Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur3. maí 1991 Tíminn 7 Eysteinn G. Gíslason safnaöarfulltrúi, Skáleyjum: FLATEYJARKIRKJA OG FJÖLMIÐLASKRAF Á rúmhelgum degi í aprílbyrjun hringir sími vestur í Breiðafjarðareyjum. Spurt er eftir manni sem ekki er viðlátinn. I símanum er blaðakona frá Pressunni og vill fá fréttir af viðgerð Flateyjar- kirkju. Þannig tekst til að ég segi henni lauslega frá því sem ég veit um það mál og hún spyr um. Aðra ætlar hún að yfirheyra betur. Ég spyr um tilefni eftirgrennsl- ana hennar og hún svarar eitthvað á þessa leið: „Það eru sögur í gangi um þetta mál — ég ætla að prófa hvað ég get gert úr þessu.“ Ég kvaddi þessa fróðleiksfúsu konu þakklátur í huga. Taldi mig vita að Pressan væri einn af þess- um frjálsu, óháðu fjölmiðlum sem nú eru í óða önn að bæta heiminn og mannlífið eftir langt kúgunar- skeið ófrjálsra fjölmiðla. Hugsa sér að þessi elskulega blaðakona skuli gera sér það ómak að kynna sér málefni fámennasta safnaðar í heimi, til að kveða nið- ur söguburð sem henni hefur bor- ist til eyrna! Það er hins vegar varla við því að búast að hún legði á sig að heimsækja kirkjuna sem hún ætlar að fjaíla um, hún er nefnilega dálítið afskekkt — og langt frá Pressunni. En eftir á að hyggja; var konan kannski ekkert mjög elskuleg? Var einhver frekjutónn í spurningum hennar? Allmörgum dögum seinna barst söfnuði Flateyjarkirkju í hendur eintak það af umræddri Pressu sem að hluta er helgað málefnum þessa afskekkta guðshúss. Það hafði komið út 4. apríl. Þar kemur í ljós hvað Þóra Kristín blaðakona hafði getað „gert úr þessu“. Ég fletti blaðinu með nokkurri eftirvæntingu. Inni í því rekst ég á skelegga smágrein eftir annan rit- stjórann þar sem sannað er með rökföstum sleggjudómum að nauðsynlegt sé að selja Ríkisút- varpið í hendur einkaaðila — til þess að tryggja réttláta fjölmiðlun í landinu. En það kemur ekki þessu máli við, eða hvað? Á forsíðu stendur þetta: Kirkjan í Flatey. Fjárveiting úr kirkjugarðssjóði notuð til að mála mynd af sóknamefndinni á altar- istöfluna. Á blaðsíðu 10 kemur svo heilsíðugrein undir svohljóðandi fyrirsögn: Sóknamefnd í hlutverki læri- sveina á altaristöflu. Síðan kemur frásögn af hinu ógnvekjandi hneyksli, ásamt við- tali við prófastinn á Bíldudal. í undirfyrirsögn með greininni stendur þetta: Viðgerðir á gömlu kirkjunni í Flatey hafa nú valdið miklum deilum. Sóknamefndin fól iista- manninum Baltasar að mála nýja altaristöflu sem hann og gerði og þáði að launum þá fjármuni sem sóknaraefndin hafði fengið úr kirkjugarðssjóði og áttu að kosta loftviðgerðir á kirkjunni, en hún er í niðumíðslu. Það sem veldur deilunum er ekki síst það að lærisveinamir á altaristöflunni bera svipmót með- lima safnaðamefndarinnar. Svo mörg eru þau orð. Það fór sem mig varði: Pressan lætur ekki misindisfólk vaða uppi í samfélag- inu bótalaust. Þóra Kristín, kærar þakkir fyrir það. Eitt sinn var reyndar skrifað og þótti nokkuð gott: „... þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist." Slík viska kann að vísu að vera úrelt orðin, en þar sem áður- nefndur söfnuður þekkir ekki sögu Flateyjarkirkju í búningi Pressunnar og Þóru verður þess freistað að setja hana fram hér í annarri útgáfu. En meðal annarra orða, áður en lengra er haldið: hverjir standa í „miklum deilum" um viðgerð Flateyjarkirkju? Mér skilst að safnaðarstjórn kannist ekki við að standa í deilum við einn eða neinn um þær, og langi ekki til þess. Síst af öllu við