Ísafold - 08.09.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.09.1915, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Hús til sölu, getur verið laust til ibúðar i. okt. Ritstj. vísar á. aðarlaust að framleiða afurðir, er hrökkvi til sölu og kaupa nægilegra lifsnauðsynja sjálfra þeirra og annara. Og enn er »itt: Á næsta ári getur alt hrunið niður í óhæfilega lágt verð, sern rfurðir kallast hér, og hversu mun þá framleiðendum vegna, þ&im, er ekki veitir af nú? — Eða kanske stríðstolls-áherjendurnir nú berjist þá fyrir landssjóðsstyrk til framleiðenda til að bæta þeim verð- hrunið, eða láta framleiðsluna bera sig ? Ó. Sumarafli þilsKipa við Fáxaflóa. Reykjavikurskipin: þilsk. Asa — Björgvin — Sigurfari —- Hafsteinn — Keflavik — Milli — Seagull — Sæborg — Valtýr — Hákon H. P. Duus 38,000 —«— 27,000 —«— 22,000 —«— 21,000 —c— 21,000 —«— 18,000 — «— 21,000 —«— 21,000 —c— 26,000 —«— 26,000 241,000 — Sigríður Th. Th. 35>ooo — Ester P. Thorsteinsson 28,000 — Skarphéðinn-----| 13,500 Hafnarfjarðarskipin: — Surprice E. Þorgilsson 27,300 — Acorn Þ. Egilsson 24,000 — Guðrún —«— 23,000 — Reaper —«— 16,000 (Ægir). Mannslát. Mánudaginn 30. ágúst síða$tliðinn lézt að heimili sínu, Gvendareyjum á Breiðafirði, Salbjörg Jónsdóttir, kona Guðm. Guðmundssonar óðals- bónda í Gvendareyjum, fædd 7. ág. 1852. Salbjörg sál. var elskuð og virt af öllum, sem náin kynni höfðu af henni, gestrisin og gáfuð kona. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en hafa alið upp 2 börn, Ástu Stein- dórsdóttur og Guðm. J. Breiðfjörð blikksmið í Reykjavik. Ktmn. Látin er hér i bæ fyrir nokkru (23. ág.) frk. Anna Siqrídur Jlrasen, komin nokkuð á sjötugsaldur (f 1. des.br. 1853). Var hún dóttir Ara læknis Arasen á Flugumýri (f 1881) og Helgu Þorvaldsdóttur sálma- skálds í Holti. Hún dvaldist nyrðra þangað til móðir hencar lézt (1893), en siðan í Reykjavík — ásamt Kristínu systur sinni, er lézt í vetur. Af börnum Ara lifa nú að eins tvö, Guðlaug kenslukona hér í Rvik og Þorvaldur bóndi á Víðimýri. Anna sál. hafði lengi vanheil ver- ið og var fyrir nokkru ger á henni holskurður. Virtist hún fyrst í stað ætla að koma til eftir skurðinn, en kraftarnir reyndust eigi nægir. Anna sál. var að kunnugra sögn gæðakona, greind og vel mentuð og látin hið bezta. Oft er hálfsögð sagan, þegar einn segir frá. Þegar við höfðum lesið grein ina í 26. tölubl. ísafoldar þ. á. »Til þess eru vítin að varast þau«. Þá varð okkur á að hugsa: Flest er nú farið að gera að blaðamáli. Málefni það, sem umrædd grein fjallar um, er að eins sérmál þessarar sveitar, en úr þvi farið var að skrifa um það á annað borð, þá hefði verið viðkunnan- legra að segja frá báðum máls- hliðum, og þá augvitað að taka frá byrjun. En sökum þess, að að frásögn greinarhöf. er einhliða og ekki allskostar rétt, leyfum við undirritaðir okkur að biðja yður herra ritstjóri, að ljá grein þessari fúm í blaði yðar. Umrædd grein byrjar að segja frá bruna Undiifellskirkju ogfleiru þar að lútandi t. d. aldri hennar o.s.frv. Hvað vátrygginguna snertir er það rétt, að samningaleið var farin. Hvort söfnuðurinn heflr skaðast á þvi, látum við ósagt, því auk þeirra 3000 kr. (sem voru 3/4 af vátrygg- ingarfjárhæðinni) hélt söfnuður- inn öllu björguðu, en það gleymd- ist greinarhöf. að geta um. Nem- ur þetta alt talsverðri upphæð, en þó einhver lítilsháttar mismun- ur væri er naumast ástæða til að gera slíkt. að blaðamáli; enda hugðum við, að þar væri skegg- ið svo skylt hökunni, að sannað- ist