Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Sunnudagur 13. apríl 1986
ÞRIÐJI BESTI
TENNISLEIKARI í HEIMI í
KVENNADEILDINNI,
ANDREAJAEGER.
LJÓSM: RICHARD DARCEY/
WASHINGTON POST
KONAí JERÚSALEM
SVARAR FYRIR SIG AÐ
FORNUM SIÐ.
UÓSM: JODI COBB/
NAT. GEORG. MAG.
- LJÓSMYNDIR BANDARlSKRA
MYNDATÖKUMANNA
AÐ KJARVALSSTÖÐUM
í gærkvöldi var formlega opnuð
ljósmyndasýning að Kjarvalsstöðum
á vegum Menningarstofnunar
Bandaríkjanna og Ljósmyndasafns-
ins. Þetta er í annað sinn sem
Menningarstofnunin og Ljósmynda-
safnið standa í sameiningu að-sýn-
ingu af þessu tagi, en í fyrra voru
sýndar Ijósmyndir Margaret Bourke
White. Var sú sýning geysivel sótt,
en liana sáu um 3000 manns á aðeins
hálfum mánuði.
Að þessu sinni eru til sýnis verð-
launamyndir fréttaljósmyndara
Hvíta hússins í Washington.
„Samt sem áður er hér ekki ein-
ungis um fréttaljósmyndir að ræða,
heldur einnig kyrrlífsmyndir,
íþróttamyndir, myndasyrpur og
fleira", sagði fvar Gissurarson í
viðtali, en hann er forstöðumaður
Ljósmyndasafnsins og hefur umsjón
með sýningunni ásamt Leifi Þor-
steinssyni, ljósmyndara.
Á hverju ári verðlaunar Félag
fréttaljósmyndara Hvíta hússins þá
Ijósmyndara í þeirra röðum scm
hafa skarað fram úr á árinu. Þá er
haldin sýning á þeim ljósmyndum
sem fengu ljósmyndurum sínum
verðlaunin í hendur, en sú kvöð
liggur á sýningunni, að áður en hún
er send úr landi verður að sýna hana
víðs vegar um Bandaríkin í tvö ár.
Sýning sú sem nú er á Kjarvalsstöð-
um ér þess vegna frá 1983 og var sú
fertugasta í röðinni frá upphafi, en
keppnin var sett á stofn í forsetatíð
Warren G. Harding, árið 1921.
595 Ijósmyndir voru lagðar fram
til mats árið 1983 og hlutu 55 þcirra
verðlaun. Allar verðlaunamyndirnar
hanga nú uppi í sýningarsal Kjar-
valsstaða, en hér á síðunum má taka
út eilítið forskot á sæluna.
Sýningunni lýkur 27. apríl n.k.