Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 95. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 29. april 1982
15
menningarmál
Sýning á verk-
um Höskuldar
Björnssonar
HÖSKULDUR BJÖRNSSON
Úr fórum fjölskyldunnar
Kjarvalsstaðir
17. april — 2. mai 1982
139 myndir unnar meö margvis-
legum efnum.
Opið á venjulegum timum.
Höskuldur       Björnsson
¦ Það er dálitið um það núna, að
efnt er til sýningar á verkum lát-
inna listamanna og er það vel. Og
reyndar bráðnauðsynlegt til þess
að sérhverri kynslóð gefist kostur
að sjá hvað unnið var i landinu
áður.  Þegar   myndlistarmenn
&smsm>
¦ Höskuldur Björnsson,
listmálari (1907-1963)
falla frá, vill oft fara svo að
myndir þeirra sjást sjaldan á
sýningum, ef frá eru talin mynd-
verk i opinberum söfnum.
Þó er þetta vitanlega misjafnt
og fer eftir ýmsu. Og það var svo
timabært að fá nú stóra sýningu
með verkum Höskuldar Björns-
sonar.
Höskuldur var fæddur árið 1907
i Dilksnesi i A-Skaftafellsýslu og
hann lést árið 1963, eða fyrir tæp-
um tveim áratugum.
Höskuldur lærði teikningu hjá
Rikharði Jónssyni myndhöggv-
ara innan við tvitugt, og hann
naut einnig tilsagnar Jóns
Stefánssonar, listmálara. Hann
var búsettur á Dilksnesi og á Höfn
i Hornafirði til ársins 1946, er
hann fluttist i Hveragerði, en um
þær mundir voru þar búsettir all-
margir listamenn, skáld, ljóð-
skáld og málarar.
Höskuldur Björnsson fór þvi
nokkuð óvenjulega leið. Að visu
hafa myndlistarmenn reynt að
setjast að úti á landi samanber
þegar Gunnlaugur Scheving setti
sig niður á Seyðisfirði. Og ekki
veit ég hvers vegna Höskuldur
Björnsson kaus Hornafjörð og
Hveragerði til fastrar búsetu. En
það er kannske einmitt þess
vegna sem svo augljós vinátta við
náttúruna og útilif kemur fram i
myndum hans.
Hann málar fugla. Lfklega
þekktastur fyrir þær myndir,
sveitabæi og fjöll. Hann fór þvi
sinar eigin leiðir i mörgu tilliti.
Höskuldur lifði að verða
þjóðkunnur myndlistarmaður og
hann sýndi i Reykjavik, Kaup-
mannahöfn, Osló, Bergen, Sel-
fossi og i Hveragerði. Myndir
hans prýða nú opinber söfn og eru
til viða á heimilum, og þykja þar
kjörgripir.
Sýningin
Sýningin á Kjarvalsstööum ber
heitiö úr fórum f jölskyldunnarog
þa telur maður að þarna séu
komnar saman óseldar myndir er
hann lét eftir sig og myndir er
hann hafði gefið fjölskyldu sinni.
Þetta er að vissu leyti ágæt leið
tilaðkynna niálara, en þóekki sú
besta. Málarar selja oft bestu
myndir sinar, eða flestir gjöra
það og það sem eftir verður er oft
það eitt sem óselt var. Þó hafa fá-
einir málarar þann sið að stinga
undan góðum nlutum. Myndir er
þeir töldu vissara að eiga sjálfir.
En á þetta er minnst, vegna þess
að auðvitað ber sýningin þess
merki, að ekki eru fengnar
myndir ofan af veggjum frá öðru
fólki. Þvi vantar mikið á að
þarna sé Höskuldur Björnsson
sýndur með fullum styrkleika ef
svo má orða það.
Við skoðun á sýningunni þá
kemur i ljós sem reyndar var vit-
að fyrir að honum lét vatnslitur-
inn einna best, enda þótt maður
hafi séð margar góðar oliumyndir
lika eftir Höskuld.
A sýningunni að Kjarvals-
stöðum eru margar listilega vel
gjörðar myndir og þær sem
mesta athygli mina vöktu, voru
þessar: no 4.Frá Hornafirði, 18.
