Ísafold - 26.05.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.05.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. Yerð 4rg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */2 dollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild neraa kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XLII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn i6. mai 1915. 38. tölublað AVþýöufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 fiorgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—3 og 6—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og l "-7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 6 kl. 12—8 og 5- íslandobanki opinn 10—21/! og 61/*—‘7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 3ibd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* aiód. Landakotskirkja. Gnbsþj. 9 og 6 & helgnm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 61/*—01/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frú 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Lands8kialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt. (8—9) virka d&ga helga daga 10—12 og 4—7. NAttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á snnnnd. PósthÚ8Íb opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. "SamAbyrgb Islands 10—12 og 4—6 StjórnarrAbsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjaviknr Pósth.3 opinn daglangt 8—10 virka daga. helga daga 10—9. Vifilstaóahælió. Heimsóknartimi 12—1 !>jó6menjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Nýbreytni í umboðs- stjórninni. Tröllasögur hafa gengið hér um slóðir síðan nýi ráðherrann tók við, um að hann hafi gengið svo og svo nærri ýmsum embættis- og sýslun- armönnum landsins, sett á þá »rann- sókn«, og megi nú enginn vera óhultur. Er það eigi nema gott að embættismannastétt vor viti af eftir- litsvilja hjá ráðherranum og finni til hans við og við. Hefir hinn nýi ráðherra þegar sýnt, að honum er ant um þessa hlið á starfi sínu, þótt tröllasögurn- ar, sem gengið hafa, sé fjarri sanni. En ráðherrann hefir þessa dagana gert nokkurar umbætur, þarflegar og hollar landssjóði, sem full ástæða er til að kunfta honum þakkir fyrir — eigi aðeins fyrir það, að lands- sjóði aukast tekjur, heldur og fyrir stejnuna sem í þessu felst. í tilskipun frá 13. febr. 1873 eru ákvæði gerð um reikningsskil sýslu- manna, sem gilda enn, þótt eigi hafi altaf verið nógu vel fylgt og tæp- lega fullnægji kröfum tímans. Þessi tilskipun er nú undir endurskoðun og mun bráðlega koma í ljós í end- urbættri útgáfu. Þá hefir ráðherra og ákveðið að eftirleiðis skuli bæði landssímastjóri og póstmeistari gera reikningsskil ársfjórðungslega, í stað þess að það hefir verið óákveðið hingað til. T. d. mun engu fé landssimans hafa verið skilað á árinu 1914 fyr en 7. ágúst. Og þetta ár eigi gert fyr en í gær, eftir að skipun stjórn- arráðsins í þessu efni hafði verið gerð. Þá hefir ráðherra og skipað fyrir um, að starfsmenn símans megi eigi lengur, svo sem tíðkað hefir verið, hafa fé slmans á vöxtum undir eig- in nafni, og þá vextirnir runnið til þeirra og hafa numið eigi neinum smáfúlgum. Eftirleiðis á að leggja alla þá peninga jafnóðum »á bók« undir nafni símans og vextir allir þá að sjálfsögðu að renna í landssjóð. Ennfremur hefir ráðherra ákveðið, að eftirleiðis skuli landssímastjórinn, skógræktarstjórinn og báðir lands- verkfræðingarnir láta öll útboð um efni til mannvirkja o. s. frv. ganga gegnum stjórnarráðið og tilboð öll skuli send því. Alt eru þetta þarfar og góðar um- bætur, er