Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 12
12 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Rauði krossinn og Ice- land Express hafa stofn- að sameiginlegan styrktar- sjóð fyrir fólk með geðrask- anir. Tilgangurinn er að styrkja ferðir fyrir fólk með geðraskanir. Farþegar Iceland Express geta styrkt sjóðinn með því að setja afgangs smámynt í umslög sem munu liggja í hólfi á sætisbakinu í flug- vélum flugfélagsins. Er- lenda myntin er flokkuð með milligöngu Rauða krossins í Bretlandi, en slíkar safnanir hafa gefist vel hjá samtök- unum víða um heim. Ferðafélög fólks með geðraskanir eru starfrækt í athvörfum sem Rauði kross- inn rekur eða á aðild að víða um land og eru þau öllum opin. Meginmarkmiðið með slíkum ferðalögum er að víkka út reynsluheim ein- staklinga sem þjást af and- legum kvillum og getur slík upplifun aukið andlegan styrk og bætt lífsgæði við- komandi verulega. Fulltrúar Rauða krossins og Iceland Express undirrit- uðu samkomulagið nú um há- tíðarnar í Vin, einu af elstu athvörfum Rauða krossins, en það hefur verið starfrækt á Hverfisgötu í Reykjavík í ein fimmtán ár. Fyrsta ferð- in sem styrkt er úr ferða- sjóðnum verður farin í lok janúarmánaðar. Þá er ætlun- in að fara til Bretlands til að fylgjast með fótboltaleik. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, skrifuðu undir samkomulag um stofnun styrktarsjóðsins. Klink sem kemur að góðum notum Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, Einar G. Vestmann Þóroddsson frá Bekansstöðum, lést á Dvalarheimilinu Höfða þann 26. desember. Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 7. janúar 2009, kl 14.00. Valgerður Einarsdóttir Vestmann Margrét Vestmann Þóroddsdóttir Finnur S. Guðmundsson Valur Þór Vestmann Þóroddsson Guðlaug Magnúsdóttir Jóhann Vestmann Þóroddsson Guðríður Hannesdóttir Bjarni O. Vestmann Þóroddsson Kristín J.Dýrmundsdóttir Katrín Vestmann Þóroddsdóttir Ólafur Vestmann Þóroddsson María Björk Reynisdóttir Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Sverrir Guðjónsson áður Miðtúni 42, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 11.00. Aðstandendur. Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka, Sigríður Hulda Sigurþórsdóttir Mururima 4, Reykjavík, lést föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Guðrún Karlsdóttir Áslaug Sigurþórdóttir Hannibal Kjartansson Gunnar Sigurþórsson Ragnheiður Sigurþórsdóttir og systkinabörn. Árið 2009 verður helgað stjörnufræði þar sem 400 ár eru síðan Galíleó Galílei beindi sjónauka sínum til stjarnanna. Af því tilefni hefur verið sett saman nefnd hér á landi til að halda utan um verk- efnið. Einar H. Guðmundsson, stjarn- eðlisfræðingur við Háskóla Íslands og formaður Stjarnvísindafélags Íslands, lofar margvíslegri dagskrá á árinu. „Í febrúar hefst röð fyrirlestra um það sem efst er á baugi í stjarnvísind- um nútímans og verða fyrirlestrarn- ir líka á dagskrá í sumar. Eins mun al- menningi standa til boða stjörnuskoðun og stjörnuteiti sem Stjörnuskoðunar- félag Seltjarnarness sér um og boðið verður upp á námskeið fyrir þá sem eiga eða hafa áhuga á sjónaukum,“ segir Einar. Opnuð hefur verið heimasíðan www.2009.is þar sem dagskrá ársins er kynnt og hægt verður að fylgjast með tilkynningum jafnóðum en stjörnu- skoðun fer gjarnan eftir því hvernig viðrar. Einar segir áhugann á stjörnufræð- um hér á landi hafa aukist undanfarin tíu ár og á von á að hann muni aukast enn, en komið hefur verið á samstarfi við kennara og nemendur um náms- efni í stjörnufræði í skólum. Hann neit- ar því að stjörnurnar tilheyri eingöngu harðsoðnum vísindum. „Þetta er allur mannlegi skalinn. Eitt af því sem við viljum koma til skila er að stjarnvísindin sem slík eiga sterk- an þátt í menningarsögunni, þá á ég við heimsmyndina. Þau liggja að baki dag- legu lífi fólks og trúarbrögðum, sér- staklega áður fyrr þegar menn voru mikið að hugsa um stöðu sína í til- verunni.