Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
FIMMTUDAGUR 10 JUNI 1982
heimilisiíminn
umsjón: AKB
¦ Kaffið bætir, lircssir og kætir
stendur einhvers staðar. Flest erum við
vist sammála um það að kaffið sé
ómissandi og við fáum okkur nokkra
bolla af kaffi á degi hverjum. En um
hollustu kaffisins eru margar efasemdir
og margir telja það mjög óhollt.
Áriö 1978 skýrði matvælarannsókna-
nefnd í Bandríkjunum frá því, að komið
hefði í Ijós við rannsóknir þeirra að of
mikið af koffeini sem er áhrifamikið efni
í kaffi gæti valdið alvarlegum skaða á
þroska miðtaugakerfisins. Siðan hafa
ýmsir vísindamenn kennt koffeini um
Er koffeinið hættulegt?
fæðingargalla og krabbamein í briskirtli
m.a.
En koffein er ekki bara í kaffi, heldur
í mörgum vinsælum gosdrykkjum t.d.
Coca Cola, Pepsi Cola, Tab, Spur,
einnig er það í tei, kakói og súkkulaði.
Þó að rannsóknir hafi farið fram í mörg
ár á koffeini hefur ekkert öruggt fengist
út úr þeim rannsóknum um skaðsemi
efnisins. En eitt er það, sem allir eru
sammála um, að koffeinið hefurörvandi
áhrif á miðtaugakerfið. Það dregur
saman æðarnar, eykur hjartslátt og
örvar heilann, magann og nýrun. Á sumt
fólk verkar það eins og amfetamín,
hressir það um stund, en síðan fer allt í
sama horfið og áður var. Hjá sumu fólki
orsakar koffein svefnleysi og hjá þeim,
sem drekka mjög mikið af kaffi eða tei
(5-10 bolla á dag) verður vart einkenna
taugaóstyrks, eirðarleysis, höfuðverkjar
og vöðvasamdráttar.
Rannsóknir hafa verið gerðar á
áhrifum koffeins á börn, sem þola minna
magn en fullorðnir vegna þess að þau
eru minni. Rannsóknirnar sýndu, að
börn, sem drekka mikið af kóladrykkj-
um, sem innihalda koffein geta orðið
fyrir heilaskaða og skaða á miðtauga-
kerfi, en ekki var greint frá, hve mikið
magn af koffeini væri yfir hættumörk-
um, enda ekki fullrannsakað.
Alit þetta umtal um að koffein sé
hættulegt hefur þó orðið til þess að
framleiðendur kaffis og kóla drykkja
erlendis hafa fundið fyrir minnkandi
eftirspurn.
í Bandaríkjunum neyttu 75% íbúa
kaffis árið 1962, en á síðasta ári voru
það 56% ibúa. Aðalástæðan mun vera
sú að fólk á aldrinum 20-30 ára drekkur
ekki eins mikið kaffi og foreldrarnir
gerðu. Fyrir 30 árum var kaffineysla 3.12
bollar á mann á dag, en er nú 1.92 bollar.
Á sama tíma hefur neysla gosdrykkja,
aðallega drykkja með koffeini, farið
fram úr kaffidrykkju. En sala á
koffeinlausu kaffi hefur aukist um 15%
frá 1962.
Að vísu hækkaði kaffið á heimsmark-
aðinum árin 1976 og 1977 og það
stuðlaði einnig að minnkandi kaffi-
drykkju. En vegna tortryggni í garð
koffeinsins hefur kaffinotkun minnkað
á síðustu tveimur árum (í Bandaríkjun-
um) um 6.5.%. Þangað til nýlega virtust
Bandaríkjamenn hafa lítinn áhuga á
koffeinlausum kóladrykkjum, en 1980
kom á markað RC100, koffein- og
sykurlaus kóladrykkur og á árinu 1981
þrefaldaðist salan á honum. Sama gildir
um aðra koffeinlausa kóladrykki, sem
stórfyrirtækin setja á markað, sala eykst
stöðugt um ca. 5% á mánuði.
En getur það verið að koffeinið eigi
sök á fósturskaða, eða krabbameini í
briskirtli? Það veit enginn enn fyrir víst,
en nú fara fram víðtækar rannsóknir á
dýrum til að reyna að komast að því. í
rannsókn sem gerð var á rottum árið
1980 orsökuðu stórir skammtar af
koffeini þð að ungar þeirra fæddust með
galla á útlimum og þær rottur, sem,
fengu minni skammta eða það sem
samsvarar um 2 bollum á dag hjá
manneskju, fæddu unga, sem voru
vanþroska að beinabyggingu.
Þó eru vísindamenn ekkert of sann-
færðir um það að tilraunir á dýrum geti
sannað neitt um skaðsemi koffeins fyrir
manninn. Rottur t.d. melta kaffiefnin
allt öðru vísi en menn og ekki er vitað
hvort menn eru næmari eða ónæmari
fyrir koffeini en dýrin. Ekkert hefur
komið fram sem sannað getur að koffein
hafi skaðvænleg áhrif á fóstur, en margir
læknar og vísindamenn telja þó, að
ófrískar konur eigi að forðast að drekka
kaffi alla vega í óhófi, alls ekki meira en
tvo bolla á dag.
