Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.04.1986, Blaðsíða 20
20Tíminn Sunnudagur 13. apríl 1986 listatíminn-listatíminn-listatímí 42. „Vitfírringur“, Vatnslitamynd, 1904. Barr, bls. 29. 43. „Tveir fimleikamenn með hund“ Couache-mynd,. 1905. Barr, bls. 34. 45. „Fimleikamaður á bolta“. Penr- ose, IV. 2. 48. „Fallega hollenska stúlkan". Olíumálning, gouache og blákrít, 1905. Rubin, bls. 65. HARALDUR JÓHANNSSON, SEM RITAÐ HEFUR ÞRJÁR GREINAR UM PICASSO í HELGARBLAÐIÐ AÐ UNDANFÖRNU BIRT- IR HÉR FJÓRÐU OG SÍÐUSTU GREIN SÍNA UM MEISTARANN í TILEFNI AF SÝNINGU Á VERKUM HANS HÉR Á LISTA- HÁTÍÐ VII. Rósrauða skeiðið VETURINN 1904-1905 málaði Picasso „Leikara“ á sviði fjöl- leikahúss,' fast við lúgu hvíslara, patandi hægri hendi, á bleikum bún- ingi, gegnt grábrúnum bakgrunni. Varð sú mynd honum álíka tíma- mótaverk sem „Bláa herbergið“ 1901. Rósrauður litur varð nú ríkj- andi á málverkum hans, þótt ekki að sama marki sem blár litur áður, og hnípnar mannverur urðu á brott af þeim. Öðrum þræði deildi hann ekki lengur geði við utangarðsfólk, þótt stökum sinnum rissaði hann upp af því myndir. (Mynd 42). Picasso var enn útlendingur í Frakklandi, og hann lifði og hrærðist í hópi kunningja sinna, sem allflestir voru myndlistarmenn eða rithöfund- ar. Fór sá hópur stækkandi og nokkr- ir úr honum fluttust inn á „Þvotta- prammann", Guillaume Apollin- aire, Max Jacob, Pierre Reverdy. Og þar átti hann nú að kunningjum málarana Auguste Herbin, Otto Freundlich og Juan Gris, en gamal- kunnur var honum myndhöggvarinn Pablo Gargalo. Þar bjó líka rithöf- undurinn Pierre Mac Orlan, sem gifst hafði dóttur veitingamannsins á „Le Lapin Agile“. Tíðir gestir voru riíhöfundurinn Alfred Jarry, sem um árabil hafði þekkt Hcnri Rouss- eau tollheimtumann, „málarann með barnshjartað", Henri Pierre Roché og André Warnod, gagnrýn- andinn Gustave Coquiet og leikar- arnir Charles Dullin og Harry Baur. Var vinnustofa Picasso kölluð „sam- komustaður skáldanna". Á upphafi rósrauða skeiðs síns, framan af 1905, málaði Picasso eink- um fjöllistamenn, og meðal annarra myndirnar „Tveir fimleikamenn með hund“, (Mynd 43), „Fjölskyldu fimleikamanna með apa“, (Mynd 44), „Dreng með hest í taurni", (Mynd 45), en í henni bregður til grábrúnna lita, og „Fimleikamann á bolta“. (Mynd 46). Um vorið dró hann saman sem í kveðjuskyni á stóru málverki (2,10x2,30 m) „Fjöl- skyldu fjölleikamanna", fimm fjöl- leikamenn, sem hann hafði áður teiknað eða málað, ásamt sitjandi stúlku. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri var málverk þetta í eigu safnara í Múnchen, Hertha von Koenig. ( húsi hennar bjó þá Rainer Marie Rilke, sem minntist þess í upphafs- orðum fimmtu „Duine Elegy“ sinnar: „En seg mér, hverjir eru þeir, þessir fjölleikamenn, okkur sjálfum enn óraunverulegri..." „Okkur sjálfum enn óraunveru- legri" urðu þó myndverur Picasso ekki miklu lengur. Sumarið 1905 var hann mánuð í Hollandi, í Schoor- edam, í boði rithöfundar, Schil- peroort, sem hann hafði kynnst. Málaði hann nokkrar myndir af ljóshærðum stúlkum, sem hann náði rétt í öxl, og er kunnust þeirra, „Fallega hollenska stúlkan". (Mynd 48). Urðu þá myndverur hans rýmri, meiri umfangs en áður. Og er hann kom aftur til Parísar mótaði hann nokkrar styttur í leir, eins og hann hafði stundum við borið frá 1899. Lét Vollard gera afsteypur af fimm þeirra í bronsi, og var „Spaugarinn“ ein þeirra. (Mynd 49). En brátt tók annað upp hug hans. Mikil sýning var á Salon d’Aut- omne haustið 1905: Á