á greinarhöf. »Að höggur sá er hlífa skyldi« En það getum við bent greinarhöf. á, að skamt hefði hann þurft að fara til að sjá meira verðfall á húsi, á svip- uðu árabili, þar sem þó minni efnalegir kraftar lágu bak við, en hjá öllum Undirfellssöfnuði. Nú tekur greinarhöf. sprett og fer að tala um hina almennu þörf okkar Vatnsdæla á funda- húsi, telur vöntun þess draga úr félagsskap, menn sæki ekki fundi »þvi þeir verði að haldast á heim- ilum bænda«. Um þetta má segja margt á báðar hliðar, en þá skoðun teljum við réttmæta, að sveitir eigi fundarhús til al- mennra afnota, þar sem því verð- ur viðkomið, að eins að þau séu heppilega sett í hverri sveit; en hvað það snertir að fundahúsin sjálf skapi áhuga manna á alruenn- um málum er nokkuð annað, og sízt mun það hjá þeim sem til- finninganæmir eru fyrir útgjalda- hliðinni, því engum þarf að bland- ast hugur um það, að þannig lagaðir fundir kosta einstakling- inn eða sveitasjóðina meira. I sambandi við endurbyggingu Undirfellskirkju, fer greinarhöf. að tala um, að sú hugmynd hafi komið fram, að byggja undir henni fundahús — og að »flestir hafl tekið þeirri hugmynd tveim höndum að því er frekast var vitað. Þar erum við nokkuð á öðru máli en grein- arhöf. Sannleikurinn er sá, að þegar hugmynd þessi kom fram hjá málflytjendum, þá var henni lítið sínt af flestum á því stigi — sem málið var þá, en bygginga- nefnd var falið að fá áætlun um kirkjubygginguna með kjallara og án, hans; sýndi sú áætlun að kjallarinn skilrúmalaus og gólf- laus (að eins hringurinn) var áætlaður ca. 1000 kr. Þann 25. okt síðastliðinn var haldinn safnaðarfundur að Undir- felli, til þess að ræða um livort byggja skyldi kirkjuna á sama stað. Á þeim fundi innleiddi oddviti sóknarnefndar, Guðmund- ur Ólafsson þetta kjallaramál, var fyrst leitað undirtekta hvort menn vildu leggja fram fé úr sveitarsjóði, til að byggja hann. Ennfremur var borið undir þá bændur, sem mættir voru úr sókn- inni en búsettir í Sveinsstaða- hreppi, hvort þeir leyfðu að byggja mætti kjallara þennan. Leyfi þetta gáfu þeir, þó því að eins, að það yki engan kostnað við kirkjubygginguna eða tefði hana á neinn hátt. Margirfund- armenn hreyfðu því, að ekki væri til neins að ræða um fjárframlög úr sveitarsjóði til kjallarans, á þessum fundi, það væri sveita- mál, sem tilheyrði að ræðast á almennum sveitarfundi. Samt óskuðu nokkrir fundarmenn að atkvæðagreiðsla færi fram, sem fór svo að 8 greiddu meðatkvæði en margir neituðu að greiða at- kvæði. Þetta mátti næstum telj- ast hlægilegt, að hugsa sér þann gang í málinu að safnaðarfundur færi að samþykkja, að sveitarsjóð- ur 'Áshrepps færi að leggja fram fé til þessarar kjallarabyggingar. Datt mönnum því ekki i hug að taka þetta gönuskeið öðruvísi en sem markleysu eina. Á fundin- um skoruðu nokkrir menn á sveitarstjórn Áshrepps að veita fé til hins umrædda. Tók hún það mál til meðferðar á fundi sínum 10. nóv. s. 1. og samþykti: »Að fyrir sitt leyti sæi hún ekki ástæðu til þess, þar sem húsið væri mjög illa sett til almennra afnota fyrir sveitina«. Hversu alvarlega var farið að hugsa um þetta látum við ósagt en þó mun nokkur brögð hafa verið að því, að einstakir menn ræddu málið af kappi 0g reyndu jafnvel að fá fylgi annara. Á hinum venjulega tíma hélt odd- viti aðalsveitarfund og þar var þetta mál tekið til umræðu. Fundur þessi var fjölsóttur og málið mikið rætt, en skoðanir manna nokkuð skiftar. Á þessum fundi kom fram kostnaðaráætlun yfir kjallarabygginguna, sem átti að