Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						HMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
á vettvangi dagsins
Magnús Magnússon, Birkihlíð, Reykholtsdal:
Um afleysinga-
þjónustu bænda
¦ Hér á eftir mun ég gera stutta grein
fyrir afleysingaþjónustu bænda, kostum
hennar og göllum, og varpa fram hug-
myndum, sem ég tel vera til bóta, tilþess
að atvinnugrein þessi muni skila tilætluð-
um árangri,
Afleysingaþjónustan er ung starfs-
grein eða frá árinu 1979, en þá fór ríkið
að greiða bændum hluta sinna reiknuðu
launa, sem eins konar félagsmálapakka,
sem fólst í því að bændur fengu rétt á
afleysingamanni í veikindum eða þegar
slys bar að höndum. Ár hverfá bóndi,
sem hefur yfir 75% tekna sinna af
landbúnaði, eða búi sínu, fullan rétt á að
fá afleysingamann í allt að 24 daga ár
hvert. Þarf hann þá aðeins að skila
læknisvottorði til viðkomandi Búnaðar-
sambands og sér það síðan um að útvega
bóndanum afleysingamann.
í lögum um forfailaþjónustu landbún-
aðarins segir, að allt að 60 afleysinga-
menn starfi á öllu landinu, en það er
u.þ.b. 2 afleysingamenn á hverja 150
bændur. Enn er ekki gert ráð fyrir nema
40 mönnum í störf þessi, þannig að
óhætt er að segja að þarna sé á ferðinni
óbein kjaraskerðing til bænda.
Búnaðarsamböndin sjá um ráðningu
afleysingamanna og eiga ráðunautar að i
sjá um störf þessi, þ.e. vera milligöngu-
menn bænda, afleysingamanna og Bún-
aðarfélags íslands, sem greiðir launin.
Að mínu mati hafa búnaðarsamböndin,
sum hver, ekki staðið sig vel varðandi
afleysingaþjónustuna. Eitt lítið dæmi
ætla ég að nefna þessu til staðfestingar.
Aðeins í fá skipti undanfarin 4 ár
hefur Búnaðarsamband Borgarfjarðar
haft fastráðinn afleysingamann til ráð-
stöfunar fyrir bændur, þrátt fyrir að
alltaf eigi að fást greidd laun til a.m.k.
1-2 manna á því svæði (miðað við fjölda
bænda á svæðinu). Ástæður þessa eru
eflaust margar og ætla ég að nefna dæmi
um það.
1. Bændur vilja heldur ráða menn
sjálfir, sem þeir treysta, og fá yfirleitt
skyldfólk eða vinafólk, sem sagt þeir
vantreysta óbeint þeim mönnum, sem
búnaðarsamböndin hafa upp á að bjóða.
2.  Ráðunautarnir eru áhyggjufullir
yfir því að ef sú staða kemur upp að
enginn bóndi þarfnast afleysingamanns,
þá verða þeir að útvega honum vinnu
annars staðar, ellegar hafa hann í fríi á
launum.
3. Stundum hefur sú staða komið upp,
að ekki hafa fengist menntaðir afleys-
ingamenn og þá hafa ráðunautarnir
gripið' til þess ráðs að ráða ómenntaða
¦  Magnús Magnússon
Birkihlíð
og óvana menn til starfa. Þá kem ég að
einu atriði, sem ég tel mjög nauðsynlegt
til þess að afleysingaþjónustan þrífist á
réttan og skynsaman hátt, þ.e. að búnað-
arsamböndin ráði aldrei menn til afleys-
ingastarfa, sem ekki eru fullmenntaðir,
þar á ég við búnaðarpróf og valfag, sem
hægt er að taka við búnaðarskólana, en
það heitir afieysingamál.
Sum búnaðarsamböndin hafa ekki
tekið nægilegt tillit til þess, þegar þau
ráða afleysingamann, hvort hann er
menntaður í faginu. Hefur þetta oft
komið sér illa, því dæmi eru um að
ómenntaðir afleysingamenn hafi reynst
illa á bæjum, vegna kunnáttuleysis. Þá
spyrst það út meðal bændanna og þeir
þora þá einfaldlega ekki að leita til
búnaðarsambands síns í tilfellum, þegar
þá vantar afleysingamann, því að þeir
einfaldlega treysta ekki ráðunautum sín-
um til að útvega sér hæfan mann.
Launamál afleysingamanna eru ekk-
ert til að hrópa húrra fyrir, frekar en
laun annarra verkamanna í landinu.
