Tíminn - 09.08.1983, Síða 6

Tíminn - 09.08.1983, Síða 6
6 ____________ í spegli tímans ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 ■ Þegar ástralska rokkhljóm- svcitin Men At Work hélt sína fyrstu tónleika í London í desember sl., hlaut hún þann dóm eins af þekktustu popp- gagnrýnendum þarlendum, að tónlistin þeirra væri „ólýsan- lega andstyggileg“ og hann bætti við: „Þessir áströlsku monthanar eru ekki þess virði að hlusta á þá, ekki einu sinni þó að manni væri borgað fyrir það!“ Það er hætt við að þessi gagnrýnandi iðrist nú heldur betur sföryrðanna, því að á þeim fáu mánuðum, sem liðnir eru síðan þau voru rituð, hafa Men At Work náð þeim ár- angri að verða vinsælasta nýja rokkhljómsveitin á árinu 1983, þeir hafa unnið til Grammy- verðlaunanna handarísku sem bestu nýfistamennirnir, selt yfir 6 milljónir af albúmi sínú Business As Usual, sem var frumraun þeirra í plötuútgáfu, og komist í efstu sæti vinsælda- lista Bandaríkjanna og Bret- lands samtímis með plötu sína Down Under. A þessari stundu eru þeir á 7 mánaða löngu hljómleika- ferðalagi, sem hófst í Japan, síðan lá ferðin til Bandaríkj- anna, Bretlands, um Evrópu og Norðurlönd (eins og al- kunna er komu þeir fram sem upphitunarhljómsveit fyrir Da- vid Bowie á víðfrægum tón- leikum hans í Gautaborg í sumar). Ferðþessarilýkurekki fyrr en í septcmber. Hljómsveitina skipa 5 náungar frá Melbourne, Colin Hay, Greg Ham og Jerry Speiser, allir 29 ára gamlir, John Rees, sem er 31 árs, og Ron Strykcrt, 26 ára gamall, sem sagt allir heldur í eldri ■ Áströlsku rokkstjörnurnar, sem eru á góðri leið með að sigra heiminn. Talið f.v.: Ron, sem í félagi við Colin semur mest af efni hljómsveitarinnar. Greg, fyrrum félagi í drengjakór kirkju sinnar. Hann leikur á saxófón og tlautn. Aðalsöngvarinn Colin, driffjöðr- in í hljómsveitinni. Jerry, sem stundaði vísindanám við háskóla áður en hann gerðist trommuleikari. John, fyrrum tónmennta- kcnnari, en nú bassaleikari og draumóramaður. klassanum miðað við rokktón- listarmenn, sem eru að hefja feril sinn. Það er fleira ólíkt með þeim og öðrum nýbökuð- um rokkhetjum. Þrír þeirra, þeir Greg, John og Colin eru háskólagengnir. Ron aftur á móti vann sem gjaldkeri í banka. Allir eru þeir ógiftir. Þeir leggja mikla áherslu á að þeir séu lítið gefnir fyrir áfenga drykki og eiturlyf, þeir líti svo á, að þeir séu í strangri vinnu, enda beri nafnið á fyrsta al- búmi þeirra þess vott, en það nefna þeir, sem fyrr segir Bus- incss As Usual. Þeir félagar kunna vel að meta frægðina, semþeirnjóta nú. Að vísu eru til á henni skuggahliðar, eins og þær að vera álitnir skrýtnir, ef þeir taka sér fyrir hendur einfalda hluti, eins og kaupa sér sína mjólk sjálfir. - Þá segir fólk: Þetta getur ekki verið hann, hann hlýtur að hafa þjón til að gera svona nokkuð, segir Greg, sem oftast hefur orð fyrir þeim félögum og slær gjarna á létta strengi. Nafnið á hljómsveitinni varð til, þegar þeir fengu i fyrsta skipti samning um að koma fram. Þá leist þeim svo á, að loks væru þeir komnir í vinnu! En þeir hafa starfað saman