verk- fræðingur en hefur einnig hlotið þjálfun við rannsóknir flugslysa og sótt ýmis hagnýt námskeið sem nýtast munu í starfinu, að því er segir í fréttatilkynningu samgönguráðuneytisins. ■ NÝJA SETTJÖRNIN Settjarnirnar við Elliðaár eru nú orðnar fimm en sú nýjasta var tekin í gagnið í júní. Mengunargildrur við Elliðaár: Hreinsa yfirfallsvatn „Þetta eru mengunargildrur, sett- jarnir sem sía yfirfallsvatn áður en það rennur í árnar,“ segir Stef- án Jón Hafstein borgarfulltrúi um settjarnir sem búið er að gera við Elliðaárnar í Reykjavík. Hann segir að uppsetning tjarnanna sé mikið framfaraspor í umhverfis- málum borgarinnar. „Til dæmis var einu sinni klórmengun frá Ár- bæjarsundlaug þegar vatn frá henni rann í ána, en nú gæti það ekki gerst,“ segir Stefán. Yfir- borðsvatn og vatn úr ræsum fer í grunnar settjarnirnar og síast í sérhönnuðum malarbotni áður en það er leitt fram hjá ánum eða veitt hreinsuðu í þær. -rsg SÚÐAVÍK Í SÓKN Ómar Már Jónsson sveitarstjóri hef- ur ásamt sveitarstjórninni í Súðavík lagt línurnar fyrir bæinn næstu fimm árin. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir börn- in. Fríar byggingarlóðir og byggingarframlag fyrir þá sem þar vilja búa. Mikill viðbúnaður lögreglu og leitarfólks í Grafarvogi í gær Ellefu ára guttar hjóluðu fram á lík við Gullinbrú ÁREKSTURINN VIÐ HALASTJÖRNUNA Þessi mynd var send NASA frá brautarfarinu þegar áreksturinn varð milli Tempel 1 halastjörnunnar og geimfarsins. Deep Impact geimfari› skaut í gær fari a› halastjörnunni Tempel 1. Fari› hitti og var› flar me› fyrsti mannger›i hluturinn sem lendir á halastjörnu. Vonast er til fless a› s‡ni og myndir af halastjörnunni varpi ljósi á uppruna sólkerfa. TJALDSTÆÐIÐ VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI Þarna börðu ungir bræður mann aðfaranótt sautj- ánda júní í fyrra, en fyrr um nóttina hafði sá slegið annan bróðurinn. Seinni árásin var hrottaleg, en maðurinn tvíkjálkabrotnaði, þurfti að gangast undir tvær aðgerðir og leita læknis ítrekað vegna sýkinga. Óvenjuleg flugeldasýning Í gær varð Deep Impact árekstrarfarið fyrsti manngerði hluturinn til að lenda á yfirborði halastjörnu. Gögn frá árekstrinum bárust til jarð- ar nánast á rauntíma. Vonast er til þess að leiðangurinn sem kostaði 333 milljónir bandaríkjadala varpi ljósi á uppruna sólkerfisins okkar. Deep Impact Leið Deep Impact Brautfar Árekstrarfar Sleppt sólarhring fyrir áreksturinn og fjarstýrt frá jörðu. Sjálfstýring tók svo við tveimur tímum fyrir áreksturinn. Aflið sem losnaði úr læðingi við áreksturinn var á við 5 tonn af dínamíti. Gígurinn sem myndaðist við áreksturinn gæti verið á stærð við fótboltavöll og tugir metra á dýpt. Fáeinum mínútum eftir áreksturinn var brautarfarið einungis í um 500 kílómetra fjarlægð frá halastjörnunni. Þá hafði það um 15 mínútur til stefnu til að ná myndum áður en ryk úr halastjörnunni skyggði of mikið á. 370 kílógrömm Var í um 8.000 kílómetra fjarlægð frá halastjörnunni við áreksturinn. Myndavél með meðalupplausn Myndavél með hárri upplausn Geimfari skotið á loft 12. janúar Tempel 1 fer hring um sólina á um það bil fimm og hálfu ári. Áreksturinn í gærmorgun Sporbaugur jarðar Sólin Loftnet Sólflaga Halastjarna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K JK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.