Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 15 Föstudagur 8. ágúst 1986 flilll.. MINNING 3'!" ■:.;1llillll!li;i;;:. ..... ............ -.......... ...... ........... ........... ......... ............. ......... ..:i! Valdimar Sigurjónsson Fæddur 9. ágúst 1900. Dáinn 31. júlí 1986. Hinn 31. júlí sl., lést á hjúkrun- arheimiiinu Ljósheimum Selfossi, Valdimar Sigurjónsson fyrrum bóndi í Hreiðri í Holtum. Valdimar fæddist 9. ágúst árið 1900 í Hreiðri. Hann var sonur hjónanna Sigurjóns Jónssonar og Margrétar Árnadóttur. Sigurjón var sonur Jóns í Hreiðri en Margrét var frá Skammbeinsstöðum í Holtum. Valdimar var því Rang- æingur í ættir fram og hann unni Rangárvallasýslu mjög. Pess sáust ávallt glögg merki í hvert sinn er farið var austur fyrir Þjórsá, þá lyftist brúnin og Holtin tóku hug hans allan og vel sást að hér átti hann heima. Hreiður í Holtum var að mörgu leyti góð bújörð, landmikil og gras- gefin, enda bjuggu foreldrar Valdi- mars góðu búi. Þau eignuðust 12 börn, en 9 þeirra komust til fullorð- insára, tvö eru á lífi, Kristinn bóndi í Brautarhóli í Biskupstungum og Guðrún búsett við Ægissíðu í Reykjavík. Það leiddi af sjálfu sér að börin þurftu snemma að fara að heiman og vinna fyrir sér. Eftir fermingu fer Valdimar að Hjallanesi til Lýðs móðurbróður síns, 18 ára ræðst hann vinnumaður að Herru til Helga Skúlasonar og er þar í nokkur ár. Ræddi hann oft um veru sína á þessum ágætu heimilum og mat ávallt mikils vináttu fólksins er hann var samvistum með. Hann var vertíðarmaður á vetrum á ýmsum stöðum, lengst af í Vest- mannaeyjum. Þar taldi hann sig hafa verið heppinn með vinnuveitanda, sem var Gísli Johnsen. Bóndinn átti hug hans allan og árið 1928 ákveða Valdimar og Krist- inn bróðir hans að kaupa Hreiðrið og hefja búskap. Báðir voru þeir ókvæntir og höfðu ráðskonur fyrstu árin. Ein af þeim var Kristrún Sæ- mundsdóttir úr Biskupstungum og felldu þau Kristinn hugi saman og giftust og hófu búskap á Brautarhóli í Biskupstungum. Valdimar bjó þá frá Hreiðri einn í Hreiðri í nokkur ár, en þá kom til hans ráðskona, Guðrún M. Albertsdóttir frá Neðstabæ í Norðurárdal, Húnavatnssýslu. Hún var dóttir Alberts Björnssonar bónda þar og konu hans Hólmfríðar Guðjónsdóttur. Guðrún réði sig sumarlangt þarna austur í sveitir, en forlögin ætluðu henni annað. Þau Valdimar giftust 21. september 1936. Þau eignuðust 5 börn, elstur er Sigurjón bóndi á Glitstöðum, kvænt- ur Auði Eiríksdóttur frá Glitstöðum í Borgarfirði, Albert menntaskóla- kennari í Hafnarfirði, kvæntur Ingi- björgu Sigmundsdóttur, frá Hraun- gerði í Hraungerðishreppi, Laufey gift Hafsteini Kristinssyni, og búa þau í Hveragerði, Jóna gift Hjalta Sigurjónssyni og búa þau í Raftholti, í Holtahreppi og Valgerður gift Einari Orra Hrafnkelssyni og búa þau á Egilsstöðum. Valdimar og Guðrún bjuggu síðan í Hreiðri til ársins 1964 er þau ákveða að bregða búi og flytjast til Hafnarfjarðar. Þar keyptu þau lítið notalegt hús við Reykjavíkurveginn. Þar rétt hjá bjuggu þá bræður Valdi- mars, þeir Árni og Guðmundur og í næsta húsi við þau bjó náfrændi Valdimars, Kristmundur Guð- mundsson. Þetta góða nábýli gerði það að verkum að búferlaflutningur- inn til Hafnarfjarðar varð ekki eins þungbær eins og við mátti búast. Valdimar fór strax að vinna hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn, en