Tíminn - 18.11.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1983, Blaðsíða 12
12_____________ heim ilistím irí n FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 umsjón B.St. og K.L. Dagur í lífi Níelsar myndhöggvara — vorið 1971 ■ Níels Hafstein, myndhöggvari, stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1969-1973. Hann vann hjá Ragnari Kjartanssyni, myndhöggv- ara, með hléum frá lokaprófi og fram til ársbyrjunar 1979. Níels Hafstein hefur haldið fjórar einkasýningar þar af eina í Hollandi, og tekið þátt í þrjátíu samsýningum á íslandi, Belgíu, Þýskalandi, Noregi, Frakklandi, Portúgal, Hollandi, Ítalíu og Tyrk- landi. Undanfarin tvö ár hefur hann ekkert sýnt opinberlega en unnið að viðamikilli skúlptúrsýningu. Níels Hafstein var einn af stofnend- um Nýlistasafnsins og fyrsti formaður stjórnar, stærstu verkefni hans fyrir safnið voru að skipuleggja þriggja vikna ferð um Noreg 1981, þar sem fimm listamenn kenndu, héldu fyrir- lestra við háskóla, sýndu og héldu námskeið, og nú síðast að hafa yfirum- sjón með skipulagningu skiptisýninga milli Museum Fodor í Amsterdam og Nýlistasafnsins, - og er nú nýlokið. Níels Hafstein hefur síðastliðin fjögur ár starfað á Kleppsspítalanum, og vinnur nú á endurhæfingarheimili hans á Flókagötu 31. Þar sem störf hans þar eru bundin þagnarskyldu og falla undir fyllsta trúnað, þá tók hann það til bragðs að fjalla um einn dag í lífi sínu fyrir 13 árum. Níels Hafstein ætlar því að segja okkur frá einum degi í vegavinnu snemma vors 1971. (BSt) Frá því snemma um morguninn hafði verið þokuslæðingur í fjöllum og gengið yfir með skúrum annað veifið. Frá Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi liðaðist gulbrúnn reykur sem lagðist yfir byggðina í Mosfellssveitinni svo ekki sáust nema ljós á stangli. í Ártúnsbrekkunni rótuðu aflmiklar jarðýtur upp stórum moldarbingjum af klöppinni og hafði myndast djúp geil þar sem nýja hraðbrautin átti að koma og náði alla leið austur að kálgörðunum við afleggjarann upp í Árbæjarhverfið. Gamli vegurinn hlykkjaðist meðfram, nær sjónum, og Níels Hafstein myndlistarmaður. (Tímamynd GE) á honum hossuðust farartækin svo aurgusurnar gengu yfir á fölan nýgræð- inginn og mynduðu gljáandi hryggi við - hjólförin. í afrennslisskurði hamaðist rauð grafa. Þeir stóðu fjórir í hnapp fremst á skurðbakkanum og horfðu á gröfuna strita. Það ískraðioghvein viðárekstur stáltannanna við klöppina, og ljósblár reykur sem lyktaði eins og brenni- steinn liðaðist burt í golunni. Gröfu- stjórinn horfði einbeittur fram fyrir sig, en leit með fyrirlitningu á hópinn þegar hann færði vélina aftur á bak. Þeir hímdu þarna bláir í framan. - Djöfulsins kraftur er þetta, sagði sá yngsti þeirra og stakk höndunum dýpra í vasana. Hann sté skref áfram og spyrnti við torfu. - Passaðu þig strákur, sagði krana- stjórinn, viltu fá steinflís í andlitið? - Vil ég hvað? - Hvað heldurðu að svona skraut- gæi eins og þú eigir að vera að glenna þig hérna og trufla manninn með berum stelpum á bringunni. - Já, fyrr má nú vera lítilsvirðingin við konurnar að arka svona með þær allsnaktar út um allar trissur, sagði elsti maðurinn í hópnum og studdi sig fram á skófluna. - Strákurinn leit undrandi á menn- ina, yppti öxlum og sagði við