Tungulækur, 43. Búrfell, 52. Frá
Grundarfirði, 54. Loftstaðir, 67.
Æðarkolla með unga 8. Frá
Hornafirði og 105. Útilega.
En öðrum þræði eru þessar
myndir nefndar, þvi þær fara svo
nærri þeirri mynd er maður hafði
fyrir sér af lifsverki Höskuldar
Björnssonar.
Aðeins tvær myndir eru þó frá
Þorlákshöfn ef ég hefi tekið rétt
eftir en þó er undirrituðum kunn-
ugt um að Höskuldur málaði tals-
vert þar — og seldi.
Þá eru teikningar hans einnig
frábærar, bæði kritarmyndir og
pensilteikningar. Oliumálverkin
standa öðrum verkum nokkuð að
baki.
Kristjánfrá Djúpalæk var sam-
tiða Höskuldi og Hallfriði Páls-
dóttur konu hans i Hveragerði um
11 ára skeið. Hann ritar i
sýningarskrá meðal annars á
þessa leið og undir það geta allir
tekið:
„Höskuldur átti bæði hagar og
hlýðnar hendur er gerðu honum
hvert verk létt og hann átti óvenju
skarpa sjón á töfra umhverfis
sins i náttúru og mannlifi. Hvort
tveggja var forsenda þeirra lista-
verka er eftir hann liggja. Við
sjáum nokkur af þeim hér.
Hann var vissulega háður þeim
annmörkum i eðli flestra lista-
manna að vera timunum saman
afhuga vinnu við listsköpun eink-
um ef hann fann sig knúinn til að
sinna henni, t.d. ljúka verki sam-
kvæmt pöntun. Starfshvötin varð
að koma innanfrá og er hún
vaknaði varð honum furðulega
mikið úr verki. Þó var aldrei
slakað á fullkominni trúmennsku
við listina. Og á stund náðarinnar
skóphannmikil listaverk. Það er
hin mikla umbun og hamingja
hvers listamanns og þeirra er
næstir standa.
Arið 1957 fórum viö hjón ásamt
Höskuldi og konu hans, Hallfriði
Pálsdóttur, norður um land á bif-
reiðum okkar og siðan austur á
hinar undur fögru æskustöðvar
hans i Hornafirði. Við dvöldum
þarna vikutima i sumarsól og á
pessum dögum fannst mér ég öðl-
ast nýjan skilning á manninum.
Höskuldi og list hans. Mér þótti
sem ólýsanleg fegurð þessa
héraðs vekti að baki allra verka
hansimjúkar linur nesja og voga
með fuglinn i fjörunni naktir tind-
ar i nánd og hrikaleg snjófjöllin i
fjarska ásamt sjálfu úthafinu
handan sandrifjanna. Lista-
maðurinn og verk hans tóku birtu
sina og svip frá æskustöðvunum
og þvi góöa mannlifi er slikt um-
hverfi skapar. Þessu öllu unni
hann lika heilum liuga".
Það ætti raunar að vera óþarfi
að hvetja fólk til þess að láta ekki
þessa sýningu fram hjá sér fara,
ef kostur er. Þvi Höskuldur hefur
það mikla sérstöðu sem mynd-
listarmaður, að áhugavert er.
Gunnar Dal
Old sagt til
syndanna
Jónas Guomundsson skrifar um myndlist	ft
ÖLD FÍFLSINS
Ljóö
Gunnar Dal.
Vlkurútgáfan
Guðjón Eliasson
Reykjavík 1981
Ort um vanda heimsins
Mörgum þykir hálf draugalegt
i heiminum núna. Einhver dskil-
greinddgn vofir yfir og er þá ekki
átt við þær staðreyndir einar, að
menn geta nú eytt jörðinni allri,
ef þeim sýnist svo. Til þess eiga
þeir nægjanlegt magn af kjarn-
orkuvopnum og af eitri. Fólk get-
ur átt von á heimsendi svo aö
segja hvaöa dag sem er.
