Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						16  7. nóvember 2008  FÖSTUDAGUR
Mikil ólga er í baklandi 
Sjálfstæðisflokksins vegna 
andstöðu formanns við að-
ild að Evrópusambandinu. 
Formaður og varaformaður 
eru ekki samstiga. Helm-
ingur sjálfstæðismanna 
styður aðild samkvæmt 
könnunum. 
Ólíkar áherslur formanns og vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins 
varðandi Evrópumál hafa vakið 
athygli. Þótt segja megi að ekki sé 
um grundvallarmun að ræða, er þó 
ljóst að Þorgerður Katrín er mun 
opnari fyrir samstarfi ? og jafnvel 
inngöngu ? í ESB en Geir.
Oft hefur verið sagt að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé samsettur úr 
mörgum smærri flokkum sem beri 
gæfu til að halda saman í kosning-
um. Það hafi orðið til þess að flokk-
urinn hefur verið stærstur í gegn-
um tíðina; mun stærri en 
systurflokkar hans á Norðurlönd-
um. Saga flokksins sýnir þó ólíkar 
áherslur allt frá stofnun. 
Stjórnarsáttmáli
Ólík afstaða ríkisstjórnarflokk-
anna gagnvart ESB var ljós fyrir 
kosningar. Í stjórnarsáttmálanum 
er kveðið á um skipan nefndar til 
að kanna Evrópumálin. Svo segir: 
?Skýrsla Evrópunefndar verði 
grundvöllur nánari athugunar á 
því hvernig hagsmunum Íslend-
inga verði í framtíðinni best borg-
ið gagnvart Evrópusambandinu.?
Stefna Sjálfstæðisflokksins 
kemur skýrt fram í samþykkt síð-
asta landsfundar. Vísað hefur verið 
í hana og stjórnarsáttmálann um 
að ekki standi til að sækja um aðild 
að ESB á þessu kjörtímabili. Ljóst 
er hins vegar að margir greiddu 
þessari ályktun atkvæði gegn eigin 
sannfæringu. Innan atvinnulífsins 
hefur lengi verið þrýst á um aðild 
að ESB.
?Líklegast er að þrýstingurinn 
komi frá atvinnulífinu og þing-
flokkurinn hlýði kallinu þaðan. Ég 
tel litlar líkur á að þingflokkurinn 
hafi frumkvæði að breytingum á 
Evrópustefnunni,? sagði einn 
heimildamaður Fréttablaðsins.
Kreppan
Ýmis ummæli Þorgerðar Katrínar 
benda þó til að þingmenn séu nú 
opnari fyrir Evrópusambandsaðild 
en áður. Kreppan hafi beint sjónum 
manna til Evrópu.
Í grein í Fréttablaðinu 12. októ-
ber sagði hún að Íslendingar hefðu 
komist frá mörgum áföllum ef þeir 
hefðu átt aðild að ESB. ?Hitt er 
ljóst að við sjálfstæðismenn höfum 
ávallt sagt að stefna okkar eigi að 
ráðast af köldu mati á því hvar og 
hvernig hagsmunum Íslands er 
best borgið til lengri tíma. 
Umhverfið er nú breytt, forsendur 
hafa breyst. Breyttar forsendur 
kalla á endurnýjað hagsmuna-
mat.?
Þrátt fyrir að talað sé um Geir 
og Þorgerði sem tvo póla er raunin 
sú að forsætisráðherra er mun 
opnari í Evrópumálum en hann 
hefur áður verið og sumar yfirlýs-
ingar hans hefðu þótt sæta tíðind-
um við aðrar kringumstæður.
Á opnum fundi í Valhöll 17. maí 
sagðist hann ekki vilja ganga í Evr-
ópusambandið. ?Við þurfum ekki 
að vera með minnimáttarkennd 
yfir að vera ekki í Evrópusam-
bandinu.? Nýverið hefur hann hins 
vegar sagt að hann sé tilbúinn til 
að skoða aðild Íslands að ESB; þó 
alls ekki fyrr en kreppunni slotar.
Þingflokkurinn
Þorgerður Katrín hefur með 
ummælum sínum markað sér stöðu 
sem leiðtogi Evrópusinna í flokkn-
um. Bjarni Benediktsson opnaði 
einnig meira en áður á ESB-aðild í 
Vikulokunum á RÚV fyrir nokkru. 