sýna hann frá kostnaðarhlið alveg uppkominn. Þiljaðan í hólf og gólf, stoppaðan bak við þiljur og málaðann. Skilrúm þannig: »Fundasalur að sunnan sem einnig átti að vera forskóla- stofa fyrir norðurhluta hreppsins og þrjú smærri herbergi að norð- an. Kostnaður allur áætlaður 1400 kr. Fleiri höfðu athugað kostnaðarhlið við byggingu þessa og komu fram nokkuð ólíkar tölur. Eftir skýringum sem gefn- ar voru á fundinum kom það í ljós að kostnaðarmisfellan hlaut að lenda á kirkjunni. Nú er eins og menn vita nokkur hluti Undir- fellssóknar í Sveinsstaðahreppi, 5 bæir; var mönnum því heimild- arlaust að auka kostnaðinn við kirkjubygginguna á þann hátt. Einnig komu fram raddir um það, að sem fundahús, væri húsið illa sett á Undirfelli, of utarlega. Staðhættir eru þannig, að 5 bæ- ir i hreppnum eru fyrir Undir- fell, en 17 fyrir framan, og fult svo langt milli bæja í framdaln- um. Efiir að umræður höfðu staðið alllengi, kom fram sú til- laga, sem greinarhöf. er minnis- stæðust, og urðu þau afdrif henn- ar, sem hann skýrir frá, en það gleymíst honum að geta um, að af þeim 22. meðatkvæðum voru að eins 5 búandi menn. Sumum kann ef til vill að virðast þetta undarlegt, sem ekki þekkja i gangi málsins frá byrjun; skal hér í fáum orðum tekið fram, það sem réð úrslitum þannig. Nl. ReyklaYtkar-aDDái]. Verzlunarskólinn. Skólastjóri við hann er orðinn Jón Sívertsen kaupni., í stað O. G. Eyólfssonar, er sagði starfinu lausu í vor. Skipafregn: Gullfoss fór frá Kirkwall beina leið til Khafuar þ. 4. sept. Island fór til útl. i fyrrakvöld. Meðal farþega voru Mr. Hobbs og frú, Helgi Zeéga kaupm., Herluf Clausen kaupm., Mr. Berrie, Mr. Bookless, Bogi Mel- sted, stúdentarnir Sveinn M. Jónsson og S. Blöndahl, Anker Fischer, ungfrú Zoéga (dóttir Geirs kaupm.), Thora Friðriksson og Ingibjörg Daníelsson (yfirdómara) og sœnsk stúlka Elsa Keyaberg. Ennfremur jungr. Sigríður Stephensen og Guðlaug Jensson. Fiskkaup og bæjarstjórnin. Bœj- arstjórnin hefir gert samning við út' gerðarmenn botnvörpungsins Marz að kaupa afla hans fyrst um sinn þennan mánuð til að selja bæjarbúum. Búist er við að verðið verði á fiskinum frá 8 og upp í 15 aura (stór lúða). — Þetta ætti að verða góð matarhjálp fyrir bæinn, ef veiðin gengur-bærilega. Aðkomumenn : Síra K r i s t j á n EldjárnÞórarinsson, frá Tjörn i Svarfaðardal, kom hingað með Marz um daginn og dvelst hór þangað til Pollux fer norður. Hann hefir eigi komið hingað til bæjarins í 36 ár. Síra Eldjárn er nú kominn á áttræðisaldur, en fádæma ern og virðist eigi neitt úr fjöri því dregið, sem hann hefir verið annálaður fyrir frá skólaárunum. Skip landföst í Reykjavík. Núna um helgina var fyrsta hafskipabryggja hinnar nýju hafnargerðar fullbúin — sú sem ætluð er kolaskipum eftirleiðis — við Batteríisgarðinn. Fyrsta skipið, sem við hana lagðist, var íslenzki botnvörpungurinn M a r z, er lagðist við bryggjuna á sunnudag. En á mánudaginn lagðist hið nýja skip Sam.fól., I s 1 a n d, við hana og tók móti farþegum. Yar mannstraumur mikill út á slíipið af bæjarmönnum, sem þótti nýstárlegt að stíga á land- fast skip fyrsta sinni í höfuðstaðnum. ---------------------- Smávegis. Brunahætta af reykingum. í 50 Ara minningárriti »Nye danske Brandforsikringsselskabs« gefur Jo- hannes Dalhoff, fulltrúi 1 hagstof- unni dönsku yfirlit yfir bruna og orsakir þeirra á timabilinu 1864— I9M. Flestir brunar stafa af óvarfærni með ljós og svo eld, af þessum orsökum voru að meðaltali 1903—12, 1183 brunar á ári. Þriðja stærsta