Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. desember 1987 Tíminn 7 Jólaglöggið er miklu lúmskara en þig grunar: Ásgcir Bjarnþórsson Látinn er Ásgeir Bjarnþórsson Látinn er í Reykjavík hinn lands- kunni málari, Ásgeir Bjarnþórsson. Ásgeir var fæddur árið 1899 á Grenj- urn í Mýrasýslu. Hann fór ungur utan og lagði stund á málara- og höggmyndalist. í Kaupmannahöfn nam hann hjá Viggo Brant og Aagaard, í Munchen í Pýskalandi hjá Schwegerle og Heimann og í Luxemborg hjá Ben- cdiktsmunkinum Nodka. Þá dvaldi Ásgeir í París og Ítalíu. Hann kom alkominn til íslands árið 1932 og hefur síðan starfað sem listmálari. Ásgeir var kvæntur Ingeborg Lor- cnsson frá Eistlandi frá 1950-1960. Ævisaga Ásgeirs hefur verið rituð af Andrési Kristjánssyni, fyrrv. rit- stjóra. Jafnvel rúsínur eru gegnsósa af áfengi í hverjum mánuði eru um 200 ökumenn teknir ölvaðir við akstur. Það eru 2.400 til 2.500 aðilar á ári. 20-25% umferðarslysa er beint eða óbeint hægt að rekja til ölvunar- aksturs. I hverjum mánuði má reikna með að 2 láti lífið vegna ölvunaraksturs, það eru 24-25 aðil- ar á ári. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem Umferðarráð, Lögregl- an, Fararheill ’87 og Áfengisvarn- arráð héldu í gær til að minna fólk á að viðhafa sérstaka varúð núna yfir hátíðirnar. Þessir aðilar eru allir með sérstakt átak í tilefni þess og má þar t.d. nefna að Áfeng- isvarnarráð hefur gefið út bækling með uppskriftum að algerlega óá- fengum kokteilum og jólaglöggi og lögreglan, Umferðarráð og Farar- heill hafa gefið út bækling, sem nefnist Hefurðu efni á þessu? og er gefinn út í 25.000 eintökum og verður dreift í áfengisverslunum, úr lögreglubílum, á skrifstofum tryggingarfélaganna og víðar. Þessir aðilar benda á, að nú þegar að tími jólaglöggs stendur sem hæst, ber þeim sem taka þátt í því, að viðhafa mestu varúð, því það er oft mun áfengara en þig grunar. Og ekki er heldur hægt að sannfæra sjálfan sig um að maður hafi ekki smakkað það, þó maður hafi etið nokkrar rúsínur neðst úr skálinni. Þær eru nefnilega orðnar gegnsósa af áfengi. Eftir jólaglögg, þá á ekki að keyra, það er ljóst. Ölvunarakstur er of algengur hér á landi. Hafnarfjarðarlögregl- an hefur sem dæmi tekið 51% fleiri á þessu ári fyrir ölvunarakstur, en í fyrra. Niðurstaðan er enn sú sama; Eftir einn, ei aki neinn. -SÓL Forsvarsmenn átaks gegn ölvunarakstrí skáluðu í óáfengu jólaglöggi, t.d. til að sýna fram á að það er hægt að halda slik hóf án þess að áfengi komi við sögu. Timamynd: Cunnar. Rannsókn Tangen- málsins í gangi Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands í Odda hefur vísað frá sér beiðni útvarpsstjóra um að vinna að rannsókn á öilum þáttum í frétta- flutningi svokallaðs Dag Tangen máls. Svör Félagsvísindastofnunar- innar eru á þá leið að rannsókn af þessu tagi sé reyndar ekki utan verksviðs stofnunarinnar, en vegna þess að slíkar rannsóknir eru nýlegur þáttur í starfseminni treysti hún sér ekki til að takast það á hendur, enda hafi hún ekki bolmagn til þess. Útvarpsstjóri, Markús Örn Ant- onsson, sendi þessa beiðni fyrir hönd útvarpsráðs og í kjölíar samþykkta þess. Næsta skref í málinu verði að líkindum að taka það upp á fundi útvarpsráðs á morgun, föstudag. Þá verða einnig lagðar fram skýrslur sem fréttastjóri útvarps, og fréttarit- arinn í Noregi hafa unnið, og frá