Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Græddi bóg
af hvítum
sauð
á svartan
Um vandræðaunglinginn, skáldið
og undralækninn Jón Bergmann,
son Steins biskups Jónssonar
Unglingavandamálin eru ekki nýaf nálinni, því athafna
fjör og óútreiknanleg uppátæki ungdómsins hafa löng-
um komið eldri kynslóðinni úr jafnvægi, sem alltaf finnst
það sitt hlutverk að leiðbeina og vanda um í Ijósi reynslu
sinnar - þótt sumir segi að reynsla sé aðeins nafn sem
menn gefa mistökum sínum! Þá er og venjulega talað um
barnalán fólks, þegar unglingarnir feta hinn mjóa og
gætilega stig þess venjulega, en þeim foreldrum
vorkennt, sem eiga börn er láta ekki stýra sér, heldur
stinga sér þar á kaf sem enginn veit hvað ofan í býr.
Stundum hefur unglingurinn líka aldrei komið upp aftur,
en lent í gini óargaskepna í kafinu, en stöku komið upp
með fjársjóðu, er hann hefur fundið á botninum og
kannske varpað Ijóma á nafn hans upp frá því, meðan
margir þeir spöku og hægferðugu miðlungar gleymast.
Hér verður sagt frá íslenskum höfðingjasyni -ekki eru
þeir alltaf barnanna bestir! - sem bakaði foreldrum
sínum víst næga raun um sína fáu ævidaga. Honum
vannst þó tími til að kynnast kvennaástum og öðrum
lífsnautnum nánar en flestir honum eldri og andinn var
óhaminn: hann ól með sér skáldadrauma og kveðskapur-
inn var óbeislaður og hamslaus, þannig að þeir taka
honum ekki fram sem nú um stundir tekst að hneyksla
margan með ærilegum og óskiljanlegum samsetningi...
Þetta var biskupssonurinn Jón Steinsson Bergmann,
sonur síðasta Hólabiskupsins, Steins Jónssonar á
Hólum. Aðeins tuttugu og þriggja ára tók júngherrann
Bergmann sitt eigið líf - saddur sinna daga.
Jón Steinsson var fæddur í Hítar-
nesi árið 1696, fluttist fjögurra ára
með foreldrunum að Kverná í Eyrar-
sveit um fardagana 1700, og ári
seinna að Setbergi. Þar ólst hann
upp. Það er best að geta þess strax
að margt er óljóst og brotakennt um
Jón og 'það er meðal annars að ekki
er vitað hvernig skólagöngu hans var
hátta'ð. Talið er að- faðir hans hafi
búið hann undir stúdentspróf að
mestu, en líklega hefur hann verið í
skólanum á Hólum veturinn 1712-
1713.
Það var vorið 1713 að skólameist-
arinn á Hólum, Þorleifur Halldórs-
son, fékk honum stúdentsvottorðið
í hendur og sama árið v^r hann
gerður að svonefndum „heyrara"
við skólann, sem var embætti fólgið
í\því að hafa umsjón með skilum
pilta "á lærdóminum. Þetta er til
rnarks um að Jón hafi þótt vel gcfinn
maður, sem raunar var staðfest síðar
af sjálfum Árna Magnússyni, sem
taldi hann meðal þriggja gáfuðustu
manna á íslandi. En vissulega er.
líklegt að hann hafi líka notið hins
volduga föður síns er hann hreppti
þennan frama, en hann var nú
orðinn biskup á Hólum og tók m.a.
soninn með sér er hann hélt í
vísitasíuferð haustið 1713 um um-
dæmi sitt.
Barneign og utanför
Biskupssonurinn ungi, þessi ágæti
hæfileikamaður, hefur án vafa verið
litinn hýru auga af kvenþjóðinni og
^að staðfestist brátt. Þótt fullyrða
verði að siðlæti hafi verið með
strangara móti  á biskupsstólnum,
Steinn biskup. Völd hans og auðsæld
dugðu ekki til að hrífa soninn úr
þungum örlagastraumi.
kom það ekki í veg fyrir að ein hinna
ungu griðka á staðnum léti sigrast er
hann sté í vænginn við hana haustið
1713, og fæddi hún honum dóttur á
einmánuði árið eftir. Stúlkan hét
Þórunn Ólafsdóttir og var frá
Skarðsá, komin af Birni á Skarðsá.
Jón var þá ekki nema 18 ára og
Jón Steinsson, biskupssonurínn frá
Hólum, sem bakaði foreldrum sín-
um margar raunir. Myndina gerði
Sigurður málarí eftir málverki í
Þjóðminjasafni og sýnir hún að lík-
iiidum skartbúinn keknastúdentinn
á Hafnarárunum, með parruk og
silkiklút um hálsinn.
stúlkan verulega eldri, líklega 32 ára
og þóttu þessi atvik hin hrapalleg-
ustu. Sér í lagi reiddist biskupsfrúin,
móðir Jóns, maddama Valgerður,
ákaflega. Rak hún Þórunni þegar
burt af Hólastað og fengu þau herra
Steinn nú margt að ræða. Með
barneigninni hafði Jón Steinsson
fyrirgert rétti sínum til prestskapar
og þótt hann mundi svo sem hafa
fengið uppreisn síðar, var þetta
mikill fjóður á ráði ungs efnismanns.
Þótti þeim foreldrunum sem tíman-
um mundi best varið með að láta
hann sigla og taka virðulegar lær-
dómsgráður ytra og mundi þá lítið
úr þessari hrösun hans gert. Og Jón
sté á skipsfjöl og sigldi sumarið 1714
með Eyrarbakkaskipi.
En hann var vissulega óvenjulegur
maður, eftir því sem gerðist á hans
öld. Ætla hefði mátt að hann, bisk-
upssonurinn, hefði gefið sig að guð-
fræðinni, sem um hans daga var
mest öndvegisgrein við háskóla. En
þess í stað siglir hann staðráðinn í að
Íæra læknisfræði!
Skipið tók höfn í Kristianssand í
Noregi, en Jón lét sér ekki liggja á
suður til Hafnar, heldur ílentist í
Noregi hinn fyrsta vetur sinn á
erlendri grund. Hver ástæðan var
vita menn ekki, en hann hefur verið
vel að heiman búinn og ýmislegt
bendir til að hann hafi tekið lífinu
fremur létt þennan vetur. Þarna
hafa losnað úr læðingi ýmsir kraftar
og straumar sem með honum bjuggu
og hann tekur sig til og sest við
skáldskapariðkanir. Ekki er gott að
segja hve iðinn hann hefur verið við
þennan starfa, því það eina sem
menn vita eftir hann liggja frá Nor-
egsvetrinum er ævisaga ein kostuleg
- Ævisaga Polucarpusár. Er þetta
hin mesta endemisloklpysa í anda
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12