Tíminn - 05.12.1981, Blaðsíða 7
:r»p? ^rfncoHf* , i.j.v'íí-
Laugardagur 5. desember 1981.
menningarmál
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ:
KJARVAL
Málari lands og vætta,
Höfundar:
Aöalsteinn Ingóifsson og
Matthfas Johannessen.
Ljósmyndir:
Mats VVibe Lund
Rafn Hafnfjörð og
Jón Kaldal.
Að skila Kjarval til
nýrra kynslóða
■ Þaöfer vistekkimilli mála,að
Jóhannes Kjarval var um sina
daga fremsti málari þjóðar
sinnar og hann átti hug hennar
allrar, þvi hann varð fljótt að ein-
skonar goðsögn meðal fólksins,
allt frá þvi Guðbrandur Magnús-
son ritaði um hann fyrstu grein-
ina i blað. En Kjarval hafði þá
einkum farið á skútum með
ólgandi litinn i blóðinu, en segja
má að hann hafi verið skútu-
maður alla sina daga siðan.
Hafði þær fyrst fyrir barnsaug-
um austur i Meðallandi er þær
mogguðu undir færum, en til
i m < r'i i i 1
Wimhm
■ KONA vatnsiitamynd eftir Kjarval, ein myndanna I bókinni.
KJARVAL
Málari lands og vætta
landsins eitthvert mesta sjónar-
spil i islensku landslagi, sem til
er, fegurð sem endar á himnum.
Jóhannes Sveinsson Kjarval
fæddist að Efri-Ey i Meðallandi i
Vestur-Skaftafellssýslu árið 1885,
en fluttist f jögurra ára að aldri að
Geitavik i Borgarfirði eystra,
sem hefur nú ekki minna spil frá
hendi náttúrunnar en Meðal-
landið, en útgerðina aö auki.
Þegarhann hafðialdur til byrjaði
hann sjómennsku og réri á opnum
skipum og á skútum, eins og þá
var siður manna en árið 1911 hélt
hann utan til myndlistarnáms
skoðaði Turner i Lundúnum, sem
lika fékkst við skipagerð á léreft.
Þaðan lá leiðin til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hann lauk próf-
um i málaralist við Konunglegu
listaakademiuna áriö 1918 — og
þar með útskrifaður i lifið og hið
óræða.
Það er i rauninni ævintýri
likast, að fátækum skútukarli ut-
an af Islandi skyldi hleypt i
slikum vosklæðum inn i svo vand-
aðan skóla. Manni, sem hafði i
rauninni enga undirstöðu aðra en
mikið land er bar við himin og
ólgandi sjó. En Kjarval var
náttúrubarn, dularfullur tröll-
vaxinn maður með góð augu og
gott hjarta. Allir vildu þvi greiða
götu hans, og meira að segja
Skipstjóra og stýrimannafélagið
Aldan veitti honum ofurlitinn
námsstyrk, en um peningahliðina
er annars fátt vitað.
Ekki er ástæða til að rekja
aðrar ferðir Kjarvals, Rómar-
göngur, eða annaö, en frá árinu
1922 er hann að mestu búsettur i
Reykjavik og allt til dánardæg-
urs.
Við komuna til Isiands, hefst i
raun og veru nýr þáttur i lifi
þessa meistara forma og lita.
Honum semur strax vel við þjóð
sina, eins og allt var með sömu
ummerkjum hér og þegar hann
fór, en nú taka hjólin að snúast.
Kjarval sýnir myndirnar sinar og
hlýtur strax lof. Hann gefur út
timarit og ritar i blöð, og siðar á
ævinni byrjar hann að senda frá
sér bækur lika. En fyrst og fremst
er hann Kjarval, ómissandi stærð
i sinni samtið, óskiljanlegur,
dularfullur maður, sem allir
virðast þó eiga að vini.
