Tíminn - 07.10.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.10.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. október 1978 13 Sigurður Snorrason — bóndi, Gilsbakka Þegar haldið er fram veginn I Hálsasveit i Borgarfirði i átt til Húsafells, ensúleiðer fjölfarin af ferðafólki vegna fegurðar, þá gef- ur m .a. ef sæmilegt skyggni er, að lita Eiriksjökul og Strútinn. Fast- ur áningarstaður á þessari leið er við Hvitá til að virða fyrir sér náttúruundrin Hraunfossa og hinn söguþekkta Barnafoss. Þeg- ar dvalið er á þessum áningar- staðverður flestum eða öllum lit- ið á stórbýli, er vekur á sér at- hygli i hliðum handan Hvitár. Reisnog fegurðþessa býlis er slik að það fellur ekki einu sinni i skuggann i ljómanum er frá Ei- riksjökli stafar. Þetta býli er Gilsbakki i Hvitársiðu. Sigurður Snorrason frá Laxfossi og fjöl- skylda hans hefur setið þetta býli s.l. 55 ár. Sigurður Snorrason var fæddur á Laxfossi i Stafholtstungum 23. október 1894. Hann var kominn af merkum borgfirskum bændaætt- um. Foreldrar hans voru Snorri Þorsteinsson frá Húsafelli, bóndi á Laxfossi og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Efstabæ. Ætt- stofna þessa þarf ekki að kynna þeim er þekkja til merkra borg- firskra ætta. — Sigurður var tek- inn i fóstur á fyrsta ári af föður- systur sinni, Astriði húsfreyju að Húsafelli og eiginmanni hennar Þorsteini Magnússyni bónda á Húsafelli. Hjá þeim Astriði og Þorsteini á Húsafeili ólst Sigurður upp. Hann fór til náms i héraðsskóla Borgfirðinga á Hvi'tárbakka árið 1913 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1915. Arið 1923 þann 23. júní giftist Sigurður Guðrúnu Magnúsdóttur prófasts og alþm. á Gilsbakka. Magnús prófastur á Gilsbakka þótti ekki einungis góður kenni- maður heldur og einnig skörung- ur á veraldlega visu. Guðrún og Sigurður hófu búskap að Gils- bakka þegar I upphafi hjúskapar sins. — Mjög var talið mikið jafn- ræði með þeim hjónum um allt er að heimilishaldi og búskap laut. M.a. hefur mér verið sagt frá þvi að enda þótt Sigurður hafi alla tið verið sérstaklega fjárglöggur, hafi frú Guðrún i engu verið eftir- bátur bónda sins um að þekkja hverja á i hópnum með nafni né i ööru er að umhyggju og hirðu fjárins laut. Konu sina Guðrúnu missti Sigurður eftir 20 ára sam- búð. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem öll eru á lifi. Þau eru: Magnús bóndi á Gilsbakka, kvæntur Ragnheiði Kristófers- dóttur frá Kalmanstungu og dæturnar Sigriður er starfar við embætti lögreglustjórans i Reykjavik og Guðrúnu einkarit- ara forsætisráðherra. Ekki þarf orðum að þvi aö eyða að öll eru börn þeirra Sigurðar og Guðrúnar á Gilsbakka sannir afkomendur foreldra sinna um mannkosti alla. Sigurður giftist aftur árið 1946 Onnu Brynjólfsdóáur kennara frá Hlöðutúni og lifir hún mann sinn. Frú Anna hefur setið húsmóður- sætið að Gilsbakka með mikilli prýði enda þekkt.vel gefin mann- kostakona. Sigurður á Gilsbakka var mikill bóndi: sérstakt yndi hafði hann af sauðfé. Hann var mjög glöggur á skepnur, svo að hann þekkti hvern einstakling i hjörð sinni. Ræktunarmaður var hann mikill hvortsemvará landeða bústofn. Gilsbakki er kostamikil