Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 2
2 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS Ópið til sýnis Listunnendum verður gefinn kostur á að berja augum víðfræg þjófstolin verk Edvards Munch, Ópið og Mad- onnu, frá og með morgundeginum og til lokunar á sunnudaginn. Síðan fara þau í tímafreka viðgerð. Verkin verða til sýnis á Munch-safninu í Osló. NOREGUR NEW YORK, AP „Djöflaræða“ Hugo Chávez, forseta Venesúela, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, hefur haft óvænt áhrif á bóksölu þar vestra. Í upphafi ræðu sinnar hélt Chávez á lofti eintaki af bók Nóbelsverðlaunahafans Noams Chomsky, en hún heitir Hegem- ony or Survival: America‘s Quest for Global Dominance. Chávez hvatti þingmenn og Bandaríkja- menn til að lesa hana „frekar en að glápa á Superman-myndir“. Bókin fór á lista best seldu bókanna hjá Amazon.com og Barnes & Noble daginn eftir og er nú í því fyrsta hjá Amazon. - kóþ Chávez áhrifamikill vestra: Chomsky rok- selst eftir ræðu HUGO CHÁVEZ MEÐ CHOMSKY Á LOFTI Bókin, sem kom út árið 2003, er nú komin í fyrsta sætið á vinsældalista Amazon.com. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������������������������ ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� VIÐSKIPTI Skyndileg viðhorfsbreyt- ing erlendra fjárfesta í byrjun árs hratt hér af stað aðlögunarferli í efnahagslífinu. Í nýrri hagspá Landsbankans, sem kynnt var í gærmorgun, segir að eftir örstutt aðlögunarskeið stefni í nýtt hag- vaxtarskeið á árunum 2008 til 2010 með áframhaldandi stóriðjufram- kvæmdum. Viðsnúningurinn í efnahagslíf- inu er sagður vera að ná fullum þroska núna. „Fasteignamarkað- urinn hefur kólnað, bílainnflutn- ingur hefur minnkað og hægist á kortaveltu. Allir þessir hefð- bundnu þættir eru smám saman að koma fram,“ segir Björn R. Guðmundsson, sérfræðingur á greiningardeild bankans. Á næsta ári er svo reiknað með hröðum samdrætti einkaneyslu, fjárfest- ingar og innflutnings. „En vegna þess að aukið verðmæti útfutn- ings kemur sterkt á móti verður ekki samdráttur í landsfram- leiðslu,“ segir hann. Spáð er 1,3 prósenta hagvexti á næsta ári. Við tekur svo hagvaxtarskeið þar sem gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 5 prósent að meðaltali. Á næsta ári segir bankinn verð- bólgu munu lækka hratt, meðal annars vegna kælingar á fast- eignamarkaði og hækkandi gengis krónunnar, en svo aukist verð- bólga á ný með meiri framleiðslu- spennu í hagkerfinu. Í næstu uppsveiflu er því svo spáð að stýri- vextir nái uppsveiflu í 10 prósent- um og krónan falli árið 2010. „Við sjáum fyrir okkur enn eina sveifl- una í stóriðjunni.“ Fasteignaverð er sagt munu lítið breytast fram á næsta ár, og lækka um tvö til þrjú prósent. Þannig verði fasteignaverð á næsta ári tæplega 11 prósentum hærra en árið 2005. „Heilmargir þættir styðja við fasteignaverð- ið,“ segir Lúðvík Elíasson, einn hagspárhöfunda. Þá segir Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans, að mistök hafi verið gerð við framkvæmd peningastefnunn- ar undanfarin ár og mikilvægt sé að læra af reynslunni í þeim efnum. Hann segir stórfram- kvæmdir hér kalla á meiri sveiflu en svo að peningamálastefna Seðlabankans ráði við hana. Bank- inn veltir upp þeirri spurning hvort ekki þurfi meiri sveigjan- leika í verðbólgumarkmiðið meðan á framkvæmdum standi. „Er ráð- legt að ryðja úr vegi innlendri framleiðslu sem er arðbær við eðlilegar aðstæður fyrir tíma- bundnar fjárfestingar í þessum mæli?“ spyr bankinn og veltir upp leiðum til að bæta virkni peninga- stefnunnar. olikr@frettabladid.is Á MORGUNFUNDI UM EFNAHAGSMÁL Um 500 manns mættu á morgunfund Landsbank- ans þar sem kynnt var efnahagspá fram til 2015. Í forgrunni eru Edda Rós Karlsdóttir for- stöðumaður greiningardeildar, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson bankastjórar og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Spá gengisfalli að nýju árið 2010 Í hagspá Landsbankans er gert ráð fyrir nýju hagvaxtarskeiði árið 2008. Sagan er svo sögð munu endurtaka sig með aðlögun og gengisfalli. Bankinn segir fast- eignaverð lítið. Seðlabankinn er talinn munu lækka stýrivexti hratt á næsta ári. STJÖRNUSKOÐUN Slökkt verður á öllum ljósastaurum og öðrum borgarljósum á höfuðborgar- svæðinu og víðs vegar um landið milli tíu og hálf ellefu næsta fimmtudagskvöld. Tilefnið er að vekja athygli borgarbúa á himinhvolfunum. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur mun lýsa himninum í beinni útsendingu á Rás 2 á sama tíma. Þorsteinn segir erfitt að svara því hvar sé best að fylgjast með himninum á fimmtudagskvöld.