Tíminn - 02.07.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.07.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 2. júlí 1991 Karl Sighvatsson Síðbúin kveðja í raun var Karl Sighvatsson stór partur af heilli kynslóð. Tónlistin, klæðnaðurinn, göngulagið, klipp- ingin, hammondið, hakan, hrein- skilnin. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt Kalla Sighvats náið og trúlega hleypti hann fáum að sínum innsta kjama, þrátt fyrir heila kynslóð kunningja. Kalli var alltaf tilbúinn að ræða heima og geima og fór ekki í grafgötur með eigin skoðanir, en einhvern veginn fékk ég á tilfinn- inguna að Kalli væri á krossgötum allt sitt líf. Tónlistarhæfileikamir leyndu sér ekki, en undir yfirborðinu kraumaði músíkgáfa tónskáldsins sém leitaði farvegs og átti eftir að blómstra. Eftir hin villtu, trylltu ár Bítla og Rúllandi steina, Blóma og Trúbrota hélt Kalli á vit náttúru í orðsins fyllstu merkingu. Heilsa, „Mentalphysics", hollt fæði. Man ég vel eftir litlu leynifuhdun- um í Kópavogi þar sem heilsusam- legir hlutir voru ræddir ofan í kjöl- inn og ýmsar hugmyndir reifaðar. Kalli tók að sér að ræða við peninga- mennina, ósmeykur að vanda. Ann- ars skiptu peningar ekki höfuðmáli, hippahugsjónin réð ferðinni og má ég til með að hafa eftir skondna fjár- málasögu um Kalla Sighvats, sem ég sel ekki dýrari en ég keypti. Þegar Karl Sighvatsson hellti sér út í spilamennskuna á sínum ung- lingsárum, fór ekki á milli mála að peningar streymdu inn í hæfilegum skömmtum. í stað þess að leggja fyrir eða fjárfesta í framtíðinni, lagði Kalli öll sín laun ofan í hatt sem honum hafði áskotnast. Það var ósköp handhægt að teygja sig í hatt- inn, þegar að þrengdi, en hratt var lifað og alltaf kom það Kalla jafn mikið á óvart þegar gripið var í tómt, hatturinn tómur, peningarnir búnir. Stórt skref var stigið, þegar tekið var af skarið um tónlistarnám í Vín- arborg og áframhaldandi nám í Bandaríkjunum. Þrátt fýrir miklar vegalengdir og langar fjarvistir, þá var það orðinn fastur liður að við Kalli Sighvats hittumst á krossgötum í Reykjavík. Við ræddum lífið, tilveruna og tón- listina af gagnkvæmum áhuga og skilningi, með hlýju í garð hvors annars. Karl, ég mun sakna þessara funda, þegar ég kem heim í sumar. Kalli Sighvats var alltaf á ferð og flugi, jafnvel þó hann stæði kyrr og eirði aldrei lengi á sama stað. Að setjast í helgan stein var ekki uppi á teningnum. Húseign í Hveragerði breytti engu þar um. Síðast hittumst við í september. „Á næstu grösum." Það lá vel á Kalla Sighvats: brúnn og sællegur, ný- kominn frá Kaliforníu. Tilbúinn að segja upp organistastöðunum fyrir austan. Hammondið aftur komið í tísku, nóg að gera í spilamennsk- unni. Jafnvel á leið til annarra landa. Allt opið. Karl Sighvatsson á krossgötum eina ferðina enn. SOFANDI BARN Nú er bamið sofnað og brosir í draumi kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu, hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn ergull sitt bamið missir úr hendinni smáu og heyrirþað ei. Þannig verður hinsta þögnin einhvemtíma. Ég losa kreppta fíngur um lífíð mitt og dey. Jón úr Vör Ástvinum sendum við samúðar- kveðjur. Sverrír Guðjónsson Elín Edda Ámadóttir H BÓKMENNTIR I Björn Eysteinsson, konur og niðjatal NIÐJATAL Björas Eysteinssonar, Guðbjargar Jónasdóttur, Helgu Sigurgeirsdóttur og Kristbjargar Pétursdóttur. Ritstj.: Gtsli Piisson Útg.: Bókaútgift n Hofi, Vatnsdal, 1991 Það er all sérstætt að bændur til sveita stundi bókaútgáfu, en sem betur fer eru til dæmi þess í Húna- þingi og kannski víðar. Gísli Páls- son, bóndi á Hofi í Vatnsdal, hefur undanfarin ár gefið út nokkrar bæk- ur og er nýjasta