Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 6
f speglí tímans MISSIR SANGSTER EIGINKONUNA OG HJAKONUNA? ■ Þar til Robert Sangster stökk í heimsfréttirnar vegna sambands síns við Jerrv Hall, voru fæstir, sem'höfðu heyrt hans getið. En nú hafa línur skýrst og hann rækilega dreg- inn fram í dagsljósið. Það er honum mjög mikið á móti skapi, því að hann hefur alltaf verið hlédrægur maður. Hið sama verður ekki sagt um konu hans, Susan. Susan Sangster er áströlsk og var gift efnilegum áströlsk- um stjórnmálamanni, þegar fundum hennar og Sangsters bar saman fyrir sjö árum. Hún skildi við mann sinn og giftist Sangster, sem þá var vel stæður, en þó ekki betur en margur annar. Síðan hefur allt gengið Sangster í haginn og er hann nú orðinn margfaldur milljónamæringur. Hann er nú álitinn einn efnaðasti maður Brctlands. Aðallega hefur hann auðgast á veðhlaupahest- um sínum, sem reynst hafa mjög sigursælir á hlaupabraut- um. Velgengni sína þakkar hann einkum konu sinni, sem hann segir hafa fært sér mikið lán. ■ Sangster-hjónin hafa til þessa lifað kóngalífi. Aðalheimili þeirra er höll á eynni Mön, en þar eru þau í nokkurs konar skattaútlegð. manna, Waltzing Matilda. En þó fannst fólki hún jafnvel ganga fram úr sjálfri sér sl. október á heimili þeirra hjóna, höllinni The Nunnery á eynni Mön, þegar hún „svindlaði ■ Susan Sangster hefur löngum þótt litríkur persónu- leiki. A fertugsafmælinu sínu tók hún á móti 1000 gestum í þessari múnderingu. sér“ inn í boð, sem ætlað var herrum einum í kjól og hvítu. Hún hafði klætt sig sem nunna og gerði sig líklega til að. afklæðast fyrir framan herra- mennina, sem voru orðlausir af undrun. í Ijós kom, þeim til mikils léttis, að hún var í smóking innanundir nunnu- kuflinum! Aðeins mánuði eftir þessa uppákomu hrundi heimur hennar í rúst, þegar þær fréttir bárust um heimsbyggðina frá Kalifomíu, að Jerry Hall hefði lýst yfir ást sinni á Robert Sangster. Þessar fréttir höfðu skiljanlega djúp áhrif á Susan. Hún sem til þess tíma hafði verið fús til að umgangast fólk, dró sig í hlé og beið þess, sem verða vildi. Þegar Jerry tók, svo saman við Mick Jagger að nýju, sneri Robert aftur heim til konu sinnar. Nú velta menn því fyrir sér hvort þeim hjónum takist að sættast, eða hvort leiðir þeirra eigi eftir að skilja. Það eru nefnilega miklir fjár- munir í húfl, þar sem álitið er, að Susan eigi stóran þátt í fjármálaveldi Sangsters. Susan hefur löngum verið lagið að vekja á sér athygli, hvar sem hún hefur komið. Uppátæki hennar hafa verið mörg og frumleg. T.d. er sagt frá því, að þegar einn gæðingur í eigu þeirra hjóna hafði unnið veðreiðar í Ástralíu, hafl hún pantað kampavín í miklum mæli í risaþotunni á leiðinni heim til Englands og mælt svo fyrir um, að öllum farþegum yrði boðið upp á fagnaðar- drykk. Þá hefur hún átt það til, einkum á dýrustu og fínustu - næturklúbbum Parísarborgar, að sveifla sér upp á borð og syngja hárri raust óopinberan þjóðsöng þeirra Ástralíu- ■ Cher söngkonunni frægu, fannst skyndilega að hún ætti of marga kjóla. Síðan kom í Ijós að hún átti 100 kjólum of marga í skápnum. En hún var ekkert að gefa þá Hjálpræðis- hernum. heldur hélt hún sinn eigin basar í bflskúr sínum og kjólarnir runnu út eins og heitar lummur, og fóru kjól- arnir upp í 20.000 kr. stykkið. -HEL „...hví ekki heldur XY-spaghetti?” ■ Kvikmynd Francos Zeff- ielli Rómeo og Júlía með Olivia Hussey og Leonard Whiting í aðalhlutverkunt er löngu komin í flokk sígildra kvikmynda. Það var því skiljanlegt, að Zeflirelli gremdist með ferð ítalskrar sjónvarpsstöðvar ■ einkaeign á listaverkinu. Þessi stöð þrífst á auglýs- ingum og því var gripið til þess ráðs, þegar myndin var sýnd, að klippa hana í sundur hvað eftir annað og skjóta inn auglýsingum. Þetta þótti Zcfflrelli heldur hvimleitt, en út yflr allan þjófabálk tók þó, þegar Júlía var nýbúin að stynja upp með grátstafinn í kvcrkunum: „Ó Rómeó, hví þá Rómeó?“. Þá var kvik- myndasýningin rofin og í staðinn birtist á skjánum skælbrosandi auglýsinga- maður, sem sagði ísmeygi- legri röddu: „...hví ekki held- ur XY-spaghetti?“! viðtal dagsins Hvað er á döfinni hjá Ljósmyndasafninu? NÝ BÓK 0GSÝNING Á UÓSMVNDUM EMIIS Z0LA ■ „Það er væntanleg bók frá safninu og bókaforiaginu Lög- bergi nú á næstunni, hún verður önnur í röðinni af bókum sem safnið stendur að útgáfu á en fyrir jólin gaf það út safn af Ijósmyndum Kaldals í samvinnu við Lögberg," sagði ívar Gissur- arson framkvæmdastjóri Ljós- myndasafnsins í gær er blaðið hafði samband við hann og forvitnaðist um hvað væri á döfínni hjá safninu. „Bókin sem hér um ræðir er eftir mann að nafni Walter Livingstone Learmonth og er ferðabók um ísland í máli og ljósmyndum, en Learmounth þessi ferðaðist um landið árið 1887, og tók ljósmyndir og hélt dagbók, sem Úlfur Hjörvar hef- ■ Ivar Gissurarson — Tímamynd Árni, ur þýtt og þetta gefum við út sem eina bók. Learmonth var Skoti að uppruna, en sonur Ný-Sjá- lensks landnema. Við keyptum frumhandritið að bókinni og fengum myndirnar með.“ - Hver eru annars hel^tu við- fangsefni ykkar á safninu? „Það er náttúrlega hefðbundin skráning á myndum, sem okkur berast, það er starfsmaður í fullri vinnu sem sinnir henni eingöngu. Síðan veitir safnið þá þjónustu að selja myndir til skreytinga hjá fyrirtækjum og almenningi. Það hefur tekið mikinn tíma að undanförnu að útbúa myndir til slíks því að eftirspurnin er mikil, eftir gömlum myndum sem nýjum. Það má segja að safnið hafi lifibrauð sitt af þessari sölu, því að ekki er um neina styrki að ræða, nema hvað safnið hlaut styrk úr Þj óðhát íðarsj óði í fyrra.“ - Hvernig eignast safnið myndirnar? „Safnið eignast ekki myndir nema að hluta til. Það eru oft lagðar inn myndir til eftirtöku og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.