Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 78
Árlegt lokahóf Körfu- knattleikssambands Íslands fór fram í Stapanum í Reykjanesbæ í gær. Þar var kynnt kjör leikmanna og þjálfara á bestu leikmönnum Iceland Express deilda karla og kvenna í ár. Njarðvíkingurinn Brenton Birm- ingham var í fyrsta sinn á ferl- inum kjörinn besti leikmaðurinn hjá körlunum en Njarðvík tapaði í úrslitunum fyrir KR. Besti leik- maður úrslitakeppninnar, Tyson Patterson úr KR, var sömuleið- is kjörinn besti erlendi leikmaður deildarinnar. Hjá konunum var Helena Sverr- isdóttir hjá Íslands-, deildar- og bikarmeisturunum Haukum kjör- in best. Þetta var hennar síðasta tímabil hér á landi í bili en hún er á leið til Bandaríkjanna í nám. Þetta er þriðja árið í röð sem Helena er valin besti leikmaður deildarinn- ar og er það í fyrsta skipti í sög- unni sem það gerist. Besti erlendi leikmaður Iceland Express deild- ar kvenna var Tamara Bowie úr Grindavík. Njarðvíkingar fengu fern af sex verðlaunum í einstaklings- flokkunum í karlaflokki en Brent- on var einnig valinn besti varnar- maður deildarinnar. Hann var ekki eini leikmaðurinn sem fékk tvenn einstaklingsverðlaun því Pálína Gunnlaugsdóttir í Haukum, var valin besti varnarmaður deildar- innar en einnig prúðasti leikmað- urinn. Í karlaflokki var Justin Shouse í Snæfelli kjörinn prúðasti leikmaðurinn. Leikmenn og þjálfarar kusu einnig bestu ungu leikmenn deild- anna. Hjá konunum var Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík valin besti ungi leikmaðurinn en Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík, í Iceland Express deild karla. Sérstaka athygli vakti að Bene- dikt Guðmundsson, þjálfari Ís- landsmeistara KR, var ekki val- inn besti þjálfarinn heldur koll- egi hans í Njarðvík, Einar Árni Jóhannsson. Njarðvíkingar unnu reyndar deildakeppnina nokkuð örugglega en KR vann svo loka- slag liðanna um Íslandsmeistara- titilinn. Ágúst S. Björgvinsson, þjálf- ari Hauka, var kjörinn sá besti í kvennadeildinni. Það eru einung- is þjálfararnir sem hafa atkvæðis- rétt í kjöri bestu þjálfaranna. Enn einn Njarðvíkingurinn var heiðraður í gærkvöldi er Sig- mundur Már Herbertsson var val- inn besti dómarinn. Lokahóf KKÍ fór fram í gær í Stapanum í Reykjanesbæ. Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkur, og Helena Sverrisdóttir úr Haukum voru kosin best. Ferð þú á úrslitaleikinn? Taktu þátt í UEFA Champions League Final SMS leik Vodafone og Sýnar og þú gætir verið á leiðinni til Aþenu í maí. Hvaða lið keppa til úrslita í UEFA Champions League Final? Manchester United FC / Chelsea FC Sendu SMS: UCL A í síma 1900 Manchester United FC / Liverpool FC Sendu SMS: UCL B í síma 1900 AC Milan / Chelsea FC Sendu SMS: UCL C í síma 1900 AC Milan / Liverpool FC Sendu SMS: UCL D í síma 1900 Dregið verður úr réttum svörum 10. maí. Tveir getspakir vinningshafar fá miða fyrir tvo á úrslitaleikinn í Aþenu 23. maí, njóta gestrisni Vodafone á svæðinu ásamt hótelgistingar, flugs og ferða til og frá flugvelli. Verð á skeyti er 99 kr. Gríptu augnablikið og lifðu núna Á lokahófi KKÍ í gær var eins og ávallt kynnt hvaða leikmenn voru valdir í lið ársins í Iceland Express deild bæði karla og kvenna. Athygli vakti að aðeins einn Íslandsmeistari var meðal út- valinna en það var Helena Sverris- dóttir úr Haukum. Enginn liðs- maður karlaliðs KR þótti eiga það skilið að vera í liði ársins. Þrátt fyrir að kvennalið Hauka sé handhafi allra þeirra fimm titla sem í boði eru í körfuboltanum hér á landi kemst aðeins einn leik- maður Hauka í lið ársins sem fyrr segir. Þrír Keflvíkingar komast reyndar í liðið, sem og einn Grind- víkingur. Haukar eru núverandi Íslands-, bikar-, deildar-, deildar- bikarmeistarar sem og meistarar meistaranna. Valið á liði ársins í karlaflokki dreifðist einnig á þrjú lið en tveir leikmenn Njarðvíkur og Snæfells voru valdir í liðið sem og einn frá Grindavík. Tveir leikmenn, Friðrik Stef- ánsson og Páll Axel Vilbergsson, voru í úrvalsliðinu í fyrra en þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Páll Axel er valinn. Hildur, Helena og María voru einnig í lið- inu í fyrra. Aðeins einn Íslandsmeistari í liðum ársins í karla- og kvenna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.