Þau tvö eru framtíðarforystumenn 
í flokknum.
Þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir 
og Guðfinna Bjarnadóttir eru tald-
ar fylgja Þorgerði og Bjarna að 
málum. Þá hafa þeir Ármann Kr. 
Ólafsson og Kristján Þór Júlíusson 
einnig verið orðaðir við þá skoðun. 
Þeir eiga hins vegar báðir rætur í 
sjávarbyggðum og -útvegi og hafa 
ekki orðað stuðning sinn.
Í því ljósi eru ummæli Einars K. 
Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og 
landbúnaðarráðherra, á ársfundi 
LÍÚ fyrir skemmstu athyglisverð. 
Þar sagði hann aðstæður hafa ger-
breyst hér á landi. ?Þjóðfélagið 
okkar er orðið býsna ólíkt því sem 
það var fyrr á þessu ári. Þær for-
sendur sem við gáfum okkur í Evr-
ópuumræðunni fyrr meir, eru ein-
faldlega ekki til staðar lengur, á 
því verðum við að átta okkur og 
umræðan verður að ná yfir víð-
tækara svið en gjaldmiðilinn 
einan,? sagði ráðherra.
Þingmenn flokksins eru orðvar-
ir. ?Menn eru mjög varir um sig og 
opna ekki fyrir mikla umræðu um 
Evrópusambandið. Menn halda sig 
fast við flokkslínuna, sem er lands-
fundarsamþykktin,? segir heimild-
armaður innan þingflokks Sam-
fylkingarinnar.
Heimildarmaður úr baklandi 
Sjálfstæðisflokksins segir hins 
vegar að Evrópusambandsaðild 
njóti töluverðs fylgis innan þing-
flokksins. ?Menn eru bara vanir 
því að opinbera ekki ágreininginn. 
Nú er staðan hins vegar þannig að 
flokkurinn á það á hættu að þjóðin 
fari langt fram úr honum ef hann 
ætlar að draga lappirnar í þessu 
máli.?
Baklandið
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi 
haft mikinn stuðning í atvinnulíf-
inu. Þar á bæ eru menn fylgjandi 
ESB og hafa talað fyrir því um 
nokkra hríð. Heimildarmaður úr 
atvinnulífinu sagði að enn ríkti 
stefna Davíðs innan flokksins um 
að halda einni óbreyttri ESB-stefnu 
út á við.
?Davíð gat bætt atvinnurekend-
um upp óhagræðið af því að vera í 
ESB með hagstæðu skattaum-
hverfi og ýmsum ívilnunum. Sú 
stefna hefur beðið algert skipbrot í 
þeirri efnahagskreppu sem nú 
gengur yfir. Þessi hugmynd um að 
halda hópnum saman, þetta er bara 
búið. Það þýðir ekkert að vísa í 
stjórnarsáttmálann.?
Ljóst er að sjávarútvegurinn er 
ekki fylgjandi aðild að ESB. For-
ysta LÍÚ hefur mjög gagnrýnt 
fiskveiðistefnu sambandsins og 
varað við aðild. Þetta er samhljóða 
skoðun útvegsmanna, sem hafa 
varað við erlendu eignarhaldi í 
sjávarútvegi. Vægi sjávarútvegs-
ins hafði minnkað jafnt og þétt 
undanfarin ár, en í efnahagsástand-
inu nú hefur það aukist til muna.
Evran
Peningastjórnun Seðlabankans og 
staða gjaldeyrismála hefur einnig 
valdið deilum innan flokksins. Þor-
gerður Katrín kallaði lengi vel 
eftir lækkun stýrivaxta Seðlabank-
ans á meðan Geir hefur varið 
stefnuna. Þá sagði Ragnheiður Rík-
harðsdóttir í grein í Morgunblað-
inu á þriðjudag að skipta ætti um 
stjórn Seðlabankans.
Staða krónunnar er mönnum 
eðlilega hugleikin nú. Árni Helga-
son, framkvæmdastjóri þing-
flokksins, skrifaði á vefritið Deigl-
una að nú yrði að skipta um 
gjaldmiðil. ?Við getum því tæplega 
litið framhjá upptöku annars gjald-
miðils lengur og til þess að ná 
þeirri breytingu í gegn getum við 
ekki útilokað neinar leiðir, þar með 
talið aðild að Evrópusambandinu, 
þótt aðra kosti eigi auðvitað að 
skoða líka.?
