Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Sunnudagur 2. september 1979.
Þórarinn Þórarinsson:
Island og Jan Mayen
Jan Mayen
Þar sem mikiö hefur verið
rætt um Jan Mayen að undan-
fórnu, finnst mér ekki öeðlilegt
aö rifjauppefni greinar, sem ég
skrifaði um þessi mál 29. októ-
ber f fyrra að loknum fundi haf-
réttarráðstefnunnar þá. Efni
greinarinnar er enn að mestu i
fullu gildi, og getur orðið til
skýringar f sambandi viö þær
umræður, sem nií fara f ram um
Jan Mayen-máliö.
Saga Jan Mayen var i grein-
inni rakin á þennan hátt:
„Jan Mayen er eyja, sem hef-
ur orðið tÚ við mikil eldsum-
brot. Húnris úr 2000-3000 m dýpi
og nær hæsti tindur hennar
nokkru meiri hæð en Oræfajök-
ull. Eyjan er um 380 ferkm. að
flatarmáli. Fyrst fara sögur af
henni í byrjun 17. aldar, en yfir-
leitt mun talið að Hollendingur-
inn, sem hún dregur nafn af,
hafi fundið hana 1614, en hann
stjórnaði þá hvalveiðileiðangri i
Norðurhöfum. Hollendingar
munu hafa gert tilraunir hl að
koma þar upp hvalbækistöðv-
um, en gáfust fljótt upp við það.
Þeir hættu stuttu slðar hval-
veiðum á þessum slóðum. Slðan
fara ekki sögur af Jan Mayen
fyrr en á 19. öld, en þá fóru
Norðmenn að stunda selveiðar i
nágrenni hennar. Arið 1921
reisti norskur maöur veðurat-
hugunarstöð á Jan Mayen meö
aðstoð norska rikisins og var
það gert I þágu selveiðimanna.
Norska rikið tók við rekstri
stöðvarinnar ári siðar. Með
konunglegri tilskipun 8. mai
1929 lýstu norsk stjórnvöld yfir
þvi, að Jan Mayen heyrði undir
norsk yfirráð og með annarri
tilskipun frá 27. febrúar 1930 var
lýstyfirþvi, að hún væri hluti af
Noregi. Arið 1955 var lýst yfir
fjögurra milna landhelgi við
Jan Mayen.
A Jan Mayen hefur aldrei ver-
ið neinn atvinnurekstur, þvi að
rekstur loftskeytastöðvar heyr-
ir tæpast undir það. Þar hafa
ekki fundizt nein náttúruauðæfi.
Hafnleysi er nær algert. Vetur
eru mjög kaldir og stormasam-
ir. Engar likur benda til, að föst
búseta verði á Jan Mayén,
by ggð á auðæf um, sem er þar að
finna eða i nánd hennar".
JanMayenog
200 milurnar
„Þegar Norðmenn innlimuðu
Jan Mayen fyrir tæpum 50 ár-
um, var það láuð afskiptalaust
af öðrum þjóðum, sem töldu
eyna verðlausa, en mátu rekst-
ur norsku veðurathugunar-
stöðvarinnar. Með tilliti til
reksturs stöðvarinnar, sætti það
heldur ekki mótmælum, þegar
Norðmenn lýstu yfir fjögurra
milna landhelgi. Þetta gerðist
áður en hugtök eins og efna-
hagslögsaga kom til sögunnar.
Hefðu menn átt von á þvi, að
innlimun Jan Mayen gæti tryggt
Norðmönnum efnahagsleg yfir-
ráð á stóru hafsvæði, myndu
viðbrögð annarra þjóða tvl-
mælalaust hafa orðið önnur.
Þar sem vegalengdin milli Is-
lands og Jan Mayen er mun
minni en 400 mflur, kom það til
álita, þegar fiskveiðilögsaga Is-
lands var færð Ut i 200 mílur,
hvort taka bæri tillit til Jan
Mayen á þann veg, að miða við
miðlinumillihennarog Islands,
eins og gert var I sambandi við
Færeyjar. Niðurstaðan varö sú,
að ákveðiö var að færa út i 200
mllur á svæðinu milli Islands og
Jan Mayen og þar með áréttað,
að íslendingar teldu Jan Mayen
ekki eiga rétt til miðllnu. Hins
vegar var ákveðið aö fresta um
stundarsakir að framfylgja á-
kvæðum fiskveiðilandhelgis-
reglugerðarinnar á svæöinu
milli 200 ínilna markanna og
miðllnumarkanna milli Islands
og Jan Mayen. Þetta var gert af
tillitssemi við Norðmenn, sem
héldu þá fastfram miölinukenn-
ingunni I deilum við Rússa og
töldu sér óhag að þvi, ef Islend-
ingar höfnuðu henni með öllu.