Laun afleysingamanns, í 24 daga, eru nú
tæpar 15 þúsund krónur, en 24 dagareru
meira heldur en 1 mán. hjá venjulegum
verkamanni. Inni í þessum 24 dögum
felst sú kvöð að vinna allar helgar, og eru
þær ekki sértaklega borgaðar. Ef afleys-
ingamaður vinnur meira en 8 klst, að
jafnaði, á dag, fær  .hann greitt frá
bóndanum tímakaup, sem svarar til 1%
mánaðarlauna á klt. Misbrestur er á að
þessu hafi verið framfylgt.
Afleysingamenn eiga að vinna eftir
nokkrum óskráðum reglum. Ætla ég að
nefna nokkrar þeirra.
1. Þeir eiga að gera sitt besta til að
skepnum verði ekki um, þó að bóndi,
eða vanalegur umsjónarmaður, hverfi
frá störfum.
2. Þagnarskylda hvílir á afleysinga-
mönnum um það, sem fram fer á
heimilunum, varðandi fjölskyldu, búið
o.þ.h.
3. Afleysingamenn verða að vera við
því búnir að þeir séu einir á bóndabæ, ef
til dæmis er leystur af bóndi sem er
einyrki. Verður þá afleysingamaður að
sjá um öll nauðsynleg húsverk. Lærðir
afleysingamenn eru vel undirbúnir undir
þetta í bændaskóla, a.m.k. á Hvanneyri
og þá í samráði við Hússtjórnarskólann
á Varmalandi.
Fleiri atriði mætti nefna og vísa ég á
Handbók bænda 1981, en þarer ítarlega
fjallað um afleysingamálin.
Til þess að afleysingaþjónustan eigi að
skila tilsettum árangri, verður að full-
nægja eftirfarandi atriðum.
1.  Aldrei séu ráðnir menn í störf
afleysingamanna, ef þeir hafa ekki bún-
aðarpróf og helst tekið valfag í afleys-
ingum.
2. Búnaðarfélag íslands, sem hefur
yfirumsjón með afleysingamálum, greiði
laun afleysingamanna a.m.k. mánaðar-
lega, en misbrestur hefur verið á, að því
hafi verið framfylgt.
3. Bændur þurfa að kynna sér vel rétt
þann, sem þeir hafa á að fá afleysinga-
mann fyrir sig.
4. Fastráðnir afleysingamenn verði 60
á landinu, eins og lög gera ráð fyrir.
5. Laun fastráðinna afleysingamanna
skulu vera hærri en laun þeirra manna
sem bændur ráða sjálfir.
6. Bændum skal kynnt nákvæmlega,
t.d. ársfjórðungslega, hvaða menn eru
starfandi hjá búnaðarfélagi sínu við
afleysingar.
7. Búnaðarfélag íslands skal ákveða,
í eitt skipti fyrir öll, launaflokk afleys-
ingamanna, þannig að ekki sé sífellt
verið að rokka til með laun þeirra.
Vona ég að með grein þessari hafi ég
varpað örlitlu Ijósi á stöðu þessara mála.
Margt er það, sem þarf að gera til
úrbóta, bæði hvað varðar bændur og
afleysingamenn, og vona ég að reynt
verði að bæta um betur sem fyrst, t.d. á
komandi Búnaðarþingi.
Gróöur og garðar
Sykurtöng gömul.
Fyrrum var
lítið um
sætindin
¦ Islendingar eru nú með mestu syk-
urneysluþjóðum Evrópu, og sælgætisæt-
ur miklar, enda bera tennur þeirra þess
ljósan vottinn! Öðruvísi var þessu farið
fyrr á öldum.
A söguöld mun sykur hafa verið
sjaldgæf og rándýr munaðarvara í Evrópu
og líklega óþekkt þá hér á landi. Efna-
menn gátu gert sætt með hunangi, en
varla þó á íslandi. Talið er að sykur-
bragði hafi menn kynnst í Evrópu þegar
Arabar höfðu gróðursett sykurreyr í
Mið-Austurlöndum, um árið eitt
þúsund.
Krossfarar sögðu í hrifningu frá hinu
merkilega grasi, sem var dísætt á
bragðið, þ.e. sykurreyrnum. I leikriti
Shakespeares „Kaupmaðurinn í Feneyj-
um" er dáðst að sykurilmi úr vitum
tiginnar konu. Hansakaupmenn voru
mikið verslunarveldi á miðöldum. Ef
þýskur kaupmaður var spurður á mark-
aði f Danmörku um 1300, hvort hann
gæti útvegað sykur, hefði hann líklega
svarað játandi, en fyrst viljað vita með
vissu hvort kaupandi væri svo vel fjáður
að greiðsla væri örugg. Dýr hefur sykur
þá verið!