verkum J.A.D. Ingres sem Picasso þótti teikna manna best, á tíu málverkum eftir Cezanne og þremur eftir Henri Rousseau tollheimtumann og loks í einum salnum á málverkum nokk- urra ungra málara, sem saman héldu og kallaðir urðu „villingarnir”, Henri Matisse, sem var elstur þeirra, Braque, Derain, Dufy, Friesz, Ro- uault og Vlaminck. En með Picasso og þeim tókust ekki kynni fyrr en ári síðar. - Um haustið og snemma vetrar málaði Picasso nokkrar and- litsmyndir. Fyrir einni sat eiginkona Ricardo Canals (Mynd 50), en þekktastar eru „Drengur með reykj- arpípu“ og „Kona með blævæng“ (mynd 51), sem ber sig eins og egypsk væri. Gegnt bláum bak- grunni málaði hann um haustið nakta „Stúlku með blómakörfu". „Stúlku með blómakörfu" seldi Clovis Sagot ungum Bandaríkja- manni, Leo Stein, á 150 franka (um 30 dollara). Hafði hann ásamt systur sinni, Gertrude, hafið málverka- kaup 1902. Þekktu þau Henri Pierre Roché, sem um það sagði: „Það er gaman... ég þekki hann... og stuttu síðar fóru bæði (Leo og Gertrudc) og Roché að hitta Picasso ... í þá daga var (hann) eins og það hét „laglegur skóburstari“.“ (Gertrude Stein, The Autobiography of Alice B. Toklas, Harmondsworth, 1966, bls. 51-52). Svo vel fór á með þeim, að systkinin keyptu í þessari fyrstu heimsókn myndir af Picasso fyrir 800 franka (um 160 dollara eða um 250.000 kr á verðgildi ísl. kr. í dag). Aldrei áður hafði Picasso selt myndir fyrir nándar nærri svo háa upphæð. Á meðal myndanna kann að hafa verið „Fjölskylda fimleikamanna með apa“. Upp hófst mikill kunn- ingsskapur með Picasso og þeim systkinum, og gerði hann nokkrar teikningar af Leo Stein um veturinn og loks gouache-mynd. Um vorið hóf hann að mála andlitsmynd af Gertrude Stein. Sat hún „80 sinnum" fyrir að eigin sögn. Færði hún Pic- asso stundum bandarísk helgarblöð með „Knold og Tot“ og lyftist þá brúnin áhonum. Yfirhöfuð myndar- innar málaði hann, er hún sat síðast fyrir, en þá bjuggust þau Fernande til Spánarferðar, því að honum hafði áskotnast farareyrir. Vollard hafði keypt af honum 30 myndir á 2.000 franka. x IL foreldra Picasso í Barcelona var för þeirra fyrst heitið, og þar heils- aði hann upp á vini og kunningja. Nýlega var út komin bók Miguel Utrillo, Domenico Thetocopulus, fyrsta ritið um El Greco. Þaðan héldu þau upp íPyreneafjöll, til lítils þorps, Gosol, skammt frá Andorra. Teiknaði Picasso þar hvað eina, eins og vandi hans var, landslag, hús og fólk, og málaði liðlega tylft mynda, á meðal þeirra „Konu með brauð- hleifa á höfði“ (Mynd 52) en andlit hennar er í föstum skorðum, þótt ekki sé það grímukennt sem á ann- arri þessara mynda, „Liggjandi nak- inni konu“. I „Snyrtingu" standa tvær mannverur gegnt hvor annarri, (nakin kona gegnt annarri klæddri, sem á spegli heldur), og hafði hann síð- an þann hátt á allmörgum myndum. 1 „Sveitafólk og uxar“, sótti hann uppsetningu til E1 Greco, í „Jósep með Jesús á barnsaldri". (Myndir 53 og 54), en við hana lauk hann í París um haustið. Taugaveiki stakk sér niður í Gosol, og þótti honum þá ráðlegast að verða á brott. Fóru þau fjallastíg til Andorra. í París haustið 1906 málaði hann á ný höfuð á mynd sína af Gertrude Stein, sem harla ólík var andlits- mynd hans af eiginkonu Ricardo Canals tíu mánuðum áður. Andlit ] 53. „Sveitafólk og uxar“. Málverk, 46. „Drengur með hest í taumi“. 1906. Barr bls. 49. Málverk, París 1906. Rubin, bls. 68. 44. „Fjölskylda fimleikamanna með apa“. Gouache og vatnslitir, 1905.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.