sjálfsagt auka sumar þeirra tekjur landssjóðs um mörg þúsund krónur. Væri vel, að röggsamlega yrði haldið áfram þeirri stefnu — sem lýsir sér í þessu. Samvinnu-þýðlelki! Klofningur í Sjálfstæðisflokksstjórninni. Minnihlutinn >rekur< meirihlutann! Frá þinglokum hafa þessir sjö menn skipað miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins: Benedikt Sveinsson alþm., Bjarni Jónsson frá Vogi, Brynjólfur Björnsson tannlæknir, Einar Atnórs- son ráðherra, Ólafur Björnsson rit- stjóri, Skúli Thoroddsen ritstj. (form ) og Sveinn Björnsson alþm. Eins og kunnugt er voru skiftar skoðanir í miðstjórninni um þrí- menninga-grundvöllinn og voru þeir mjög andvígir honum Benedikt, Bjarni og Skúli. Ráðherra E. A. vildi áður en hann færi á konungsfund eiga tal við alla miðstjórn flokksins og mæltist til þess við Bjarna Jónsson frá Vogi, að hann fengi formann miðstjórnar Skúla Thoroddsen til að kveðja til fundar. Flutti Bjarni aftur þau boð, að Skúli sfærðist undan*. Því vildi meirihluti miðstjórnar (Br. Bj., E. A., Ól. Bj. og Sv. Bj) eigi una og sendu því formanni skrifleg tilmæli þann . 20. þ. mán. um að kveðja saman fund—í siðasta lagi rr.ánudag 24. þ. mán. En í stað þess fundar- boðs barst þeim fjórmenningunum svofelt »skrif« frá minnihluta flokks- stjórnarinnar: Reykjavík 23. maí 1915. í tilefni af bréfi yðar, háttvirtu herr- ar, til formanns miðstj. Sjálfstæðisflokks- ins, leyfum vér oss hér me'ð að tilkynna yður, að þar sem vór, samkvæmt því, sem gerst hefir í stjórnarskrármálinu og af því, að einn yðar hefir gerst ráðherra með stuðningi mótflokksins, eigi gctum, að svo stöddu, skoðað yður sem verandi í Sjálfstæðisflokknum, þá höfum vér, sem meiri hluti þingmanna í flokksstjórn- inni, sem þingið valdi, kosið okkur til aðstoðar í flokkstjórnina, unz alþingi kemur saman, alþingismennina Sigurð Eggerz og Björn Kristjánsson og get- um því aö sjálfsögðu eigi orðið við til- mælum yðar í ofangreindu brófi um boðun gömlu miðstjórnarinnar á fund, eins og vér líka mótmælum því, að þér framkvæmið nokkuð í nafni flokks- stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík 23. maí 1915. Bened. Sveinsson, Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson frá Vogi. Samþykkur : Björn Kristjánsson. Til herra Einars Arnórssonar, Sveins Björnssonar, Óláfs Björnssonar og Brynj. Björnssonar. Þessu furðulega bréfi minnihlut- ans íneð B. Kr. sem »samþykkjanda«, svöruðu fjórmenningarnir um hæl, á þessa leið: Reykjavík 24. maí 1915. Vér höfum móttekið bréf yðar, hátt- virtu herrar, dags. 23. þ. m. þar sem þér svarið áskorun vorri til formanns miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins um fundarhald í miðstjórninni, á þá leið, að þér skoðið oss undirritaða sem farna úr' miðstjórninni að svo stöddu, og að þér hafið kjörið þá Sigurð Eggerz og Björn Kristjánsson í flokksstjórnina með yður í stað vor fjögra. Út af þessu skulum vér taka þetta fram : Yður þrjá brestur alla heimild til þess að úrskurða oss úr miðstjórn flokksins. Sjáifstæðisflokkurinn á síð- asta þingi kaus oss jafnt og yður 1 miðstjórn sína. Þess vegna er það þingflokkurinn allur, sem einn hefir heimild til þess að svifta oss sæti i miðstjórninni. Þór eruð sem stendur í minni hluta í miðstjórn, en þrótt fyrir það, hefir oss eigi til hugar kom- ið að beita slíku gerræði við yður, sem þér reynið nú að beita við oss. Ráðstöfun yðar er og ólögmæt þegar af því að hún er gerð utan flokks- stjórnarfundar, en til þess að ráðstöf- unin væri löglega gerð sem fundar- g e r ð, hefði þurft að leggja hana fyrir á