Klofningur?
Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evr-
ópumálum er enn sú sama. Fjöl-
margir sem Fréttablaðið ræddi við 
sögðust halda að Geir óttaðist að 
kljúfa flokkinn ef frá henni yrði 
hvikað. Þrátt fyrir að margir óttist 
það, telja sumir að því verði þá ein-
faldlega að taka.
?Ef hann klofnar, þá klofnar 
hann bara. Það mun koma að því að 
meirihluti sjálfstæðismanna telur 
rétt að ganga í ESB. Menn verða að 
átta sig á því að við höfum ekki 
tíma til að bíða eftir landsfundi 
2009. Fyrir jól, eða í síðasta lagi 
um áramót, verður að liggja fyrir 
hvaða kúrs menn ætla að taka í 
þessum efnum.?
?Ef ég ætti að veðja á annað 
hvort mundi ég veðja að flokkur-
inn tæki upp jákvæða stefnu gagn-
vart ESB. Hvenær er hins vegar 
allt annar handleggur,? sagði annar 
heimildarmaður úr atvinnulífinu.
Samfylkingarmaður sem rætt 
var við sagðist halda að ríkisstjórn-
arsamstarfið flýtti fyrir ákvarð-
anaferlinu. ?Flokkurinn verður 
einfaldlega að fara að hugsa sinn 
gang. Tónninn í Vinstri grænum er 
að breytast og með þeim og Fram-
sókn væri hægt að ná samstöðu um 
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort 
ætti að sækja um aðild. Þá stæði 
Sjálfstæðisflokkur einn utan 
stjórnar.?
Hvort þetta er raunhæft mat á 
ástandi í öðrum flokkum skal ósagt 
látið. Það er hins vegar ljóst að 
mikil ólga er innan Sjálfstæðis-
flokksins og æ meiri þrýstingur er 
á að breyta um kúrs í Evrópumál-
um. Hvort það þýði klofning er allt 
annað mál.
FRÉTTASKÝRING: Sjálfstæðisflokkurinn
Evrópumálin valda ólgu í flokknum
Í SÁTT OG SAMLYNDI Vel fór á með nýkjörnum formanni og varaformanni Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundi 2005. Ólíkar áherslur þeirra í Evrópumálum nú hafa 
gefið vangaveltum um klofning flokksins byr undir báða vængi.  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRÉTTASKÝRING
KOLBEINN 
ÓTTARSSON PROPPÉ
kolbeinn@frettabladid.is
Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku 
þjóðarinnar eins og málum er háttað. Mikilvægt er að sífellt sé í skoðun 
hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja. Áfram 
skal unnið að gerð tvíhliða samninga um fríverslun við önnur ríki og rækt 
lögð við eflingu ábatasamra viðskiptatengsla um allan heim.
LANDSFUNDARSAMÞYKKT
Staða körfuknattleiks á Íslandi 
hefur verið í umræðunni upp 
á síðkastið vegna fjárhagsörð-
ugleika margra félaga og 
brotthvarfs erlendra leik-
manna úr liðum sem 
keppa á Íslandsmót-
inu.
? Hvenær 
hóf körfu-
knattleikur 
göngu sína 
hér á landi?
Körfuknattleikur 
eins og hann er leik-
inn í dag náði fótfestu 
á þremur stöðum hér 
á landi á árunum 1946 
til 1950, á Laugarvatni, Í 
Reykjavík og á Keflavíkur-
flugvelli. Fyrsta Íslands-
mótið fór fram í Háloga-
landi í Reykjavík vorið 
1952. Aðeins var keppt 
í meistaraflokki karla 
og tóku fimm lið þátt; 
Íþróttafélag Keflavíkurflug-
vallar, íFK, sem bar sigur 
úr býtum, ÍR, ÍS, Ármann 
og Körfuknattleiksfélagið 
Gosi. Árið eftir varð Ármann fyrsti 
Íslandsmeistarinn í kvennaflokki eftir 
sigur á ÍR í úrslitaleik, sem jafnframt 
var eini leikur mótsins.
