Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Miðvikudagur 20. apríl 1988 Evrópukeppnin í knattspyrnu: íslandsbikarinn í fang Hauka í fyrsta sinn. Það er Henning Henningsson sem býður hann vclkominn með kossi og má vart sjá hvor er hávaxnari! Tímamynd Pjetur PSV-Real Madrid í beinni útsendingu Haukar meistarar - Fyrsti íslandsmeistaratitill félagsins í höfn eftir sigur á Njarövíkingum í ótrúlegum úrslitaleik Frá Margréti Sanders fréttarítara Tímans í Njarðvík: Haukar sigruðu Njarðvíkinga 92- 91 í æsispennandi tvíframlengdum úrslitaleik um íslandsmeistaratitil- inn í Njarðvík í gærkvöldi. Er þetta fyrsti Islandsmeistaratitill Hauka í úrvalsdeildinni. Haukar voru mun ákveðnari í byrjun, skorðu strax 8 stig gegn engu. Um miðjan hálfleikinn voru þeir komnir með 14 stiga forystu 22-8 og munaði þar mestu um stór- leik Hennings Henningssonar. Gegnum góðan leik Vals Ingimund- arsonar og Teits Örlygssonar minnk- uðu Njarðvíkingar muninn og var staðan í hálfleik 39-37 Haukum í vil. Strax í byrjun síðari hálfleiks jöfnuðu Njarðvíkingar leikinn en Haukar héldu síðan forystunni þar til um miðjan síðari hálfleik þegar Njarðvíkingar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum og sú skipan mála hélst þar til á síðustu sekúndu leiks- ins er Pálmar jafnaði með þriggja stiga skoti, hans áttunda þriggja stiga karfa fram að því í leiknum og framlenging staðreynd, staðan 66- 66. Pálmar hafði þá skorað 33 stig eða helming stiga Haukanna. Haukar tóku forystu í upphafi framlengingar og náðu 5 stiga forskoti 71-66 en Njarðvíkingar náðu að vinna mun- inn upp og komast yfir 77-74 og enn jafnaði Pálmar með þriggja stiga körfu 77-77. Valur skoraði 79-77 og ívar Ásgrímsson skoraði úr tveimur bónusskotum 12 sek. fyrir lok. Njarðvíkingar náðu hraðaupphlaupi en ívar Webster tók á sprett og varði skot þeirra og Kristinn dómari dæmdi upp úr því villu á Hreiðar Hreiðarsson Njarðvíking. Eftirlits- dómari leiksins Sigurður Valgeirs- son sagði að leiktíminn væri liðinn og enn var framlengt. í annarri framlengingu höfðu Haukar yfirhöndina en Njarðvíking- ar voru aldrei langt undan og komust loks yfir 88-87. Pálmar enn með þriggja stiga körfu 90-88 en Valur kom Njarðvíkingum yfir á ný 91-90 og aðeins 11 sekúndur eftir af leikn- um en Reynir Kristjánsson var á auðum sjó í lokin og skoraði sigur- körfu Hauka og tryggði þeim þar með íslandsmeistaratitilinn. Bestur í liði Hauka var Pálmar Sigurðsson sem hitti ótrúlega vel og var hreint óstöðvandi. Einnig stóð Henning Henningsson sig vel og sömuleiðis ívar Ásgrímsson og Ingi- Zola Budd fær samúð en ekki stuðning Breska hlaupakonan Zola Budd á yfir höfði sér keppnisbann vegna þess að hún keppti í víða- vangshlaupi í Suður- Afriku á síð- asta ári. Ákvörðun um bannið verður tekin á fundi breska frjáls- íþróttasambandsins á sunnudag- inn. Alþjóðasambandið (IAÁF) fann Budd seka um að brjóta reglur mcð því að kcppa í víða- vangshlaupinu og var breska sam- bandinu uppálagt að setja Budd í bann í ár eða eiga ella á hættu að fá ekki að keppa á mótum á vegum IAAF. Breskir frjálsíþróttamcnn hafa margir hverjir lýst yfir samúð með Zolu Budd en eru þó ekki tilbúnir til að beita áhrifum sinum til þess að hún sleppi við keppnis- bann. I*að gæti þýtt að hreskir frjálsíþróttamenn fái ekki að keppa á Ólympíuleikununi og á það vilja þeir ekki hætta. - HÁ/Rcuter Stenmark í eldlínunni ár í viðbót Sænski skíðagarpurinn Inge- mar Stenmark sem hefur sigraði í 85 mótum í hcimsbikarkeppn- inni