Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. mai 1977. 9 Tólf brezkir listmálarar sýna að Kj arvalsstöðum Kerry Kennedy David Whitaker . Paul Hempton Verk 12 brezkra list- málara eru nú til sýnis i vestursal Kjarvals- staða. Þetta er þritugt fólk, eða liðlega það, og hefur gengið á lista- skóla. Þau heita: Colin Cina, Julian Cooper, Michael J. Crowther, Jennifer Durrant, Paul Hempton, Knigh- ton Hosking, Kerry Kennedy, Barry J. Martin, Alan Miller, Alex Thomson, David Whitaker, Tony Wilson. Samstarf Serpentine Gallery og listráðs Þaö voru þeir Aöalsteinn Ing- ólfsson, listfræðingur og fram- kvæmdastjdri listráös Kjar- valsstaða, og Sue Grayson, framkvæmdastjóri Serpentine Gallery, sem völdu þessa lista- menn, en Reykjavikurborg borgar brúsann. Aðalsteinn Ingólfsson lýsir til- drögum á þessa leið i sýningar- skrá: ,,A árunum 1972-74 var ég við nám i Lundúnum og fylgdist þá náið með þvisem var að gerast i brezkri myndlist, naut þess og reyndi að skoða það i þjóðfé- lagslegu og listsögulegu sam- hengi. Þar var um auðugan garð að gresja, en einna mesta ánægju hafði ég af þróun mála i brezkri höggmynda- og málara- list. Komst ég fljótt á þá skoðun að áhugamál ungra listmálara i Bretlandi mætti sjá i hnotskurn á sýningum þeim sem sýningar- salur brezka listaráðuneytisins (ArtsCouncil), Serpentine Gall- ery, stóð fyrir á ári hverju, en þar var lögð áherzla á að kynna unga og efnilega listamenn i mörgum greinum myndlistar. Hlutbundin túlkun var ekki of- arlega í huga þeirra listmálara sem þar sýndu heldur fjölluðu verk þeirra um togstreituna milli hins tviviða og þriviða, ljóss og myrkurs, tilfinninga og rökvisi, — aldagömul vandamál að visu, en höndluð með sérlega brezkum skilningi á gildi ljóð- rænnar innlifunar”. An þess að ræða það frekar hér hvort sérstök ástæða var til þess fyrir Reykjavikurborg að fjalla sérstaklega um togstreit- una milli hins tviviða og þriviða ljóss, þá er þetta ekki neitt sér- lega spennandi sýning, og kemur ekki á óvart nema þeim sem ekki vissu að það eru mál- aðar myndir úti i Bretlandi. Þær listastefnur sem þarna birtast, hafa nefnilega verið rikjandihér á landi hjá ákveðn- um árgöngum myndlistar- manna, sem útskrifuðust úr Myndlista-og handiðaskólanum hér, meðan Hörður Agústsson stjórnaði skólanum og veitti leiðsögn og forskriftir i nútima- list. Þvi er aö visu hvergi haldið fram, að þarna eigi að vera þverskurður af brezkri málara- list, eins og hún er i dag hjá ungu fólki, heldur lýsir sýningin fyrst og fremst áhugamálum og smekk þeirra er listaverkin og listamennina völdu. Nú, þrátt fyrir dálitil von- brigði um föng þeirra Sue Gray- son og Aðalsteins Ingólfssonar, að þau skuli hafa einskorðað sig svona við hæpna stefnu, þá er sýningin á Kjarvalsstöðum sið- ur en svo nokkuð verri en við var að búast, og sumar mynd- irnar eru ljómandi skemmtileg- ar og vel gerðar. Einkum féllu undirrituðum verk þeirra Kerry Kennedy, Alan Miller og Paul ingunni, segir I fróðlegri grein m.a. þetta: „Nýlist I Bretlandi er oröin mjög kreddubundin, Sú stað- reynd er tengd þvi endurskipu- lagi á listaskólum i Bretlandi sem komið hefur verið i kring á siðustu árum og þær stofnanir hafa ávallt áhrif á yfirbragð listar á hverjum tima. Eftir stúdentaóeirðirnar 1968, hafa brezkir listaskólar verið neydd- ir til að „standa skil á starfi sinu” og „falla inn i munstur æðri menntunar”. Aherzlan á gagnmenntun, háskólakröfur og aukanámsgreinar innan lista- skóla hefur varnað mörgum skólanum að kenna málun og skúlptúr til hlitar”. Og ennfremur: „íöllum þessum tólf tilfellum sjáum við sterka persónuleika að verki. Engin tilraun er gerð fólk í listum Hempton vel i geð. Þau eru auð- skilin og handbragðið er ósvik- ið. Verk Davids Whitaker eru lika áhrifamikil, en jafnvel reyndir sjómenn verða að gæta sin að horfast ekki of lengi i augu við þau. Verk hins þrituga Julians Cooper eru unnin af sérstakri alúð, en án augljósrar stefnu. Markmið og leiðir Einn þeirra er á verk á sýn- til þess að setja málverkinu skorður sem ráðast af öðru en þvi sem verkinu viðkemur. Ég álít að aðeins með þvi að „skapa” og vera meðvitandi um það handverk sem þvi fylgir, fæðist persónuleg tjáning. Að- eins á þann hátt getur listamað- urinn opinberað hlutlaust vitn- eskju sina um hið óvissa eðli sjálfstjáningar”. Sýningunni lýkur 5. júni næst- komandi. Jónas Guðmundsson. ' ''J' ) . ■■ £ 'i STJORNULIÐ BOBBY CHARLTON gegn Úrvalsliði K.S.f. á Laugardalsvelli miðvikudaginn 1. júni kl. 20.30. Bobby Charlton, Cackie Charlton, Alex Stephney, Jim Callaghan, Terry Cooper, Allan Ball, Brian Kidd, Tommy Smith, Peter Lorrimer, Raiph Coates, How- ard Kendall o.fl. Einstakt tækifæri til að sjá þessa heiinsfrægu knattspyrnumenn leika saman i liði. Forsala við tltvegsbankann i dag fimmtudag, föstudag 27. og þriðjudag 31. mai kl. 13-18. Tryggið ykkur miða i tima. Verð aðgöngú- miða: Stúka kr. 1000, stæði kr. 800, börn kr. 300 K.R.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.