Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 10
Tap Iðn- lánasjóðs 4,5 millj- ónir kr. á móti 16,6 milljóna hagnaði árið áður ■ Iðnlánasjóöi bárust 384 lánsum- sóknir í fyrra í stað 343 árið 1981, sem er W/o aykning. í fjárhæðum hækk- uðu lánsbeiðnirallsúr 152,7 milljónum kr. í 255,2 milljónir cða um 67%. Heildarráðstöfunarfé sjóðsins jókst hins vegar aðeins um 37%, og gat sjóðurinn því ekki sinnt jafn háu hlutfalli af eftjrspurn og árið áður. Fjöldi afgreiddra lána var í fyrra 345 en 338 árið áður. Afgreidd voru lán að fjárhæð 125,2 milljónir króna á móti 93,7 1981, og nemur aukningin því 34%. Tap varð á rekstri sjóðsins í fyrra og nam það 4,5 milljónum króna á móti 16.6 milljóna hagnaði árið áður. í fréttabréfi Landssambands iðnað- armanna, segir, að skýringar á þessari óheillavænlcgu þróun sé'. að ftnna í 90 til 105% hækkun þcirra erlendu mynta sem hluti innlána sjóðsins er bundinn. Samsvarandi breyting á lánskjara- og byggíngavísitölu, sem útlán sjóðsins fylgja, var 60 til 64% á sama tíma, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins: Leitar markaða í grannlöndum ■ Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur undanfarið unnið ötullega að því að finna markað fyrir íslenskan iðnvarning í Færeyjum. Alls hafa verið kynntar 1 Færeyjum vörur 38 fyrirtækja með þeim árangri að 16 til 18 hafa þcgar íengið pantanir, eina eða fleiri. Ú.i. efndi til sérstaks fundar fyrir skömmu mcð þcini fyrirtækjum, scm unnið hefur verið með í Færeyjum. Þar voru kynntar hugmyndir um fram- hald þessa verkefnis á nýjum mörkuð- um. í því sambandi voru nefnd eftirtal- in svæði: írland, Skotland, Hjaltland og Nýfundnaland. Þeir íðnrekendur sem áhuga hafa á að kynna vörur sfnar í eftirtöldum löndum geta fengið nánari upplýsingar á skrifstofu Ú.i. Offramleiðsla á kjöti í Noregi ■ Umframframleiðsla á kjöti í Noregi var í fyrra um 1.200 tonn, en í ár er gért ráð fyrir að umframframleiðslan verði um 500 tonnum meiri, samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í frétta- bréfi upplýsingaþjónustu landbúnaöar- ins. Búist er við þessari þróun þrátt fyrir að framleiðslu á kjöti muni dragast saman um 1000 tonn, en Norðntenn gcra ráð fyrir að talsvert dragi úr innanlandssölu-á kjöti. Mest verður offramleiðsla á nauta- kjöti, eða um 8000 tonn, af svfnakjöti er gert ráð fyrir aö framleitt verði 3400 tonn umfrarn innanlandssöluna, en í fyrra var umframframleiðslan rúmlega 7000 tonn. Sala á kindakjöti í Norcgi gekk mun betur í fyrra en ætlað var - aðeins um 700 tonn af framleiðslunni seldust ekki innanlands, en um 800 tonn voru seld á útsöluverði. í ár er gert ráð fyrir 1.200 tonna umframframleiðslu á kindakjöti og til viðbótar koma 600 tonn sem Norð- mcnn kaupa frá íslandi. ■ Bankastjórarnir Magnús Jónsson og Stefán Hilmarsson og aðstoðarbankastjórinn Sólon R. Sigurðsson, en hann mun veita deild erlendra viðskipta forstöðu. Búnaðarbankinn hefur gjaldeyrisviðskipti: Tímamynd Árni Sæberg „Mestu tímamót í sögu bankans" segir Stefán Hilmarsson, bankastjóri ■ „Þetta eru mcstu tímamót í sögu bankans allt frá því hann var stofnaður og einnig talsverð tímamót í íslenskri bankasögu. Nú eru gjaldeyrisbankarnir orðnir þrír í stað tveggja,“ sagði Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands, á blaðamannafundi, sem hald- inn var til að kynna gjaldeyrisafgreiðslu bankans, en hún varð að veruleika síðast liðinn föstudag. Seðlabanki íslands ákvað samkvæmt heimild í lögum og að fengnu samþykki bankamálaráðherra, að Búnaðarbank- inn, sem er annar stærsti viðskiptabanki landsins, skyldi fá fulla heimild til gjald- eyrisviðskipta til jafns við hina ríkis- bankana, í október síðast liðnum. Á blaðamannafundinum kom fram að þar með var gömlu en torsóttu hagsmuna- máli bankans komið í höfn, en nú mun vera liðinn hálfur fjórði áratugur, síðan bankinn fyrst leitaði eftir slíkri heimild. „Ótal erindi bankans héraðlútandi á löngum tíma hafa ekki fengið úrlausn