Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						6 Tíminn
Sunnudagur 21. júní 1987
Guðrún í Bæ leigði landsetum
sínum potta og kirnur við
verði sem greiddi henni upp
verð þeirra á ári.
í byrjun 18.
aldar
blómstraði
lénsánauð af
versta tagi á
stöku stöðum
hérlendis
ÞRÆLAHALD
Á RAUÐASANDI
EGAR rætt er um þrælahald
og lénsánauö dettur mönnum
fyrst í hug Suöurríki Banda-
ríkjanna fyrir Borgarastríöið
eða þá rússneska bændaánauð-
in á síðustu öld. Færri vita að
ekki er þörf á að seilast svo
langt eftir dæmum, því í stöku
sveitum á íslandi var ástandið
ekki miklu betra á sínum tíma.
Einna alræmdast mun það þó
hafa verið á Rauðasandi í
Barðastrandarsýslu um alda-
mótin 1700, þar sem merkis-
konan Guðrún Eggertsdóttir í
Bæ ríkti með ægistaf yfir
þrautkúguðum lýð. Vcrður hér
nokkuð sagt frá henni og kjör-
um landseta hennar.
Bær á Rauðasandi er eitt forn-
frægasta       höfðingjasetur
landsins. Þar hafa setið ríkis-
menn mann fram af manni um
aldaraðir. Fyrir og eftir aldamót-
in 1700 bjó þar „húsfrú" Guðrún
Eggertsdóttir, sem var ekkja
eftir Björn sýslumann Gíslason.
Sýslumannshjón þessi voru bæði
féföst, en einkum var Guðrún
harðbýl og svinn, eins og það
var orðað í þann tíð. Björn dó
1679 og voru þau hjónin barn-
laus, en Guðrún bjó síðan ekkja
í Bæ í 45 ár, en hún lést 88 ára
gömul árið 1724. Hún var þá
orðin karlæg og blind, en sagt er
að sjónina hafi hún misst eftir að
hafa stundað mann sinni í langri
og þungri sjúkdómslegu hans.
Guðrún var af göfugum ættum
komin,  því faðir hennar var
Eggert hinn ríki á Skarði, fjár-
gæslumaður og sinkur. Svo auð-
ugur var hann að hann átti
hverja jörð á Skarðsströnd,
nema Arnarbæli, sem hann þó
ágirntist mikið. Sagt er að jafnan
þegar hann reið þar hjá hafi
hann sagt andvarpandi: „Oft
vekur þú mig, Arnarbæli" - og
er að sjá sem ágirndin á jörðinni
hafi varnað honum svefns.
Bær var ekki neitt smábýli,
því þessi jörð var langsamlega
stærsta og besta jörðin í utan-
verðri Barðastrandarsýslu. Árni
Magnússon taldi jörðina á þess-
um tíma 60 hundruð að dýrleika
og meðal hlunninda hennar eru
hríslauf, silungsveiði, grasatekja
og selveiði, heimræði á sumrum,
varp, eggjatekja og fuglavarp í
Látrabjargi og loks hvannatekja
í meira lagi. Um þessar mundir
var búið hjá Guðrúnu í Bæ, sem
hér segir: 19 kýr, 9 kvígur, 5
geldneyti, 63 ær, 8 sauðir, 12
gemlingar, 10 hestar og 7 hross.
Svo var hún þá undir komin af
heyjum að hjá henni voru 20
faðmar af fornu heyi, enda var
mannafli hjá henni nægur. Árið
sem manntalið var tekið var 21
maður í Bæ. Guðrún er þá sjálf
66 ára gömul en hjá henni þetta
lið af karlmönnum: Ráðsmaður-
inn, Þorvarður Magnússon, 30
ára, 7 vinnumenn, vinnupiltur
12 ára og 9 ára ölmusupiltur.
Lét hún leggja veg um allan hreppinn og gat þannig látið leiða
sig blinda þurrum fótum, er hún fór að kanna ástand eigna
sinna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16