flokksstjórnarfundi og fá meiri hluta flokksstjórnar með henni. Enginn einstakur maður, í flokksstjórn eða ut- an hennar, getur tekið ákvörðun um mál flokksstjórnarinnar eða flokksins. Af því, sem nú hefir verið tekið fram, er ráðstöfun yðar um það, að Sigurður Eggerz og Björn Kristjáns- son skuli taka sæti í miðstjórninni, gersamlega löglaus og fullkomið ger- ræði, og mótmælum vér henni því að öllu leyti. En með því að þór neitið allri samvinnu við oss, munum vér til þings sem meiri hluti miðstjórnar- innar gera þær ráðstafanir, er oss þykir þnrfa, og láta svo þingflokkinn skera úr, er þingmenn eru hingað komnir til bæjarins, og ef s/nt verður að eigi verði samkomulag. Að endingu skulum vér taka það fram, að vér sem meiri hluti miðstjórn- arinnar teljum oss eiga rétt til að fá oss afhentar bæði gerðabók Sjálfstæð- isflokksins á þingi og gerðabók mið- stjórnarinnar. Eigum vér sem meiri hluti miðstjórnarinnar að gæta hags- muna flokksins milli þinga, og skorum vór því á yður að hafa skilað tóðum Nautnir. Gleðiþrá býr í hverjum manni. Hún er ein og óskift að uppruna, þó að vegirnir til að gleðjast séu óteljandi. Samt virðist tilbreytnin vera frumskilyrði allrar gleði og nautna. Flest dagleg störf manna eru tilbreytin garlítil og einhæf, sífeld endurtekning sömu athafna dag eftir dag. Það er að vísu gott að gleðj- ast í starfinu, hvert sem það er. En þvi að eins er það hægt, að ein- hver tilbreytni fylgi. Breyting er starfandi manni nauðsynleg, eins og svefn þreyttum manni og lúnum. Það er eins og ekkert sé svo yndis- legt, að það verði ekki leitt, þeim sem alt af verður því að sæta, um- skiftalaust. Sveitamönnum er hátíð að hverfa um stund i hringiðu bæj- anna, og bæjamönnum er ósegjan- leg gleði að ráfa tima á sumrin yfir móa og merkur, þar sem smalinn er orðinn dauðleiður á að vera, hve fagurt sem þar kann að vera i raun og veru. Öll einhæfni er svo þreyt- andi að menn hafa stundum verið í vafa um, hvort hið eilífa lif á himn- bókum til meðundirritaSs Sveins al- þingismanns Björnssonar í síðasta lagi fyrir kl. 3 eftir hádegi 25. þ. m. Einar Arnórsson, Sveinn Björnsson, Ólafur Björnsson, Br. Björnsson. Til herra Benedikts Sveinssonar, Bjarna Jónsson- ar frá Vogi og Skúla Thoroddsen. Svar við þessu bréfi barst svo i gær og var það á þessa leið: Bréfi ySar, frá í gær, svarast á þessa leið: Þér sjáið það sjálfir, að miðstjórnin gamla getur ekki annað, en verið úr sögunni, og vér, sem í henni vorum, eigi saman unnið að svo stöddu. Vér förum þá vorra ferða, og höf- um vora flokksstjórn, og viljum eigi, að það só talið gert í voru nafni, sem þór kunnið að gera; — en svo mætti álíta, ef þór geröuð, eða gæfuð út, ályktanir í nafni gömlu miðstjórnar- innar. Fundabók Sjálfstæðisflokksins á þingi, og mið8tjórnarinnar, verða að sjálfsögðu, er þingmenn koma saman, afhentar þingmönnum, er í Sjálfstæðisflokknum voru á síðasta Alþingi, en ef þór þarfn- ist eftirrits af einhverju, getur Bjarni frá Vogi, er bækurnar geymir, látið yður það í tó. Reykjavík 25. maí 1915. Skúli Thoroddsen. Til herra Sveins Björnssonar, Einars Arnórssonar, Ólafs Björnssonar og Br. Björnssonar. Þessi »gögn I málinu«, sem hér eru birt þurfa í rauninni engra skýr- inga við, því þau fletta sjálf svo vel ofan af atferli minnihluta flokksstjórn- arinnar. Það mun víst einsdæmi að minnihluti stjórnar geri tilraun til að reka meirihlutann. Og að menn, sem ella hampa svo mjög valdi meiri- hlutans, skuli leyfa sér að reyna annað eins og þetta, bendir áreiðan- lega á, að talið um meirihuta-vald eigi sér eigi