Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						32  4. september 2006  MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Ítalski knattspyrnumaðurinn Gianfranco Zola ætti að vera 
öllum áhugamönnum um fótbolta vel kunnur. Hann kom 
víða við á löngum ferli sem leikmaður en starfar nú sem 
aðstoðarmaður Pierluigi Casiraghi hjá ítalska ungmenna-
landsliðinu. 
Zola fór fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen, 
fyrrum félaga sinn hjá Chelsea, þegar Fréttablaðið 
spurði hann um hans álit á Eiði. ?Ég hef alltaf haft 
mikið álit á honum og dáist að honum. Hann er 
mjög góður leikmaður og mjög klókur. Stundum 
finnst mér að hann hefði getað náð lengra og mér 
fannst oft eins og hann væri vanmetinn. Hann getur 
spilað margar stöður og er mjög góður leikmaður. 
Hann er nú kominn til Barcelona og það sýnir hversu 
góður hann er,? sagði Zola um landsliðsfyrirliðann Eið 
Smára.
?Ég er enn í góðu sambandi við Chelsea og fylgist ennþá 
með ensku úrvalsdeildinni,? sagði Zola. Hann sagði að 
hugarfar leikmanna væri öðruvísi í Ítalíu en á Englandi. ?Í 
Ítalíu er meira skipulag, en á Englandi eru leikmenn fastari fyrir og 
ákveðnari. Á Englandi er meira lagt upp úr því að vinna alla leikina 
en í Ítalíu er meira spáð í veikleika andstæðinganna og reynt að 
nýta sér þá. Á Englandi er ráðist á alla þó andstæðingurinn sé betri 
en þú,? bætti Zola við.
Spurður hver væri besti leikmaður sem hann hafi leikið með 
sagði Zola að hann ætti ekki í erfiðleikum með að svara 
því. ?Maradona,? sagði Zola án þess að blikka auga. ?Ég lék 
með honum hjá Napoli og það var frábær reynsla fyrir mig. 
Hann var frábær náungi. Góður maður sem allir elskuðu. 
Þannig er Maradona,? bætti Zola við.
Zola var greinilega mikið niðri fyrir þegar hann var spurður 
út í skandalinn í kringum fótboltann í Ítalíu. ?Þetta er 
sorgarkafli í ítölskum fótbolta. Sem fótboltamaður og sem 
íþróttamaður vil ég ekki sjá fótboltanum vera blandað í 
svona ljótt mál. En svona er lífið, því miður. Fólk gerir mistök. 
Það mikilvægasta er að þegar menn gera mistök þurfa þeir að 
taka afleiðingunum. Það er ekki bara skoðun mín á þessu máli 
heldur á öllum málum,? sagði Zola.
GIANFRANCO ZOLA: FYRRUM SAMHERJI EIÐS SMÁRA ORÐINN AÐSTOÐARÞJÁLFARI U-21 ÁRS LIÐS ÍTALA
Eiður Smári er vanmetinn leikmaður 
FÓTBOLTI Það þurfti engan 
Nostradamus til að spá því fyrir 
að Valsstúlkur myndu tryggja sér 
Íslandsmeistaratitilinn í Lands-
bankadeild kvenna í gær. Til stóð 
að fá FH í heimsókn og kraftaverk 
þurfti til að Valur klúðraði þessu.
FH mætti hins vegar ekki til 
leiks og samkvæmt reglum fékk 
Valur skráðan sigur, 3-0. Það var 
því nokkuð skrítið andrúmsloftið 
á Valbjarnarvellinum í gær. Vals-
stúlkur skiptu í tvö lið og spiluðu á 
stuttan völl til að drepa tímann 
fram að verðlaunaafhendingu og 
Elísabet Gunnarsdóttir sagði að 
tilfinningin væri örlítið skrítin. 
?Tilfinningin er skrítin en hún er 
samt góð,? sagði Elísabet.
Valur hefur haft töluverða yfir-
burði í deildinni og athygli vekur 
hve mörg mörk liðið hefur skorað. 
?Liðsandinn er búinn að vera frá-
bær og það eru engin vandamál í 
þessum hópi,? sagði Elísabet um 
sitt lið.
?Við vorum rosalega spenntar 
að fá að spila þennan leik og klára 
þetta og gá kannski hvað við 
næðum inn mörgum mörkum en 
því miður tókst það ekki dag. En 
sigurinn var kominn í höfn og það 
er það sem skiptir máli,? sagði 
markadrottningin Margrét Lára 
Viðarsdóttir. Margrét Lára sagði 
að það hefði verið svolítið erfitt að 
fagna til að byrja með en þegar 
bikarinn hefði verið kominn og 
allt fólkið hefði þetta verið frábær 
tilfinning. ?Þetta er rosalega 
sterkur hópur. Við gerum allt 
saman, erum bestu vinkonur utan 
vallar og innan og það er erfitt að 
brjóta svoleiðis hóp niður. Við 
erum með frábæran þjálfara og 
aðstoðarþjálfara. Stjórnin og allt í 
kringum liðið hefur verið frábært. 