“ Aðstæður til stjörnuskoðunar á Ís- landi eru að sögn Einars misgóðar vegna verðurs. Stjarnvísindafélag Ís- lands, sem er félag fræðimanna, hefur þó góðan aðgang að himingeimnum og er fullgilt í alþjóðlegu vísindasamfé- lagi stjörnufræðinga. „Við eigum hlut í stjörnusjónauka á Kanaríeyjum sem er kallaður Norr- æni stjörnusjónaukinn. Þar gerum við okkar rannsóknir og í gegnum sam- bönd okkar þar hefur okkur tekist að fá mælitíma ásamt öðrum á stærri sjón- aukum og Hubbles-geimsjónaukanum. Stjarnvísindi eru mikilvægur grunnur í hugmyndum manna um alheiminn og þær hugmyndirnar hafa stöðugt verið að breytast. Nú telja menn þó að við séum komin með nokkuð rétta heims- mynd.“ Nánari upplýsingar um ár stjörnu- fræðinnar má finna á vefsíðunni www.2009.is og alþjóðlegu síðunni www. astronomy2009.org. heida@frettabladi.is GALÍLEÓ GALÍLEI: BEINDI STJÖRNUSJÓNAUKA TIL HIMINS FYRIR 400 ÁRUM Ekki bara harðsoðin vísindi STJARNVÍSINDI Í DAGLEGU LÍFI Einar H. Guðmundsson, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segir stjörnurnar spila stórt hlutverk í hugmyndum manna um heimsmyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1887 Thomas Stevens fer fyrst- ur manna kringum hnött- inn á reiðhjóli. 1891 Konráð Gíslason, einn Fjölnismanna, fellur frá 82 ára að aldri. 1917 Ríkisstjórn Jóns Magnús- sonar tekur við völdum. 1983 Óveður gengur yfir höfuð- borgarsvæðið. Samgöng- ur fara úr skorðum. 1989 Stórbruni verður að Réttarhálsi, tjónið nemur fimm hundruð milljónum. 1974 Richard Nixon Bandaríkja- forseti neitar að afhenda upptökur í tengslum við Watergate-rannsóknina. 1994 Samið er um samdrátt í rekstri herliðs Bandaríkja- manna á Keflavíkurflug- velli. P.DIDDY ER 39 ÁRA Í DAG. „Mér finnst ég öruggur þegar ég er hvítklæddur, því innst inni er ég engill.“ Tónlistarmaðurinn P. Diddy er hrifinn af hvítum klæðnaði en undanfarin sjö ár hefur hann haldið svokölluð Hvít teiti þar sem gestir verða að klæðast hvítu og ganga um á hvítu gólfteppi. Thomas Stearns Eliot, ljóðskáld og bókmennta- gagnrýnandi, var sonur viðskiptajöfursins Henry Ware Eliot og Charlotte Champe Stearns, sem orti einnig ljóð, og yngstur sex systkina. Hann fædd- ist í Bandaríkjunum 26. september árið 1888 og fluttist til Bretlands 25 ára að aldri. Meðal frægustu ljóða hans eru Love Song of J. Alfred Pru- frock, The Waste Land og The Holl- ow Men. T.S. Eliot lagði stund á latínu, grísku, frönsku og þýsku við Smith Academy. Foreldrar hans sendu hann svo í Milton-háskóla, en þaðan fór hann í Harvard. Hann lauk meistaranámi sínu við Harvard og birti þar nokkur af sínum fyrstu ljóðum. Hann bjó svo í París þar sem hann lærði við Svarta- skóla, La Sorbonne og ferðaðist um meginland Evrópu. Hann giftist Vivienne Haigh- Wood eftir að hann sneri til Eng- lands en áður hafði hann ljóstrað því upp í bréfi til vinar síns að hann hefði aldrei verið við kvenmann kenndur. Vinurinn kom því á kynn- um milli Eliots og Haighwood. Eliot taldist ekki afkastamikið ljóðskáld og hafði sjálfur orð á því að hróður hans byggðist á litlum grunni. Gagnrýnendur hans sögðu sumir jafnvel að hann væri ekkert ljóðskáld. Eins var ýjað að því að einhver minni í ljóðum hans hefðu áður birst í verkum annarra. Hann fékk þó bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1948. ÞETTA GERÐIST: 4. JANÚAR ÁRIÐ 1965 Skáldið T.S. Eliot kveður AFMÆLI DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON athafnamaður 79 ára. GUNNAR ÞÓRÐARSON tónlistarmaður er 64 ára. STEINGRÍMUR GUÐ- MUNDSSON trommu- leikari er 51 árs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.