Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						mmwn
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983
Kynjalækningar á fslandi á 19. öld:
VOLTAKROSSINN
Lækningatæki eða svikatól?
Það var í október 1897 að fyrst var
tekið að auglýsa Voltakrossinn hér á
landi, og var höfundur hans sagður
prófessor Heskier í Kaupmannahöfn.
við vitum ekki í hverju hann var prófess-
or og sennilegast er að hann hafi sjálfur
tekið sér það bessaleyfi að gefa sér
nafnbótina. Víst er að hann var ekki
læknir því nafn hans er ekki í læknatali
Danmerkur frá þessum tíma.
Jakob Gunnlaugsson, stórkaupmaður
í Kaupmannahöfn, hafði umboð fyrir
Voltakrossinn á íslandi og Færeyjum, og
hefur hann væntanlega séð um auglýs-
ingastarfsemi hér á landi. Voru auglýsin-
garnar allar á íslensku og bæði prentaðar
í blöðum sem vafið var um krossinn, og
í sumum dagblöðunum.
Á blaðinu sem vafið var um Volta-
krossinn eru 3 myndir efst. Miðmyndin
er af vopnaðri herdeild og hestum, og
stendur „hjálmi faldin" kona þar aftar-
lega og heldur á dönskum gunnfána í
hægri hendi, en skildi sem Voltakross er
markaður á í þeirri vinstri. Vinstra
megin við þessa mynd er brjóstmynd af
konu og hægra megin af karlmanni; eru
þau með sinn Voltakrossinn hvort á
brjóstinu, og leggur rafmagnsstraumana
frá báðum krossunum í allar áttir. Fyrir
neðan myndirnar kemur „Fyrirsögn um
notkunina". Eru þar fyrst taldir þeir
sjúkdómar „þar sem reynslan til fulln-
ustu hefur sannað hina læknandi eigin-
leika Voltakrossins." Eru það að mestu
sömu sjúkdómarnir sem kynjalyf eins og
Brami og Kínabitter voru talin lækna, og
að auki mænusjúkdómar, svimi, ýmsir
augnasjúkdómar, útsláttur, andremma
og blóðnasir.
„Þótti krossinn veiti
eigi strax linun..."
Á eftir upptalningu sjúkdómanna er
sleginn þessi mjög svo hyggilegi varnagli:
„Þótt Voltakrossinn veiti eigi strax
linun og heilsubót mega menn ekki
hætta að brúka hann samt. Sjúkdómur-
inn getur verið þannig lagaður að það
líði margar vikur eða jafnvel mánuðir
áður en maður finnur batann en þegar
maður er farinn að finna til batans
gengur það vanalega mjög fljótt og
sjúklingar sem nærri því voru orðnir
vonlausir um að fá heilsuna hafa samt
sem áður, eftir að mánuðir eru liðnir,
fengið heilsu sína aftur af því að þeir
höfðu ekki hætt að brúka Voltakrossinn
heldur biðu með þolinmæði."
Á eftir varnaglanum kemur svo sjálf
notkunarfyrirs'ögnin, og er hún á þessa
leið:
„Það á að bera Voltakrossinn í silki-
bandi eða silkisnúru um hálsinn, og á
hann ætíð að liggja á brjóstholinu...blá
hliðin snúi inn að líkamanum. Það á að
bera hann stóðugt, dag og nótt. Áður en
faríð er að brúka hann á að láta hann
liggja í 5 mínútuf í undirbolla með volgu
ediki. Þetta má gera á hverjum degi, svo
lengi sem menn vilja, en þegar manni er
batnað og krossinn aðeins brúkaður sem
verndarmeðal á að væta hann í volgu
vatni aðeins einu sinni í mánuði. -
Handa smábörnum má ekki væta krossinn,
með ediki heldur eingöngu með volgu
vatni... Það má ekki lána krossinn
öðrum og þegar menn eru farnir að bera
Voltakrossinn þá ættu menn ekki að
hætta því þar sem hann hefur bæði
verndandi og styrkjandi eiginleika."
Loks segir að Voltakrossinn sé samsettur
eftir uppfmningu prófessors Heskiers í
Kaupmannahöfn og hafi hann fengið
einkaleyfisrétt í flestöllum löndum
Norðurálfu og víða í öðrum heimsálfum.
„Égfínn að ég lifna við..."
Voltakrossinn er gerður úr tveimur
¦ Þorsteinn skáld Erlingsson skar upp
herör gegn kynjatækjum og kynjalyfjum
í blaði sínu Bjarki á Seyðisfirði.
¦ Einar skáld Benediktsson skrifaði í
blað sitt Dagskrá að læknislyf væru
verra „húmbúgg" en kynjalyf og kynja-
tæki með því þau væru skaðleg en hitt
ekki.