Það er þvi ekkert undarlegt,
þótt þau skáld okkar er fást við
heimspeki, yrki nú um heiminn
allan um það sem aflaga fer. Um
allan þennan sársauka er þv'i
fylgir aö vera maður á öld fi'fls-
ins, eins og Gunnar Dal nefnir
vora öld.
Um skáldiö og rithöfundinn
Gunnar Dal er ekki nauðsynlegt
að skrifa mikið. Hann er frægöar-
maður i bókmenntum og eftir
hann liggja tugir verka, ljóð,
skáldrit og heimspekirit. Og nú
hefur hann sent frá sér ljóðabók-
ina öld fiflsins og hann byrjar bók
sina svona:
Þii áratugur
okkar týndu drauma,
sem upplausn hverri
gefur lausa tauma.
Mun fiflsins ökl
eifrelsisinutapa
og flestar Staðleysur
aðlokum hrapa
Öld fiflsins
Ljdðabókin Old fiflsins er rúm-
lega eitt hundrað blaðsiður að
lengd, og þar er fjallað um heim-
inn. Af nöfnum kvæöanna má
nokkuð ráða um innihaldið: Old
fiflsins, Velferð, Brauö og stein-
ar, Valdsins menn, Pol Pot, Eyði-
merkurganga, Khadafy, Dauði
prinsessu, Ljóð um vitið, öryggið,
auðlegðina, frelsið, astina og Vor
i malbiki svo eitthvað sé upp taliö.
Gunnar Dal gengur þarna
hreint til verks. Hann reynir ékki
að hengja kvæði sin á einhverja
lyríska snaga og hagræöa rimsins
vegna. Þetta eru fáorö ljóð sem
einkum eru borin uppi af
staðreyndum, og einhvern veginn
finnst mér ein visa i þessari bók,
lýsa efnihennar, en hUn er iSöng-
ljóði um vinstrisinnaðan hug-
sjönama nn:
En fánýt gleði
finnst mér bylting sú
Þvf fyrsta máltið hennar
yrðir þú.
Það eraö visu ekki ný kenning,
aöbyltingin étur oft börnin sín,en
nú hefur þessi hugsun fengið nýtt
samhengi. Menn ráða ekki lengur
ferðinni, hvorki austan hafs, né
vestan. Heimurinn er byrjaöur að
stjórna sér sjálfur, byssurnar
farnar að skjóta sjálfar eins og
Jónas frá Hriflu orðaði það.
Ekki skal ég segja um það,
hvort þessi litla bók Gunnars Dal
breytir heiminum verulega,
fremur en sú ályktun miöstjórnar
Framsóknarflokksins á dögun-
um, að hann, flokkurinn, ætti að
hafa frumkvæði i aö koma i' veg
fyrir kjarnorkustyrjöld. En
hverium manni er bók Gunnars
Dal góð lesing, þvi menn vita
meira um sjálfan sig,um heiminn
og alla skelfinguna á eftir.
Frá sjónarmiði ljóðlistarinnar,
eða bokmenntanna, þdtti mér
kvæðið umHelga Péturss.áhuga-
verðast. Manninn sem enginn
hefur skilið, en það er svona:
Til undrunar
ég ævinlega finn,
er upp ég lit
i næturhimininn.
Ég veit að þii
átt sjálfur sama draum,
þvi saman fljoluiu við
i timans straum.
Þér fleiri stjörnur
ekkert auga leit.
Þær allar gefa þér
sln fyrirheit.
Vor f.igra jörö
þin vagga var og er.
Hún von um nýja heima
gefUr þér.
Og kornabörn
þau vaxa vilja enn.
Og vöggu sfna
yfirgefa, — menn.
Og einhvers staðar
auðnarstjarna skin
sem einhvernti'mann
kallar menn til sln.
Og eilifð sú
er okkur kveikir grun,
hún okkur réttar leiðir
vlsa mun.
Bókinni lýkur Gunnar Dal siðan
á miklu kvæði er ber heitiö Tni
min. Þar minnir hann meðal ann-
ars á, að maðurínn er i' sköpun
guðs afar smár, en er samt hluti
af sköpunarverkinu, sem er
mergur málsins og ef til vill hluti
af þeirri ógæfu er mannkynið
stööugtratar i. Aðmenn erumeð-
vitandi um smæð sina en ekki
skylduna og þá ábyrgð er þeim
ber að axla.
