Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						276

Skiptapi. Enn heflr orðið skiptapi á

Suðurnesjum, 11. þ. m., frá Vörum í Garði:

farizt skip með 6 mönnum í fiskiróðri.

Formaður Guðbrandur Þorsteinsson, lausa-

maður í Vörum. Fjórir hásetarnir voru

Tinnumenn Einars bónda og hinn 5. sjó-

maður austan úr Mýrdal.

Pöstskipið Laura, Christiansen, kom

í fyrra kvöld. Farþegar hingað: frú Þóra

Thoroddsen með dóttur, frk. Kirstin Svein-

björnsson, agent Sigfús Eymundsson, cand.

med. & chir. Sigurður Hjörleifsson, stúdent

Pjetur Hjálmsson. Skipið á að fara aptur

á fimmtudagskvöld 19. þ. m.

Gufuskipið »Ernst« bilað. í »Dim-

malætting« 30. f. m. er frá því sagt, að

sunnudaginn næsta áður, 24. sept., hafi

gufuskipið »Ernst«, skipstj. Eandulff, komið

til Þórshafnar frá Haldersvig, þar sem

það hafði leitað hafnar mánudaginn þar

áður, 18. s. m., á leið frá Seyðisfirði með

200 Færeyinga. Þegar »Ernst« átti eptir

18 mílur til Færeyja, brotnaði »tappinn« í

vjelinni, en með því vindur var hagstæð-

ur. hvass á norðan, komst skipið klaklaust

inn til Haldersvig. »Það var mesta guðs

mildi, að slysið varð eigi á þriðjudaginn,

í afspyrnurokinu, sem þá var; því þá eru

litlar líkur til, að »Ernst« hefði nokkurn

tíma landi náð framar. í Haldersvig varð

lappað svo við það sem bilað hafði, að

skipið komst til Þórshafnar. En ekki

þykir skipstjóra hættandi á haf aptur, og

hefir því farið með skipið til Kóngshafnar

til þess að leggja það upp þar og bíða

nánari ráðstöfunar«.

I»jórsá á ís.  Dagana 11. og 12. þ. m. var

Þjórsá gengin á ís og rekin yíir hana 200 fjár

við Sandhólaferju. En glæfrat'ör mun það

hafa verið, enda ruddi áin sig aptnr.

Heiðursmerki. Dr. med. J. Jónassen er

orðinn riddari af d.broge.

Gufutaáturinn „Elín" lauk ferðum sínum

þetta ár núna f'yrir helgina og)færir sig nú

1 vetrarlegu í Hafriaríirði. Ferðirnar hafa

orðið helmingi fleiri en til var ætlazt f'yrir

tram og gengið mikið vel yfirleitt, enda eptir-

tekjan orðið allgóð, svo sem nánar mun lýst

síðar.

Mikil uppskera. í haust í'ekk Eggert

Laxdal verzlunarstjóri á Akureyri 16ðl/> tunnu

af kartöflnm upp úr garði sínum þar, 1700

ferh.faðma að stærð, af 6^/2 tunnu útsæði.

Með 9 króna verði er það nær D/a þús. kr.

Það mundi þykja frásagnarvert í Manitóba.

Þingrof. Með konungsbrjefi 29. f. mán.

er alþingi leyst upp, vegna stjórnarskrár-

breytingarinnar í sumar.

Nýjar kosningar. Með konungsbrjefi

sama dag eru fyrirskipaðar almennar kosn-

ingar til aiþingis dagana 1.—10. júní 1894,

til 6 ára, og skal kjörtíminn talinn frá 1.

júlí s. á.

Ný lög. Þessi 8 lög frá síðasta þingi

hefir konungur staðfest, öll 16. f. mán.

1. Lög um samþykkt á landsreikningn-

um fyrir 1890 og 1891.

2. Lög um brúargjörð á Þjórsá.

3. Lög um iðnaðarnám.

4. Lög um sjerstaka heimild til að afmá

veðskuldbindingar úr veðmálabókum.

5.  Lög um að Austur-Skaptafellssýsla

skuli, að því er sveitarstjórn snertir, skil-

in frá Suðuramtínu og lögð til Austur-

amtsins.

6.  Lög um breyting á lögum 27. febr.

1880 um stjórn safnaðarmála o. s. frv.

