Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
11
menningarmál
r
Frá sýningunni Norðan 7 að Kjarvalsstöðum.
Tímamynd EUa
NORÐAN7
KJARVALSSTAÐIR
NORÐAN 7
Myndlistarmenn
frá Akureyri.
Samsýning.
114 verk.
Opið á venjulegum tímum
16. okt. -3. nóv. 1982.
Norðan 7
Að Kjarvalsstöðum sýna nú sjö
myndlistarmenn frá Akureyri, og nefnii
í skiltamálningu Norðan 7. Þetta eru allt
vel kunnir myndlistarmenn, a.m.k.
ineðal þeirra er fylgjast með myndlist á
íslandi að staðaldri. Að vísu hafa þeir
ekki allir jafn mikla reynslu á opinberum
vettvangi, ef svo má taka til orða. Þeir
sem sýna eru:
Aðalsteinn Vestmann (1932), en hann
nam við Handíða - og myndlistarskól-
ann á árunum 1949-1951.
Einar Helgason (1932). Hann tók
teiknikennarapróf frá Handíða-og
myndlistaskólanum árið 1952 og nam
síðan við Statens kunstakademi 1978-
1979.
Guðmundur Armann (1944), er nam
við Myndlista- og handíðaskóla íslands
1963-1967 og stundaði framhaldsnám í
Svíþjóð 1967-1971.
Helgi Vilberg (1951), er nam við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1968-1973 og er nú skólastjóri Mynd-
listarskólans á Akureyri.
Kristinn G. Jóhannsson (1936) er nam
við Myndlista- og handíðaskólann 1956-
1957 og í Edinburgh Collage of Art
1957-1959.
Óli G. Jóhannsson (1945) en hann
hefur stundað myndlist í fjölda ára og
að lokum er það Öm Ingi (1945), sem
er sjálfmenntaður myndlistarmaður, er
starfað hefur lengi að myndlist.
Eins og sjá má af þessari upptalningu,
þá eru þetta allt vel skólaðir menn, bæði
í stofnunum og í lífsins skóla, og allir
hafa tekið þátt f fjölda sýninga og þeir
hafa haldið einkasýningar vi'ða.
Ég lft ekki á Norðan 7 sem sérstaka
Akureyrarkróniku í myndlist. í rauninni
eiga þessir menn ekkert annað sameigin-
legt en að vera sveitfastir í Eyjafirði, að
ég best veit, og fást við myndlist. Á hinn
bóginn er fengur að því að fá þessa
Akureyringa til þess að sýna verk sín
saman, því í myndunum getum við
greint hvað aðallega er hugsað í
myndlist fyrir norðan fjöllin.
Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti,
sem svona sýning kemur frá Akureyri.
Fyrir tæpum áratug, eða svo komu þeir*
suður í gamalli sprengjuflugvél, í vondu
veðri, með myndlistarlega aleigu sína
oná sprengjuhlerunum og þeir sýndu í
Norræna-Húsinu. Hlaut sú sýning dá-
góðar undirtektir.
Ekki man ég nú lengur upp á hár,
hverjir af þeim Norðan sjö sátu á
sprengjuhlerunum, en ósjálfrátt hlýtur
maður þó að taka mið af þeirri loftárás
á höfuðborgina, við mat á þessari
sýningu, sem nú stendur á Kjarvals-
stöðum.
Sýningin.
Ef maður fer almennum orðum um
þessa samsýningu, þá sýnir hún okkur
að eyfirskir listamenn eru á mjög
svipaðri leið og aðrir hér á landi er sækja
föng sín í Evrópulist og ameríska
teikningu.
f þessu blaði er á hinn bóginn ekki
unnt að gefa mjög nákvæma umsögn,
heldur verður að stikla á stóru, ef þær
væru einhvers virði.
Guðmundur Árnason er með 12
fnyndir. Sex tússteikningar og sex
olíumálverk. Tússteikningarnar, sem
eru sex tilbrigði við þjóðsögu, sýna að
þarna er góður teiknari að verki.
Olíumálverk hans eru ekki eins sannfær-
andi, enda þótt góð teikning og lifandi,
bjargi þar líka miklu.