¦ Við rifjuðum upp sögu kynjafyfja á íslandi á 19. öld í
Helgar-Tímanum fyrr í vetur. Nátengd þeim eru kynjatæki,
áliöld sem eignuð eru leyndardómsfull lækningaáhrif á
sjúkdóma sem ekki verða skýrð með beinum áhrifum á tíkama
mannsins. Um iækningatæki þessi er víst óhætt að fullyrða að
þau voru búin til og seld eingöngu í gróðaskyní. Frægasta
kynjatækið og það fyrsta sem boðið var og selt almenningi hér
á landi er Voltakrossinn, en þegar vegur hans var sem mestur
í lok síðustu aldar Irúði fjöldi maiiiia á mátl hans tíl að lækna
hina ólíkegustu sjúkdðma.
¦ Dr.JónasJónassenlandlæknirritaði
aðvörun eftir að auglýsingar um Volta-
krossinn byrjuðu að birtast í blöðum og
kallaði þær skrum eitt.
á Seyðisfirði og Þjóðviljinn á ísafirði.
Voru auglýsingarnar samhljóða í öllum
og mjög á sömu leið og í Voltakrossblað-
inu, en þó að sumu fyllri. Þannig segir í
blaðaauglýsingunum að Voltakrossinn
framleiði fafmagnsstraum í líkamanum
sem hefur mjóg góðar verkanir á hina
sjúku parta og fullkomlega læknandi
áhrif á þá parta sem þjást af gigtveiki,
sinadráttum, krampa og taugaveiklun,
og ennfremur hefur straumurinn ágætar
verkanir á þá sem þjást af og svo kemur
upptalning flestra sjúkdómanna sem
taldir eru í Voltakrossblaðinu - „með
því að rafstraumurinn sem er miðaður
krosslögðum málmpiötum og flónels-
pjötlu á milli. Önnur platan er úr eir;
ofan við aðalkrossinn gengur svo upp
úr henni 8 mm breið álma, beygð í keng,
er mjór látúnshringur leikur í, en í
hann er dregin silkisnúra sem átti að
binda um hálsinn. Hin platan sem að
líkamanum átti að snúa er úr zinki.
Plöturnar eru bundnar saman með gulri
silkisnúru, krosslagðri þar sem álmar
krossins mætast. Göt eru á miðri efstu
álmu og á miðjum báðum hliðarálmun-
um, svo að þar sést í flónnelið, er líka
sést frá róndunum, en neðsta álman er
heil. Þykkt áhaldsins er rúmlega 1 mm,
lengd upp og niður tæplega 6,5 cm,
breidd (þversum) tæplega 5,5 cm. Efni
og vinna við að setja saman áhaldið
hefði sjálfsagt verið vel borguð með 10
aurum á þeirrar tíðar verðlagi, en það
var selt á kr. 1.50.
Á aftari síðu Voltakrossblaðsins eru
19 vottorð um undursamlegan bata
þeirra sjúkdóma sem taldir voru framan
á blaðinu. Ein frú hafði t.d þjáðst í 45
ár af gigt, taugaveiklun og krampa-
flogum, læknar hættir að gefa henni von
um nokkurh bata og hún „búin við því
að deyja", er hún fékk sér Voltakross,
„og ég finn, að ég lifna á ný við hin
yfirnáttúrlegu áhrif hans." Óþarft er að
tilfæra útdrátt úr fleiri vottorðum því að
þau eru yfirleitt lík hvert öðru. - Neðst
á síðunni, neðan við vottorðin, er ráð-
legging til allra sem bera Voltakrossinn að
nota jafnframt Lífsvekjara Sybillu,
kynjalyf sem prófessor Heskier í Höfn
framleiddi einnig, og átti m.a. að geta
lengt æviskeið manna.
„Frelsuð, hugguð
og heilbrigð"
Eins og áður var sagt var byrjað að
auglýsa Voltakrossinn í blöðum hér í
október 1897. Voru það a.m.k. 4 blöð er
nutu góðs af þeirri auglýsingastarfsemi:
Dagskrá og Isafold í Reykjavík, Austri
Vottorð um • Voltakrossliiu.
Ég finn skyldn niírta til $m  a* ?rra
alœennfcgi ljost,  að Voltakross Hefikiers,
sem farið er að átbtdða hér á landí.  á'é
alls ekki snnáð en BYÍkatðí,  til að narrri
fé út úr auðtrúa  fáfróðum  ájnvug*,  þvi
bann  heíur alls  ekki  læknar;di  fihrif a
mannlegan  Hkaraa.  Þetta  vitna  ég - af
reysinlunni; því áo þess ég hrtði nonkurt
sérlögt traust á voltakrossinuns, pr.ðfaði ésr
það að'kaupa einn þeirra næstíiðið haast,
þar ég var þjáðor r.f nokkrum þeim kviil
arc, er nefníiur kross & að ]ækL«& sanikv.
MforskrÍfUnuiu, er honnm fylgir, sem ég ná-
kvæmiega fór cftir og bir ég þe« \ao fj mda
á brjðsti méríð mánuði. an þc^ að finna
minstu iæknandi áhrif aí honuui;. heldur
þvert á móti smá-versuaði mér.  Ég vihil
hér með vara eiun og sérhv.eru vtð því,
aðllta ekki narrast aðioguain voítorðum,
sem stanða í biöðum vorum um Ivkuinga-
kraft Voítatórösains,  til  þésa  að eyða fé
8ínu fyrir hwn Q» auka  ý\ngy\ seljeíida.
