Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. janúar 1986 Tíminn 13 Listum borgið næstu áratugina - sagði Halldóra Jónsdóttir þegar Listahátíð unga fólksins var sett á Kjarvalsstöðum Listahátíð unga fólksins var sett með pompi og prakt að Kjarvals- stöðum á laugardag að viðstöddum Davíð Oddssyni borgarstjóra og fleiri gestum. Blásarasveit Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar lék undir stjórn Odds Björnssonar, Halldóra Jónsdóttir fulltrúi unga fólksins flutti ávarp og félagar frá Dansnýjungu Kollu sýndu dans. Á sýningunni sem stendur í viku eru 173 listaverk eftir ungt fólk á aldrinum 14-24 ára. Kennir þar margra grasa; olíumálverk, glerlista- verk, akrýlmyndir, pastelmyndir, grafíkmyndir, skúlptúr og fleira. Einnig verða sýnd myndbönd, haldnir verða rokktónleikar í Tóna- bæ og margt fleira verður á dagskrá sem nánar verður auglyst síðar. „Pegar þið gangið um sýninguna," sagði Halldóra Jónsdóttir í ávarpi sínu, „munið þið sannfærast um að listum landsins er borgið næstu ára- tugina." Sýningin verður opin alla vikuna frá kl. 14-22. Allir eru velkomnir oe aðgangur ókeypis. Mrún Félagar úr Dansnýjungu Kollu sýna dans á setningarathöfn Listahátíðar unga fólksins sem hófst s.l. laugardag. Tímamynd: Árni Bjarna. Borgarstjórnarkosningar 1986 Borgar- og sveitarstjórnarkosn- ingar fara fram á komandi vori, lík- lega í lok maí. Aðdragandi að slíkum kosningum einkennist yfirleitt af miklum vangaveltum vegna skipun- ar framboðslista og svo undirbúningi vegna sjálfrar kosningabaráttunnar. Af því tilefni var leitað til helstu stjórnmálafiokka og samtaka sem láta sig lands- og sveitarstjórnarmál varða og spurt um stöðu mála á hverjum bæ fyrir sig. Kosin uppstillingamefnd „Staðan hjá okkur í Reykjavík er þannig að fulltrúaráð framsóknarfé- Íaganna hélt fund í síðustu viku í framhaldi af ákvörðun sem tekin var áður um að prófkjör yrði ekki haldið, heldur kosin uppstillingar- nefnd. Stofnað verður til níu manna nefndar sem verður þannig mynduð að þessi þrjú félög hér í borginni til- nefna tvo fulltrúa hvert og síðan til- nefnir fulltrúaráð þrjá til viðbótar," sagði Steinþór Þorsteinsson formað- Á ' vegum Búnaðarsambands Suðurlands verður efnt til fræðslu- funda á búnaðarsambandssvæðinu síðari hluta janúarmánaðar. Verður þar m.a. rætt um tilraunamálin, fóðurö.flun, efnagreiningar og fleira. Sagt verður frá uppbyggingu til- raunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti, og fyrirhuguðum framkvæmdum þar á þessu ári. Sýndar verða kvikmynd- ur fullrúaráðs framsóknarfélag- anna í Reykjavík. Steinþór sagði að það væri stcfnt að því að uppstillingarnefndin yrði fullskipuð fyrir lok þessarar viku. Að því loknu kæmi hún strax saman og hæfi undirbúning þeirra verka sem fyrir liggja. Engin sérstök tímatak- mörk eru á því hvenær nefndinni beri að hafa lokið störfum, en verk- efni hennar mun m.a. felast í því að velja eftirmann Kristjáns Benediktssonar í fyrsta sæti fram- boðslistans því hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram á ný. Er uppstillingamefndin hefur lokið störfum mun hefjast kynning fram- bjóðenda og kynnt verður afstaða flokksins til borgarmálefna. Haft verður samráð við þá sem í framboði verða um hvaða málefni borgarbúa þyki brýnust um þessar mundir og áhersluatriðum hagað í samræmi við það. „Kjörnefndin er bundin af átta efstu sætunum úr prófkjörinu hér í ir frá landbúnaðarsýningu á Selfossi 1958 og ’78. Fyrsti fundur verður á Kirkju- bæjarklaustri föstudaginn 17. jan. kl. 14.00 og sama dag í Ketilsstaða- skóla í Mýrdalkl. 21.00. Þriðjudag- inn 21. jan. Hvoli á Hvolsvelli kl. 21.00 og síðustu fundir verða föstu- daginn 22. janúar að Borg í Gríms- nesi kl. 14.00 og sama dag í Þjórsár- veri kl. 21.00. Reykjavík. Hún kemur til starfa aft- ur nú á fimmtudaginn og mun þá lík- lega ganga frá sínum málum. Listinn sem kemur úr því verður svo lagður fyrir fulltrúaráðið hér í Reykjavík og þar verður tekin endanleg ákvörðun um skipan framboðslistans. Sá fund- ur getur svo breytt listanum ef út í það er farið,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gunnlaugur sagðist ekki vita til þess að menn hygðust breyta skipan efstu sæta listans og hann hafði ekki heyrt þess getið að einhver þeirra sem hlaut mest fylgi í prófkjörinu hefði boðist til að láta eftir sitt sæti, en ó- ánægjuraddir hafa heyrst innan flokksins vegna þess hversu hlut- deild kvenna er lítil í efstu sætum framboðslistans. Aðspurður um tilhögun kosn- ingabaráttunnar sagði Gunnlaugur