Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 14. október 1975.
TÍMINN
15
jUmsjón: Sigmundur ó. Steinarsson
A-ÞJÓÐ-
VERJAR
FÓRU í
GANG
þegar Frakkar
skoruðu
A-ÞJÓÐVERJAR unnu sigur
(2:1) yfir Frökkum, þegar þjóð-
irnar mættust i Evrópukeppni
landsliða i Leipzig. Það var ekki
fyrr en Frakkar voru búnir að
skora — Batheney — 1:0, að A-
Þjóðverjar fóru I gang. Steich
jafnaði stuttu siðar og siðan inn-
siglaði Vogel sigur A-Þjóðverja
með því að skora úr vitaspyrnu.
A-Þjóðverjar eiga smámögu-
leika á að komast áfram i
Evrópukeppninni —en til þess að
svo geti orðið, verða Frakkar að
sigra Belgiumenn i siðasta leik
riðilsins, með minnst þremur
mörkum.
Belgia..............5 3 1 1 6:3 7
A-Þýzkaland.......6 2 3 1 8:7 7
Frakkland.........5 1 2 2 7:6 4
tsland..............6 1 2 3 3:8 4
Grikkir
komu d
óvart
— gerðu jafntefli
viðhelmsmeistarana
FRANZ ,, keisari" Beckenbauer
urðu á ljót mistók, þegar hann lék
sinn 93. landsleik fyrir V-Þýzka-
land — og sinn 50. landsleik i.röð.
Mistök ,ikeisarans" kostuðu V-
Þjóðverja sigur gegn Grikkjum r-
sem tókst að jafna (1:1) eftir
varnarmistök Beckenbauers. V-
Þjóðverjar voru ekki á skotskón-
um i Dusseldorf. Þeir fóru illa
með gullin marktækifæri — Jupp
Heynckes, Borussie Mönchen-
gladbach, tókst þó að nýta eitt
tækifærið og skora örugglega.
Grikkir eru enn með f orystuna i
8. riðli Evrópukeppninnar, en
staðan er nú þessi i riðlinum:
Grikkland........6 2 3 1 12:9  7
V-Þýzkaland.....4130  5:4  5
Búlgaria.........4 1 2 1 10:6  4
Malta............4 1 0 3  2:10 2
Danir
töpuðu
á Spáni
— þar sem þeir
léku með 9 menn
i vorn
SPANVERJAR léku sér að Dön-
um, eins ogköttur aö mús, þegar
þjóðirnar mættust í Evrópu-
keppni landsliða i Barcelona á
Spáni. Þrátt fyrir mikla yfirburði
Spánverja, tókst þeim aðeins
tvisvar sinnum að rjúfa gat á
varnarvegg Dana, sem léku nær
allan leikinn með 9 leikmenn i
vörn. Það voru þeir Jose Pirri og
Jose Capon, sem skoruðu mörk
Spánverja, sem hafa nú tekið ör-
ugga forystu i 4. riðli Evrópu-
keppninnar:
Spánn.............5 3 2 0 8
Rúmenia..........4 13 0 8
Skotland..........4 1 2 1 4
Danmörk___  ___5 0 1 4 2
4  8
3  5
4   4
11  1
„Trukkurinn"
ti mikla
hrifninqu
— þegar hann lék sinn
fyrsta leik með KR-liðinu
og skoraði 26 stig
KR „Trukkurinn" Curtiss Carter
vakti stormandi lukku, þegar
hann lék með KR-liðinu gegn
Valsmönnum i Reykjavikurmót-
inu i körfuknattleik. „Trukkur-
inn" er mjög litrfkur leikmaður
og vakti hlaupalag hans og til-
burðir mjög mikla kátinu áhorf-
enda. Ómar Ragnarsson kunni
svo sannarlega að meta tilburði
„Trukksins" — Hlaupalagi hans
má líkja við gamlan Willys-jeppa
i framdrifi, sem „snuðar i kúpl-
ingunni", sagði ómar, þegar
hann sá þennan hávaxna leik-
manna — 2.07 m — þeysa um gólf-
ið. Curtiss Carter ber svo sannar-
lega nafnið „Trukkur" vel —
hann er stór, sterkur og sókn-
djarfur leikmaður, þvi fengu
Valsmenn að finna fyrir.