Örn Ingi er enn með tilraunir í
myndgerð. Smíðar myndir og málar.
Örn Ingi er góður handverksmaður, en
vont handbragð hefur oft truflað
nýjungar í myndlist á íslandi. Hans
hlutur í sýningunni er ef til vill sá
frumlegasti, en kemur ef til vill ekki eins
mikið á óvart, vegna þess að hann lék á
svipuðum nótum að Kjarvalsstöðum í
fyrra. Örn Ingi er vaxandi myndlistar-
maður, og verður fróðlegt að sjá hvaða
leið hann fer. Hann ræktar enn hinn
heimspekilega þátt myndlistarinnar,
sem aðrir telja að ef til vill sé auðveldara
að skrifa með nótum, eða í kvæði.
Myndlist Óla G. Jóhannssonar hefur
tekið hvað mestum breytingum, en hann
sýnir um það bil 20 akrýlmyndir undir
gleri. Maður greinir framför í teikningu,
og þótt myndir hans séu ekki eins
persónulegar og þær sem ég sá síðast,
þá finnur maður vissan þroska í
myndum hans eða festu, sem ekki var
þar áður að fmna. Meðferð lita er
hófsöm og persónuleg.
Einar Helgason er á svipaðri línu og
Erró, þótt vitanlega sé of skammt síðan
Erró sýndi hér, þannig að þetta séu
stælingar. Það er aðeins verið að fara
leið, er þúsundir myndlistarmanna fara
um þessar myndir. Sækja föng í forna
kúnst og stilla saman ólíkum viðhorfum
og tímatali.
Einar er bráðflinkur málari, og það er
líklegra að menn meti myndir hans, eða
greini út frá skáldskapargildi þeirra, en
annarri færni, eins og til að myndá
handverki. Hann minnir einnig dálítið á
suma ameríska málara, er róa á þessi
mið. Vatnslitur hans virðist vera
einlægari.
Aðalsteinn Vestmann er dálítið
gamaldags, þótt í sumum myndum
greini maður áhrif nútímans. Hand-
bragðið er fínlegt, einkanlega í vatns-
litamyndunum, sem enn eru „blautar",
sem er öfundsverður kostur.
Talsverður styrkleikamunur er milli
mynda, og ef til vill ætti hann að stækka
myndeiningar sínar, eða fækka atriðum.
Helgi Vilberg kemur þarna mjög á
óvart. Þetta eru ljómandi skemmtileg
verk, sem hann sýnir og þau vinna
saman með sérstæðum hætti. Auðvitað
greinir maður margvísleg áhrif á þessum
myndum, sem fengin eru frá öðrum
stöðum en úr Norðurlandi. Þetta er
málverk heimsmanhsins, gæti maður
sagt, og myndir hans hafa óvenjulega
töfra. Helgi málar með olíu.
Að lokum er það svo Kristinn G.
Jóhannsson, sem maður hefur eiginlega'
lengsta samfellda sögu að segja um. Það
er líklega bráðum aldarfjórðungur
síöan hann sýndi fyrst myndir, þótt hann
legði fyrir sig aðra lífsbaráttu en
málverkið síðar, en hann stýrði skólum,
m. a. gagnfræðskólanum á Ólafsfirði
um langa hríð, ef ég man rétt.
Mér þóttu krítarmyndir hans
skemmtilegastar, og verður líklega að
leita ailt til heimskreppunnar fyrir stríð,
til að finna hliðstæðu. Þá eru dúkskurð-
armyndir hans áhugaverðar, en þar
beitir hann tækni, sem ekki er oft
viðhöfð hér á Iandi.
Sýningu Norðan 7 lýkur 2. nóvember
og ættu þeir er áhuga hafa á myndlist,
ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér
fara, og er þá ekki verið að drífa fólk í
útkjálkalist, heldur var það hitt, að það
er ekki svo mikið um stórar heimsóknir
myndlistarmanna frá öðrum landshlut-
um.
