Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 26. janúar 1982. landfari erlend fréttafrásögn „Fréttaspegill sjónvarpsins ■ Spyrja mætti: hefur frétta- spegill sjónvarpsins i þvi formi, sem nú er, einhvern rétt á sér? Þessu má svara bæði neitandi og játandi. Þessi þáttur hefur rétt á sér, þegar skipst er á skoðunum um inn- lend eða útlend málefni og talað er af högværð og þekk- ingu um tiltekið viöfangsefni. En hefur þessi þáttur rétt á sér, þegar dreginn er fram á sjónarsviðið einn af talsmönn- um þrýstihóps, sem ekki fylgir settum reglum um almenna kurteisi frammi fyrir alþjóð? Hvaða áhrif skyldi það hafa á æsku landsins, sem nú er i skóla, að horfa á fréttaspegil sjónvarpsins eins og hann var föstudaginn 15. jan. s.l. Nú eru það almennar reglur, að sá, sem talar fái óáreittur að ljúka máli sinu, og að ekki sé gripið fram i fyrir honum og þvi siður, að honum sé meinað að ljúka máli sinu. Þessar reglur voru svo algerlega þverbrotnar umrætt föstu- dagskvöld, en þá voru til um- ræðu hinir svokölluðu sjó- mannasamningar. Ég ætla ekkiað blanda mér inni þessa samninga. Ég held, að allir tslendingar vilji sjó- mönnum vel og að þeirra hlut- ur sé ekki lakari en annarra þegna þjóðfélagsins. Það verður enginn sleginn til riddara, sem hefur bara til brunns að bera yfirborðshátt og frekju. Það má aldrei nefna, að þessi eða hinn sé i þrýstihópi, en þeir hafa þó verið til hér á landi frá þvi i lok siöari heims- styrjaldar. Ég skora á sjónvarpið og þess ágætu yfirmenn að þeir, sem þar koma fram, brjóti ekki allar brýr að baki sér. Þá vil ég skora á launþegahópa, sem velja menn iþessa frétta- spegla, að þar mæti menn, sem kunna eitthvað örlitið i al- mennum mannasiðum, en mætiekki eins og reiðir hanar sér og öðrum til skammar. Slikir menn eru ekki sinu stéttarfélagi til sóma. Það hefur verið gerð viðar en á tslandi krafa um það, að menn, sem koma fram opin- berlega kunni almenna mannasiði. Að lokum vil ég segja þetta: ætlar sjónvarpið að halda á- fram með svona fréttaspegla eða er þetta bara allt i lagi? Gott er að fá svar við þvi. Magnús Sveinsson, frá Hvitsstöðum. Vatnaflutningar f Vonarskarði ■Er yfirskrift á greinarstúf erbirtist hér iblaðinu i janúar byrjun 1982 eftir Friðjón Guðmundsson Sandi Aðaldal. Þar skýrir hann frá þvi að Landsvirkjun hafi tekið kvisl er runnið hafi til Skjálfanda- fljóts og beint henni til Köldukvislar. Þetta hafi gerst sumarið 1980 og aftur 1981. Þetta mun rétt vera nema hvað endurtaka þurfti sama verkið 1981 og unnið var 1980 vegna þess að kvíslin ruddi sér aftur braut norður. Þessi kvi'sl mun hafa runnið sjálfkrafa suður áður fyrr. 1 greininni erþvi haldið fram að vatnaflutningar þessir gætu haft skaðleg áhrif á vatna- svæöi Skjáltandafljóts og hvi gæti verið um stórt mál að ræða? Ég held að nauðsynlegt sé að við stöndum saman um hagsmuni okkar hér við fljótið og er til lengdar lætur hljóta þeiraðfarasaman. Til frekari áréttingar vil ég taka fram að úr Vonarskarði koma 2 af 3 jökulkvislum Skjálfandafljóts og 1 úr Tungnafellsjökli. Fyrst og fremst mun Landsvirkjun hafa áhuga á vatni úr þessum kvíslum tveim er úr Vonar- skarði koma og samkvæmt þeim heimildum er ég hef þá býðst Landsvirkjun til að skila þvi' vatni aftur að 10-15 árum liðnum, eða þegar til virkj- unar fljótsins kæmi, og ætið skuli reiknað með þessu jökul- vatni i hagkvæmnisút- reikningum Skjálfandafljóts- virkjunar. Einhverjar greiðslur mun Landsvirkjun vafalaust inna af hendi fyrir vatnið, er þeir geta safnað i Þórisvatn og siðan miðla hvi yfir veturinn i þrjár virkja ir sunnan fjalla. Ég vil hér i.ieð skora á alla ibúa við Skjálf- andafljót að fallast á greiðslur, fyrst og fremst i formi rafmagns, ef til kemur. Ég óska eftir þvi að Friðjón Guðmundsson geri sérstak- lega grein fyrir gagnsemi jökulvatnsins i Skjálfanda- fljóti. Hliðskógum, 12. 