“ Það fari allt eftir því hvernig gangi að myrkva borgina. - sþs Borgarbúar skoða himininn: Ljósin slökkt um alla borg SUÐURNES Erling Ólafsson skor- dýrafræðingur segir að raunveru- leg hætta sé á því að kakkalakkar berist af vellinum inn í íslenskt samfélag. „Þetta er nokkuð sem ekki er rétt að líta framhjá,“ segir hann. Mikið er um kakkalakka og önnur skordýr á vellinum sem hafa komið með vörum frá vöru- skemmum hers- ins sem fluttar hafi verið hing- að eftirlitslítið. „Á svona stöðum í Bandaríkjunum er krökkt af kakkalökkum og alls konar kvik- indum og við fáum afleggjara frá því,“ segir hann. Erling ímyndar sér að „greið leið“ sé að opnast fyrir kvikindin af vellinum „án þess að ég vilji fullyrða mikið um það. Kakka- lakkanum er lagið að berast með manninum,“ segir hann. Kakkalakkar deyja ekki úr hungri. „Ég held að það finnist nóg að bíta og brenna í þessum híbýl- um. Það er enginn svo þrifalegur að ekki sé nóg handa kakkalökk- um. Þeir finna sér alltaf eitthvað,“ segir hann og telur einfaldast að jafna húsin við jörðu til að losna við kakkalakkana. Kakkalakkar eru alætur og lifa á matarleifum eða dauðum skor- dýrum. „Kakkalakkar eru sóðar sem skíta um allt, það er fýla af þeim, fyrir utan það hvað fá kvik- indi eru eins hvimleið út af sóða- skap. Þeir skjótast um allt og eru snöggir inn í fylgsni.“ - ghs KRÖKKT AF KAKKALÖKKUM „Ég held að það finnist nóg að bíta og brenna í þessum híbýlum,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur. ERLING ÓLAFSSON SKORDÝRAFRÆÐ- INGUR Skordýrafræðingur segir hættuna á faraldri kakkalakka raunverulega: Leiðin greið fyrir kvikindin Fasteignamarkaðurinn hefur kólnað, bílainn- flutningur hefur minnkað og hægist á kortaveltu. Allir þessir hefðbundnu þættir eru smám saman að koma fram. BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON SÉRFRÆÐINGUR GREININGARDEILDAR LANDSBANKA ÍSLANDS HLERANIR Síðan árið 1998 hefur lögreglu 779 sinnum verið veitt heimild til símhlerana en í flest- um tilfellum hefur það verið gert við rannsókn á fíkniefnamálum. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sig- urðssonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, á síðasta þingvetri. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir engar reglur liggja fyrir um það hversu lengi að hámarki lögregl- an getur beitt símhlerunum til þess að flýta fyrir rannsókn. „Það er ekkert í lögum sem segir um hversu lengi má beita símhlerun- um að hámarki. Hins vegar er það alltaf tekið fram í úrskurði hversu lengi símhleranirnar mega standa yfir. Þar er sá var- nagli alltaf settur.“ Skráning hófst ekki með skipu- legum hætti á beiðnum um sím- hleranir fyrr en árið 2000. Síðan þá hefur beiðnum um símhleranir fjölgað nokkuð en 157 sinnum var veitt leyfi fyrir símhlerunum með dómsúrskurði í fyrra, miðað við 117 skipti árið 2000. Ekki hafa ástæður símhlerana verið teknar sérstaklega saman í Héraðsdómi Reykjavíkur, en á landsbyggðinni var í miklum meirihluta úrskurða veitt heimild til hlerana í fíkniefnamálum, í 173 tilfellum af 196. - mh Símhlerunum hefur verið beitt tæplega 800 sinnum á síðustu tíu árum: Símhlerunum beitt æ oftar LÖGREGLUSTÖÐ Lögregla notað símahler- anir oftast í fíkniefnamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ómar, hvernig er að vera loksins kominn í lið? Gríðarlegur léttir. Allt í einu get ég látið sjá mig hjá öllum sem ég vil, talað við alla sem ég vil og sagt það sem ég vil við alla. Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður tilkynnti í síðustu viku að hann ætli sér að spila með liði umhverfissinna í þjóð- félagsumræðunni. DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás. Dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Austurlands, var skilorðsbundinn. Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt 25. júní 2006 veitt öðrum manni högg í andlit með þeim afleiðingum að sá síð- arnefndi hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini undir vinstra auga. Ákærði játaði brot sitt ský- laust fyrir dómnum, eins og því var lýst í ákæru. Dómurinn dæmdi árásarmanninn til að greiða sakarkostnað. - jss Tvítugur í mánaðarfangelsi: Dæmdur fyrir að kýla mann BRETLAND, AP Vatnslitamyndir og skissur sem talið er að séu eftir Adolf Hitler verða seldar á uppboði í Bretlandi í dag. Verkin fundust á búgarði í Flæmingjalandi í Belgíu, skammt frá þeim stað þar sem Hitler var ásamt hersveit sinni í fyrri heimsstyrjöldinni, en sem ungur maður sinnti Hitler listmálun af kappi. Að sögn listfræðings dettur engum í hug að kaupa verkin vegna listarinnar, heldur eingöngu vegna sögulegs gildis þeirra. Verk Hitlers hafa áður selst fyrir yfir 3,5 milljónir íslenskra króna. - smk Umdeilt uppboð í Bretlandi: Vatnslitamynd- ir Hitlers seldar MYNDIR EFTIR HITLER Talið er að þessar myndir séu eftir Adolf Hitler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.