þriðja manninn: - Þeir skilja ekki nútímann. - Jæja? - Kranamaðurinntókútúrsérvind- ilinn og stakk honum í vasann. - Það er gaman að þessu brölti þegar maður er ungur, en síðan kemur ístran og hjartað gefur sig. Puðaðu heldur í skítnum, þú drepst ekki af þvf. - Bíttu í punginn á þér. Uppi við áhaldaskúrinn nokkuð frá stóð verkstjórinn og tálgaði spýtu. - Hann fer að rigna, kallaði hann. Hinir litu til lofts. - Eins og það sé ekki nóg svaðið, sagði gamli maðurinn og ég á ónýtum stígvélum. Þeir gengu til verkstjórans og kræktu fyrir versta svaðið. - HanneraðkIára,sagðibormaður- inn og dró upp um sig bússurnar. - Fínt, sagði verkstjórinn, ég ætla að biðja ykkur um að bora í stykkið og hafa fet á milli. Þú hjálpar þeim að verka það mesta í burtu, sagði hann við gamla manninn, ég þarf að skreppa í símann. Þeir sátu lengi reykjandi eftir að hann var farinn. Regnið buldi á báru- járnsþakinu og vætlaði inn með hurð- inni. Loks risu þeir á fætur, klæddust hlífðargöllum og héldu út. Kranastjór- inn tróð rusli í ofninn og hreiðraði um sig á bekknum. Þeir drógu loftpressuna niður að skurðinum, tengdu borana við slöng- urnar og prófuðu trukkið. Grafan var að hverfa upp fyrir gjábarminn. Það var þegar farin að myndast leðja á skurðbökkunum. - Þetta er þokkalegur skratti, sagði gamli maðurinn, alltaf lendir það versta á mér. - Skurðurinn fyllist ef þú ferð að grenja, sagði strákurinn og drap í sígarettunni. - Það verður að dæla, ég snerti ekki skófluna fyrr en ég sé til verka. Hinir gengu í burtu og hurfu á bak við skúrinn. inn dró afrennslisslönguna niður í hallann svo ekki fossaði aftur niður í skurðinn. - Jæja, þá geturðu byrjað, sagði strákurinn þegar stutt stund var liðin. Hann dró barkann upp úr skurðinum. - Ég get alveg eins borað, ansaði gamli maðurinn. - Þú? - Já, ég. - Þú sem gast aldrei lært á mj altavél- amar í sveitinni. - Það getur hver sem er gert þetta. - Hefirðu aldrei heyrt að holdið losnar smám saman af beinunum við titringinn? Ég þekki mann sem liggur á spítala með kjötdruslurnar lafandi frá beinunum. - Ég ansa ekki svona vitleysu. - Ætlarðu að mótmæla þessu? Hérna, finndu bara handlegginn á mér! - Taktu dæluna úr sambandi, sagði gamli maðurinn kuldalega og staulað- ist ofan í skurðinn. Bormaðurinn kom skálmandi til þeirra með trékassa í fanginu. - Farðu að bora, strákur, hérna eru tapparnir. - Ég var að spæla blókina. Leðjan gusaðist í allar áttir þegar þeir byrjuðu að bora. Gamli maðurinn óð á milli þeirra og hjálpaði við að losa þegar festist, tróð töppum í holumar og mokaði burtu mesta aurnum sem rann í sífellu af bökkunum. Verkstjór- inn ók jeppanum í hlað og öskraði til þeirra að klára þetta lítilræði í hvelli, - svo förum við að hlaða. Kranamaðurinn dottaði við ofninn, en opnaði annað augað þegar verk- stjórinn svipti upp hurðinni. - Áttu nokkuð að sprepgja? - Jú, sæktu kranann. Við verðum tilbúnir þegar þú kemur til baka. Ég hugsa að fjórar mottur dugi. - Er ekki vissara að koma með plötur líka? - Fyrir tuttugu holur? Við breytum ekkert út af venjunni hér. Gamli maðurinn birtist í gættinni og spurði um sprengiefnið. - Strákar, burtu með pressuna. Síðan byrjuðu þeir að tengja. Verk- stjórinn tróð hvellhettunum í túburnar og lét þær síga ofan í holurnar og ýtti