að í raun mætti segja að flokksmenn væru alltaf að undirbúa sig fyrir kosningaslag og því hefði ekki verið tiltekinn neinn ákveðinn dagur vegna undirbúnings fyrir vorið. Þó mætti vænta þess að farið yrði að huga að þeim málum þegar endan- lega væri búið að ganga frá framboðslistanum. Forval um mánaðamótin „Forvalið hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík verður 1. og 2. febrúar. Þar munu 22 frambjóðendur taka þátt . Kjörnefnd vinnur svo lista úr úrslitum forvalsins með tillögum um þau þrjátfu nöfn sem þar þurfa að vera og hún skilar því síðan til endanlegrar ákvörðunar félagsfund- ar,“ sagði Kristján Valdimarsson skrifstofustjóri Alþýðubandalags- ins. Kristján sagði að þess væri ekki að vænta að formleg kosningabarátta hæfist fyrr en framboðslisti lægi fyrir. Flokksfélagið í Reykjavík hef- ur ráðið starfsmann og kosninga- stjóra sem heitir Steinar Harðarson og mun hann annast skipulagningu starfsins í höfuðborginni. Framboðsfrestur lengdur „Framboðsfrestur hefur verið lengdur til 21. janúar og að því loknu verður haldinn fundur í fulltrúaráð- inu þar sem verður tekin ákvörðun um prófkjörsdag," sagði Birgir Dýr- fjörð á skrifstofu Alþýðuflokksins er hann var spurður um framboðsmál í Reykjavík. Að sögn Birgis hófst undirbúning- ur kosningabaráttunnar innan flokksins í haust. Þá hófu borgarmálahópar störf þar sem á- kveðnum verkefnum var skipt niður á félaga. Þá sagði Birgir að Álþýðu- llokkurinn yrði sjötugur þann 16. mars og þá yrði mikið um fögnuð og fundahöld. Frá þeini tíma mætti gcra ráð fyrir að kraftur færðist í kosningabaráttuna af hálfu Alþýðu- flokksmanna. „Við erum ekki farnar aö huga að skipan framboðslista hér í Rcykja- vík, en kosningaundirbúningur er hafinn hjá okkur. Við eigum þvílíkt úrval af konum í borginni að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af listamálum fyrr en alveg undir lokin,“ sagði Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Kvennaframboðsins. Guðrún sagði að enn heföi ekki verið rætt hverskonar aðferð verður notuð til að velja frambjóðendur né heldur hverjir kunni að veljast til framboðs. Að öðru lcyti væru hjólin farin að snúast hvað varðar almenn- an undirbúning, nokkrir fundir hcfðu verið haldnir og fleiri fyrirhug- aðir á næstunni. Guðrún bætti því við að það yrði farið fram af fullum krafti með sömu hugmyndafræði og áður „því að við höfum ekki enn breytt þjóðfélaginu eins og við viljum.“ í samtali við Tímann sagði Guð- mundur Einarsson formaður BJ að ekki yrði um formlegt framboð sam- takanna að ræða í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna. Hann ítrekaði þó þá skoðun sína að ef ein- stakir stuöningsmenn BJ hefðu áhuga á því að hreyfa þeim málum í borginni, þá væri slíkt í fyllsta sam- ræmi við þær yfirlýsingar sem hefðu vcrið gcfnar af forystumönnum BJ síðastliðið sumar. SS VEIÐIHORNIÐ Eggert Skúlason: Verðáveiðileyfum Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sent frá sér verðskrá fyrir komandi veiðitímabil. Þróun á einstökum veiðileyfum er á hinaýmsu vegu. í Elliða- ánum hækkar verð fyrir hálfan dag um 70 prósent, eða í krónur 2700. Ann- arsstaöar eru hækkanir óverulegar, og sumstaðar engar, eins og í Brynju- dalsð. Listinn lítur svona út: Elliðaár...................... 2700 krónur fyrir hálfan dag. Leirvogsá....................... 9800 krónur á dýrasta tima Brynjudalsá..................... 4300 krónur á dýrasta tíma Langá........................... 7900 krónur á dýrasta tíma Gljúfurá ....................... 7400 krónur á dýrasta tíma Miðá í Dölum.................... 5900 krónur á dýrasta tíma Norðurá ....................... 18000 krónur á dýrasta tíma Sogið, Alviðra ................. 4900 krónur á dýrasta tíma Sogiö, Bíldsfell ............... 5200 krónur á dýrasta tíma Sogið, Ásgarður ................ 6400 krónur á dýrasta tíma Sogið, Syðri Brú ................ 4500 krónur allan tímann Ölfusá-Laugarbakkar............. 1800 krónur á dýrasta tíina Hvítá-Snæfoksstaðir............. 3900 krónur á dýrasta tíma Stóra Láxá í Hreppum ........... 7000 krónur á dýrasta tíma Breiðdalsá...................... 2000 krónur á dýrasta tíma Eflaust er að margir sakna Grímsár og Svartár á þessum lista. Svartá verður boðin út, og ekki Ijóst enn hverjir verða með sölu á veiðileyfum þar. Grímsá verður að mestu leigð útlendingum í sumar, en íslendingum gefst kostur á að blcyta þar í færi, bæði í byrjun og lok vciðitímans. Fræðslufundir ffyrir bændur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.