Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 4
 SÚNNÚDAGÍIR 27. MARS 1983 ■ Yfirlitsmynd úr ödrum sýningarsalnum. Hér getur að líta verk eftir ýmsa af þekktustu myndlistarmönnum samtímans. ■ Upplýsingar um myndirnar eru fengnar úr sýningarskránni. Tímamyndir Árni Sæherg. ■ Steindur gluggi í stafnglugga Bústaðakirkju eftir Leif Breiðfjörð. ■ Kristslíkneski eftir Ríkharð Jónsson, hefur staðið í Bessastaðakirkju frá tíma Sveins Björnssonar forseta. Sýning trúarlegrar og kirkjulegrar ■ Utimundlaug frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. f»að var til siðs a miðöldum að slíkir steinhöggnir bollar stæðu utandyra við kirkjur með vígðu vatni í, svo kirkjufólk gæti signt sig áður en guðsþjónusta hæfist. ■ Þegar 100 ára afmæli Selárdalskirkju nálgaðist fór fram á henni gagnger viðgerð. Samúel Jónsson vinnumaður á staðnum sem lengi hafði fengist við málverk málaði þá þessa altaristöflu og gaf kirkjunni en henni var hafnað, gamla manninum til sárra vonbrigða. En hann lét ekki hugfallast, heldur reisti af eigin rammleik nýja kirkju, bar sjaljur til hennar það efni sem til þurl'ti úr fjörunni og þáði enga hjálp. Þegar kirkjan var fullbúin kom hann þar fyrir altaristöflu sinni. Kirkja Samúels var óupphituð enda ónotuð nema hvað hún hýsti altaristöflu höfundar síns. Taflan fór illa og lá undir skemmdum þar. Hannibal Valdimarsson fyrrum ráðherra og forseti ASI hóf búskap í Selárdal, en þá tók hann töfluna úr kirkjurústinni og afhenti Listasafni alþýðu að gjöf. Hér sést altaristaflan ásamt mynd af kirkjunni sem hýsti hana. Samúel Jónsson lést árið 1969, áttræður að aldri. ■ Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum „Sýning kirkjulegrar og trúarlegrar listar á vegum Kirkjulistar- nefndar.“ Að sýningunni hefur unnið Kirkjulistarnefnd sem skipuð var af biskupi íslands árið 1981 og skipa hana Björn Th. Björnsson listfræðingur, dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur og Jóhannes S. Kjarval arkitekt. Á sýning- unni eru gamlir kirkjumunir, altaris- töflur, predikunarstólar, messuklæði og- ýmis vefnaðar en stór hluti sýningarinnar er byggður upp með verkum samtíma- listamanna, eða listamanna sem hafa lifað og starfað á þessari öld. Eru þar á meðal hefðbundnar altaristöflur eftir menn eins og Ásgrím Jónsson og Jó- hannes Kjarval svo dæmi séu nefnd, en einnig glermyndir, vefnaðarlist, skúlp- túrar og málverk sent með einum eða öðrum hætti tcngjast trúarlegum við- fangsefnum að tilvistarlegum,' og eru sprottin upp af ýmsum minnum úr heilagri ritningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.