jörð. Það lá þvi í hlutarins eðli að þegar slik jörð var jafn vel setin og Gils- bakki i búskapartið Sigurðar, þá hlaut afraksturinn að reynast mikill. Svo varð og raunin hjá þeim Gilsbakkahjónum. Snyrti- mennska og gestrisni hafa einnig einkennt heimili Sigurðar og eiginkvenna hans. Þá hefur orð farið af þvi eins lengi og ég þekkti til hve mikið var eftir þvi sótt að koma börnum og unglingum til starfa á heimili Sigurðar og önnu á Gilsbakka. Þeir unglingar sem nutu dvalar þar, munu minnast verusinnar þarog þá sérstaklega húsbændanna meö mikilli hlýju. Sigurður á Gilsbakka var fyrst og fremst bóndi og hugur hans stóð ekki til annarra atvinnu- greina. I þvi starfi náði hann slik- um árangri að hann var óum- deilanlega I fremstu röð fslenskra bænda sinnar samtiðar og sem slikur verður hans jafnan minnst. En Sigurður á Gilsbakka haföi fleira til brunns að bera. Hann var maður friður sinum og hélst svo til siöustu stundar. Hann var skarpgáfaður og átti auðvelt meö að skilja kjarnann frá hisminu. Mikill fundamaður var hann talaði fallegt islenskt mál og hafði lipurt tungutak. Hann var hvort tveggja I senn haröfylginn sér er hann sótti eða varði mál sitt á fundum, oglipurer hann taldi það betur henta. Festa i ákvöröunum var alltaf fyrir hendi af hans hálfu. Sigurður var á margan hátt félagslega sinnaður t.d. mjög heilsteyptur og einlægur sam- vinnumaður. Tel ég að sá þáttur i lifi Sigurðar hafi komið næst stéttvisi hans i bændastétt enda taldi hann hvort tveggja svo ná- tengt. Eins og áður er að vikið var Sigurður kvaddur mjög til forustu ifélagsmálum einsog hér mun nú verða vikið að. Arið eftir að hann varö bóndi var hann kosinn i hreppsnefnd Hvitársiöuhrepps og sat þar frá 1924-1958. Hann var i sóknarnefnd Gilsbakkasóknar mesta sina búskapartið og deildarstjóri i deild Kaupfélags Borgfirðinga i Hvitársiðu frá 1924. Hann var formaður búnaöarfélags sveitar sinnar frá 1950 og fulltrúi á öllum fundum Stéttarsambands bænda frá og með stofnfundi til ársins 1972, sat alls 32 fundi. 1 stjórn Búnaöarsambands Borgar- fjarðar var hann frá 1953-1962, búnaðarþingsfulltrúi frá 1953-1966 og i stjórn Mjólkursamsölunnar I Reykjavik tvö kjörtimabil. Auk þessasem hér hefur nú verið upp talið þá hafði Sigurður á Gils- bakka fleiri áhugamál eins og t.d. Byggðasafn Borgarfjarðar, átti verulegan þátt i stofnun þess og var i stjórn þess um skeiö. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið frá skýrt um hin mörgu félagsmálastörf Sigurðar á Gils- bakka orkar það ekki tvimælis fyrir þá sem til þekktu að hann hefði getað sótt fram á fleiri sviðum félagsmála. Vilji hans sjálfs réði þvi aö svo varð ekki. Sigurður á Gilsbakka hafði t.d. aldrei afskipti af stjórnmálum. Þótt hann hafi að sjálfsögðu haft sinar skoðanir á þeim þá flikaði hann þeim ekki. Mér barst fyrir stuttu sú fregn að Sigurður á Gilsbakka væri sjúklingur á Landspitalanum. Annakonahans varhjáhonum og stundaði hann ásamt hjúkrunar- fólkinu þessa siðustu daga sem hann liföi. Sigurður var ný- vaknaður þegar mig bar að garði. Eftir að ég hafði dvalið þar litla stund þá var hann hress i tali og ræddum við um daginn og veginn sem fyrr mér til