Tíminn - 16.09.1982, Qupperneq 12

Tíminn - 16.09.1982, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 1«. SEPTEMBER 1982 ■ „Veljum íslenskt" er kjörorðið á veggspjöldum, sem Félag islenskra iðnrekenda hefur látið gera og dreifa víða um þessar mundir og hvatningin hljómar líka í útvarpi og sjónvarpi. Það væri æskilegt að íslendingar hefðu það í huga þegar þeir gera innkaup, að láta öðru jöfnu íslenska framleiðslu ganga fyrir, þvi - eins og segir á veggspjaldinu: Veljum íslenskt og tryggjum þar með atvinnu á Islandi. Það er vissulega sjálfsagt og sjálfgert að velja íslenska framleiðslu, þegar hún er jafn vönduð og falleg og sjá má á vefnaðarsýningu Gefjunar og Epals að Kjarvalsstöðum, en sýningin þar stendur til 26. september. Ullarvinnsla á vegum Gefjunar byrjaði fyrir aldamót, en 1897 voru fyrstu vélarnar settar í gang. í byrjun voru verkefni verksmiðjunnar eingöngu kembing og spuni, en vefnaðarfram- ieiðsla hófst árið 1908. Árið 1930 keypti Samband íslenskra samvinnufélaga verksmiðjuna, sem nú er rekin sem hluti ullarsviðs Iðnaðar- deildar Sambandsins. Gefjun framleiðandi — Epal söluaðili Samvinna Gefjunar og Epals h/f byrjaði árið 1976 - þegar samstarf Gefjunar og Kvadrats í Danmörku hófst. Epal h/f hafði verið umboðsaðili fyrir Kvadrat frá 1974, en það fyrirtæki er eitt þekktasta fyrirtæki Norðurlanda á sviði áklæða og gluggatjalda. Á hús- gagnasýningunni í Bella Center í maí si. fékk Kvadrat viðurkenningu fyrir sýn- ingarbás sinn. Hönnuðir að vefnaðarvörum Gefj- unar eru jafnt innlendir sem erlendir og má nefna hönnuðina Þórstein Gunnarsson, sem er bæði hönnuður og klæðskeri, Sunnevu Hafsteinsdóttur, Ritva Puotila, Gunnar Snæland og Erik Ole Jörgensen, sem m.a. hannaði áklæði er hann nefndi VIGDÍS, þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti var í opinberri heimsókn í Danmörku. Breskur hönnuður, Basil Moore, hefur hannað fataefnið SAGA, sem er dæmi um eina frunitilraun Gefjunar til að hasla sér völl á þessu sviði. Þetta eru létt ullarefni í mjög fallegum litasam- setningum, tilvalin í dragtir og kjóla, pils og síðbuxur og í flestan tískufatnað kvenna. Þessi efni eru ekki enn komin á markað, en eru í athugun hjá erlendum fataframleiðendum, aðallega í Bretlandi. Gefjun/Epals ■ Eyjólfur Pálsson, innanhússarkitekt og stjórnandi verslunarinnar Epal. (Tímamynd: ELLA) Samræmdir litir ÍSLAND heitir eitt þekktasta áklæð- ið, sem Gefjun og Kvadrat hafa unnið að saman. Einnig voru hönnuð glugga- tjöld og værðarvoðir í samræmi við litróf áklæðisins. Gluggatjöldin eru í ljósustu tónum litrófsins og bera nafnið GEYSIR Værðarvoðir, mjög fallegar og léttar hafa verið framleiddar í samræmdum litum við áklæðið og gluggatjöldin og auðvitað úr 100% ull. Karl Friðriksson, markaðsfulltrúi hjá Iðnaðardeild Sambandsins sagði að nú orðið sæju innanhúsarkitektar og hönn- uðir oftast um val á húsgagnaáklæði og gluggatjöldum og sífellt væru að aukast stórar pantanir fyrir opinberar bygging- ar og skóla auk venjulegrar almennrar sölu á gluggatjaldaefnum og áklæðum. „Aðilar sem panta frá okkur“, sagði Karl, „eru nokkuð öruggir með að fá sitt efni áfram með stuttum afgreiðslufresti, og í samræmdum litum, hvort sem heldur er um að ræða húsgagnaáklæði eða gluggatjöld. 400 metrar í gluggatjöld fyrir eitt hús! Það eru stórir og miklir gluggar í mörgum nýjum stórhýsum. Eitt er að rísa nú í Breiðholti. Það er Menningar- miðstöðin við Gerðuberg, sem hefur nú gert pöntun á Gefjunar-gluggatjöldum, og er áætlað að um 400 metra þurfi þar fyrir gluggana. Slíkar stórafgreiðslur eru auðvitað sérpantaðar með heldur meiri fyrirvara en smærri pantanir, sem tekur ekki nema 2-3 daga að afgreiða. Epal h/f — sölustaðurinn í Reykjavík Verslunin Epal h/f selur Gefjunar- vörur í Reykjavík, en auk þess aðrar vandaðar vefnaðarvörur og lampa. Eyjólfur Pálsson innanhússarkitekt stjórnar versluninni. Hann sagði, að þegar fólk kæmi til þeirra að velja sér áklæði eða gluggatjöld tæki það yfirleitt ekki nema 2-3 daga að útvega það að norðan. Hægt er að fá gengið frá gluggatjöldunum hjá versluninni, og kjósa margir að láta sauma fyrir sig, því að fallegur frágangur er auðvitað nauðsynlegur með svo vönduðum efnum sem ullarefnin eru. Þær upplýsingar voru gefnar í Epal, að sjálfsagt væri að þurrhreinsa gluggatjöldin, þegar þar að kæmi, en ekki þvo. En þá yrðu þau eins og ný, og litirnir mjög Ijósþolnir. í versluninni Epal h/f verður opnuð sýning í dag, fimmtudag, þar sem sýnd verða innlend og erlend gluggatjalda- efni, og eru Gefjunarefnin þar auðvitað fremst í flokki. Einnig verða sýndir lampar og ljósabúnaður. Karl Friðriksson tók fram að lokum, að allt Gefjunar ullarefnið - bæði áklæði og værðarvoðir - væri ofið hjá verk- smiðjunni á Akureyri. Stjómendur Gefjunar hefðu lagt mikla áherslu á að fá góða hönnuði og halda markinu hátt í vörugæðum, og hann sagðist álíta að sýningin á Kjarvalsstöðum bæri vott um að það hefði tekist. Vefnadarsýning ad Kjarvalsstödum íslenskt hráefni og framleiðsla: — gluggatjöld, áklædi, værðarvoðir ■ Karl Friðriksson, markaðsfulltrúi hjá Iðnaðardeild SÍS, á sýningunni á Kjarvalsstöðum. (Tímamynd: GE) ■ Áklæði, gluggatjaldaefni og værðarvoðir - allt í samræmdum litum, því miður getur svart/hvit myndin ekki sýnt hina fallegu litasamsetningu efnanna. (Tímamynd: GE).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.