Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 5 ■ Hér getur aö lita fjölda nýlegra messuklæöa. ■ Jóhannes Sveinsson Kjarval var við nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn áriö 1914, en vitjaði þá æskustöðva sinna á Borgarfirði eystra. l>á málaði hann þessa altaristöflu fyrir Desjamýrarkirkju, en hún var fermingarkirkja hans. Taflan sýnir Krist standa á Álfaborginni og tala til safnaðarins en í haksýn sést til Dyrfjalla. Hér var sjálfur Kristur kominn alla leið til Borgarfjarðar eystra. Sagan segir að biskupi hafi ekki litist meira en svo á að vígja þessa töflu en heimafólk tók við hana miklu ástfóstri, enda prýðir hún enn kirkju sína og mun væntanlega gera um ókomin ár. ■ Elsti varðvcitti kirkjugripur á íslandi, biskupsstafur frá 11. öld, fundinn á Þingvöllum vorið 1957. Giskað hefur verið á að hér sé um að ræða biskupsstaf trúboðsbiskups, sem heimsótt hafði Þingvelli. Dr. Gunnar Kristjánsson segir í ítar- legri grein, Trúarleg list Kirkjulist, í afar vandaðri sýningarskrá að á hinu klass- íska og rómatíska tímabili í listasögunni, allt frá dögum Geothes til heimspekings- ins Nietsche hafi listin lifað stórbrotna tíma en kirkjan og trúin ekki að sama skapi. Listin hafi í raun fengist við hið stolta hlutverk að endurleysa manninn, vísa honum veginn til fegurðar og inni- haldsríkara lífs, og þar með farið inn á það svið sem kirkjan hafði talið sitt. Kirkjan hafi ekki tekið þcssari hólm- gönguáskorun listarinnar heldur ein- angrast á ákveðnum sviðum þjóðlífsins svo sem hinu siðferðilega. Kirkjan hafi hopað undan þessum nýju straumum og orðið æ borgaralegri stofnun, leitað athvarfs hjá hinum kyrrstæðu, varanlegu öflum þjóðfélagsins. Þar með hafi mynd- ast gjá milli kirkjunnar og skapandi listamanna. Listin hafnar stöðnun, hún leitar sífellt nýrra leiða og nýrra sann- inda og spyr sífellt nýrra spurninga. Dr. Gunnar telur raunar að kirkjan hafi ekki svarað kalli listarinnar á þessum tíma samkvæmt eigin kennisetningum, siða- bót Lúters hafi einmitt sett fram kjörorð- ið, „kirkjan á að vera í stöðugri umbót.“ „Stöðnun og kyrrstaða var siðbótinni uggvænleg tilhugsun,“ segir dr. Gunnar. Hvað kcmur þá til að kirkjan og tugir listar starfandi listamanna sameinast um sýn- ingu eftir þessa, þar sem gömul kirkjuiist og samtímalist standa hlið við hlið? Er listin gengin í þjónustu kirkjunnar sem stofnunar. Eða á hinn bóginn, - kirkjan orðin þjónustustofnun fyrir listamenn. Auðvitað hefur hvorugt gerst. „Mörg verkanna á sýningunni eru andkirkju- leg,“ segir dr. Gunnar og víst er það að fáir vildu líklega hengja sumar myndir sýningarinnar upp í kirkjum sínum. Hitt muni sönnu nær eins og dr. Gunnar gerir grein fyrir, að kirkjan og listamennirnir hafi nálgast í viðfangsefnum sínum. Höfuðeinkenni listarinar á þessari öld eru rótleysi, þunglyndi, þjáning og ann- að því skylt segir hann. „Hitt er vafalaust sjaldgæfara, segir dr. Gunnar, „að listin. beri vitni uni lausn og endurlausn, um frelsi undan firringu og ótt?. Einkenni hennar cru m.ö.o. flest í ætt við krossinn, en færri sverja sig í ætt við upprisuna, þar sem krossinn er tákn þjáningar, örvæntingar, niðurlægingar o.s.frv. en upprisan er tákn vonar. Þetta má m.a. greina af þeim mikla fjölda mynda, þar sem listamenn hafa sótt efnivið til Biblíunnar og nota einhvcrja atburði hennar eða tákn sem uppistöðu í verk sín.“ Það er því líklega hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þessi sýning sé vitni um að kirkjan vilji fyrir sitt leyti taka meiri þátt í hræringum samtímans, jafri- framt því sem hún vekur athygii almenn- ings og listamanna á hversu stór vett- vangur hún getur verið fyrir listsköpun, af ýmsu tagi. Kirkjan og listamennirnir séu reiðubúin til að skiptast á viðhorfum um trúarleg og tilvistarleg vandamál nútímamannsins, án þess annar aðilinn játist undir vald hins. Og hvorugur telji sig vita sannleikann allan og alskapaðan hér og nú. tfticm-d mmmn t>ioobutu ■ Fagurlega útskorinn og málaður skírnarfontur í rokokostfl úr Oddakirkju á Rangárvöllum. Hann var gerður árið 1804 af Ámunda Jónssyni smið. Umhverfls hjálmbrúnina er þessi áletrun. „Fared ut um allan heimin og kiened auilum þiodum og skyred þær í Nafne Faudurs og Sonar og Anda heilags." Efst á fontinum er mynd af hcilögum anda í dúfulíki. ■ Þessi predikunarstóll er smíðaður og skreyttur af sr. Hjalta Þorsteinssyni presti í Vatnsflrði við Djúp sem uppi var á árunum 1665-1754. Þessi stóll er það eina sem hefur varðveist af gripum Hjalta og myndum, en kirkja hans var fagurlega skreytt listaverkum á sinni tíð. Stóllinn er flmmhliða og myndir Krists og guðspjallamannanna skornar í hann auk þess sem hann er fagurlcga málaður og skreyttur í barokkstfl. Stóllinn ber höfundi sínum vitni sem miklum listamanni. Efst er áletrunin „Sælir eru þeir sem heyra guðs orð og varðveita það.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.