7. Lög um hafnsögugjald í Reykjavík.

8.  Lög um sjerstök eptirlaun handa Páli

sögukennara MeJsteð.

Úr brjefl frá Chicago 12. ágúst: »Hjer

hafa verið á f'erð 2 nafnkenndir landar aust-

an um haf, karl og kona: síra Matth. Joch-

umsson og frú íiiyríbur Maqnússon. Síra M.

J. var hjer í tæpan hálfan mánuð, og var svo

að segja á hverjum degi á sýningunni. Mun

hann hafa skemmt sjer vel; enda get jeg ekki

sjeð, að árangurinn af' hans ferð hingað sje

annað en skemmtun fyrir hann persónulega.

Sigríður Magnússon flutti ræðu á uppeldis-

málafundi um menntun kvenna á Islandi, er

hún gerði neyðarlega lítið úr/og talaði ura.

það eins og býsn mikla, eptir því sem í bLöð-

um stendur hjer, að enginn kvennmaður á

öllu íslandi geti talað eitt orð í latínu(I). ís-

lenzkir munir þeir, er hún heflr meðferðis,

eru bæði fáir og óvanalega illa gerðir, eptir

mínu viti og eptir dómi annara íslendinga

hjer, sem ættu að hat'a vei vit á því. Vað-

málið, sem hún heflr, er fullt at' bláþráðum

og fláir á kantinn, svo það er eins og ána-

maðkur, allt af því, hvað það er iLLa oflð. Það

er eins og verstu sunnlenzk vaðmál gerast, en

aLveg ólíkt norðLenzkum eða MúlasýsLu-vað-

málum. Islenzka skó hefir hún, Jbúna til úr

hvítu eltiskinni, bryddaða með dönsku ijer-

epti(!), óþvengjaða, og svo 'ólíka íslenzkum

skóm, sem hægt er. Þá hefir hún baldýring-

ar, bæði baldýruð belti og kraga, en það er

sú versta baldýring, sem jeg heíi sjeð, og veit

jeg, að Lengi mætti ieita til að finna eins

vonda bald.ýringu á íslandi. Þa,o eina fallega

sem hún hefir, eru nokkrir víravirkishnappar

og einhver foriáta-keðja, sem hún segir verið

hafa eign eins Hólabiskups; með þess háttar

hluti gengur hún í vasanum og reynir að

koma þeim út við ríka menn fyrir stórfje.

Loks kórónar hún alla sína framkomu með

því að ganga ýmist á íslenzkum skautbúningi,

ellegar ísL. uppblut við danskan hatt, með

hanzka og danska skó !«

Vegna póstskipsins var útkomu iaugar-

dagsblaðsins af Isafold (14. okt.) frestað þang-

að til í dag.

Af Alþingistíð., B.-deild, umr. neðri deild-

ar, eru nú fuLLprentaðar 72 arkir.

Almenningi til huggunar

gjöri jeg hjer með kunnugt, að með því

að jeg nú hefi fengið gott húspláss fyrir

saumastofu, næg áhöld og vinnukrapt, þar

á meðal margar æfðar og vandvirkar

saumakonur, get jeg hjer eptir tekið að

mjer að sauma alls konar karimannsfatn.

að o. fi. (sem jeg í raun og veru aldrei

hefi boðizt til áður, þótt jeg fyrir ítrekaða

beiðni margra hafi saumað talsvert af föt-

um í sumar) og lofa jeg að ábyrgjast, að

vinna á fötunum sje vönduð og traust,

einnig að afgreiða pantanir fljótt og skil-

víslega. Enn fremur mun jeg hjer eptir

sauma föt fyrir enn þá lægra verð en jeg

hingað til hefl gjört. Tillegg til fata og

fataefni útvega jeg ef þess er beiðzt.

Hvergi hjer á landi fáið þjer eink ódýr

föt eins og hjá mjer!

Vinnustofa mín er í Glasgow, uppi á

salnum, inngangur að austanverðu um hin-

ar nyju dyr.

Reykjavík 13. okt. 1893.

G. Þórðarson.

Skiptafundur

í dánarbúi P. F. Eggerz verður haldinn á

bæjarþingstofunni laugardaginn 28. þ. m.

kl. 12 á hád., til þess að rannsaka skulda-

kröfur, er lýst heflr verið í búið.