dýpri rætur en svo, að um yrði beinlínis skemtilegt við si- feldan englasöng. Þegar þannig er á litið, verður skemtana- og nautnafýknin skiljan- legri. Nautnin er nokkurs konar hvild fyrir likama og sál. Hún á að vera það, og mennina hungrar og þyrstir i nautnir af því þeir vilja hressa sig og endurnæra. Þeir sleppa sér i nautnirnar af ósjálfráðri innri þörf, eins og þegar setuþreytt- ur maður réttir úr sér, eftir of langa hvild. Menn hafa ekki alment haft réttan skilning á skemtana-hungrinu, álitið það sprottið af léttúð og spill- ingu. Þeir menn hafa blandað sam- an orsökum og afleiðingum, for- dæmt gleðilöngunina, af því að hún leiðir menn i öfgar og vitleysu. Af þessu hafa sumir menn leitast við i góðri meiningu að stemma stigu fyrir öllum skemtunum. Að þeirra dómi átti æfin öll að vera eintóm vinna, meðan vakað var. En eðli mannsins er alt af samt við sig, það leitar heim aftur, þó það sé lamið með lurk. Nautnaþráin brjóstum lifandi manna verður ekki fremur stifluð, en hrapandi fossinn á hamrabrúninni. Hvortveggja er meirihluta-valdið sé gott meðan peir hafa það, en lenqur ekki. Á Sjálfstæðisfundunum um dag- inn var meirihluta-valdið gott og blessað, af því, að í peim meirihluta voru að mestu uppæstir menn á peirra bandi, er var að dæma um mál, sem fæstir vissu hvað var. En i miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á minnihluta-valdið öllu að ráða, af því, að par er pað á þeirra bandi, en meirihlutinn ekki. Hvort þessir þrfr miðstjórnar- minnihlutamenn og maðurinn, sem er y>sampykkjandi< á blaðinu með þeim vaxa í áliti og trausti þjóðarinnar eftir svona lagað athæfi skal ósagt látið, en trúlegt er það ekki. Látin er hér í bænum á laugardag frú Kristín Ólafsdóttir, kona Ólafs Run- ólfssonar bókh. Varð hún bráð- kvödd. Hún var áður gift Ólafi Johnsen kaupmanni í Hafnarfirði, sem dáinn er fyrir mörgum árum. Börn hennar frá fyrra hjónabandi eru m. a. síra Ólafur prófastur í Hjarðarholti, frú Valgerður kona Karls Nikulássonar forstjóra á Akur- eyri, frú Lilja, ekkja Lárusar prests 3orlákssonar, Nielsina, t kona Dan. Daníelssonar á Lágafelli. En síðara hjónaband hennar var barnlaust. — Frú Kristín sál. var mesta gæða- og heiðurs-kona, vel látin af öllum. Siálfsmorð. Nýlega hefir íslenzkur maður í Khöfn ráðið sér bana á eitri. Hann hét Móses Jónsson, ættaður úr Mos- fellssveit og var eitt sinn Hjálpræðis- hermaður hér í bænum. Atvinnu- leysi og þar af leiðandi fjárþröng talin valda þessu tiltæki hans. náttúruafl, sem má leiða, fara með vel eða illa, en ekki byrgja eða loka inni í fangelsi. Það getur því ekki komið til mála, að halda fram þessari stefnu, því að hún er í ósamræmi við mannlegt eðli. Þá mun nú sumum mönnum finnast skörin færast upp i bekkinn, ef eðli mannsins á að ráða, ef hver dutlungur, hver ílöngun, hver hneigð, á rétt á að verða framkvæmd, um leið og hún er í hug borin. Slikt væri fagnaðarboðskapur nautnanna, réttlæting hverskonar lausungar og stjórnleysis. En hér er alls ekki stefnt að þvi. Þvert á móti á að benda á þann mikilvæga sannleika, að allir menn þurfa nautna, og að við þvi verður ekki gert. Enn fremur að nautnirn- ar eru mjög misgóðar, sumar hress- andi í brdð o% lenqd. aðrar hœttuleqar eins og eitur. Framför menningar- innar liggur ekki sízt i því að flokka nautnirnar, að verðleggja þær, ef svo má segja, að meta innbyrðis gildi þeirra, og að því loknu að leit- ast við að hafa áhrif á það hvernig menn gleðjast, reyna að draga úr ásókn fáráðlinga í óhollar og skað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.