„Trukkurinn" skoraði 26 stig i
leiknum, sem KR-ingar unnu
89:81 —mörgstigin skoraði hann,
með 2-3 Valsmenn á bakinu.
Bjarni Jóhánnesson stóð sig m jög
vel í leiknum, — hann naut þess
að leika við hlið Carter — skoraði
32 stig.
Valsmenn máttu einnig þola
tap fyrir hinu unga liði Fram —
62:67.  Framarar  töpuðu  siðan
stórt fyrir Ármanni — 41:83 og
IR-ingar áttu ekki i vandræðum
með IS-liðið — 82:53.
Það er greinilegt, að banda-
risku körfuknattleiksmennirnir,
sem leika~með Armanns- og KR-
liöinu eiga eftir að draga áhorf-
endur að körfuknattleiknum. —
Það sýndi sig á sunnudagskvöld-
ið, pegar þeir léku i Reykjavikur-
mótinu.
„TRUKKURINN"   Curtiss
Carter......sést hér skora eina af
körfum sinum. Bjarni Jóhannes-
son, sem skoraði 32 stig fyrir
KR-liðið, sést t.h.
(Timamynd Gunnar)
Rússar
taka
forustu
LEIKMENN Dynamo Kiev, mót-
herjar Akurnesinga i Evrópu-
keppni meistaraliða, unnu góðan
sigur (1:0) ylii' Svisslendingum i
Evrópukeppni landsliða í Zurich i
Sviss. Kiev-liðið, sem Ieikur sem
landslið Rússlands i Evrópu-
keppninni, tryggði sér sigur, með
marki frá Valdimir Muntyan —
og þar með tóku Rússar forystu i
6. riðli Evrópukeppninnar:
Rússland...........4 3 0 1 6:4 6
írland..............5 2 1 2 7:5 5
Tyrkland...........4 1 2 1 4:6 4
Sviss...............5 1 1 3 4:6 3
VIÐAR í LANDSLIÐIÐ?
VIDAR SÍMONARSON, hand-
knattleiksmaðurinn snjalli úr FH,
átti stórleik þegar FH-ingar unnu
góðan sigur 31:24 yfir tslands-
meisturum Vikings i Meistara-
keppni H.S.l. Viðar var potturinn
og pannan i Ieik FH-liðsins og
skoraði 7 góð mörk. — Það er
greinilegt,<að Viðar er i mjög góðri
æfingu um þessar mundir, og það
— hann átti stórleik, þegar FH-ingar
unnu stórsigur 31—24 yfir
íslandsmeisturunum Víkings
er ekki að efa, að hann myndi
styrkja landsliðið mikið. En Við-
ar er I slæmri aðstöðu — hann er
bæði þjálfari og einvaldur lands-
liðsins, og á þar af leiðandi mjög
erfitt með að velja sjálfan sig i
landsliðið. En eins og hann lék
gegn Vikingi, þá ætti hann að
vera fyrsti maðurinn i landsliðið.
— Já, Viðar er tilbúinn i slaginn.
Viðar!.
Páll Björgvinsson, nýi fyrirliði
landsliðsins, átti einnig mjög góð-
an leik — Hann skoraði 10 mörk
fyrir Vikingsliðið, sem var frekar
dauft i leiknum. Stefán Halldórs-
son skoraði 5 mörk fyrir Viking,
en þeir Geir Hallsteinssonog Þór-
arinn Ragnarsson, skoruðu sin
hvor 5 mörkin fyrir FH-liðið.
VIÐAR StMONARSON..... fór hamförum, þegar FH-ingar léku gegn víking. Hann skoraði 7 mörki leiknum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20