1. 1982. Jón Aðalsteinn Hermannsson. OLÆKNANDI? Nafnnúmcr 9309-4700 sendir blaðinu eftirfarandi grein: ■ ,,Oft hef ég velt þvi' fyrir mér hvaða sjúkdómur það væri, sem svonefndur Svart- höfði gengur með, ég hef helst komistað þeirri niðurstöðu að þetta sé einskonar uppþemba sem fær útrás einu sinni á sólarhring, þessari útrás fylgir oftast leiður fnykur. Þar sem méí er frekar vel viö hann datt mér f hug að tala við gamla yfirsetukonu, ættaða að norðan, sem ég vissi aö hefði i gamla daga hjálpað bæði mönnum og skepnum. Hennar aðferðir voru i hinum gamla stfl, blóðtökur, laxering og stólpipa. Blessuð gamla konan tók mér ljúfmannlega, en sagðist nú vera að mestu hætt þessum lækningum sök- um elli og lasleika. Sagði ég henni nú erindi mitt. Eftir að hafa hlustað á mig með athygli segir blessuð gamla konan allt i einu: ó auminginn hann Svarthöfði, það er nú meiri mæðan hvað honum liður illa, ég held að þessi fjári hafi byrjað eftir að hann varað gramsa ibansetta úldna hrossaketinu, um árið. Hvað meinar blessuö konan, segi ég, lét hann þetta ofani sig? Góði minn, þetta er slik sorgarsaga aö ég get ekki ó- grátandi minnst á þetta, en af þvi ég þekki alla þessa ógæfusögu, er ég til i að hjálpa honum ef ég get. Hvaða aðferðum munt þú, beita ef þú tekur að þér að hjálpa veslings Svarthöfða"? Fyrst vil ég taka það fram aö þetta er orðið mjög illkynjað og gasmyndun ákaflega mikil, þessvegna dugar ekkerthálf- kák, eða vettlingatök. Ég verð að nota minar gömlu að- ferðir og það f mjög rikum mæli, segir sú gamla ákveðin. I hverju eru þær fólgnar i aðalatriðum, spyr ég. Gamla konan þegir um stund, en segir siðan: Hann er búinn að ganga svo lengi með þennan óþverra að eg verð að taka til fyrst og fremst stólpipa og laxering. Heldur þú að ein pipa og laxering dugi honum? Nei, hann þarf að fá minnst eina stólpipu á dag i þrjár vikur og jafnmargar lax- eringar, segir sú gamla ákveðin. Er þetta nú ekki einum of mikið? Sú gamla réri fram i gráðið og sagði: með illu skal illt út drifa, og i þessu tilfelli verð ég að gripa til efna, sem ég hef aldrei notað áöur. Að þvibúnu kvaddi égþessa ágætu gömlu konu með virkt- um og óskaðihenni alls góðs.” \V ' : ' i'v'v' r ■ Það voru uppörvandi fréttir eða hitt þó heldur sem við fengum þarna i flugvélinni í 33 þúsund feta hæð yfir sjálfu Atlantshafi. Þarna sátum við á leið til Noregs og áttum okkur einskis ills von, er flug- stjórinn vakti athygli okkar á því að útifyrir, aðeins örfáa sentimetra frá mér, væri 70 gráðu frost. — Sjötíu gráðu frost!!! Það var ekki laust við að hrollur færi um samfarþega mína og að kalt vatn rynni milli skinns og hörunds niður bakið á mér. Eða hafði óli Jóns kannski bara misst niður úr bjórkoll- unni sinni þarna tveim- ur sætaröðum aftar, við þessi válegu tíðindi? Aðeins örfáir sentimetr- ar skildu á milli lifs og dauða og það var eins gott að gluggarnir voru lokaðir. Mér varð hugsað til laumu- farþeganna sem ég hafði