Meðal þeirra Islendinga, sem
um þetta f jölluðu, var þó nokkur
ágreiningur um þetta, þótt þetta
yrði niðurstaðan".
Með landhelgislögunum, sem
sett voru á þingi sl. vetur, er
réttur Islands til 200 mlha
marka milli Islands og Jan
Mayen gerður ótvlræður og felld
niður sú undanþága, sem áður
giiti um hið svonefnda „gráa
svæði" innan islenzku fiskveiði-
lögsögunnar.
Hvaða rétt á
Jan Mayen?
I greininni frá 29. október I
fyrraer svo vikið að hugsanleg-
um réttindum Jan Mayen til
fiskveiðilögsögu og efnahags-
lögsögu. Um það sagði á þessa
leið:
„Eins og ástatt er um þessar
mundir, leikur mikill vafi á,
hver sé eða verði réttur Jan
Mayen til fiskveiðilögsögu eða
efnahagslögsögu. I 121. grein
uppkastsins, sem hafréttarr.áð-
stefnan fjallar um, er eyjum
ætlað að fá landhelgi og efna-
hagslögsögu, en hins vegar ekki
klettum, sem „eru mönnum 6-
byggilegir og hafa ekki sjálf-
stætt efnahagsllf". Spurningin
er, hvort þetta nær ekki til Jan
Mayen, þótt hún sé meira en
klettur, þar sem hún hefur ekki
neitt sjálfstætt efnahagsllf. Ell-
efu riki hafa flutt tillögu um, að
þetta útilokunarákvæði nái ekki
aðeins til kletta heldur einnig til
minni eyja og myndi þá Jan
Mayen vafalitið flokkast undir
þetta ákvæði. Enn er ekki séð,
hvernig deilunni um þetta lykt-
En hvernig sem þessi deila
leysist, er þaö nokkurn veginn
ótvlrætt, aðsamkvæmt 74.grein
uppkastsins myndi Jan Mayen
ekki fá miðlínurétt gagnvart ís-
landi, þótt hún fengi rétt til
efnahagslögsögu. Þótt enn sé
nokkur deila um 74. greinina,
má búast við, að hún verði sam-
þykkt óbreytt eða án teljandi
efnisbreytingar. Greinin fjallar
um, hvernig ákveða skuli mörk
efnahagslögsögu, þegar
skemmra er en 400 milur milli
landa. Þar eru nefnd ýmis at-
riði sem til greina komi við sllka
ákvörðun, eins og t.d. miðlina,
en fyrst er nefnt, að hér skuli
farið eftir sanngirnissjónarmið-
um. Þaðliggur I augum uppi, ef
nokkurrar sanngirni er gætt, að
eyðieyja, þar sem ekkert at-
vinnulif er ogengir íbúar tengd-
ir því, hefur ekki sama sann-
girnisréttogsttírteyland, byggt
þjóð, sem byggir afkomu sína
að miklu leyti á sjávarútvegi.
Þegar þetta er athugað, verður
að telja algerlega óhugsandi, að
Norðmenn krefjist miðllnurétt-
inda fyrir Jan Mayen gagnvart
Islandi".
Siðan þetta var skrifað 29.
október I fyrra hefur engin
breyting orðið hvað þetta snert-
ir á uppkastinu, sem liggur fyrir
hafréttarráðstefnunni, og á-
greiningurinn, sem rlkir um
eyjar, helzt enn óbreyttur.
Spitzbergen
,,í sambandi við það, hvort
Jan Mayen á rétt ul efnahags-
lögsögu, kemur ekki sizt til at
hugunar sú stefna, sem Norð-
menn hafa sjálfir mótað I sam
bandi við Spitzbergen (Sval-
barða). — Norðmenn halda þvi
fram, að Spitzbergen eigi engin
réttindi til efnahagslögsögu,
sökum þess að hún sé á land-
grunni Noregs. Þau auðæfi, sem
sé að finna i' hafsbotninum um-
hverfis Spitzbergen, tilheyri þvi
Noregi einum. Ef Spitzbergen
fengi sérstaka efnahagslögsögu,
myndu þau rDci, sem stóðu að
Spitzbergensamningnum á sfn-
um tima, eiga sama rétt til nýt-
ingar á auðæfum þar og Norð-
menn.
Hér skal ekki lagður dómur á
það, hvort su kenning Norð-
manna fáí staðizt, að Spitzberg-
en eigi ekki rétt til sérstakrar
efnahagslögsögu af framan-
greindum ástæðum. En sé hiín
rétt, fellur einnig niður réttur
Jan Mayen til sérstakrar efna-
hagslögsögu. Eins og Eyjólfur
Konráð Jónsson bendir á i
greinargerð fyrir Jan May-
en-tillögu sinni (þessi tillaga lá
þá fyrir AlþingO, niun Jan May-
en teljast á landgrunni Islands,
og Island ætti samkvæmt fram-
angreindrikenninguaðeiga rétt
til auðæfa  hafsbotnsins þar".
