Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 3 fréttir Breytingar á skipulagi stór hluti skýringar á fjölgun nauðungaruppboðsbeiðna: / STEFNA ÞURFTIINN A NÝ 500 UPPBOÐSBEINUM ■ „Hér í Kópavogi hefur uppboðs- beiðnum fjölgað eitthvað en ekkert gífurlega. Og það sem meira er - hér hefur ekki farið fram ein einasta lokasala á nauðungaruppboði það sem af er árinu,“ sagði Asgeir Pétursson, bxjar- fógeti í Kópavogi, þegar hann var spurð- ur hvort mikil fjölgun hefði orðið á nauðungaruppboðsbeiðnum hjá em- bættinu. Hann sagði ennfremur að fjölgunin hefði ekki orðið neitt í líkingu við það sem orðið hefði í Reykjavík. Þar stafaði hún af því að einhverju leyti að minnsta kosti, að breytingar hefðu verið gerðar á skipulagi uppboðsréttarins í kjölfar Hæstaréttardóms, sem gekk snemma á þessu ári. Jónas Gústavsson, borgarfógeti í Reykjavfk, staðfesti í samtali við blaðið að fjölgunin á nauðungaruppboðsbeiðn- um í Reykjavík ætti að verulegu leyti rætur að rekja til breytingar að skipulagi. í kjölfar breytingarinnar hefðu um 500 uppboðsbeiðnir verið afturkallaðar og þess vegna hefði þurft að stefna þeim til uppboðsréttar á ný. „Þrátt fyrir þetta er ljóst að uppboðs- beiðnum hefur fjölgað mikið og á þeim þrettán árum sem ég hef starfað hér hefur aldrei annar eins fjöldi beiðna borist,“ sagði Jónas. Það liggur hins vegar fyrir að lokasölum á nauðungar- uppboðum hefur ekki fjölgað hjá em- bættinu. Hjá bæjarfógetanum á Akureyri, Elíasi Elíassyni, fengust þær upplýsing- ar, að ef fjölgun hefði orðið á uppboðs- beiðnum væri hún óveruleg. Elías sagði, að aðeins ein lokasala hefði átt sér stað á nauðungaruppboði hjá embættinu í ár, en í fyrra hefðu þær verið 7 og árið þar áður 8. Einar Ingimundarson, bæjarfógeti í Hafnarfirði, sagði að uppboðsbeiðnum hjá sér hefði fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Fjölgunin væri kannski aðeins meiri nú en undanfarið, en ekki verulega. Lokasölur á nauðungarupp- boðum hefðu yfirleitt verið álíka margar á hverju ári og þeim hefði ekkert fjölgað. -Sjó Þroskahefl böm til Vestfjarða ■ Hópur þroskaheftra bama fer í kynnisferð til ísafjarðar, Bolungar- víkur og Súðavíkur á laugardaginn. í hópnum verða 10 börn sem dvalið hafa í Reykjadal og í Hlíðaskóla í Reykjavík. Kristinn Guðmundsson skrifstofu- maður hefur skipulagt þessa ferð og að hans sögn munu Kiwanisklúbb- arnir á þeim stöðum sem hcimsóttir verða taka á móti hópnum og sýna bömunum það markverðasta. Farið verður af stað snemma á laugardags- morgun og komið aftur heim um kvöldmatarleytið. GSH Finnskur vefur á Kjarvals- stöðum ■ Á morgun verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða sýning á vefnaði 5 finnskra kenna og kallast sýningin „Finnskur vefur“. Þær eru allar í fremstu röð finnskra textíllistakvenna og hafa sýnt víða um heim. Hér sýna þær 34 verk, mörg gríðarstór óg nýstárleg. Það er Norræna menningarmiðstöðin sem hefur sett saman þessa sýningu og hefur hún áður verið sett upp á öllum hinum Norðurlöndunum. Hún verður opin daglega kl. 14.-22 fram til 9. október. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni heita Kirsti Tantanen, Irma Kukkasjárvi, Lea Eskola, Eeva Renvall og Airi Snellman-Hánninen. ■ Tvær kvennanna sem eiga verk á sýningunni „Finnskur vefnaður“ komu til landsins til að sjá um uppsetningu sýningarinnar. Hér eru þær við eitt verkanna; Kirsti Tantanen og Airi Snellman-Hánninen. Tímamynd Róbert ■ Septem-hópurinn F.v. Jóhanncs Jóhannesson, Karl Kvaran, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Kristján Davíðsson og Guðmunda Andrésdóttir. Þau standa við síðasta verk Sigurjóns heitins Ólafssonar, Spor í sandinn. Timamynd Róbert 11. ^eptem sýningin opnar á Kjarvalsstödum í dag ■ „Það eru víst orðin 37 ár síðan septem-hópurinn var með sína fyrstu og frægustu sýningu og þetta er 11. sýningin hans. Þetta fer að verða eitthvað fyrir heimsmetabók Guinnes," sagði Valtýr Pétursson listmálari þegar blaðamaður leit við á Kjarvalsstöðum í gær. Þar var verið að koma fyrir myndum á 11. septem sýningunni, en iú fyrsta var 1946 og vakti meiri deilur en nokkur önnur myndlistarsýning hérlendis fyrr og síðar. „Nú erum við í septem hópnum orðin fulltrúar eldri kynslóðarinnar,“ sagði Valtýr. „Nýja málverkiðer kom- ið til sögunnar, svo að það er líklcga gamla málvcrkið sem við erum að sýna hérna og það er ágætt. Það eru verk eftir fólk sem hejur ræktað sinn garð.'’ Þeir scm sýna eru Jóhannes Jóhaónesson, Valtýr, Karl Kvaran, Þorvaldur Skúlason, Kristján Davíðs- son og Guðmunda Andrésdóttir. Auk þess eru á sýningunni nokkur verk eftir Sigurjón heitinn Ólafsson myndhögg- vara. „Þetta eru síðustu verkin hans, m.a. eitt sem hann var að vinna að rétt áður en hann dó og hefur líklega ekki verið búinn að ganga frá. En það sýnir að hann var að vinna að hlutum sem voru nýir hjá honum. Á næstu sýningu verðum við búin að taka einhvern myndhöggvara inn í hópinn, en núna sýnum við síðustu verkin hans Sigur- jóns. Við söknum hans og hann er nokkurs konar heiðursgestur á þessari sýningu, þótt hann sé ekki viðstadd- ur.“ ' Sýningin verður opnuð í dag í vestursal Kjarvalsstaða og verður opin næstu vikurnar á opnunarttmum hússins. JGK Lögreglan gómar vel tækjum búna innbrotsþjófa! ■ Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá unga menn við Vörumarkaðinn í Ár- múla, um kl. 1.00 í fyrrinótt, þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn. Við nánari athugun kom í Ijós að í bfl sem þjófarnir höfðu með sér hafði verið safnað saman mjög fullkomnum útbún- aði til innbrota. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni kom í Ijós að þessir menn virðast hafa stundað innbrot lengi og þá játuðu þeir ein sjö innbrot á sig. Búist er við að ýmislegt fleira eigi eftir að koma upp úr kafinu. Að sögn Guðmundar Hermannssonar yfirlögregluþjóns er það mjög óvenju- legt að stunda þessa iðju af svona mikilli alvöru en flest innbrot eru framin til að stela fyrir áfengi eða tóbaki. Útbúnaður- inn sem fannst í bílnum var meðal annars klippur, kúbein, tengur, hanskar og sigvaður þannig að vel virtist séð fyrir öllu. Tveir þessara pilta voru 17 ára gamlír og einn tvítugur en enginn þeirra hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Rannsóknarlögreglan var í gær að yfirheyra piltana og var búist við að þá kæmi ýmislegt fleira í ljós en við frum- yfirheyrslur lögreglunnar. Þá átti að gera húsleit hjá þeim í leit að þjófstoln- um varningi sem piltarnir munu hafa sagt til. Eitthvað af munum fannst einnig í bíl þeirra. -GSH \ ■ Blaðamaður og Ijósmyndari lentu í umferðarrembihnút í gær á leið sinni á blaðamannafund í Höfða. Lauk svo eftir mikla hringsnúninga að þeir ákváðu að leggja bflnum og ganga síðustu 100 metrana. Það var hins vegar huggun harmi gegn að á fundinum afhenti Reykjavíkurborg Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins formlega reiknilíkan af ■ Davíð Oddsson afhendir Richard Björgvinssyni reiknilíkanið. Reykjavíkurborg afhendir Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins reiknilíkan umferðar: Afangi í samstarfi sveitarfélaganna umferð á svæðinu til viðmiðunar við gerð skipulags. Það er sem sé von um að úr rætist í umferðarmálunum. „Þetta er stór áfangi í samstarfi sveit- arfélaganna á höfuöborgarsvæðinu," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í ávarpi sínu í upphafi fundarins. í sama streng tók Richard Björgvinsson for- maður samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, en þau samtök reka sem kunnugt er Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins. Hann vakti athygli á því að í fjölmörgum málum færu hagsmunir þeirra 9 sveitarfélaga sem aðild eiga að samtökunum saman og það gæti valdið þeim ómældu tjóni, ef þau gættu þess ekki að rækta samstarf um þau mál sem snerta þau sameiginlega. Hann benti á að 54% þjóðarinnar byggi á því svæði sem samtökin ná til og skipti því verulegu bæði fyrir íbúa svæðisins og þjóðarheildina að vel tækist til í skipul- agsmálum. Fram að þessu hefur danskt fyrirtæki, A.S. Nyvig séð um þessi mál fyrir Borgarskipulag Reykjavíkur sem hefur síðan útfært þau en hefur þessi starfsemi sem sagt verið flutt inn í landið og er nú á ábyrgð sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu sameiginlega. Gestur Ólafs- son forstöðumaður Skipulagsstofnunar sagði að þetta væri eðlilegt skref því að íslendingar hefðu á að skipa nægum og vel hæfum mannafla til að annast þessi mál og þessi nýja skipan hefði í för með sér að starf skipulagsfólks yrði nú allt auðveldara og bæði skipulagsaðilum og stjórnmálamönnum yrði nú auðveldara að átta sig á möguleikum og gera sér grein fyrir afleiðingum tiltekinna á- kvarðana í skipulagsmálum. „Bílisminn hér á höfuðborgarsvæðinu kostar 4-5 milljónir króna. Það gefur auga leið að það er mikið hagsmunamál ef hægt er að skera þessa upphæð niður. Ef hægt er að lækka þennan kostnað um 1% þýðir það 40-50 milljónir króna,“ sagði Gestur Ólafsson. „Það er veruleg upphæð og það samstarf sem nú hefur tekist milli sveitarfélaganna ætti að geta orðið skref í hagkvæmnisátt. -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.