Langt fram á 15. öld var sykur sjald-
gæfara krydd en pipar, en fljótt urðu
menn sólgnir í sykurbragðið. Þeir kusu
margir fremur að drekka mjöð en öl, af
því að mjöður var bruggaður úr hunangi,
og það er sannarlega sætt.
Portúgalar
lækka verð sykursins
Um 1440 gróðursettu Portúgalar syk-
urreyr á Azoreyjum og Madeira, og þar
með féll sykur í verði. Næsta kynslóð gat
farið að neyta hans mun almennar en
áður. Árið 1490 kostaði sykurpundið 6
skildinga, en 1520-1530 aðeins 2-3
skildinga. Sýnir þetta glöggt verðfallið.
Sykurkaup voru þó lengi lítil; örlítil ef
miðað'er við nútímann.
Árið 1511 keypti Hans Danakonungur
t.d. tólf sykurtoppa af skoskum kaup-
mönnum í Kaupmannahöfn. Um 1520
hermir sögn að lénsmáður Kristjáns
konungs annars og prófastur einn í
Vesterby hafi í fylliríi brotist inn í skúr
og dreift sykri á götuna. Þóttu það
ódæmi mikil.
Vaxandi innflutningi sykurs fylgdi
stóraukin gerð og neysla sælgætis, en
það var aðallega selt í lyfjabúðum. Þetta
miðaldasælgæti  var  einkum  sykur,
blandað úr kryddi og suðrænum ávöxt-
um, eða sykurhúðaðar möndlur o.fl.
þess háttar.. Krydd var selt í apótekum.
Hunang og mjöður
í Skálholti
Talsvert var til af hunangi í Skálholti
og á Hólum um miðja 16. öld. (5
áttungar í Skálholti árið 1548 og öllu
meira á Hólum 1550). Þeir hafa getað
gert sætan matinn sinn á biskupsstólun-
um! En ætli hunangið hafi ekki einkum
verið notað til að brugga mjöð?
Gamalt fólk man eftir toppsykri og
kandís. Sykurtoppana varð að slá sundur
með hamri eða öðru áhaldi og klípa
síðan í hæfilega mola með sykurtöng,
sem til var á hverju heimili. Kandís var
einnig klipinn sundur. Hann er lengi að
renna í munni, og smásupu menn á
kaffinu með sama molanum. Kandís var
líka lengi eitt vinsælasta sælgætið, eink-
um fyrir börn. Konur geymdu oft kandís
í pilsvasa sínum og gáfu börnum mola.
Man ég að það var vel þegið. Teskeiðar
komu til sögunnar með toppsykrinum.
Sykurneysla var miklu minni á mínum
uppvaxtarárum en nú gerist. Einn moli
lítill af toppsykri ætlaður í kaffibollann.
Og ef afgangur varð af kandísmola, var
hann gjarna geymdur til næstu kaffi-
drykkju; stundum tekinn úr munni og
stungið í pilsvasann; svipað og sum börn
gera með brjóstsykurmola.
Á stríðsárunum 1914-1918 var
skortur á sykri. Þá var strásykur bræddur
og stykkið síðan klippt í smámola til
sparnaðar; það var lengi að renna líkt og
kandís. Enn þykir mér hann betri en
annar sykur.
Sakkarín fékkst á stríðsárunum en var
ekki vinsælt.
Nú er sykur aðallega unninn úr sykur-
reyr og sykurrófum, og er verksmiðju-
varan á markaðinum hin sama. Sykur-
toppar munu enn á markaði í sumum
löndum, en hérstrásykur og molasykur.
Við hina sérkennilegu lögun sykurtoppa
er kennt fjallið „Sukkertoppen" á
Grænlandi.
Fátæk ekkja bauð gestum sínum,
bónda og ungum syni hans, kaffiogbar
fram sykur með; en brá sér síðan
snöggvast frá. Þá segir bóndi það sem
síðan er haft að orðtaki; „Borða þú
sykurinn drengur minn, því nógurinn
mun til." En síðustu molar á heimilinu
voru í sykurkarinu!
Ingólfur Davíðsson
skrifar:

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20