Og nú reyna menn með öllu
móti að halda nafni hans á lofti á-
fram með útgáfum og sýningum,
rétt eins og menn vilji halda hon-
um i samtiðinni áfram.
Það verður þó að segjast eins
og er, að undirrituðum hefur á-
vallt þótt fremur klaufalega að
þessu staðið. Málarar lifa og
deyja i þeim myndum er þeir láta
eftir sig, og þar þarf liklega
minna að óttast um Kjarval en
marga aðra. En manninum sjálf-
um, rithöfundinum, persónunni,
töframanninum með barnshjart-
að, hafa verið gjörð fremur litil
skil, þvi Kjarval var nefnilega
margt ann'að en málari i venju-
legum skilningi þess orðs.
Ný Kjarvalsbók
Nú hefur á hinn bóginn komið út
bók, er hefur að geyma stutta
grein um myndlistarverkið eftir
Aðalstein Ingólfsson listfr. og
nokkur lifandi samtöl og lýsingar
á kynnum Matthiasar Jóhannes-
sen ritstjóra og skálds en hinn
siðarnefndi hafði mikil persónu-
leg kynni af Kjarval og gaf út
bókina Kjarvalskver fyrir all-
mörgum árum. Ritgerð Aðal-
steins Ingólfssonar birtist hins
vegar i Morgunblaðinu á sinum
tima.
Og nú hefur verið sett saman
bók með völdum köflum úr Kjar-
valskveri og áðurnefndri ritgerð,
og ennfremur hafa verið teknar
margar ljósmyndir af verkum
Kjarvals, sem flestar eru prent-
aðar i lit, og er útgáfan hin
vandaðasta i alla staði.
Bókin kemur út bæði á islensku
og ensku, samtimis, sem er
heldur óvenjulegt en er ekki eins-
dæmi.
Við lestur þessarar fróðlegu og
skemmtilegu bókar, kemur
margt upp i hugann, annað en það
sem i bókinni stendur. Hver er til
dæmis staða Kjarvals meðal ung-
menna, sem aöeins hafa myndir
til að fara eftir og það sem ritað
hefur verið til þessa. Að visu er
hin eiginlega ævisaga Kjarvals
enn i smiðum, en Indriði G. Þor-
steinsson, rithöfundur hefur
unnið að mikilli bók um Kjarval
fyrir Reykjavikurborg um
nokkrun tima. Svona tæmandi
ævisögu, eins og menn gjarnan
nefna það.
Aðalsteinn Ingólfsson gjörir i
sinni grein stuttlega grein fyrir
stöðu Kjarvals i upphafi ritgerðar
sinnar, en þar segir á þessa leið:
„Það er varla nokkrum vafa
undirorpið að Jóhannes S. Kjar-
val (1885-1972) er ástsælasti
myndlistarmaður Islendinga á
tuttugustu öld. Meðan aðrir á-
gætir myndlistarmenn islenskir
mega þakka fyrir að fá á þrykk
svart-hvitan bækling um sig og
list sina, hafa tvær veglegar bæk-
ur meö fjölda litmynda verið
gefnar út um verk Kjarvals að
honum lifandi, svo og ein sam-
talsbók, auk þess sem i bigerð er
löng ævisaga hans eftir einn af
þekktustu rithöfundum þjóðar-
innar. Einnig mætti nefna bústað
þann og vinnustofu sem islenska
rikið byggöi honum og nútima-
lega safnbyggingu, Kjarvals-
staði, sem Reykjavikurborg og
islenskir listamenn byggðu hon-
um til heiðurs.
Þessar miklu vinsældir erualls
ekki bundnar við fagurkera
höfuðborgarinnar eða islenskt
menntafólk, það fólk sem oftast
heldur listinni mest á lofti og
hefur af henni atvinnu. Verk
Kjarvals eru sannkölluð al-
menningseign. Út um allt land,
einkanlega i sjávarplássum og
sveitabæjum á vestur og suður-
landi, er að finna málverk og
teikningar eftir Kjarval, sumpart
aðkeypt og sumpart gjafir frá
listamanninum sem þarna var
einatt á ferð og þakkaði fyrir sig
með þvi að skilja eftir myndir.