brott- flutt safnaðarfólk, ef átt er við það í grein Pressunnar. Saga Flateyjarkirkju, sem snertir þær viðgerðir sem nú fara fram á henni, er í örstuttu máli á þessa leið: Kirkjan var byggð og tekin í notkun 1926. Steinsteypt hús og myndarlegt á þeim tíma, en þá hefur söfnuðurinn líklega verið á fjórða hundrað manns. Þrátt fyrir mikið vinnuframlag safnaðarins, og þá einkum Flateyinga, hefur sjálfsagt verið þungt fyrir fæti að stancja straum af kostnaði við ariguna, enda engir upp- _ tímar í Flatey þá. Þess vegna hefur það líklega verið að kirkjan var ekki máluð að innan strax, heldur var hvelfing og veggir hvít- kölkuð. Samt var hún dýrlegur helgidómur í augum okkar sem ekki þekktum önnur musteri veg- legri. Það liðu tæpir tveir áratugir áður en hún var máluð að innan, en til þess verks var vandað eftir föng- um, m.a. til að tryggja að máln- ingin flagnaði ekki af kalkbornum múrnum. Síðan liðu mörg ár í við- bót þar til svo atvikaðist að Baltas- ar listmálari dvaldi um skeið í Flatey. Hann er sem kunnugt er ættaður frá Katalóníu, en þá þegar þekktur listamaður hér á landi. Hann hreifst af Flateyjarkirkju, enda mun hann vera handgenginn kirkjulist úr sínum átthögum. Hann bauð söfnuðinum að mynd- skreyta kirkjuna og gefa vinnu sína við það. Lagði fram útfærðar hugmyndir að þeim myndum sem prýða skyldu hvelfingu og bakvegg í kór. Vera má að ekki hafi ríkt full- ur einhugur um tilboð lista- mannsins, m.a. vegna þess að sumum fundust myndirnar of ver- aldlegs eðlis, en niðurstaðan varð þó sú að þessu stórmannlega boði var tekið með þökkum. Verkið vann Baltasar síðan sumarið 1965. Þess skal getið að vegna ástæðna sem hér skulu ekki raktar var látið hjá líða að hrófla við altaristöfl- unni. Hún sýnir förina til Emm- aus, falleg helgimynd en óskyld á allan hátt myndum Baltasars. Til greina kom að velja henni annan stað í kirkjunni og að listamaður skreytti síöan kórinn samkvæmt þeim hugmyndum sem hann hafði lagt fram. Af því varð sem sagt ekki þá, en hugmyndin sú að gera þetta e.t.v. síðar. Myndir Baltasars á hvelfingu Flateyjarkirkju voru ekki helgi- myndir frá Gyðingalandi. Þær áttu rætur í menningar- og atvinnu- sögu Flateyjarsóknar. Þannig fannst listamanni, sem sjálfur er kominn sunnan úr Miðjarðarhaf- slöndum, við hæfi að skreyta Flat- eyjarkirkju. Gagnrýnisraddir, ef einhverjar voru, munu hafa þagn- að fljótt. Myndirnar vöktu óskipta athygli og drógu að sér fjölda fólks á liðnum árum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Verkið stóðst ekki tímans tönn og byrjaði fljótt að skemmast. Máln- ingin flagnaði af. Orsakir voru víst margar og verða ekki raktar hér. Sjálfsagt má tala um reynsluleysi, þekkingarskort og mannleg mis- tök við undirbúning verksins í því sambandi. Á sama tíma lá við borð að Flatey færi í eyði ásamt öðrum eyjum í sókninni og þarna yrði síðan um eyðibyggð að ræða. Þegar ekki varð af því var farið að huga að endurbótum á Flateyjarkirkju. Sýnt þótti að skemmdirnar á myndunum áttu að hluta til rót sína að rekja til ástands hússins, og að ekki mætti endurnýja þær án verulegra endurbóta á því áður. Á mörgum undanförnum árum hefur verið unnið að þeim endur- bótum eftir því sem getan til þess leyfði. Hvelfingin var einangruð til að losna við slaga, miðstöðvarhit- un sett upp, gluggar lagfærðir. Ut- anhúss var gert við múrverk, þak- ið endurbætt og kirkjan máluð ut- an. Nýlega er einnig Iokið við gagngerar endurbætur á kirkju- garðinum, sem er önnur saga. Margir studdu þessa viðleitni með ráðum og dáð: opinberir aðil- ar, fólk ættað úr eyjunum og söfn- uðurinn sjálfur sem þó er lítils megnugur vegna fámennis. Sókn- arnefndin óforskammaða hefur lagt á sig mikla ólaunaða vinnu, þ.