sfð- ustu árin í Hafnarfirði vann hann hjá fiskverkunarstöð Venusar, sem Vil- hjálmur Árnason átti ásamt fleirum. Þar fannst Valdimar gott að vera og hann dáði Magnús Þórðarson, verk- stjóra mjög. Þar fann hann aftur sama andann og hjá Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum forðum, sem hann kunni svo vel að meta. Þarna var vinnusemi í fyrirrúmi og gerðar kröfur til starfsfólks að það skilaði sinni vinnu af trúmennsku, en héngi ekki í vinnu sinni og hirti kaup fyrir lítið. Vitnaði hann oft í stjórnsemi hjá þeim Venusarmönnum þegar hann sá fólk hanga í vinnu hjá öðrum og gera lítið. Valdimar missti konu sína árið 1970. Hann fluttist austur í Hvera- gerði árið 1974 og bjó hjá okkur Laufeyju þar til hann fékk heila- blóðfali fyrir rúmum 2 árum og varð eftir það að dveljast á sjúkrahúsum. Hann lá nær alveg lamaður og gat ekki mælt fram orð þessi ár, en hugurinn var skýr. Þetta voru vafa- laust mjög þungbær ár fyrir hann og þegar svona er ástatt er dauðinn líkn. En við sem eftir lifum eigum góðar og ánægjulegar minningar um liðnar samverustundir. Þegar Valdimar kom á heimili okkar í Hveragerði, þá voru börnin ung, en þau hændust strax að honum og afinn varð eðlilegur meðlimur fjölskyldunnar, sem barnfóstra, fræðari eða bara, sem félagi. Ágætur heimilisvinur okkar sagði það einu sinni við börnin. „Mikið eigið þið gott að hafa afa á heimilinu, þið skiljið það ef til vill ekki núna, en þið munið skilja það betur seinnna.“ Valdimar var vel meðalmaður á hæð, vel vaxinn og samsvaraði sér vel. Hann hafði á yngri árum ótrú- legt vinnuþrek og mjög góða líkam- lega burði. Hann var mjög fylginn sér við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Til marks um þetta sagði Guð- mundur Daníelsson frá Guttorms- haga þá sögu um Valdimar að er þeir voru eitt sinn í Eyjum, var þar annálaður og frægur krafta maður, sem óspart egnaði menn í glímu á móti sér. Valdimar lét tilleiðast að reyna við kappann þarna í verbúð- inni og áflogin enduðu með því að Valdimar var búinn að hálftroða aflraunakappanum undir rúm. Guð- mundur sagði að þarna hefði Valdi- mar unnið á snerpunni og kappsem- inni. Valdimar var einyrki allan sinn búskap. Þegar verkin hrönnuðust upp, þá lagði hann einfaldlega meira á sig og tvíefldist við verkefnin. Um sláttinn fór hann oftast á fætur um miðja nótt til að slá. Hann lagði ávallt mikla áherslu á að eiga næg hey að hausti, vissi sem var að undir því átti bóndinn allt sitt. Hann bjó í Hreiðri ákaflega snyrtilegu og nota- legu búi. Valdimar náði því tak- marki að verða vel efnahagslega sjálfstæður. Hann vildi sjá sér og sínum farboða af eigin rammleik og dugnaði, og vera sem mest öðrum óháður í lífinu. Leti og sjálfsauming- jahátt mat hann ekki mikils og var alla ævi trúr þeirri lífsskoðun sinni að menn ættu að vinna störf sín af samviskusemi og trúnaði. í fjölda ára fór Valdimar á fjall og smalaði þá Holta- og Landmannaaf- rétt. Hann fór oftast í erfiðustu leitirnar inn í Jökulgilið og þegar hann sagði okkur sögur frá þessum ferðum þá leyndi það sér ekki að hann hefur haft unun af þessum ferðum þó svo að æði oft hafi verið slarksamt þarna sökum ófærðar og veðurs. Að nokkru leyti má segja að þessar ferðir væru hans sólarlanda- ferðir. Nú þegar við kveðjum Valdimar þá eru í huga okkar hugljúfar minningar um samveruna og við erum þess fullviss að slíkir menn sem Valdimar eiga sér góða heim- komu. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu Valdimars frá Hreiðri. Hafsteinn Kristinssun. Fæddur 9. ágúst 1900. Dáinn 31. júlí 1986. Nú þegar elsku afi okkar er dáinn, streyma upp í hugann ótal minningar um góðar stundir og skemmtileg atvik sem hann átti með okkur. Við elstu systkinin munum eftir mörgum dögum sem við eyddum í Hafnarfirði hjá afa og ömmu. Það var sérstök upplifun að fá að vera hjá þeim, enda ýmislegt spennandi þar, sem ekki fannst heima hjá okkur. Litla húsið þeirra var fullt af spennandi og dularfullum skotum sem heilluðu ungar barnssálir á ótta- blandinn hátt. Alltaf var afi óþreyt- andi við það að slást við litla krakka rollinga. Það voru heldur ekki ófáar gönguferðirnar sem farnar voru nið- ur að höfn, í Hellisgerði eða bara rölt um bæinn. Þetta voru yndislegar stundir sem aldrei gleymast. ^Þegar amma dó breyttist margt. Faum árurn síðar fluttist afi alkom- inn til okkar í Hveragerði. Þetta hefur sjálfsagt verið erfiður tími fyrir hann, en við börnin skynjuðum það ekki, gleðin yfir því að afi skyldi ætla að búa hjá okkur var mikil. Hann varð strax vel kunnugur öllum í okkar kunningjahópi og kunni vel að meta ærslin og leikina í krökkun- um. Við gleymum því seint þegar afi var í eltingaleik við okkur úti á túni og hljóp eins og unglingur, á harða- spretti eftir okkur. Eða þegar honum fannst ærslin orðin helst til mikil inni við og tók hann þá oft í eyrun á strákunum til að stilla til friðar, eða hvolfdi úr okkur óþægðinni ef allt annað brást. Það var alltaf líflegt og gaman í kringum afa og þolinmæði hans við okkur einstök. Alltaf var hann reiðubúinn til að spila við okkur, ylja kaldar tær, lesa eða segja okkur sögur af því þegar hann var ungur. í 10 ár var afi sjálfsagður hluti af tilveru okkar. Við leituðum til hans með stór og smá vandamál og alltaf var hann til staðar, að hlusta og ráðleggja. Er afi veiktist var það okkur öllum reiðarslag og líf okkar breyttist mikið. En núna þjáist hann ekki lengur og við vitum að honum líður vel. Við mælum fyrir hönd allra hinna barnabarnanna er við þökkum þér afi fyrir ógleymanlegar stundir og allt það góða veganesti sem þú hefur gefið okkur út í lífið. Barnabörnin Hveragerði. Sigurjón Árnason Pétursey í dag fer fram frá Skeiðflatar- kirkju í Mýrdal jarðarför Sigurjóns Árnasonar í Pétursey, en hann lést 29. f.m. Sigurjón var fæddur í Pét- ursey 17. apríl 1891, sonur hjónanna Árna Jónssonar og Þórunnar Sigurð- ardóttur. Var hann næstelstur af 8 systkinum, sem komust upp og eru þau nú öll látin. Á þessu fjölmenna heimili elst Sigurjón upp og á þar heimili fram undir þrítugsaldur. Árið 1920 giftist Sigurjón Sigríði Kristjánsdóttur frá Norður-Hvoli í Mýrdal og eru þau búsett á Hvoli næstu tvö árin, en flytja þá til Vestmannaeyja. Þangað hafði Sig- urjón fyrst lagt leið sína 17 ára gamall á vertíð, eins og var hlutskipti margra Sunnlendinga, bæði fyrr og síðar. Vertfðarferðum hélt hann áfram næstu árin, auk þess sem hann lagði stund á smíðanám. Þetta hvort- tveggja kom Sigurjóni að góðu haldi, þegar hann byrjaði á útgerð í Vest- mannaeyjum í félagi með öðrum og vann sjálfur að smíði bátsins, sem þeir gerðu út og var þá stærsta skipið í fiota Vestmannaeyinga. Eftir þriggja