Yoitakross þessl er sehiur margföláu verði,
¦ „Ég finn skyldu mína til þess, að gera almenningi ljóst að Voltakross Heskiers...sé
alls ekki annað en svikatól" skrifaði Friðrik Eggertsson í Vatnsdal í ísland í júní 1898.
við hinn mannlega líkama, fær blóðið og
taugakerfið til þess að starfa á reglulegan
hátt." Ennfremur segir m.a. að „heyrn-
arlitlir og heyrnarlausir, sem í mörg ár
ekki heyrðu hvað við þá var talað hafa
fengið heyrnina aftur svo að þeir geta
notið góðs af kirkjuferðum sínum og
viðræðum við aðra. Pá koma nokkur hin
sömu lækningavottorð og á Voltakross-
blaðinu og nokkur í viðbót, sem þar eru
ekki, þar á meðal þetta:
„Ofurlítið Kraftaverk: Af guðs náð hef-
ur mér loks hlotnast að fá blessunarríkt
meðal; það er Voltakrossinn, sem þegar
ég hafði brúkað hann í tæpan klukku-
tíma fyllti mig innilegri gleði. Ég var
frelsuð, hugguð og heilbrigð. Ég hef
þolað miklar kvalir og þjáningar í hinum
þrálátu veikindum mínum og finn skyldu
mína að láta yður í ljósi hjartanlegustu
þakkir mínar. Th.Kr."
Að lokum er þess getið að Voltakross-
inn fáist í Reykjavík, á ísafirði, Eyja-
firði, Húsavík, Raufarhöfn, Seyðisfirði,
Reyðarfirði og Eskifirði og nefndar 13
verslanir sem hafi hann til sölu á þessum
stöðum, svo og einkasalinn á Islandi og
Færeyjum sem áður er nefndur.
Skrum til að ginna
fáfróðan almenning
Mörgum þótti nóg um allt kynjalyfja-
og kynjatækjaskrumið, og brátt hófst
andstaða gegn öllu þessu fargani. Land-
læknir, dr. Jónas Jónassen, reið á vaðið
þegar fáum dögum eftir að fyrstu auglýs-
ingarnar birtust um Voltakrossinn og
ritaði „Aðvörun" sem birtist í flestum
blöðunum. Segir þar að almenningur
hafi áratugum saman borgað mörg þús-
und krónur árlega fyrir Bramann og
Kínabitterinn, „og ætti þó hver heilvita
maður ekki að þurfa annað en að lesa
skrumið sem þessu sulli fylgir til þess að
sjá að allt miðar að því að ginnafáfróðan i
almenning." Nú hafi einn landi vor,
Jakob Gunnlaugsson í Höfn, tekið að
sér einkasölu hér á landi á „argasta
húmbúgggi", er sé engu betra en elixír-
arnir. „Skyldi enginn festa trúnað á
vottorð þau sem skruminu fylgja."
Aftan við þessa aðvörun hnýtir ritstjóri
Dagskrár, Einar skáld Benediktsson,
grein um Voltakrossinn og veitist þar
heldur en ekki að læknunum. Þeim farist
ekki að vera stórorðir um kynjalyfin,
enda sé trúin á þau ekki ólíklegri til
árangurs en sú trú að meðul þeirra sé
annað en „húmbúgg." „En þegar um
tvenns konar „húmbúgg" er að ræða þá
álítum vér að það beri fremur að kjósa
sem er óskaðlegt en hitt sem getur verið
til tjóns. Og Voltakrossinn gerir
mönnum ekki mein."
„Menn fínna ef þeir
losast við einhvern kvilla."
Nokkru eftir þetta kom svar til dr.
Jónassens frá Jakobi Gunnlaugssyni í
blöðunum. Kveðst hann hvorki eiga
skilið lof né last fyrir Voltakrossinn og
Lífsvekjarann því að hann hafi hvorugt
fundið upp. Vítir hann þau ummæli
landlæknis að vottorð heiðvirðra manna
séu marklaus. Hann bendir á að Volta-
krossinn sé seldur í öðrum löndum
Evrópu og einnig öðrum heimsálfum. í
Berlín einni séu seldir 500 Voltakrossar
á dag að meðaltali og mörg hundruð
þúsund á ári í öllu Þýskalandi. Sé
óhugsanlegt að svona mikið hefði selst
ef margir hefðu ekki fengið meinabót,
því að þótt dr. Jónassen segi að alþýða
á íslandi sé fáfróð þá eru menn ekki svo
fáfróðir að þeir ekki finni það þegar
losast við einhvern kvilla, enda eru til
vottorð frá... prestum, læknum og dokt-
orum, og margt hefðarfólk kaupir líka
Voltakross próf. Heskiers."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28