	S3k
Jónas Guðmundsson skrifar um myndiist	w
Sinfóníu-
tónleikarnir
¦ Á öðrum tónleikum Sinfónfu-
hljómsveitarinnar, 21. október í
Háskólabíói, voru tveir píanókon-
sertar aðal-aðdráttarstykkin, nr. 1
eftir Liszt, og konsert fyrir píanó,
trompet og strengi eftir Sjostakovits.
Jacquillat stjórnaði, en bandaríski
píanistinn Eugene List lék einleik.
Húsfyllir var eins og fyrri daginn,
enda hefur píanóið sérlegt aðdrátt-
arafl fyrir áheyrendur.
Fyrst á efnisskránni var samt
„Karneval í París" eftir norska
tónskáldið Johan Svendsen
(1840-1911) sem var mesta tónskáld
Norðmanna á sinfóníska sviðinu á
öldinni sem leið. Þetta er fjörugt
verk og litskrúðugt, einsog nafnið
bendir til; það er með mestu
ólíkindum, hve langt íslendingar
voru á eftir „frændum sínum" í
tónlist allt fram til vorra daga - lík-
lega höfum við ekki náð þeim fyrr en
fyrir svosem 10 eða 20 árum - og hitt,
hve lítið þekkt þessi skandinavíska
og danska tónlist er hér á landi.
En þetta Karneval Svendsens var
bara reglulega skemmtilegt.
Því miður vandaði Eugene List sig
varla nægilega við píanókonsert
Liszts - þar moraði í ónákvæmni af
ýmsu tagi. Varla ætti það þó að stafa
af kunnáttuleysi, ef marka má
skráðan frægðarferil frá 10 ára aldri
í tónleikaskrá.
Tónskáldið Liszt stóð lengi í
skugga píanómeistarans Liszt, en nú
viðurkenna flestir að Franz Liszt var
merkilegt tónskáld, enda segir í
skránni að þessi píanókonsert hafi
þótt býsna nýstárlegur í formi og
hugsun, jafnvel byltingarkenndur,
þegár hann var frumfluttur árið 1855.
Hvort Eugene List komst í
rauninni betur frá Sjostakovits-
konsertnum skal ósagt látið, en sú
tónlist er þannig að ýmislegt gróm
getur sloppið óheyrt undan vökulum
eyrum. En þá skiptir það líka engu
máli, enda þótti mér hann takast vel
og vera skemmtilegur, eins og raunar
flest eftir þetta tónskáld. Lárus
Sveinsson spilaði þarna ofurlítið
hlutverk á trompet.
Síðust á efnisskrá var 4. sinfónt'a
Schumanns. Fræðimenn finna það
tvennt að sinfóníum Schumanns, að
hann hafiverið tónskáld hinna smáu
forma en ekki stórrar úrvinnslu, eins
og sinfóm'a hljóti að vera, og að hann
hafi verið vondur útsetjari. Enda
vissi hann víst lítið um hin ýmsu
hljóðfæri sinfóníuhljómsveitar. En
burtséð frá þessu þykja sinfóníur
hans mjög geðugar og fallegar, og
það á ekki síst við hina fjórðu.
Höndum sveiflað
Einar Markússon pianóleikari
heiðraði Háskólatónleika í fyrri viku
og lék nokkur smástykki eftir sjálfan
sig og aðra. Einari þykir mest gaman
að spila lög þar sem tækniþrautir -
helzt nær því óyfirstíganlegar - eru
fyrirliggjandi: hlaup og stökk, eða
óumræðileg grip. Tónleikar eiga að
vera eins og loftfimleikar án öryggis-
nets, og slíkt taka áhorfendur og
áheyrendur jafnvel ekki fyllilega
alvarlega nema fimleikamanninum
skriki fótur einu sinni eða tvisvar.
Einar tilheyrir semsagt þeim skóla
píanista, sem ekki leggja nauðsyn-
lega mesta áherzlu á að flytja músík,
heldur öllu fremur að spila á
áhrifamikinn hátt á hljóðfærið.
Sýningin í heild skiptir máli. Þannig
skilst mérmenn hafi litið á hljóðfæra-
leik Paganinis og Liszts - ég er ekki
að líkja Einari við þá heiðursmenn,
heldur afstöðunni til „showsins".
