Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 10. ágúst 1980. 13 Sigfús Halldórsson á Kjarvals- stöðum Sigfús Halidórsson, tónskáld, nýturnær algjörrar sérstöðu sem menningarmáðurá tsiandi, og keppir þvi I raun og veru að- eins við sjálfan sig. öll þessi yndislegu lög, er hann hefur samið koma einna fyrst upp f hugann, en þau sfast inn i þjóð- ina með þeim hætti, að það er eins og þau hafi alltaf verið til innan i fólki, án þess að það vissi af þvi, þar til Sigfiis festi þau á blað, spilaði þau og söng. Mun það naumast ofsagt að svo vinsæla sönglagahöfunda á þessari öld má telja á fingrum annarrar handar. Þá hefur hann einnig samið „meiriháttar tónverk” fyrir sin- fóniur og stóra kóra, er flutt hafa verið, þannig að hann er ekki við eina fjölina felldur i tónlistinni. Annar þáttur I lifsverki Sig- fúsar Halldórssonar hefur svo verið myndlistin, en hann hefur lengi málað, haldið sýningar og einnig gjört leikmyndir, og með þessu öllu vann hann i banka og ýmsum stofnunum, uns honum tókst að hasla sér völl sem at- vinnulistamaður, tónskáld og listmálari. Maðurinn Sigfús Hall- dórsson Þriðji þátturinn í þessu sam- spili er siðan maðurinn Sigfús Halldórsson, en framhjá honum sjálfum verður naumast gengið, þótt um verk hans sé fjallað. Jóhannes Helgi, rithöfundur, lýsir honum býsna vel er hann segir, eða ritar i sýningarskrá m.a. á þessa leið: „Þvi ersvo fariöum sumamenn, þvi miður alltof fáa, að þeir breyta alveg svip og tóni dags, ef máður er svo heppinn að rek- ast á þá á förnum vegi. Dagur- inn er kannski einn af þessum erfiðu dögum þegar allt gengur manni öndvert, allt frá þvi að maður lyftir rakvél að aöorgni dags og uppgötvar að blaðiö i henni er ryðgað og sköröótt og jafnframt það siöasta i eigu manns: þar næst má maöur bisa við stiflað frárennsli i þvottahúsinu —• og að þvi búnu sendir tilveran á mann alla smámunaþefara og leiðinda- poka i heilu lögsagnarumdæmi uns maður er aö niðurlotum kominn um miöjan dag. En þá ber svo við að Sigfús Halldórs- son verður óvænt á vegi manns — og það er snarlega skundað á kaffihús. Og tónn dagsins er breyttur, yfirbragð hans hýrt og hlýtt. Það gerist ekki i djúpúðug um viðræðum: fremur I spjalli af þvi tagi sem enskir nefna sweet nonsense, elskulegum hé- góma, sem er afbragðshollur fyrir sálina. Spjallið þarf ekki að vera langt: þaðsem eftir lifir dags er tilveran mennsk, náttúrleg og viðfelldin, máski skopleg i bland — en full af fegurð og yndisleg- um viðfangsefnum. Þannig er að hitta Sigfús: maöur fer af fundi hans glaður og betri maður. Slikur er galdur þessa fjölhæfa listamanns — og hornsteinarnir eru fjórir: djúp listhneigð, fegurðarþrá, glað- værð og góðvild. Það eru þessir eiginleikar sem hafa gert okkur manninn Sigfús Halldórsson minnisstæð- an, kæran — og allra manna velkomnastan.” Undir þessi orð er auðvelt að taka, hvort heldur menn eru nánir vinir, eða málkunnugir Sigfúsi Halldórssyni. Þau hitta i' mark eins og lögin. Sýningin á Kjarvals- stöðum Ég hefi ekki á takteinunum hvað Sigfús Halldórsson hefur haldiö margar málverka- sýningar, en sú er hann nú heldur á Kjarvalsstöðum mun vera ein stærsta sýning er hann hefur haldið, þvi þar eru 84 verk. Hefur hann lagt undir allan Austursal Kjarvalsstaða,’ en i húsinu eru um þessar mundir þrjár sýningar i einu. Það fer ekkimilli mála, að ef þessi sýning er borin saman við seinustu sýningu Sigfúsar á Kjarvalsstööum, þá hafa fram- farirnar orðið ótrúlega miklar og örar, og þá einkum i teikningu, og samanburðurinn er auðveldur, þvi viðfangsefnin eru af sama toga spunnin og áð- ur, eða svipuðum, hús, þorp, skip og menn. Að visu má ávallt deila um nákvæmni i myndlist, hvort ljósmyndin hafi ekki ákveöið verksviö og málverkið annað. Hvort ekki beri i málverki að brjóta hlutina upp til einföld- unar og segja beri söguna allt eins mikiö i formi og lit, frekar en i nákvæmni, en um það verða aðrir að dæma. Sýning Sigfúsar Halldórs- sonar stendur frá 2. — 24. ágúst. Jónas Guðmundsson. Mótatimbur 1x6, kr. 630 pr. lengdarmeter Steypustál 10 mm. kr. 369 pr. kg. K.Þ. Byggingavörur Húsavik, simi 96-41444. Matreiðslumann vantar vinnu strax. Vill helst taka mötuneyti að sér, alveg sama hvar á landinu. Algjör reglusemi. Upplýsingar i sima 91-20717. kEmper Bændur Hinir velþekktu og vinsælu Kemper heyhleðsluvagnar til afgreiðslu strax. Tvær stærðir 24 m3 og 28 m3 Kaupfélögin umallt land Véladeild Sambandsins Armuia 3 Reykiavik Simi 38900 Bræóraborgarstigl-Simi 20080 (Gengió inn frá Vesturgötu) Hlíðarendaskóli Umsóknarfrestur fyrir 1. bekk mennta- skóla rennur út 20. ágúst og 8. og 9. bekk 1. sept. Upplýsingar i sima 99-3606. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.