á m. formaður hennar sem varla verður með sanngirni sakaður um að hafa legið á liði sínu. Pressan kom hins vegar ekki með sitt framlag fyrr en 4. apríl 1991, eins og áður er getið. Margir, sem sýnt hafa vilja sinn í verki með vinnu og fjárframlög- um, hafa vafalaust gert það vegna ræktarsemi við gömlu kirkjuna sína, þar sem þeir höfðu unnið sitt heit um að leitast við af fremsta megni... í þeim hópi er auðvitað ekki Pressan, hennar starfslið og kannski ekki heldur upphaflegir heimildarmenn hins frjálsa fjöl- miðils, og því má ætla að aðrar hvatir liggi að baki þeirra framlags en okkar hinna. Þó að margt væri búið að lagfæra og endurbæta þurfti samt að taka ákvörðun um hvort reynt skyldi að fá Baltasar til að endurnýja lista- verk sín í kirkjunni, eða má þau hreinlega út og mála kirkjuna á ný, án þeirra. Sú ákvörðun var tekin á almennum safnaðarfundi eftir guðsþjónustu í Flateyjar- kirkju þann 26. ágúst 1979. Var það röng málsmeðferð, siðavanda Pressa? Þú varst ekki til kvödd, rétt er það, líklega vegna þess að þú munt ekki hafa verið fædd þá. Ég spyr vegna ummæla í lok greinar þinnar. Hann Baltasar tók að sér að vinna verk sitt í Flateyjarkirkju upp á nýtt, fyrir ákveðið verð, og gerði það í okt.-nóv. á síðastliðnu hausti. Þá var ákveðið að nú skyldi bak- veggur kórsins myndskreyttur í stíl við hvelfinguna og samkvæmt upphaflegu tilboði listamannsins. Fyrir það verk tók hann ekki greiðslu, vegna þess að það var hluti þess verks sem hann gaf kirkjunni 19651 Síðan hefur verið fáförult í Flat- ey, eins og jafnan á vetrardag, og því hafa sárafáir litið handaverk hans augum ennþá. „Miklar deil- ur“, sem eiga að vera í gangi um það, koma því heimamönnum Iít- ið eitt spánskt fýrir sjónir. Áður en Baltasar gæti hafist handa á sl. hausti þurfti að leggja fram mikla undirbúningsvinnu. Allir kirkjubekkirnir voru fjar- lægðir til að rýma fyrir væntanleg- um vinnupöllum málarans, enda sýnt að viðgerða var þörf á gólfi. Hvelfingin var nauðhreinsuð inn í stein og meðhöndluð að ráði sér- fræðinga. Bekkirnir og ýmsir kirkjumunir, þ.á m. gamla altaris- taflan, voru fluttir niður í Sam- komuhús til geymslu þar meðan á viðgerð stæði. í þessa undirbún- ingsvinnu og myndskreytingu hvelfingarinnar fóru þeir fjármun- ir sem Pressan segir að hafi verið notaðir „til að mála mynd af sókn- arnefndinni á altaristöfluna". Leitt er til þess að vita ef fólk í fjarlægum sóknum er áhyggjum hlaðið út af altaristöflu í Flatey. Áreiðanlega eru það mikil mistök og gerræði að sóknarnefnd Flat- eyjarsóknar skyldi ekki leita sam- þykkis allra aðila um land allt áður en ráðist var í það fólskuverk að koma henni í geymslu meðan framkvæmdir eru í gangi í kirkj- unni. Þá er aðeins eftir að víkja nánar að hinni nýju veggmynd í kór Flateyjarkirkju, sem valdið hefur „miklum deilum" skv. heimildum Pressunnar. Ekki veit ég hvort rétt er að kalla slíka mynd altaristöflu sem máluð er á vegg. Reyndar hefði kannski ekki Iegið á að deila um verkið fyrr en „deilu- aðilar" væru búnir að sjá það, en það er önnur saga. Vegna allra gamalla safnaðar- meðlima Flateyjarsóknar og ann- arra, sem í alvöru bera góðan hug til kirkjunnar þar, vil ég segja þetta: Mér vitanlega hefur aldrei staðið til að fjarlægja