Það er stór hópur sem á þetta skil-
ið og hefur unnið saman að þessu 
markmiði,? sagði Margrét Lára.
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, 
var ekki í nokkrum vafa um hvað 
hafi skilað þessum sigri. ?Sterk 
liðsheild. Við höfum verið dugleg-
ar að æfa alveg frá því í vetur, 
höfum lagt hart að okkur. Við 
höfum misst stelpur í meiðsli en 
fengið inn nýjar og erum með 
mjög góðan hóp.? 
 dagur@frettabladid.is
Frábær liðsandi og sterkur hópur
Valsstúlkur tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Andrúms-
loftið var samt sem áður skrítið vegna þess að FH mætti ekki til leiks. Sigurgleðin leyndi sér þó ekki.
TOLLERUÐ Elísabet 
Gunnarsdóttir, þjálfari 
Valsstúlkna, fékk fína 
flugferð eftir bikar-
afhendinguna í gær.  
 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TIL HAMINGJU  
VALSSTÚLKUR
BIKARINN Á LOFT Katrín Jónsdóttir sést hér taka við 
Íslandsmeistarabikarnum glæsilega.  FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VALUR Leikmenn Vals stöfuðu nafn félagsins. 
LANGBESTAR Valsstúlkur eru 
einstaklega vel að Íslands-
meistaratitlinum komnar.
Fljótlega eftir að leikur Vals og FH var 
flautaður af vegna fjarveru FH-liðsins barst 
Fréttablaðinu eftirfarandi tilkynning frá 
kvennaráði FH í knattspyrnu:
?Sl. haust ákváðu nær allir leikmenn sem 
spiluðu fyrir FH á síðasta keppnistímabili 
að hætta knattsspyrnuiðkun, en þrjár fóru 
yfir í önnur lið. Ástæða þessa voru ýmiss 
uppsöfnuð vandamál frá fyrri árum.
Þrátt fyrir þetta áfall var ákveðið að gef-
ast ekki upp og leggja niður meistaraflokk, 
heldur stofnað var nýtt kvennaráð, reynt að 
fá til okkar leikmenn til að styrkja þann 
hóp sem við höfðum af leikmönnum í öðrum 
og þriðja flokki auk eins leikmanns á fyrsta 
ári í meistaraflokki, fyrirliðinn Hrönn Hall-
grímsdóttir, sem hefur staðið sig óaðfinnan-
lega við að berja stelpurnar áfram. Eins var 
mikið reynt að fá þær stelpur sem lögðu 
skóna á hilluna að halda áfram án árang-
urs.
Ráðinn var góður þjálfari sem hefur gefið 
sig 100% í verkefnið. Fengnir voru 3 leik -
menn frá Serbíu. Einn af þessum leikmönn-
um varð að fara til baka í júni þar sem hún 
fékk ekki framlengingu á atvinnuleyfi ? en 
hún hafði komið sem leikmaður til Hauka 
2004 og hafði verið búsett hér í tæp tvö ár, 
þegar henni var vísað úr landi. Þetta veikti 
liðið umtalsvert ? þar sem um sterkan varn-
armann var að ræða sem ekki hefur verið 
vanþörf á í sumar.
Þrátt fyrir loforð forsvarsmanna annara 
félaga um leigu á leikmönnum til okkar frá 
öðrum liðum, sem treyst var á, var ekki stað-
ið við þau loforð sem endanlega var ljóst 
nokkrum dögum fyrir mót, og hófum við því 
leik í vor með aðeins 4 leikmenn á meistara-
flokksaldri ? aðrar voru úr 2. og 3. flokki.
Eins og búist var við var þetta verkefni 
stelpum úr 2. og 3. flokki ofviða ? þær urðu 
að spila alla leiki í sínum flokkum auka erf-
iðra meistraflokks leikja, stundum 2?3 leikir 
á viku. Þetta er stórt afrek hjá þessum stelp-
um og eiga þær skilið mikið hrós fyrir bar-
áttu og dugnað sem þær hafa sýnt í sumar.
Fækkað hefur í hópnum um 1-2 leikmenn 
í viku vegna meiðsla. Í dag var staðan orðin 
sú að  í liðinu voru aðeins 7 leikmenn leik-
hæfir til að spila þennan leik ? aðrar voru 
meiddar, sumar treystu sér til að spila 10-15 
mín. en ekki heilan leik. Því miður var þetta 
ekki endanlega ljóst fyrr en stelpurnar 
mættu á hefðubundnum tíma fyrir leik.