En hvað um börnin sem hella í sig
gosdrykkjum með koffeini? Rannsóknir
hafa leitt í ljós, að börn, sem drekka sex
flóskur af drykkjum með koffeini á dag
verða taugaóstyrk og tala hraðar en
eðlilegt er. Rannsóknir munu halda
áfram á áhrifum koffeins á fólk og
vafalaust komast vísindamenn einhvern
timann að hinu sanna um það, hvort
þetta vinsæla efni er skaðlegt eður ei.
Það reynist mörgum erfitt að venja sig
af kaffidrykkju, þó að mikið sé nú á
markaðnum af alls konar jurtadrykkj-
um. Áhrif kaffeinsins á fólk eru mjög
mismunandi. Sumir geta orðið tauga-
óstyrkir og fengið öran hjartslátt af því
að drekka einn bolla af sterku kaffi, en
aðrir geta drukkið jafnvel 10 bolla á dag,
án þess að finna fyrir neinum óþægind-
um. Flestir geta neytt um 200 mg af
koffeini á dag og notið örvunar þess án
þess að finna til sýnilegs skaða. Margir
neyta þó um 500-600 mg á dag og allt
upp í 1000 mg.
Samt eru það margir, sem drekka um
3 bolla af kaffi á dag (um 300 mg), sem
finna fyrir einkennu koffeineitrunar.
Einkennin geta verið svefntruflanir,
höfuðverkur, skjálfti óstöðvandi á-
hyggjur, þunglyndi, eirðarleysi, hraður
hjartsláttur, óreglulegur hjartsláttur
(eins og hjartað missi úr slag) hraður
andardráttur, niðurgangur, magaverkir,
tið þvaglát og vöðvaspenna. Einkenni
kaffieitrunar geta horfið á nokkrum
árum og eru því oft talin stafa af öðrum
orsökum. Vegna þess að koffeinið er
ekki talin orsakavaldurinn getur sjúkl-
ingur fengið ranga meðalagjöf, þar sem
ef til vill aðeins nægði að fá hann til að
hætta við kaffidrykkju. Valium er ekki
rétta meðalið fyrir sjúkling, sem þjáist
af þunglyndi vegna eituráhrifa koffeins-
ins, ekki heldur svefnpillur fyrir sjúkl-
inga, sem þjáist af svefnleysi vegna of
mikillar kaffidrykkju.
Besta ráðið til að komast að því hvort
viðkomandi er háður koffeininu er að
hætta að neyta þess í nokkra daga.
Einkenni geta þá komið i ljós, meðan
líkaminn er að venja sig af koffeininu,
þau eru venjulega höfuðverkur, sem
getur komið allt að 18 klst. eftir síðasta
kaffibollann. Önnur einkenni geta verið
þreyta, erfiðleikar við einbeitingu, leti,
geispar, taugaóstyrkur, ógleði. Það
tekur nokkra daga að hreinsa allt
koffeinið úr líkamanum og geta því
einkennin haldist í allt að hálfan mánuð.
En alls staðar eru hætturnar. Mest af
því kaffi, sem hefur verið hreinsað af
koffeini, og er á markaðnum, hefur
verið hreinsað með methylene chloride
og einhverjar efasemdir eru nú um
hollustu þess, en í kaffinu eru um 2
hlutar á móti milljón, en leyft magn er
10 hlutar á móti milljón. Hægt er þó líka
að gufuhreinsa koffeinið úr kaffinu, en
það mun vera miklu dýrari aðferð.
Frá tilraunaeldhúsi mjólkursamsölunnar:
Skaf ís er ný ísteg-
und frá EMM-ESS
¦ Skafis er nýjung hér á ísmarkaðnum
og er rjómais, sem hefur þá eiginleika
að vera mjúkur beint úr frystinum.
Skafísinn er framleiddur í 2 lítra
kringlóttri öskju með góðu loki og eru
af honum tvær bragðtegundir, krókant
og vanillu. Handhægt lok og góð askja
auðvelda geymslu. Pó svo að aðeins sé
notaður  hluti  af  isnum,  má geyma
afganginn áfram. ísinn er góður til
notkunar i alls kyns isrétti, t.d. með
ávöxtum, sósum, þeyttum rjóma og
súkkulaði. Einnig er gott að nota ísinn
með vöfflum, pönnukökum eða heitri
eplaköku i staðinn fyrir rjóma. Til þess
að skafa kúlur þarf að nota heita skeið
eða sérstaka kúluskeið.
Einfaldar uppskriftir
m/skafís:
1.  í ábætisskál eru settar 2-3 kúlur af
krókant-ís og rifsberja eða jarðarberj-
amauk sett ofan á.
2.  í ábætisskál er sett súkkulaðisósa og
þar ofan á kúla af krókant-ís. Á ísinn
setjum við svo súkkulaðisósu sem
skreytt er með þeyttum rjóma, söxuðum
möndlum og súkkulaðikexi, sem stungið
er i toppinn.
3. 2-3 kúlur af vanillu-ís eru settar i skál
og nokkrar bananasneiðar þar ofan á.
Gott er að setja rjómatopp ofan á, stinga
bananasneið i og saxa súkkulaði yfir.
Þetta er örlítið sýnishorn af því,
hvernig má nota þennan nýja ís og má
að sjálfsögðu bæta þar miklu við og fólk
getur látið hugmyndaflugið ráða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20