Endá leiðist engum á tónleikum hjá
Einari Markússyni.
Einar flutti fyrst eigin útsetningu á
Svanahljómum, lagi eftir Maríu
Markan. Einar hefur, í stíl píanista
fyrri tíma, gert talsvert af því að
útsetja og semja tilbrigði við verk,
auk þess sem hann er sagður
harðsnúinn snarstefjari (sá, sem
leikur tilbrigði af fingrum fram); og
Svanahljómar var mjög smekklega
gert. Þá fylgdi Marzuka eftir Mariu
Szymanowsku, Fantasia eftir Kupl-
onoff, Poem eftir Godowski, og tvær
etýður eftir Daniel Steibelt (1765-
1823) - allt sjaldheyrð tónskáld. í
lokin lék Einar nokkur aukalög,
þ.á.m. Lándler eftir Schubert, og
etýður fyrir vinstri hendi eftir
Levitzky - þá etýðu samdi tónskáldið
handa píanistanum Wittgenstein,
sem missti hægri handlegg í fyrra
stríðinu. En Wittgenstein píanisti
var bróðir Wittgensteins heimspek-
ings, sem var áhuga-klarinettisti.
Einar Markússon hefur nú spilað
tvisvar á Háskólatónleikum, en þrátt
fyrir það heldur hann áfram að vera
jafn óþekkt stærð og fyrr. Sem er
aðalsmerki kúnstnersins: „Religions
diewhentheyare proved to be true".
¦Páll Jóhannesson, tenór
söngvari
Nýr tenórsöngvari, Páll Jóhannes-
son frá Akureyri, söng í sal
Menntaskólans við Hamrahlíð
sunnudaginn 24. október. Jónas
Ingimundarson spilaði undir. Páll
var nemandi Magnúsar Jónssonar
við Söngskólann í Reykjavík í fimm
ár, og hefur nú lokið fyrsta
framhaldsári sínu á ltalíu.
Á efnisskránni voru þrenns konar
verk: fyrst lög eftir ítalina Caccini
(1546-1618) og Pergolesi (1710-
1736), og Þjóðverjann von Gluck
(1714-1787); síðan ýmist óperuaríur
eftir 19.-aldar Ítali eða lög íslenzkra
tónskálda (Sigfús Einarsson, Inga T.
Lárusson, Sigvalda Kaldalóns og
Eyþór Stefánsson).
Páll Jóhannesson hefur ákaflega
fallega tenórrödd, ekki gilda en
bjarta og tæra, einkum um miðsvið-
ið. Mér fannst hann syngja öll þessi
verk vel, en þó yfirleitt hin erlendu
betur - ég ímynda mér að þar njóti
hann tilsagnar kennara sínna á ítalíu
og þarlendrar hefðar. Tónleikum
Páls var afarvel tekið af hlustendum
og hann söng mörg aukalög, ekki sízt
Hamraborgina, uppáhaldslag allra
akureyrskra tenóra.
Framkoma l'áls er mjög látlaus;
hann lætur „lögin syngja sig sjálf", ef
svo nætti að orði komast. Slík
framkoma, og slíkur flutningur, eru
vafalaust af hinu góða frá tónlist-
legu sjónarmiði, þótt e.t.v. mætti
halda því fram að söngvarinn hafi
lagt fulllftið frá sjálfum sér til sumra
laganna.
Jónas Ingimundarson er sívaxandi
undirleikari - mér fannst hann gera
þetta prýðilega. Það er ekki oft sem
maður skemmtir sér eins vel á
tónleikum og nú, á þessum tónleik-
um Páls Jóhannessonar - harm söng
svo dæmalaust fallega. Sjálfsagt á
hann margt eftir ólært, annars væri
hann ekki f framhaldsnámi á ítalíu,
en þótt mér þættu óperuaríurnar
yfirleitt bezt sungnar hjá honum tel
ég að röddin mundi hæfa Ijóðasöng
ennþá betur. Og núna er ljóðsðngur
einmitt á uppleið með þjóðinni.
Sigurður Steinþórsson
skrifar um tónlist

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24