? Hvenær hófu útlend-
ingar að leika með 
íslenskum félögum?
Fyrstu útlendingarnir komu 
inn í deildina keppnistíma-
bilið 1975 til 1976. Það voru 
þeir Jimmy Rogers, framherji 
sem varð Íslandsmeistari með 
Ármanni þetta tímabil. og Curtis 
Carter, miðherji hjá KR. Þessir tveir 
leikmenn slógust eftirminnilega í 
lok viðureignar Ármanns og KR 
í Laugardalshöllinni í desem-
ber 1975 og fengu báðir eins 
leiks bann fyrir vikið. ?Upp-
gjöri toppliðanna lauk með 
hnefaleikum svertingjanna? 
sló Dagblaðið upp í risafyrir-
sögn daginn eftir. Bandaríski 
bakvörðurinn, Danny Shouse, 
vann það afrek að skora 100 stig 
fyrir Ármann gegn Skallagrími í 
næstefstu deild í desember 1979, 
fyrir daga þriggja stiga reglunnar. 
Decarsta Webster, sem breytti 
nafni sínu í Ívar þegar hann varð 
íslenskur ríkisborgari, varð fyrsti þeldökki 
maðurinn til að keppa með A-landsliði 
fyrir Íslands hönd í janúar árið 1984. 
Þegar Sovétmaðurinn Anatolíj Kovtoun 
og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Bow 
léku saman með KR í Evrópuleik gegn 
Hemel frá Englandi árið 1989 var það í 
fyrsta skipti sem leikmenn frá þessum 
tveimur löndum voru saman í liði í Evr-
ópukeppni, samkvæmt upplýsingum frá 
Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, 
FIBA. 
? Hvaða lið hafa reynst sigur-
sælust?
ÍR hefur oftast unnið Íslandsmótið 
í meistaraflokki karla, eða fimmtán 
sinnum, síðast árið 1997. Í kvennaflokki 
hefur KR vinningin með þrettán sigra. 
Árið 2001 var Pétur Guðmundsson, sem 
meðal annars lék með Los Angeles 
Lakers og San Antonio Spurs í banda-
rísku NBA-deildinni, kosinn leikmaður 
aldarinnar í karlaflokki, en Anna María 
Sveinsdóttir í kvennaflokki.
Helsta heimild: Leikni framar líkams-
burðum: Saga körfuknattleiks á Íslandi í 
hálfa öld eftir Skapta Hallgrímsson.
FBL-GREINING:  ÍSLENSKUR KÖRFUKNATTLEIKUR
Vallarstarfsmenn fyrstu meistararnir
Þjóðfélagið okkar er 
orðið býsna ólíkt því 
sem það var fyrr á þessu ári. Þær 
forsendur sem við gáfum okkur í 
Evrópuumræðunni fyrr meir, eru 
einfaldlega ekki til staðar lengur, 
á því verðum við að átta okkur 
og umræðan verður að ná yfir 
víðtækara svið en gjaldmiðilinn 
einan.
EINAR K. GUÐFINNSSON
Á ÁRSFUNDI LÍÚ
MANNAMÓT ?Land og heimili 
? samfélagsumræður á 
mannamáli? var yfirskrift 
fundar hjá foreldrafélagi 
Melaskóla sem haldinn var 
á Háskólatorgi Háskóla 
Íslands í fyrrakvöld. Ólafur 
Ragnar Grímsson, forseti 
Íslands, hagfræðiprófessor-
inn Gylfi Zoëga og fjöl-
skylduráðgjafinn Hafliði 
Kristinsson héldu erindi og 
einnig var boðið upp á pall-
borðsumræður og umræður 
á sal.
Erindi forseta Íslands 
fjallaði um mikilvægi bjart-
sýni á erfiðum tímum. Gylfi 
Zoëga fjallaði um atburði 
síðustu vikna í efnahagslíf-
inu og Hafliði Kristinsson 
beindi sjónum að stöðu fjöl-
skyldunnar í samfélaginu.
 - kg
Foreldrafélag Melaskóla:
Forsetinn á 
foreldrafundi
GÓÐIR GESTIR Ólafur Ragnar Grímsson, Gylfi Zoëga og Hafliði Kristins-
son fluttu erindi á fundi foreldrafélags Melaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64