gömlu altar- istöfluna úr Flateyjarkirkju, þótt nú sé hún geymd ásamt öörum munum í öðru húsi um sinn. — Sóknarnefnd fékk ekki list- málara til að mála mynd af sér á altaristöflu í Flateyjarkirkju. — Fjárveiting, sem útveguð var til að endurnýja myndverk í hvelf- ingu kirkjunnar, var notuð til þess. Annað eru bein ósannindi. Baltasar málaði ekki mynd af sóknarnefnd á altaristöflu í Flatey. Það eru líka ósannindi. í sóknar- nefnd Flateyjarsóknar eru einn karl og tvær konur, en á myndinni í kórnum sjást þrír karlmenn sam- an á tali — eins og á gömlu töfl- unni. Þeir eru hins vegar ekki staddir á veginum til Emmaus, í kyrtlum með ilskó á fótum, heldur úti á Tröllenda í Flatey að því er virðist. Líklega hefur listamaður- inn viljað færa gamalt þema nær okkur í tíma og rúmi. Eru ekki all- ir kristnir menn lærisveinar meistarans sem á að hafa sagt: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar"? Enginn sagði Baltasar fyrir verkum um það hvernig hann ætti að útfæra sína hugmynd, eða hvaða andlits- fall hann ætti að hafa á persónum myndarinnar. Ekki frekar en Jó- hannesi Kjarval þegar hann mál- aði töflu fyrir austfirska kirkju, með söfnuð þeirrar kirkju að hlýða á fjallræðuna með Dyrfjöll í baksýn. Ekki frekar en mörgum listamönnum öðrum sem flutt hafa gömul biblíuminni til nútíð- ar og íslenskra staðhátta. Hlið- stæður má vafalaust finna í kirkju- list um allan heim frá ýmsum tím- um. Að listamenn gæði viðfangs- efni sín svipmóti lifandi manna er varla nýtt af nálinni heldur. Sagt er að þegar Einar Jónsson mótaði sína miklu Kristsmynd, sem nú gnæfir í kór Hallgríms- kirkju, hafi setið fyrir hjá lista- manninum Guðmundur J. Guð- mundsson verkalýðsleiðtogi, ung- ur maður þá, en líklega þá þegar með einhvern þann leiðtogasvip sem listamaðurinn hefur viljað ná fram í verki sínu. Ekki hefur því þó verið haldið fram, mér vitan- lega, að umrædd höggmynd sé af Guðmundi, en kannski ætti Press- an að athuga það mál. Við blaðakonu Pressunnar vil ég að lokum segja þetta: Það hefur oftast verið talið ljótt að skrökva svívirðingum upp á saklaust fólk. Þó þarft þú vonandi engum alvar- legum afleiðingum að kvíða. Allt bendir til að þú hafir ekki haft hugmynd um hvað þú varst að gera. Sá leiðtogi, hvers erindi þú þykist líklega hafa verið að reka með skrifum þínum, ætlaðist til að slíkum væri fyrirgefið. Hann átti það líka til að skrifa sök illa siðaðra kvenna í sandinn og segja þeim að haga sér skikkanlega framvegis. Ég hef meiri áhyggjur af hús- bændum þínum á Pressunni. Þeir vita vafalaust hvað þeir eru að gera. Þeirra atvinna er að selja slúður og óhróður um meðbræð- ur sína. I þeirri starfsgrein er ekki spurt um sannleiksgildi heldur sölumöguleika, sem eru stundum svo ósættanlegar andstæður að það fyrrnefnda verður að víkja. Markaðslögmálið má ekki brjóta! í þessari starfsgrein sýnist líka koma til greina að vaða inn í guðs- hús ef þar er hagnaðarvon að finna, líkt og í Gyðingalandi fyrir 20 öldum. Þess finnast ekki mörg dæmi í guðspjöllunum að Frelsaranum yrði svo skapfátt að hann nánast léti hendur skipta — nema þegar hann rak fjárplógsmennina út úr musterinu, velti um stólum þeirra og borðum og skammaði eins og hunda. Þó voru þeir aðallega að selja dúfur — ekki upploginn óhróður. Það er viss ástæða til að óttast þá sölumenn sem þannig haga sér — og um örlög þeirrar þjóðar sem gerir viðhorfum slíkra manna of hátt undir höfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.