Rétt er að geta þess, að Norð-
menn telj a Spitzbergen hafa rétt
til vissrarfiskveiðilögsögu, þótt
hún hafi ekki rétt til efnahags-
lögsögu og hafa þeir þvl gripið
til vissra fiskverndaraðgerðaá
svæðinu umhverfis Spitzbergen.
Deilan um
landgrunnið
„Arekstrar þeir, sem gætu
risið milli Noregs og Islands
snerta miklu meira hafsbotns-
réttindi en fiskveiðiréttindi. Ef
Norðmenn fallast á, að Island
eigi samkvæmt sanngirnissjón-
armiðum rétt til 200 mflna fisk-
veiðilögsögu á svæðinu milli Is-
lands og Jan Mayen, skiptir Is-
lendinga minna máli, þótt Jan
Mayen fái rétt til fiskveiöilög-
sögu allt að 200 milna mörkum
islenzku fiskveiðilögsögunnar.
Island getur samkvæmt nýju
hafréttarreglunni ekki fengið
meira en 200 mflna fiskveiðilög-
sögu. Ef Jan Mayen fengi ekki
viðurkennd fiskveiðilögsögu-
réttindi, myndi svæðið  um-
menn og málef ni
hverfis Jan Mayen verða al-
þjóölegt, og Islendingar þyrftu
þaaðsemja viö alþjóðlega aðila
um fiskverndarmál á þvi svæði.
Sennilega væriekki lakarafyrir
þá aðsemja við Norðmenneina.
Um hafsbotnsréttindi gildir
þetta ööru máli. Samkvæmt 76.
grein og 77. grein uppkastsins,
sem hafréttarráðstefnan fjallar
um, eiga strandrikin rétt til nýt-
ingar á botnauðæfum þess hluta
landgrunnsins, sem nær út fyrir
200 milna efnahagslögsöguna.
Enn er hins vegar eftir að á-
kveða hver mörk landgrunnsins
skuli vera, sem þessi réttur
strandrikisins nær til.
Það er hér, sem hagsmunir
tslands og Noregs gætu helzt
rekizt á, ef Norðmenn gerðu
kröfu til fullrar efnahagslög-
sögu fyrir Jan Mayen. Efna-
hagslögsaga Jan Mayen gæti þá
náð til landgrunnssvæðis, sem
tsland ætti tilkall til utan 200
milna efnahagslögsögu sinnar.
Margt bendir til að talsverð set-
lög, þar sem olíu gæti verið aö
finna, séu á þvl svæði, sem hér
gæti orðið deilt um".
Samleið um
fiskvernd
Iframhaldi af þessu, var talið
eölilegt að Norðmenn og Islend-
ingar byrjuðu viðræður um
þessi mál. Sfðan sagði:
„Fyrir allra hluta sakir væri
æskilegast, að Norðmenn færu
sér hægt I þessum málum og
gripu ekki til aðgerða, sem gætu
spillt sambúð þeirra og tslend-
inga, t.d. með þvi að tilkynna
miðlinu milli Islands og Jan
Mayen eða með því að taka sér
þarefnahagslögsögu, sem gengi
á landgrunnsréttindi Islands.
öðru máli gilti, ef þeir gripu
til fiskverndaraðgerða, Hkt og
þeir hafa gert við Spitzbergen.
Þar gætu þeir og Islendingar átt
samleið".
Að verulegu leyti er hér kom-
izt aö svipaðri niðurstöðu og
Gunnar G. Schram kemst að i
grein, sem hann birti I Mbl. 15.
ág. siöastl. Þar mótmælir hann
harðlega ráðagerðum Norð-
manna um efnahagslögsögú við
Jan Mayen, en telur hins vegar,
að fremur mætti faUast á fisk-
verndarlögsögu Norðmanna
umhverfis eyna til að koma I
veg fyrir, að þar veiddu aðrar
þjóðir en Norðmenn og Islend-
ingar, nema með sérstökum
heimildum: „SHk lögsaga á haf-
inu", segir Gunnar G. Schram,
„utan efnahagslögsögu tslands,
myndi aðeins taka til fiskveiða
og því" ekki takmarka eða
skerða neitt hafsbotnsréttindi
tslendinga".
lí
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Mg undirritaður vil styrkja Tímann með
því að greiða i aukaáskrift
? heila      ? hálfa   á mánuði
Nafn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28