ára búsetu í Vest- mannaeyjum hverfur Sigurjón aftur heim að Pétursey, þar sem þau hjónin taka við búi af foreldrum Sigurjóns. Sigríður lést árið 1941, en þau hjónin höfðu eignast þrjú börn, Elínu, húsmóður í Steinum, gift Sigurbergi Magnússyni, Þórarin, al- þingismann í Laugardælum, giftur Ólöfu Haraldsdóttur og Arna, starfsmann Kaupfélags Skaftfellinga í Vfk, giftur Ástu Hermannsdóttur. Eftir lát Sigríðar býr Sigurjón áfram með börnum sínum, árið 1947 giftist hann síðari konu sinni, Steinunni Eyjólfsdóttur frá Suður-Hvoli. Eign- uðust þau tvo syni, Eyjólf, bónda í Pétursey og Sigurð, bifreiðarstjóra þar. Einnig ólst upp hjá þeim Bergur Örn Eyjólfs, eldri sonur Steinunnar. Sigurjón heldur áfram búskap fram yfir áttræðisaldur, uns Eyjólfur, son- ur hans, tekur við. Hjá honum og konu hans, Öldu Ólafsdóttur, dvelj- ast þau hjónin til æviloka, en Stein- unn andaðist árið 1979. Austurbærinn í Pétursey stendur skammt frá þjóðveginum um Mýr- dalinn og biasir við hið fallega bæjar- stæði undir bröttum brekkum eyjar- innar, þegar komið er austan að. Þegar heim er litið, blasir líka við sá myndarskapur og snyrtimennska, sem einkennt hefur búskapinn þar. Atorka og hagleikur Sigurjóns nýtt- ist vel við búskapinn, engu síður en við skipasmíðina og útgerðina þann stutta tíma, sem hann var búsettur í Vestmannaeyjum. En meðan ferða- menn fóru hægar yfir landið en gert er í dag, þá létu þeir sér ekki nægja að horfa heim til bæjar, heldur lögðu fjölmargir leið sína heim og þágu þar góðan beina og þjónustu. Það kom sér vel, að búskapurinn var rekinn af alúð og snyrtimennsku og aflað fanga, eins og kostur var. Á fyrri búskaparárum sínum hélt Sig- urjón m.a. áfram sjósókn og réri út frá Jökulsá á Sólheintasandi á ára- bátum þegar aðstæður leyfðu. Þó að mikil vinna væri lögð i búrcksturinn, var áhugi og athafnir Sigurjóns ekki eingöngu bundnar við hann. Snemma vaknaði áhugi hans á fé- lagsmálum, þar sem honum var ljóst hið mikla gildi samvinnu og samstarfs. Hann var einn af stofn- endum ungmennafélags sveitarinnar og formaður þess, forma^ur Búnað- arfélags Dyrhólahrepps, í hrepps- nefnd Dyrhólahrepps í 32 ár og kjörinn heiðursborgari Dyrhóla- hrepps á níræðisafmæli sínu. í stjórn Kaupfélags Skaftfellinga var hann í rúm 40 ár og á þeim vettvangi átti ég þess kost að starfa með Sigurjóni um alilangt skeið. Þar kom vel í Ijós einlægur áhugi Sigur- jóns á að leggja öllum góðum málum lið og vinna að framgangi þeirra, eins og frekast var kostur. Það yrði best gert með því að nýta samtaka- máttinn og hvergi væri það eins mikilvægt og í fámennu og strjálbýlu héraði, þar sem aðstæður eru á ýmsan hátt erfiðar. Samvinnumenn þakka Sigurjóni giftudrjúg störf. En minnistæðast verður samferða- VARAHLUTIR f INTERNATIONAL ÁGÓÐU VERÐI MwysmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. Pósthólf 10180 mönnunum viðmót Sigurjóns og fas. Góðvild hans og hlýja var svo aug- ljós, að öllum hlaut að líða vel í návist hans. Þess nutu að sjálfsögðu rnest þeir fjölmörgu, sem dvöldu á heimili Sigurjóns um lengri eða skemmri tíma. En ntinning okkar, sem fjær stóðum, um samverustund- ir með Sigurjóni yljar okkur áfram um hjartarætur, þótt hann sé nú allur. Jón Helgason. coopei/ Síur í flestar vélar á góðu verði ¥ÉmiR& wwysmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.