Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn t « • ÞFiðjudagur £,>marq',1991 ■Hl ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: UTI ÆVINTYRI - Grindvíkingar 99% öruggir um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Tindastól Vinningstölur laugardaginn 2. mars '91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.832.571 2. a21<gj 4 123.076 3. 4af5 114 7.449 4. 3af 5 4.168 475 kr. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.153.861 *É3E?i UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Það fór eins og margan grunaði, lið Tindastóls frá Sauðárkróki, sem lengst af var efst í úrvalsdeildinni, komst ekki í úrslitakeppnina. Ástæðan? Jú, Pétur Guðmundsson meiddist og gat ekki leikið með lið- inu um skeið. Tindastólsmenn misstu endanlega af lestinni á sunnudagskvöldið, þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Grindvíkingum 91- 75 fyrir fullu húsi áhorfenda í Grindavík. Reyndar eiga Tindastóls- menn enn möguleika, en hann er aðeins tölfræðilegur. Nánar verður sagt frá því síðar í greininni. Leikurinn á sunnudagskvöld var mjög fjörugur og áhorfendur, sem troðfylltu húsið, voru vel með á nót- unum. Tindastólsmenn höfðu mikið af áhorfendum með sér, en stuðn- ingsmenn heimamanna voru þó fleiri og háværari. Fyrri hálfleikur var eign Tindastóls- manna. Þeir náðu strax forystunni og rétt fyrir leikhlé munaði 16 stig- um 33-49. í leikhléi var staðan 37- 49. Mestu munaði um góðan vamar- leik Ivans Jonas, sem hélt Guðmundi Bragasyni niðri og skoraði Guð- mundur aðeins 2 stig í hálfleiknum. Eins gekk Val Ingimundarsyni vel að gæta Dans Krebbs og Valur skoraði að auki 15 stig. Þá átti Haraldur Leifsson mjög góðan leik, skoraði 19 stig og hirti mikið af fráköstum. Hittni Grindvíkinga í hálfleiknum var afar slök og óvenjulegt að sjá þá fara svo illa með færin á heimavelli. í síðari hálfleik leið ekki á löngu áð- ur en áföllin fóru að dynja á Tinda- stólsmönnum. Haraldur Leifsson fékk sína 4. villu eftir 5 mín., en í hans stað kom Pétur Guðmundsson inná. Hann hafði ekki komið við sögu áður í leiknum, enda slæmur í hásinum. Nokkrum mín. síðar fékk Ivan Jonas sína 4. villu og var þá hvíldur. Fram að lokakafla leiksins hélt Pétur Guðmundsson Tinda- stólsmönnum algjörlega á floti, en það dugði þó ekki til, Grindvíkingar minnkuðu smátt og smátt muninn og jöfnuðu 69-69 þegar 5 mín. voru til leiksloka. Þegar tæpar 4 mín. voru til leiksloka komst Grindavík í fyrsta sinn yfir í leiknum 71-69 og um leið fékk Jonas sína 5. villu. Stuttu síðar fékk Sverrir Sverrisson sömu örlög, er Steinþór Helgason skoraði. í kjölfarið var dæmd tækni- villa á Tindastólsmenn og Steinþór skoraði úr báðum skotunum. Áður en Tindastólsmenn vissu af var stað- an orðin 80-69 UMFG í vil og stutt til leiksloka. Þótt Dan Krebbs færi af leikvelli með 5 villur þegar tæpar 3 mín. voru eftir breytti það engu, Grindvíkingar unnu öruggan sigur 91- 75. Pressuvörn Grindvíkinga undir lok síðari hálfleiks gerði gæfu- muninn. Þeir fengu auðveldar kör- fur eftir að Tindastólsmenn misstu frá sér boltann og við mótlætið datt botninn úr leik Tindastóls. Steinþór Helgason lék mjög vel fyr- ir Grindvíkinga í síðari hálfleik, sem og þeir Guðmundur Bragason, Dan Krebbs og Jóhannes Kristbjörnsson. Rúnar Árnason barðist af krafti. Hjá Tindastól voru áföllin mörg eins og áður er rakið, en auk þess gekk ekk- ert upp í sókninni hjá Val. Haraldur skilaði sínu, sem og Pétur, en Ivan náði ekki að halda sínu striki. Mikið mæddi á Sverri og Einari og þegar pressan var mest undir lokin sagði þreytan til sín. Erfiðan leik dæmdu þeir Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson mjög vel. Stigin UMFG: Steinþór 28, Jóhannes 20, Krebbs 19, Guðmundur 17 og Rúnar 7. UMFT: Haraldur 27, Valur 15, Ivan 14, Pétur 12, Einar 4 og Sverrir 3. „Enn er von“ „Þetta er ekki búið enn, við eigum enn von. Við verðum að treysta á að Valur vinni Grind- víkinga og við sigrum í þeim tveimur leikjum sem við eigum eftir. Það var slæmt að tapa þess- um leik, við réðum illa við pressuna og flýttum okkur allt of mikið f sókninni. Það verða gífur- leg vonbrigði fyrir okkur ef við komumst ekki í úrslitakeppnina," sagði besti maður Tindastóls í leiknum, Haraldur Leifsson, að leik loknum. „Ekkert svar“ „Við lékum illa í fyrri hálfleik, en vamarleikur- inn í síðari hálfleik var mjög góður. Leikur þeirra hrundi alveg eftir að við fómm að pressa. Þeir vom hreinlega eins og böm í höndunum á okkur, áttu ekkert svar," sagði Gunnar Þorvarð- arson, þjálfari Grindvfkinga, eftir leikinn. Möguleikar Tindastóls Eins og áður kom fram á Tindastóll enn von um að komast f úrslitakeppnina. Staðan f inn- byrðisviðureignum liðanna er jöfn 2-2 og sti- gamunurinn er einnig jafn. Því kemur heild- arstigamunur liðanna til sögunnar. Þar hafa Grindvíkingar 40 stigum meira í plús. Til að komast upp fyrir Grindavík þarf Tinda- stóll að stóla á að Grindavík tapi fyrir Val. Vinni Valur með 1 stigi þarf Tindastól að sigra Þór og Keflavík með samtals 40 stiga mun. Úrslitakeppnin Úrslitakeppnin um íslandsmeistaratitilinn hefst nú senn. Allar líkur em á að Njarðvíking- ar leiki gegn Grindvíkingum og Keflvíkingar gegn KR-ingum í undanúrslitum. Leikurinn í Grindavík á sunnudagskvöld var góð upphitun fyrir úrslitakeppnina, sem vonandi verður eins skemmtileg í ár eins og undanfarin ár. BL „Bankakostnaður Nýlega geröi Verðlagsstofnun könnun þarsem bornar voru saman veröskrár banka og sparisjóöa frá 1. janúar síðastliðnum. Samkvæmt könnuninni reyndust heildarútgjöld einstaklinga vegna bankaviöskipta vera lægst í Landsbankanum. Niöurstaöan kom okkur ekki á óvart. Aö þessari hagkvæmu þjónustu geta viöskiptavinir okkar gengið á afgreiöslustööum Landsbankans og Samvinnubankans um land allt. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.