fyrr en nú, enda þótt oft væru gefin fyrirheit, sem aldrei rættust. Helstu röksemdir bankans fyrir fullum gjaldeyr- isréttindum hafa jafnan verið byggðar á stöðu hans í bankakerfinu, stærð hans og hlutdeild í heildar inn og útlánum, dreifingu þjónustunnar, auk sterkrar eiginfjár- og lausafjárstöðu,“ sagði Magnús Jónsson, bankastjóri, á fundin- um. Einnig kom fram að stofnun deildar- innar var margþætt og vandasamt verk- efni, ekki síst vegna þess hvernig standa verður að stjórn og eftirliti með ráð- stöfun á gjaldeyriseign þjóðarinnar. Sú ákvörðun var tekin í vetur að taka upp um sama leyti þjónustu í öllum greinum erlendra viðskipta, en ekki í áföngum eins og upphaflega var áformað og skyldi sú starfsemi ná til allra útibúa bankans bæði í og utan Reykjavíkur. f deild erlendra viðskipta aðalbankans og útibúunum verður því unnt að annast allar afgreiðslur, sem tengjast erlendum gjaldeyri, eða viðskiptum við útlönd, hvort sem er vegna ferðamanna eða inn- og útflytjenda vöru. Aðalstöðvar er- lendra viðskipta verða í húsnæði því, er bankinn eignaðist á síðast liðnu ári að Austurstræti 7, sem nú hefur verið tengt húsi bankans, Austurstræti 5. Auk þess að selja venjulegan ferða- mannagjaldeyri býður bankinn einnig VISA-greiðslukort, sem afgreidd verða til ferðamanna eftir reglum gjaldeyriseft- irlits Seðlabankans. Búnaðarbankinn er aðili að nýstofnuðu fyrirtæki, sem byrjar starfsemi sína næstu daga, VISA - ÍSLANDI. En það mun sjá um útgáfu og þjónustu vegna VISA-kortanna fyrir þá banka og sparisjóði, sem aðild eiga að fyrirtækinu. VISA - ÍSLAND verður einnig til húsa að Austurstræti 7. Forstöðumaður deildar erlendra við- skipta er Sólon Sigurðsson, aðstoðar- bankastjóri, fyrrum starfsmaður Lands- banka íslands, síðast útibússtjóri þess banka á Snæfellsnesi. Sólon hefur mikla reynslu af bankastarfi bæði hér heima og erlendis. Landsvirkjun: Tapið rúmlega 150 milljóriir ■ Rekstrartekjur Landsvirkjunar juk- ust á árinu 1982 um 94,4% frá árinu 1981. Tekjur frá almenningsrafveitum hækkuðu um 93,6%, sem stafar af 10,7% söluaukningu auk verðhækkana á árinu. Tekjur af sölu til stóriðju hækkuðu um 96,5%. Orkuverð til ÍSAL og Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi var óbreytt allt árið í bandaríkjadollur- um, en hækkaði verulega í krónum talið vegna gengisbreytinga. Auk hækkunar tekna frá Járnblendifélaginu vegna geng- isbreytinga hækkaði raforkuverð 1. júlí 1982 samkvæmt gildandi rafmagnssamn- ingi úr3,5 norskum aurum á KWST í 5,4 norska aura. Á aðalfundi Landsvirkjunar kom fram að rekstrarafkoma fyrirtækisins var óhagstæð um 152,1 milljón króna. Aðal- ástæða er sögð sú að Hrauneyjarfoss- virkjun var tekin í notkun á árinu, sem þýðir aukningu rekstrar-og fjármagns- kostnaðar án tilsvarandi tekjuaukning- ar, þar sem framleiðslugeta virkjunar- innar var ekki nýtt nema að hluta. Þrátt fyrir þennan rekstrarhalla batn- aði eiginfjárstaða verulega á árinu eða úr 684,2 í 3.779 milljónir króna. „Aðal- ástæða þessarar breytingar er að upp voru teknar raunhæfari endurmatsreglur eigna en áður var beitt,“ segir í ársreikn- ingi fyrirtækisins. Einnig er tekið fram ■ Hrauneyjarfossvirkjun jók rekstrar- og fjármagnskostnað Landsvirkjunar án tilsvarandi tekjuaukningar, þar sem framleiðslugeta virkjunarinnar var ekki nýtt nema að hluta. að hluti þessarar hækkunar eiginfjár sé vegna fyrri ára, þannig að eigið fé í ársbyrjun hafi verið vanmetið. Langtímalán Landsvirkjunar jukust á árinu um 3.392,8 milljónir og námu alls 5.828,7 milljónum króna í árslok. Hækk- un eldri lána vegna gengisbreytinga nam tæpum 2.6 milljörðum en nýjar lántökur námu rúm 900 milljónum króna þar af voru rúmar 640 milljónir króna vegna framkvæmda, aðallega við Hrauneyjar- fossvirkjun og Sultartangastíflu, en 262 milljónir vegna yfirtöku skulda vegna Blöndu-, Fljótsdals- og Villinganes- virkjunar. Afborganir lána námu 108,8 milljónum króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.