I Reykjavik hefur það nánast
verið stöðutákn hin siðari ár að
hafa stóra Kjarvalsmynd yfir sóf-
anum i stofunni, helst af hraun-
breiðu eða mosaþembu . I seinni
tið hefur þessi Kjarvalsdýrkun
reyndar helst komið fram i æðis-
gengnu kapphlaupi um þau fáu
verk hans sem enn eru á markaði,
jafnvel ómerkilegasta riss sem á
fremur heima i arkifi, list-
fræðingum til rannsókna, en uppi
á stofuveggjum igylltum ramma.
Þótt þessi aödáun Islendinga á
Kjarval gangi á köflum út i öfgar
og i minningu hans hafi margt
verið gert af meira kappi en for-
sjá, þá er hún engu að siður ein-
læg og skiljanleg þeim sem
þekkja Island og Islendinga. A
19du öld vöktu rómantisk ljóð-
skáld tslendinga til vitundar um
menningarlega arfleifð sina, mál
og þjóðerni. Ekki er úr vegi að
segja að Kjarval reki endahnút á
þá vakningu með þvi að beina
sjónum landa sinna að þvi landi
sem þeir byggja, jafnvel inn i
þaö, og leggi i leiðinni grundvöll
að nútimalegri myndlist Islands,
— ásamt með Þórarni B. Þorláks-
syni, Asgrimi Jónssyni og Jóni
Stefánssyni, en fremstur meðal
jafningja."
Svo mörg voru þau orð.
Þegar þessi Kjarvalsbók er
metin, þá verðurmanni það efst i
huga að birtar eru myndir af mál-
verkum og vatnslitamyndum,
sem sjaldan sjást opinberlega. Að
visu eru sumar þessara mynda
til i öörum bókum. Það breytir
hins vegar ekki þvi, að bókin mun
færa nýjar kynslóðir nær Kjarval.
Listfræðingurinn vinnur
unglingavinnu, án þess að vera
truflaður af persónutöfrum
meistarans, nema þá af arfsögn-
inni. Skáldið keyrir á öðru elds-
neyti, sumsé nánum persónuleg-
um kynnum, og skilar okkur broti
af manninum, sem allir dáðu.
„Kjarval var bæði vitur og fjöl-
kunnugur, en grimmur er hann
ekki — nema þá fyrir hönd listar
sinnar og köllunar” segir Matthi-
as Johannessen i bókarlok. „Svo
lengi lá draumurinn i sál hans og
samvisku.”
Jónas Guðmundsson
Jónas
Guðmundsson
skrifar um
bókmenntir.
■ Tal aö tafli við Kasparov.
Tal sigraði
FRiga
■ I ágústmánuði siðastliðn-
um var haldið öf lugt fjölþjóða-
mót i Riga I Lettlandi. Þátt-
takendur voru sextán, niu
stórmeistarar, sex alþjóðlegir
meistarar og einn titillaus.
Mótið taldist i 10. styrkleika-
flokki og urðu úrslit þau að
Michail Tal , fyrrverandi
heimsmeistari sigraöi, hlaut
11 v., tapaði engri skák. I 2-
sæti varð sovéski stórmeist-
arinn Witali Zeschkowski með
10,5 v og i 3.sætimeð 10 v. kom
land:. þeirra Tals, stórmeist-
arinn Oleg Eomanischin.
Austur — þýski stórmeist-
arinn Lothar Vogt varö fjórði
með 8,5 v og i 5.-6 sæti urðu
tveir alþjóðlegir meistarar,
Erling Mortensen, skákmeist-
ari Danmerkur og Lettinn
Alwis Witolinsch, hlutu 8 v.
hvor. Frammistaða danska
meistarans kom mjög á óvart,
en hann sýndi mikið öryggi i
mótinu og tapaöi aöeins einni
skák, vann tvær og gerði tólf
jafntefli!