Um leið og við óskum Val til hamingu 
með Íslandsmeistaratitilinn viljum við biðj-
ast afsökunar á því að hafa ekki getað mætt 
með fullskipað lið til leiks í dag. Allt var 
reynt til að fá leikmenn í þennan leik en því 
miður áttum við ekki fleiri leikhæfa leik-
menn í dag vegna álags sem  hefur verið á 
þeim í allt sumar.?
Undir yfirlýsinguna skrifar Kolfinna 
Matthíasdóttir formaður kvennaráðs FH.
Yfirlýsing frá kvennaráði FH
ENGINN LEIKUR Sigurður Óli Þorleifsson, 
fyrirhugaður dómari leiksins í gær, sést 
hér ræða við fulltrúa Vals og KSÍ í gær. 
Skömmu síðar flautaði hann leikinn af.
 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI ?Þetta er uppákoma sem 
maður átti ekki von á að gæti gerst. 
Þetta er mjög sorglegt og áfall fyrir 
Knattspyrnusambandið og íslenska 
kvennaknattspyrnu,? sagði Geir 
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri 
KSÍ, spurður um viðbrögð við 
fjarveru FH-stúlkna í leiknum gegn 
Val í gær. Hann bætti því við að 
málið yrði skoðað í framhaldinu og 
reynt yrði að komast að því hvað 
hefði nákvæmlega gerst.
?Í reglugerð okkar er ákvæði 
um sektir og þess háttar. Það er 
augljóst að því verður beitt en 
það er auðvitað eitthvað þarna að 
baki. Við munum skoða það og 
verðum að tryggja það að þetta 
geti ekki endurtekið sig.?
Geir sagði að hann hefði fengið 
tilkynningu um að FH næði ekki í 
lið u.þ.b. hálftíma fyrir leik þegar 
Valsmenn hefðu hringt í hann á 
skrifstofu KSÍ. Það verður að 
teljast undarlegt að FH-ingar hafi 
ekki hringt sjálfir í KSÍ til að 
tilkynna um þetta mannahallæri. 
  - dsd
Geir Þorsteinsson:
Mikið áfall
FRAMKVÆMDASTJÓRI KSÍ Sorglegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Landsbankadeild kvenna:
VALUR - FH 3-0
FH mætti ekki til leiks og því er Val dæmdur sigur.
STJARNAN - BREIÐABLIK 0-2
ÞÓR/KA - KEFLAVÍK 1-3
FYLKIR - KR 1-11
LOKASTAÐAN:
VALUR 14 13 0 1 90-8 39
BREIÐABLIK 14 12 0 2 64-14 36
KR 14 10 0 4 81-23 30
STJARNAN 14 8 0 6 36-25 24
KEFLAVÍK 14 7 0 7 43-34 21
FYLKIR 14 4 0 10 15-82 12
ÞÓR/KA 14 1 0 13 15-68 3
FH 14 1 0 13 6-96 3
1. deild kvenna
Leikur um sæti í Landsbankadeild að ári:
FJÖLNIR - ÍR 1-0
Fjölnir er því komið upp í Landsbankadeild en ÍR 
mætir Þór/KA í tveimur leikjum um laust sæti í 
efstu deild. 
LEIKIR GÆRDAGSINS
> Við fordæmum... 
... skammarlega og óafsakanlega framkomu kvennaliðs FH 
í knattspyrnu í garð Valsstúlkna og íslenskrar kvennaknatt-
spyrnu í gær. Það er eitt að mæta ekki til leiks en að gera 
það í síðustu umferð deildarinnar, í leik þar sem áhangendur 
Vals og aðstandendur leikmanna liðsins voru samankomnir 
til að samfagna sínum nánustu, er ömurleg og niðurlægj-
andi ákvörðun sem setur svartan blett á það ágæta starf 
sem unnið hefur verið í knattspyrnudeild FH undanfarin ár. 
Aumkunarverð yfirlýsing frá kvennaráði FH er til lítils og gerir 
uppákomuna í raun enn neyðarlegri því þar er því haldið 
fram að forföllin í leikmannahópnum á leikdag hefði ekki 
verið hægt að sjá fyrir. Til að bæta 
gráu ofan á sótsvart voru það síðan 
Valsmenn sem tilkynntu KSÍ um 
fjarveru FH-inga. Það er vonandi að 
FH-ingum verði refsað harðlega af 
KSÍ fyrir framkomuna. 
SKÁL Valsstúlkur fóru mikinn 
með kampavínið í búningsklefa 
sínum. Gera má ráð fyrir því að 
fagnaðarlætin hafi staðið yfir 
fram undir morgun.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80