Jónas
Guðmundsson
skrifar um
bókmenntir
Tónleikar
ársins?
¦ A tlundu tónleikum Tónlist-
arfélagsins 17. april gat aö
heyra frábærasta ljóðasöng,
sem hér hefur heyrzt um
langa hrið, líklega siðan Ger-
ard Souzay kom hér fyrst fyrir
mörgum árum, og stdö þá á
hátindi listar sinnar. Sá sem
söng heitir William Parker
baritonsöngvari, bandartskur
maöur um eða innan við fér-
tugt. Parker tilheyrir þeim
hópi ljóðasöngvara, sem safn-
azt hefur kringum Souzay, og
má vafalaust þakka það heim-
sókn hans hingað. Hann sagði
fráþvíá námskeiði, sem hann
hélt með islenzkum söngvur-
um, að eftir 12 ára ljóösöngv-
araferil væru endar loks niina
farnir að mætast hjá sér. I
Bandaríkjunum væri ljóða-
söngur talinn „evrópsk list",
og fáir vildu heyra lókal
krafta reyna sig, en Evrópu-
menn teldu sig ekkert hafa að
sækja vestur um haf i þessari
listgrein. Þess vegna hefði
honum lengstum verið lokaður
allur hinn vestræni menning-
arheimur vegna þjdðernis
sins.
Parker verður ekki betur
lýst en gert er i tönleika-
skránni (sem ber þess raunar
sorgleg merki, að Þorsteinn
Gylfason heimspekingur er
erlendis að rökræða, en hann
hefur lyft ljóða-tdnleikaskrám
Tónlistarfélagsins á hátt
plan), i skránni segir: Bari-
tónsöngvarinn William Park-
er vann til fyrstu verðlauna i
alþjóðakeppni í flutningi á
ameriskri tónlist á vegum
Kennedy-Center og Rockefell-
erstofnunarinnar 1979. 1
keppninni tóku þátt yfir 300
tónlistarmenn og var úrskurð-
ur dómnefndar aö Parker
hlyti verölaun vegna „glæsi-
legra raddeiginleika, öruggr-
ar sviðsframkomu og mikils
hugarflugs i túlkun". Parker
hefur semsagt dálitið sér-
kennilega en griðarfallega
baritónrödd, fullkomna tækni,
óvenjulega góðan textafram-
burð (svo i rauninni hefði ver-
ið óþarfi að prenta textana
þess vegna), og áhrifamikla
„túlkun" svo af ber. Flutning-
ur hans á „War scenes"
(myndum úr borgarastyrjöld-
inni eftir bandaríska skáldið
Walt Whitman), sem tón-
skáldið Ned Rorem lagsetti
fyrirGerard Souzay áriö 1969,
var svo skelfilega áhrifamik-
ill, að fíngerðir menn voru
lengi að jafna sig. Efnisskráin
var annars þessi:
Adelaide óp. 46 eftir Beet-
hoven, Banalites eftir Poul-
enc, „War scenes" eftir Ror-
em, og loks ljóðaflokkurinn
Dichterliebe dp. 48 eftir Schu-
mann. Þau af þessum verk-
um, sem ég þekkti ekki áður,
þóítu mér stórkostleg i flutn-
ingi Parkers, en hin, sem ég
áður þekkti, flutti hann betur
en ég hafði áður heyrt þau. —
svona vel eða a.m.k. áhrifa-
mikið, getur enginn grammd-
fónn sungið.
Undirleikari Parkers var
William Huckaby, sömuleiðis
Bandarikjamaður, sem mun
vera kunnur i sinu heimalandi
bæöi fyrir piandleik og hljóm-
sveitarstjdrn, enda spilaði
hann mjög vel. Það er mikið
ævintýri, aö listamenn eins og
Ashkenazy og Parker skuli
heyrast hér i Reykjavlk meö
viku millibili, og marga goða
tónleika hafa menn heyrt hér i
vetur, en þd tel ég óumdeilan-
legt að ljóðatónleikar Parkers
og Huckabys teljist bera af
þeim öllum.
22.4.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24