lesið um. Þeir höfðu sumir hverjir laumast inn í farangurs- rýmin á flugvélunum og síðan orðið ónotalega kalt í 33 þúsund feta hæð. Blóðið hefði örugglega frosið í æðun- um á þeim ef þeir hefðu setið við hliðina á töskunum mínum að þessu sinni. (Keflavík — Osló, janúar 1982) ■ „Styttur bæjarins” fara ekki varhluta af kuldanum og frjósa líkt og fólkið i gömlu leiguhjöliunum. HEIMA HlA KULDABOLA DUGIR EKKERT NEMA ALKÓHÓL — fréttir af norskum frostrósum og grýlukertum Frost og alkóhól En það er viðar kalt en i farangursrýminu á Flugleiðavél á leiðinni til Osló. Vetur konungur hefur ekki gert það endasleppara hér i Noregi á þessu nýbyrjaða ári, en að viðast hvar liggur við Noregsmetum vegna langvarandi og mikilla frosta. Mesta frost sem um getur i Suður-Noregi frá upphafi mælinga, mældist i Röros áriö 1914, en þá sýndu „hitamælar” minus 50.4 gráður. Annar mikill kuldastaður i Aust- urdalnum er Tynset, en á báðum þessum stöðum hefur hitastigið verið á milli minus 40 og minus 47 gráður siðustu daga. Það eru hinsvegar allar likur á þvi að það verði að þessu sinni Guðbrands- dælingar sem hrifsti kuldametiö til sin i S-Noregi, og geri hvað harðasta atlögu að Noregsmetinu (minus 51.4 gráður i Karasjok árið 1886). Aðfararnótt sl. föstu- dags mældist nefnilega frostið i Norður-Seli, efst i Guðbrands- dalnum, tæplega 50 gráður, en á óopinberum eldhúsgluggamælum þar i nágrenninu var þó frostið menningarmál Sigurdur K. Árnason á Kjarvalsstödum KJARVALSSTAÐIR 16,—31. jan. 1981 SIGURÐUR K. ARNASON Málverkasýning 63 oliumálverk. Opið dagiega á venjulegum tima. Sigurður K. Árnason ■ Laugardaginn 16. janúar siðastliðinn, opnaði Sigurður K. Árnason, myndlistarmaður sýn- ingu að Kjarvalsstöðum, en Sig- urður hefur fengist við myndlist lengi og fengið medaliu suður á ítaliu og ýmsan frama, þótt hann sé annars manna hóglátastur. Sigurður K. Árnason er fæddur út i Vestmanaeyjum, árið 1925 en þar bjuggu foreldrar hans, en siðari Oifusi,en á báðum þessum stöðum er gott að hafa fæðst og alist upp, fyrir þá sem fást við listir. Þar keppa menn nefnilega ekki aðeins við sjálfa sig i skáld- skap og listum, heldur einnig við náttúruna, eða svonefndar höfuð- skepnur, sem litið eru að stjáka um á öðrum stöðum, daglega. En á þetta er minnst vegna þess, að grunsamlega mikill hluti af góð- um listamönnum á fslandi hefur til þessa komið frá svona stöðum. Sigurður K. Arnason fór heldur hæga leið i myndlistinni, miðað við hraða, en ekki við það hvað er æskilegt, eða auðvelt. Hann lauk sveinsprófi i húsasmiði árið 1950, en myndlistarnám hóf hann i Handiða- og myndlistarskólanum árið 1947 og var þar til ársins 1952, meira og minna, þvi sjómennsku stundaði hann með þessu vafstri i myndum á árunum 1950—1954. Eftir það vann hann á teikni- stofu og gjörðist siðan umsvifa- mikill byggingameistari, byggði m.a. Hótel Sögu, eða Bænda- höllina, sem var nú ekki litil framkvæmd. Það dregur auðvitað timann frá mönnum i málverki að byggja bændahöll. Það er auðskilið. Þannig að málverkið var nær sjálfkrafa að aukabúgrein hjá Sigurði, enda með þungt heimili lengi, hefur mér verið sagt. Sýningin á Kjarvalsstöðum Þótt smiðar tækju mikinn tima, þá leið nú málverkið mismikið fyrir það. Alltaf sá maður öðru hverju bregða fyrir myndum eftir Sigurð. Og yfir þeim var ávallt sérstakur agi. Skáldskapur og hið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.