Bæjarfógetinn í Reykjavík 14. okt. 1893.

Halldór Ðanielsson.

Uppboðsauglýsing:.

Þriðjudaginn hinn 17. þ. m. kl. 11 f. hád.

verður á Arnarhólslóð hjer í bænum, selt

við opinbert uppboð töluvert af plönkum

og óhefluðum borðvið, tilheyrandi Birni

múrara Guðmundssyni. Uppboðsskilmálar

verða birtir á uppboðsstaðnum á undan

uppboðinu.

Bæiarfógetinn í Reykjavík 14. okt 1893.

Hallór Daníelsson.

Hest-tryppi, jarpt, veturgamalt bógsigað

á báðum bógum, með mark biti framan

bæði er hjer í óskilum og verður selt við

opinbert uppboð, ef eigandinn ekki vitjar

þess innan 8 daga og borgar áfallinn kostn-

að.

Bæjart'ógetinn í Reykjavík 14.  október 1893.

Halldór Daníelsson.

Dugleg  VÍnnukona,  sem er vön við

öll innanhússtörf, getur fengið vist 14. maí.

Hátt kaup.  Ritstj. vísar  á.

Nýkomið með „L.auru": Sveizer-

ostur, Mysostur, kaffl, export, malt, kandis,

melís, grjón, hveiti, rúsínur, fikjur, choco-

lade, stearínljós, grænsápa, sjóhattar, mask-

ínunálar, o. fl.; — alt með bezta verði móti

peningum út í hönd.

M. Johannessen.

Med »Laura« modtaget ny Forsyning

af Artikler henhörende til Kunstsyning og

andre fine Haandarbeider; bl. a. Uld- og

Silke-Snorer, Pompons, Cheniller, Kvaster

do.; desaden en Del nette nye Smaating.

Endvidere Blonder, sorte, hvide, og créme-

gule, Kjole- og Forklædetöier, Slips, Börne-

handsker, Strömper.

Ligesaa moderne Vinterhatte for Damer

og Börn med dertilhörende Besætning af

Fjær, Silkebaand og Blomster.

Modeller og Tegninger af denne Saison's

Hatte forefindes.

M. Johannesen.

Snemmbæra kú, helzt borna, óskar und-

irskrifaður til kraups.    Dr. J. Jónassen.

Góð mynd af Hæfinni gamla fæst hjá

Agúst Guðmundssyni.

Með »t.aura« heíir undirritaður fengi

dömuskó og alls konar barnaskó. Einnig

kvennskó fyrir fullorðna.reimaða, á 5 kr., fjaðra-

skó á 6 kr. 50 a. Lítið á skófatnaðinn áður en

þjer kaupið annarstaðar.

Reykjavík 16. okt. 1893.

L. G. Luíviksson.

3 Ingólfsstræti 3

Veðurathuganir í Rvf k, eptir Dr. J. Jónassen

	Hiti (& Celaius)		Lopt (mill	j.mæl. met.)	Veðurátt	

sept.	ft nótt. | um hd.		fm.  1  em.		fm.  |   em.	

Ld.   7.	-7- 2	0	772.2	76!i.6	N h b	Nhv b

Sd.   8.	4- 6	0	7G9.6	769.6	0 b	0 b

Md.  9.	-r 4	+ 2	769.6	769.6	0 d	0 d

Þd.  10.	— 4	+ 2	769.6	767.1	N h b	N h b

Mvd.ll.	— 5	+ 1	767.1	764.5	Nhv b	Nhvb

Fd.  12.	— 3	+ 2	764.5	764.5	0 b	0 b

Psd. 13.	— 4	+ 6	764.5	764.5	N h b	

Ld.  14.	— 2		762.0		Nahb	

Hellr verið við norðanátt, en einlægt hægur >

nokkuð hvass h. 11., hægur, bjart og fagurt

veður.

Ritstjórij Björn Jónsson cand. phil.

PrentsmiBja ísaíoldar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 273
Blašsķša 273
Blašsķša 274
Blašsķša 274
Blašsķša 275
Blašsķša 275
Blašsķša 276
Blašsķša 276