fleiri aðilum. KB Friörik Magnússon framkvæmdastjóri Kartöfluverksmiðjunnar hf. í Þykkvabæ: Neytendur eru ánægðir með íslenskar-franskar Það ríkir ekki mikil ánægja í herbúðum kaup- og veitingamanna með þá ákvörðun Iandbúnaðarráð- herra að setja innflutningsbann á franskar kartöflur. Samstarfsnefnd verslunarinnar hefur nú sent ráð- herra bréf þar sem banninu cr ákaft mótmælt og lögð áhersla á nauðsyn þess að neytandinn hafi frelsi til aö velja á milli innlendrar og erlendrar framleiðslu. í bréfi samstarfsráðsins segir m.a. að kartöflubændum og eigcndum kartöfluverksmiðja sé ekki greiöi gerður mcð þvi „að gera til þeirra ötímabærar kröfur um gæði framleiðslunnar sem alls ekki er unnt að uppfylla, nema með markvissu þróunarstarfi á nokkrum árum". Síðan segir í ályktuninni að kartöflubændum sé varla hagsmu- namál að selja vöru sem neytendur séu sífellt óánægðir með, „og ættu spor Grænmetisverslunar landbún- aöarins að hræða í þeini efnum '. Af einstökum fyrirtækjum scm undirrita nefnd mötmæli til ráð- herra, eru Tomma-hamborgarar, Hagkaup og Mikligaröur. Friðrik Magnússon, framkvæmda- stjóri Kartöfluverksmiöjunnar hf. í Þykkvabæ, sagði í samtali við Tím- ann að hann gæti ekki tekið undir þá fullyrðingu í ályktuninni að neytend- ur séu sífellt óánægðir með innlenda framleiöslu. „Við höfum aðrarsögur að segja. í neytendakönnun sem viö stóðum að fyrir stuttu, og 600 manns tóku þátt í, kom fram aö yfir 90 af hundraði þátttakcnda voru ánægöir með okkar vöru. Það má láta þess getið að þessi könnun var gerö á fjórum hamborgarastöðum Tomma- borgara á höfuðborgarsvæðinu. Því get ég ekki fundið neina skýringu á því af hverju það fyrirtæki skrifar undir þessa ályktun." Friðrik sagði aö það væri greinileg söluaukning í framlctðslu Kartöflu- vcrksmiðjunnar hf., enda fjölgaði stöðugt þeim vörutcgundum sem verksmiðjan framleiddi. Hann sagði að framlciðsla á nasli gengi mjög vel og raunar mun betur en búist hafi vcriö viö. Varðandi það hvort einhver áform væru um nýja framleiðslu hjá Kar- töfluverksmiöjunni hf., sagði Friðrik aö menn væru auðvitað alltaf að þreifa sig áfram. Hann sagöi að nú væri verið að skoða mögulcika á frckari nýtingu á kartöflum, en vildi ekki skýra frá þeim nú. „Við höfum veriö að athuga þennan möguleika í eitt og hálft ár, en við bíðum nú eftir niðurstöðum úr neytendakönnun á þessari hugsanlegu framleiðslu," sagði Friðrik Magnússon að lokum. ÓÞH Klassík á myndbandi Þegar popphljómsveit gefur út hljómplötu, þykir mönnum sjálf- sagt að gert sé myndband með lögum af viðkomandi hljómplötu. Ekki er vitað til að slíkt hafi verið gert með klassískri tónlist, hér á landi. En nú hefur ísinn verið brotinn og fyrsta myndbandið ver- ið gert með klassískri tónlist. Það eru gítarleikarinn Símon H. ívrsson og orgelleikarinn dr. Ort- hulf Prunner sem hafa ráðist í að gera myndband með þremur lögum af nýútkominni hljómplötu þeirra. Lögin eru „Vaknið, Síons verðir kalla“ eftir J.S.Bach og tveir þættir úrKonsertíD-dúreftir A. Vivaldi. Myndbandið er framleitt af Kvikmyndagerðinni Sýn hf., og voru upptökur gerðar í Dómkirkj- unni. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Eimskipafélag íslands hf. og tímaritið Hár og Fegurð hafa stutt gerð myndbandsins. Símon H. ívarsson og dr. Orthulf Prunner.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.