ánægju. Ekki gat égá samtalinu fundið annað en að hann væri á batavegi. Ég hafði þvi hugsað mér að heimsækja hann siðar á sjúkrahúsið en þó fyrst og fremst að Gilsbakka, þegar liði á vetur. Ferð min að Gilsbakka verður farin fyrr en ég hugði og erindiö annað, þvi Sigurður Snorrason lést á Land- spitalanum 2. september og verður jarðsunginn frá Gils- bakkakirkju i dag. Ég vil ljúka þessum kveðju- orðummeöþviaðþakkaSigurði á Gilsbakka þaö samstarf sem ég átti við hann og þau kynni sem ég hafði af honum allt frá þvi að við mættumst fyrst á stofnfundi Stéttarsambands bænda i sept. 1945. Ég hafði mikla ánægju af heimsóknum minum að Gils- bakka og eiga þess kost að hitta Sigurð og ræða við hann um þau málefni sem efst voru á baugi eða annað er til umræðu varð. Við hjónin sendum frú Onnu og börnumhans, Magnúsi, Sigriði og Guðrúnu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveöjur vegna fráfalls Sigurðar. Ég enda þessi orð með að segja að sliks manns er jafnan gott að minnast. Halldór E. Sigurðsson. W Húseign óskast óskum eftir kaupum á húseign 2500 fermetra að stærð, eða stærri, á fokheldu byggingarstigi eða lengra komið, til notk- unar fyrir rikisstofnanir. Tilboð með upplýsingum um stærð, sölu- verð og greiðsluskilmála óskast send skrifstofu vorri hið fyrsta. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 HELLISSAIMDUR - HÓLMAVÍK Kauptilboð óskast i eldri húseignir Pósts og sima á: Hellissandi, Bárðarás 20, sem er 47 fermetrar að stærð og að brunamótamati kr. 3.618.000.- Hólmavik, Hafnarbraut 31, tveggja hæða hús, 85 fermetr- ar að stærð, brunabótamat kr. 11.053.000.- Húsinverða til sýnis þeim er þess óska, miðvikudag og fimmtudag 11. og 12. október n.k. klukkan 5.-7 e.h. og eru kauptilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, föstudaginn 20. október 1978, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS - BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umferðaróhöppum. Lada sport árg. 1978 Volvo 144 árg. 1972 Cortina árg. 1976 V.W. Derby árg. 1978 Vauxhall Viva árg. 1972 V.W. sendi árg. 1972 Toyota MKII árg. 1974 Honda 250 bifhjól árg. 1975 Mazda 818 árg. 1977 og nokkrar fleiri Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi, mánudaginn 9. okt. 1978. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, bifreiðadeild fyrir kl. 17. 10. okt. 1978. Hreingerningar Stór verslun I Reykjavik óskar eftir starfskrafti til hrein- gerninga og tiltekta i verslun og fleira. Vinnutimi frá 8-4.30. Umsóknir er greini frá aldri og fyrri störf- um óskast lagðar á Timann fyrir 13/10 n.k. merkt 1295. Kennara vantar að Hliðaskóla vegna forfalla Kennsla fyrir hádegi i 6. bekk. Upplýsing- ar gefur skólastjóri i sima 24558 um helg- ina og i skólanum eftir helgi i sima 25080. Fræðslustjóri Vélstjóri óskast Viljum ráða vélstjóra með vélvirkjarétt- indi. Viðkomandi þarf að starfa sem vél- stjóri við korngeyma okkar i Sundahöfn. Reynsla i verkstjórn og góðir stjórnunarhæfileikar nauð- synlegir. Umsóknir meö upplýsingum um fyrri störf,aldur og meö- mæli sendist i pósthólf 853, fyrir 15. okt. Kornhlaðan h.f. Sundahöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.