Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 34
Lewis Hamilton náði
sjö stiga forskoti á liðsfélaga sinn
hjá McLaren, Fernando Alonso,
þegar hann vann sigur í ung-
verska kappakstrinum.
Lewis Hamilton komst á
ráspallinn eftir að Alonso var
dæmdur fyrir að tefja hann í
tímatökunum og hélt fyrsta
sætinu allan tímann. Alonso, sem
þurfti að ræsa sjötti, vann sig upp
um tvö sæti og endaði í 4. sæti.
„Þetta var einn erfiðasti
kappaksturinn sem ég hef tekið
þátt í og miðað við allt sem gekk á
hefði verið auðvelt að missa
einbeitinguna,“ sagði Hamilton.
Hamilton vann
í Ungverjalandi
Íslandsmeistarar KR-
inga drógust gegn tyrkneska
liðinu Banvit BC í 32 liða úrslitun-
um í bikarkeppni Evrópu en KR
slapp við að fara í forkeppnina.
Slái KR-ingar Tyrkina út þá
komast þeir inn í riðlakeppnina.
Þetta verður í fyrsta skipti sem
íslensk lið mætir tyrknesku liði í
Evrópukeppni. Banvit BC endaði í
7. sæti í tyrkensku deildinni í
vetur og datt út í 8 liða úrslitum
fyrir Efes Pilesen sem fór alla
leið í úrslitin. Fyrri leikurinn fer
fram á nýja parketinu í DHL-
höllinni 20. nóvember en sá seinni
í Balikesir sem er suðvestan við
Istanbúl.
KR-ingar fara
til Tyrklands
Ísland eignaðist Norður-
landameistara í flokki 35 ára og
eldri á Norðurlandamótinu í golfi
sem fram fór í Danmörku.
Meðal meistara íslenska liðsins
var nýkrýndur Íslandsmeistari í
höggleik, Björgvin Sigurbergsson,
en aðrir í sveitinni voru þeir Ólaf-
ur Jóhannesson, Sigurbjörn Þor-
geirsson og Sigurður Pétursson.
Íslenska liðið lék samtals á 229
höggum, Sigurbjörn lék best á 74
höggum, Björgvin var á 77 og
Ólafur var á 78 höggum. Sigurður
lék á 82 höggum.
Íslenska sveitin lék á tveimur
höggum betur en Svíar sem unnu
heildarkeppnina. Ísland komst
næst því að vinna annan titil í
karlaflokki þar sem þeir Sigurpáll
Geir Sveinsson, Pétur Freyr Pét-
ursson, Arnór Ingi Finnbjörnsson
og Sigmundur Einar Másson urðu
í 2. sæti, 11 höggum á eftir Svíum.
Íslenskir meistarar
Manchester United vann
meistarakeppnina í Englandi,
Samfélagsskjöldinn, í sextánda
sinn á sunnudaginn en þurfti til
þess vítakeppni gegn erkifjend-
um sínum í Chelsea.
Þetta var fyrstu leikurinn í
enska boltanum síðan Chelsea
vann bikarúrslitaleik liðanna í
vor en deildin hefst síðan um
næstu helgi. Hollenski markvörð-
urinn fékk uppreisn æru eftir að
hafa verið gagnrýndur fyrir sig-
urmark Chelsea í úrslitaleiknum í
maí því kappinn varði allar þrjár
vítaspyrnur Lundúnaliðsins í víta-
keppninni. Edwin van der Sar
varði víti frá Claudio Pizarro,
Frank Lampard og Shaun Wright-
Phillips og á sama tíma skoruðu
þeir Rio Ferdinand, Michael
Carrick og Wayne Rooney fyrir
þá rauðklæddu. Allar vítaspyrnur
leikmanna United voru mjög
öruggar.
„Ég var búinn að tapa 5 af 7
vítakeppnum sem ég hef lent í
þannig að þetta lagar þá tölfræði
aðeins. Við áttum þetta skilið,
spiluðum betri fótbolta og sköp-
uðum fleiri færi. Þetta er pínulítil
hefnd fyrir bikarúrslitaleikinn í
vor,“ sagði Van der Sar eftir leik-
inn.
Ryan Giggs kom United í 1-0 á
35. mínútu eftir frábæran undir-
búning Patrice Evra og Cristiano
Ronaldo en Frakkinn Florent
Malouda jafnaði á lokamínútu
fyrri hálfleiks í sínum fyrsta
alvöruleik fyrir Chelsea.
Ryan Giggs var hins vegar að
skora sitt fyrsta mark á Wembley
í sínum 17. leik.
Það var enginn titlaður fram-
herji í byrjunarliði Chelsea og á
meiðslalistanum voru menn eins
og John Terry, Didier Drogba,
Claude Makelele, Michael Ball-
ack, Andriy Shevchenko og Wayne
Bridge enda var José Mourinho
meðal annars með tvo varamark-
verði í leiknum og annan 19 ára
strák sem hafði aldrei spilað fyrir
aðallið félagins.
„Ég hef engar áhyggjur, þegar
þeir eru klárir þá eru þeir klárir.
Ég er tilbúinn að spila næsta leik á
þessum mönnum sem eru klárir.
Það var ekki auðvelt að undirbúa
liðið en það gleður mig hvernig
við stóðum okkur í þessum leik.
Manchester var með nánast full-
mannað lið en við vorum með
meira en helming liðsins óleik-
hæfan. Þeir voru samt ekki betri
en við og það gefur okkur mikið
sjálfstraust inn í nýtt tímabil,“
sagði Mourinho eftir leikinn.
Alex Ferguson segir liðið eiga
enn nokkuð í land. „Við erum ekki
tilbúnir. Nýju leikmennirnir eiga
allir nokkra vinnu fyrir höndum
og við treystum því á mennina
sem við höfðum á síðasta tímabili.
Gary Neville, Louis Saha og Ole
Gunnar Solskjaer eiga síðan allir
eftir að koma til baka úr meiðsl-
um þannig að við erum ekki eins
sterkir og við getum orðið,“ sagði
Sir Alex.
Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar tryggði Manchester United Samfélagsskjöldinn í opnunarleik
enska tímabilsins á Wembley um helgina. Man. Utd vann Chelsea 3-0 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna.
Lætur lánskylfurnar ekkert af hendi aftur
„Ég hefði miklar
áhyggjur af öllum erlendu
eigendunum ef ég væri
Englendingur,“ sagði
Michel Platini, forseti
UEFA, í sjónvarpsviðtali
sem verður sent út í dag.
Platini talar þar einnig
um að enska knattspyrnu-
sambandið ætti ekki að
leyfa erlendum eigendum,
sem ætla sér bara að
komast yfir skjótan gróða,
að taka yfir ensku félögin.
„Ég óttast að félögin missi
sína sérstöðu og ef þetta
væri að gerast í Frakklandi
þá myndi ég berjast á móti
því,“ bætti Platini við.
Enska knattspyrnusam-
bandið segist vera með
góða stjórn á yfirtöku
erlendra eigenda en úti-
lokar jafnframt ekki að
reglugerðin verði strangari
í framtíðinni.
Varar við erlend-
um eigendum