orsökin eru tóbaksrevkingar. Af þeim stöfuðu að meðaltali 277 brunar á ári. Þessi sízt afsakanlega orsök vex svo mjög ár frá ári, að fyrir 20 árum síðan reiknuðu menn 1 bruna á 300 tryggingar, en nú nálega 1 á hverjar 100. Þessi vöxt- ur er einkum kendur vaxandi tóbaks- reykingum kvenna. Tóbaksrækt bönnuð á Þýzklandi. Rikisþing Þjóðverja hefir eftir áskor- un frá bandalagi þýzkra tóbaksbind- indisfélaga, bannað alla tókbaksrækt á þýzkalandi. Askoruninni fylgdu ummæli fjölda vísindamanna við- vikjandi skaðsemi tóbaks, þar á með- al frá yfirlækni þýzka flotans. Erl. símfregnir. öpinber tittynning frá brezku ntanríkisstjórninni. í London. London, 31. ágúst. Útdráttur úr opinberum skýrslum Frakka 27.—30. ág. Stórskotaliðið hefir enn þessa dag- ana haft sig allmjög í frammi. 27.. ágúst ónýtti það skotgrafir fyrir Þjóðverjum norðan við Arras og 29% ágúst eyddi það skotfærabirgðum fyrir óvinunum (18. Depot). 30, ágúst hnekti það nokkrum árásum Þjóðverja með skothtíð og eftir ákafa viðureign skemdi það skot- grafir óvinanna í Artois og Argonne þ. 30. ágúst. í Champagne-héraði hjá Auberine sur Suippe var hrundið sókn fram- varðarliðs Þjóðverja. Það hefir verið sprengjuhrið og áköf höggorusta í Argonne og höfð- um vér þar yfirhöndina og náðum gíg eftir sprengingu og höldum honum. % Vogesafjöllum réttum vér við herlinu vora og jukum lið vort hjá Sondernach og Launersbach-hlíðum. Náðum vér þar nokkrum skotgröf- um óvinanna og hrundum af oss gagnáhlaupum. Sprengikúlna og sprengjuhríð hefir staðið umhverfis Metzeral. Þjóðverjar skutu á Compiegne á löngu færi, drápu þar eina hjúkrun- arkonu og særðu aðra hættulega, en ollu engu öðru tjóni. 26.—27. ágúst skutu flugvelar vorar á herstöðvar Þjóðverja í Wo- evre-héraði og í Argonne og hefndu með þvi fyrir loftfaraherför til Cler- mont, sem hafði þó engan árangur. Þær köstuðu einnig sprengikúlum á gasverksmiðju Þjóðverja 1 Dornach og Mulheim í Baden. Allar flugvél- arnar komu heim aftur heilar á húfi. Að morgni hins 28. ágúst flugu þrjú þýzk loítför fram hjá Soissonfc og önnur þrjú skamt frá Compiegne og stefndu til Parísar. Þau komust þó aldrei svo langt en köstuðu nið- ur sprengikúlum i nágrenninu, en særðu engan mann nema eina hjúkr- unarkonu og eitt barn. Það var skotið á þau og þau voru elt af loítförum. Franskur flugsveitarfor- ingi fór 3600 metra í loft upp og tókst að skjóta niður eitt Joftfar óvinanna hjá Senlis. Fiugmaðurinn var tekinn fastur og loftfarið tekið herfangi. Skýrsla French. London 31. ágúst. Sir John French sendir þessa skýrslu 30, ágúst. Siðan eg sendi skýrslu mína 28. ágúst hefir engin orasta orðið hjá okkur svo orð sé á gerandi. Dálít- ið hefir verið gert að sprengingum, en yfirleitt hefir alt verið með kyrr- um kjörum. 18. og 21. ágúst tókst oss að skjóta niður flugvélar fyrir óvinunum. 23. ágúst skaut stórskotalið vort á járnbrautarlest á stöðinni i Lange- marck og kom þar upp eldur. Þá um kveldið tók flugmannasveit vor þátt í loftskipaárásum á Houthurst- skóginn ásamt bandamönnum vor- um, og tókst sú för vel og mistum vér enga flugvél. London, 31. ágúst. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa 27.—30. ág. í Rigahéraði hefir engin breyting orðið. Á veginum til Friedrichstadt hefir staðið hin grimmilegasta orusta síð- an 27. ágúst, og hafa óvinirnir sótt fram til járnbrautarinnar, sem Jiggur milli Eckau og Neuhut. Á veginum til Dwinsk hafa her- sveilir vorar tekið upp sókn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.