I hópi þeirra, sem neðar
voru i mótinu má nefna stór-
meistarann Ivkov frá
Júgóslavíu, Ermenkov, Bulg-
ariu, Adorjan, Ungverjalandi
og sovésku stórmeistarana
Bagirov og Gipslis.
Michail Tal þótti tefla af
miklu öryggi i mótinu og þykir
nú mörgum sýnt, að hann sé
óðum að endurheimta sitt
rétta form, rétteinu sinni. Og
við skulum sjá eina af skákum
hans frá Riga:
Hvítt: M. Tal
Svart: A. Gipslis
Sikileyjarvörn
1. e4 - e5
2. Rf3 - Rc6
3. d4 - cxd4
4. Rxd4 - e6
5. Rc3 - d6
6. Bc4 - Rf6
7. Be3 - a6
8. Dc2
(Bobby Fischer lék hér yfir-
leitt 8. Bb3 og hrókaði siðan
stutt. Þessi hvassa uppbygg-
er kennd við júgóslavneska
stórmeistarann i Velimirovix
og hefur skotið mörgum
snjöllum skákmeistaranum
skelk i bringu).
8. - -Dc7
9. 0-050 - Ra5
10. Bb3
(10. Bd3 kemur einnig sterk-
lega til greina).
10. ---b5
11. f3 - Be7
12. g 4 - 0-0
13. g5 - Rh5
(Gipslis heldur fullkomlega
rósinniog virðist hvergi óttast
hina ógnvænlegu peðafylkingu
hvits á kóngsvæng)
14. f4 - b4
15. f5 - b4
16. Rbl Rxb3 +
17. axb3 - e5!
(Leiðir til þvingaðs fram-
halds, sen er heldur hagstæð-
ara tafl fyrir svaran).
18. f(i - exd4
19. fxe7 - Dxe7
20. Hxd4 - a5
(Nú er komin upp athyglis-
verð staða.sem er öllu betri á
svart. Veikleikinn á d6er engu
erfiðari viðfangsen peðiðá e4)
21. Hhdl - He8
22. Rd2 - Bb7
23. Rc4 - Bce4
24. Hxd6 - Bf5
(Þegar hér var komið i
skákinni var Gipslis oröinn
naumur á timann og velur þvi
öruggustu leiöina. Skemmti-
legur möguleiki, sem þó var
erfitt að reikna til fulls i ti'ma-
hrakinu var: 24. - a4, 25. Hd7 -
De6, 26. H ld6 - Df5, 27.Rb6-a3
28. Rxa8 - a2, 29. Ha7 - Hxa8,
30. Hxa2 o.sv.frv.).
25. Dd2 - a4
26. bxa4 - Hxa4
27. Dd4 - I)b7
28. Dd5 - Dc8
29. Dc6 - Dxc6
30. Hxc6 - Bg4
31. Hel - Rf4
(Loksins komst þessi riddari
aftur i leikinn).
32. Kd2 - Rg2
33. Hcl - Bf3?
(Fram til þessa hefur
svartur þrætt timahraks
hengiflugið af mikilli list, en
hér verður honum á i
messunni. Nauðsynlegt var 33.
- H4a8).
34. Hd6 - Ha2
35. b3 - Rxe3
36. Rxe3 - IIa5
37. II fl
(Núkemsthviti riddarinn til
f6 og eftir þaö er svartur
varnarlaus).
37. - -Be4
38. Rg4 - Kg7
30. Rf6 - He7
40. Hf4! - Bhl
41. Hh4! - Hea7 og svartur
gafstupp um leið.Framhaldið
hefði getað orðið: 42. Hxh7+ -
Kf8, 43. Hh8+ - Ke7, 44. Hhd8
og siðan Rg8 mát.
Jón Þ. Þór
Jón Þ. Þór skrifar