hefur ákveðið að halda áfram keppni í ár til viðbótar. Stcnmark scni er 32 ára gamall hafði áður íhugað að hætta keppni. Stenmark sýndi á vetrar- ólympíuleikunum í Calgary að hann cr enn í fremstu röð. Ilann varð þá í 5. sæti í sviginu sem er hans sérgrein og náði næst bcsta tímanum í annarri umferðinni. - HÁ/Rcuter Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Stigahæsti leikmaðurinn, þjálfarinn og hetja Haukanna í gærkvöldi Pálmar Sigurðsson tolleraður eftir að sigurinn var í höfn. Tímamynd Pjetur Ríkisstjórn fyrirhugar byggingu íþróttahúss sem rúmar 8000 manns: Þak yf ir handbolta Leikur PSV Eindhovcn og Real Madrid verður sýndur i bcinni útsendingu Sjónvarpslns I kvöld og hcfst útscndingin kl. 17.25. Leikur- inn cr í undanúrslitum í Evrópu- keppni mclstaraliða og er hér um að ræða síðari viðurcign liðanna. Fyrri leiknum í Madrid lauk með jafntcfli, 1-1. Real Madrid vcrður því að skora í leiknum, PSV fer úfram á útimarkinu verði marka- laust jafntefli. Engu spænsku liði hefur nokkru sinni tekist að komast áfram í Evrópukeppninni eftir að gera jufntefli á heimavelli en leikmenn Real munu ákveðnir í að gera þar bragarbót á. t hinum undanúrslitaleiknum mætast Benfica og Steaua Búka- rcst í Lissabon. Fyrri lciknum lauk með markalausu jafntefli. - HÁ Að höfðu samráði við Handknatt- leikssamband íslands ákvað ríkis- stjórain í gær að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um að reisa íþróttahús fyrir árið 1993, sem rúmar 8000 áhorfendur. Til samanburðar má geta þess, að LaugardalshöU rúmar 3000 áhorfendur. Hefur kom- ið til tals að húsið verði reist austan Laugardalshallarinnar. Þessi ákvörðun er bundin því, að heimsmeistaramót karla í hand- knattleik verði haldið hér á landi árið 1993 eða 1994 en til þess þarf hús, sem rúmar hið minnsta 7000 áhorfendur. Hvort árið mótið verður hefur enn ekki verið ákveðið. Lauslega áætlað er talið að bygg- ing hússins kosti 300 milljónir króna. Talið er að heimsmeistaramótið eitt skili tekjum, sem borgi byggingu íþróttahússins að fullu. Þegar ekki eru leiknir þar kappleikir, nýtist það vel undir ráðstefnur og vörusýning- ar. Hvort af þessu verður kemur í ljós í september, en þá kemur stjórn Alþjóða handknattleikssambands- ins saman til fundar. Svíar hafa einnig sóst eftir því, að fá að halda þetta mót. þj mar Jónsson í seinni framlenging- unni. ívar Webster var góður í vörninni. Valur Ingimundarson og Teitur Örlygsson áttu góðan leik í liði UMFN. Einnig stóðu Hreiðar Hreiðarsson og Friðrik Ragnarsson sig vel. Njarðvíkingar unnu deildina með yfirburðum og töpuðu ekki heima- leik en urðu að sjá á eftir íslandsbik- arnum eftir úrslitakeppni sem mál heimamanna í Njarðvík er að sé úr takt við íslandsmótið sjálft. Áhorfendur troðfylltu íþróttahús Njarðvíkur og voru um 700. Dómar- ar voru Ómar Scheving og Kristinn Albertsson en eftirlitsdómari var Sigurður Valgeirsson. Helstu tölur: 0-8, 2-14, 8-22, 20-25, 22-31, 27-31, 33-34, 37-39 - 39-39, 41-48, 51-50, 58-54, 62-58, 66-66 - 66-71, 74-73, 77-77, 79-79 - 79-83, 88-87, 90-90, 91-92. Stigin, UMFN: Valur Ingimundarson 33, Teitur örlygsson 22, Hreiðar Hreiðarsson 12, Sturla örlygsson 7, lsak Tómasson 7, Helgi Rafnsson 6, Friðrik Ragnarsson 4. Haukar: Pálmar Sigurðsson 43 (11 þriggia stiga) Henning Henningsson 16, Ivar Ásgrímsson 14, Ingimar Jónsson 6, ívar Webster 6, Reynir Kristjánsson 4, ólafur Rafnsson 3. KAUPMANNAHÖFN FLUGLEIÐIR -fyrír þíg-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.