undanfarin fjögur ár, svo að ekki er hægt að segja, að frægðin hafi vitjað þeirra á einni nóttu. eru svo sannarlega MEN ATWORKbúnir að fá DRAUGAGANGURMN KOM EKN AÐ TUIUJDUM NUIUM ■ ■ Undarleg, ógnvekjandi hljóð að næturlagi í litla einbýl- ishúsinu í Suður-Frakklandi voru um það bil að gera Clau- detta Brumelot viti sínu fjær af hræðslu. Og ekki bætti það úr skák, þegar maður hennar upplýsti hana um, að framin hefðu verið fjöldamorð ná- kvæntlega á þeim stað, sem húsið var síðar reist. Claudette pakkaði niður í einum grænum og flúði heim til mömmu. En gamla konan hafði ekki trú á draugum og grunaði, að ekki væri allt með felldu. Hún fékk leynilögregluþjón til liðs við sig og bað hann að kanna inálið. Fljótlega kom í Ijós hvers kyns var. Eiginmaðurinn var kominn með aðra konu í takið og átti með henni Ijúfar stundir i húsinu um nætur. En til að konan hans hefði hvorki kraft né skynscmi til að fylgjast með háttalagi hans, útbjó hann þessi óhljóð, sem konan hans var svo upptckin af, að hún sinnti ekki öðrum. Með því að flæma hana úr húsinu gerði hann sér vonir um að halda því fyrir sjálfan sig. En málið fór á annan veg. Claudette fékk skilnað og helming eignanna, eins og vera ber. viðtal dagsins Skúlptúr- myndasýning að Kjarvalsstöðum „VERK MfN ERU FYRST OG FREMST ÓHLimÆG", — segir Hallsteinn Sigurðsson myndlistarmaður ■ Um þcssar mundir stendur yt’ir að Kjarvalsstöðum hér í Reykjavík sýning a.verkum Hall- steins Sigurðssonar myndlistar- manns, og stendur sýning hans til 28. ágúst n.k. Hallsteinn er 38 ára gamalt og lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann 1966 og var síðan við framhalds- nám í St. Martin’s School of Art 1969-1972. Tíminn náði tali af Hallsteini þar sem hann var staddur að Kjarvalsstöðum og var hann spurður nánar út í sýningu sína þar og fyrri sýning- ar. Þú hefur haldið oft áður sýn- ingar, er ekki svo? „Jú, ég hélt nokkrar einkasýn- ingar hér í Reykjavík á árunum 1971-1972, einnig að Korpúlfs- stöðum 1975,ogíF.Í.M.-salnum 1980. Einnig hef ég áður sýnt hér að Kjarvalsstöðum 1981 ogeinn- ig tekið þátt í samsýningu Mynd- höggvarafélagsins 1974, 1978 og 1979. Þá hef ég tekið þátt í útisýningum á Skólavörðuholti 1967 og 1968ogsýningunni Ung- ir myndlistarmenn 1973. Erlend- is hef ég sýnt á sýningunni Young Artists '73 í New York, í Bergen 1975, Sveaborg í Finnlandi 1978, Middelheim Biennal í Antwerp- en 1979 og í sýningu norskra myndhöggvara í Osló 1980." Hvernig myndir þú lýsa verk- um þínum? „Verkum mínum myndi ég fyrst og fremst lýsa sem óhlut- lægum, því þær hafa ckki neina ákveðna skírskotun til einhverr- ar sögu eða veruleika eins og hjá svo mörgum öðrum myndlistar- mönnum. Eins og sést þegar verk þessi eru skoðuð, kemur í Ijós, að þau eru eitthvað sent kalla mætti línur í rími, eða leikur að rími. Verkin spanna yfir ákveðið rúmtak en eru ekki massíft form, og í stað þess að byggja upp massa í verkunum ■ Hallsteinn Sigurðsson myndlistamaður við eitt verka sinna, „Adam og Eva.“ Tímamynd Arni Sæberg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.