á eftir þeim með spýtu, en gamli maðurinn fléttaði saman vírana og mokaði sandi yfir. - Þarna kemur hann, sagði verk- stjórinn og neri á sér bakið. - Strákarnir eru sjálfsagt inní skúr að klæmast, tautaði gamli maðurinn og hífði sig upp á bakkann. Það var stytt upp. Allt var eins og þykkur grautur í kringum þá. Kraninn kom öslandi með mottumar dinglandi á króknum og grá reykjarslæða bylgj- aðist á eftir honum. - Hvað viltu margar í einu var öskrað út um gluggann. - Láttu allt draslið vaða, öskraði verkstjórinn til baka. Bormaðurinn kom út úr skúrnum með veifur í annarri hendinni. Gamli maðurinn bar afganginn af sprengiefn- inu í fanginu inn í jeppann. - Reynið að hraða ykkur piltar, það er komið kvöld, kallaði verkstjórinn og hagræddi mottunum. Hann festi skotsnúruna við víraflækjuna og rakti hana síðan af hönkinni bak við skúrinn þar sem hann tengdi hana við rafhlöð- una. Kranamaðurinn bakkaði hratt í burtu. - Komdu, sagði bormaðurinn og rétti gamla manninum aðra veifuna,' strákurinn færir jeppann eins og venju- lega. Þeir gengu varlega yfir motturnar og upp á bakkann hinum megin og hlupu síðan í veg fyrir umferðina. Bormaðurinn stöðvaði bíl sem ætlaði að skjótast framhjá. - Viltu eyðileggja drusluna, sagði hann við bílstjórann. Strákurinn kom hlaupandi út úr skúrnum og stefndi á jeppann. Gamli maðurinn gaf verkstjóranum merki og samstundis ýtti hann stöng- inni á straumkassanum niður. Það heyrðust ógurlegar drunur og jörðin skalf. Motturnar lyftust upp og grjóti rigndi yfir umhverfið. Þykkur reykj- Frá sýningu á Kjarvalsstöðum 1979. Níels við eitt verka sinna (Tímamynd GE) - Það má bara ekkert segja, tautaði gamli maðurinn. Þeir báru dæluna á milli sín fram á bakkann, tengdu hana við pressuna og hentu barkanum í vatnið. Bormáður- - Það er allt í bílnum, svaraði verkstjórinn, við skulum skutla því niðureftir. Þeir báru dýnamítið og hvellhetturn- ar fram á skurðbakkann. armökkur hneig í áttina að skúrnum. Bílstjórinn tók viðbragð, opnaði dyrn- ar og hentist út. - Bíllinn er skemmdur, sjáðu bara, hrópaði hann og benti á húddið. - Haltu kjafti, sagði bormaðurinn kuldalega, og hringdu á sjúkrabíl. - Hvað gerðist, kallaði gamli mað- urinn. Verkstjórinn kraup við hliðina á stráknum þar sem hann lá á bakinu í drullunni með hægri fótinn undarlega bögglaðan undir sér. - Hann hefur rotast, sagði verk- stjórinn og leit upp þegar þeir komu hlaupandi. - Hann er fótbrotinn, sagði bor- maðurinn og benti, ég sagði þessum asna þarna uppfrá að hringja á sjúkra- bíl. - Hannborarekkiíbráðina,tautaði gamli maðurinn og gekk inn í skúrinn. - Jeppinn er óskemmdur, sagði verkstjórinn undrandi, hvers vegna ók hann ekki í burtu? Dagsbirtan dvínaði óðum og Ijósin frá umferðinni á gamla veginum hopp- uðu upp og niður. í fjarska heyrðist sírenuvæl. - Ég trúi þessu ekki, sagði verk- stjórinn, það hefur aldrei neitt komið fyrir hjá mér áður. Gamli maðurinn kom með nestis- töskumar, læsti skúrnum og starði upp á veginn. Bormaðurinn leit hugsandi á hann og hristi höfuðið hægt. Þeir stóðu hreyfingarlausir um stund eftir að sjúkrabíllinn var farinn, því næst þurrkuðu þeir af sér mestu forina og óku af stað eftir ósléttri klöppinni og þaðan upp á veginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.