barn hans Niðjatal Björns Eysteinssonar og eigin- kvenna hans og ráðskonu. Ekki er ætlun mín að bera sérstakt lof á Niðjatalið vegna þess eins að það er gefið út í Vatnsdal. Það mun hins vegar vera nokkuð sönn umsögn, að telja bókina vel gerða og skemmti- lega uppsetta, auk þess sem við- fangsefnið er áhugavert. Bjöm Eysteinsson er áhugaverð persóna vegna einbeitni sinnar og hörku, en fær seint góða einkunn fyrir alúð og nærgætni. í persónu- lýsingu Björns segir að hann muni „hafa verið kátur og skemmtilegur, framtakssamur, stríðinn, ótrúlega fljótur til svars og hitti ætíð í mark. ... hann efaðist ekki um ágæti sitt eða ættingja sinna. Hann var brjóst- góður og hafði til að vera stórgjöfull, en stórbokki var hann. Tæplega var hann ástúðlegur faðir eða um- hyggjusamur maki...“ Ekki hefur það heldur heyrst að Birni hafi verið talið hughvarf um ævina. Tveimur konum kvæntist hann og bjó síðast með ráöskonu sinni í óvígðri sambúð. Guðbjörg Jónas- dóttir frá Tindum átti með honum börnin Jónas og Guðrúnu. Guðbjörg og Björn slitu hjúskap og flutti hún síðar með seinni manni sínum til Ameríku, en andaðist árið 1916 af hjartabilun. Helga Sigurgeirsdóttir frá Víðidalstungu var síðari eigin- kona Björns og áttu þau saman sjö börn. Hún bjó með Birni þann tíma er hann flutti fram á heiðar í harð- indunum í lok nítjándu aldar. „Hafi Björn verið afreksmaður, var hún kvenhetja." Helga lést úr nýrnasjúk- dómi aðeins 46 ára að aldri. Eftir andlát hennar hóf hann sambúð með Kristbjörgu Pétursdóttur, ráðs- konu sinni, og áttu þau saman tvo syni. Af þessu fólki er kominn sá ættbogi sem nú hefur komist á eina bók. Sannast þar með sú fullyrðing í umsögn um Björn að „börn hans og niðjar eru ótrúlega stolt af honum“. Margt þjóðkunnra manna er af honum komið og ætla ég ekki að nefna þar einn öðrum fremur, enda væri það að æra óstöðugan. Kemst ég þó ekki hjá því að nefna Björn Þorsteinsson prófessor, en eftir hann birtist í bókinni skemmtileg ræða er hann flutti á niðjamóti afa síns árið 1979. Má segja að lokaorð hans lýsi ættinni vel: „Við ættlerarn- ir þurfurri ekki að halda ættarmót til þess að minning Björns lifi. Hann hefur séð um það sjálfur, en það er- um við sem njótum þess að vera komin af Birni Eysteinssyni." Bókin er á margan hátt aðgengileg og er mikil hjálp af myndunum sem birtast hér af nær öllum niðjum og venslafólki. Flýtir það mikið fyrir þeim sem fletta vilja í svona bók sjálfum sér til glöggvunar og yndis. Þá eru í bókinni fjölmargar myndir úr Vatnsdal og öðrum heimkynnum ættföður og niðja. Þetta er ekki fyrsta bók útgefanda í þessum flokki og hefur hann nú sama hátt á og áð- ur, að númera ekki ættliði eins og gert er víðast. Dálítið er þetta ein- kennilegt við fyrsta lestur, en reyn- ist fljótlega algjör óþarfi. Það minn- ir lesandann á að hann er ekki að lesa afurðaskýrslur eða ættbækur ís- lenskra hesta, heldur ágæta bók um fólk. Bókin verður læsilegri og verð- ur að lokum handgengnari en ella. Kristján Björnsson Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma Ólöf Ólafsdóttir Grundargerðl 21, Reykjavík sem lést þriðjudaginn 25. júní veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Siguijón Auðunsson Ólafur Hjörtur Sigurjónsson Krístín Hafsteinsdóttír Jórunn Siguijónsdóttír Vilberg Sigurjónsson Sigrún Andrésdóttir Hólmfríður Sigurjónsdóttir Níls Axelsson Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir ogbamaböm Bleikjuseiði til sölu til áframeldis eða sleppingar í vötn og tjarnir. Stærð: 50-150 gr. Vil kaupa eldisker 10-30 rúmm. Sími 98-68863. ----------------------------------------------^ Bróðir minn Jón Guðmundsson bóndl á Sklphyl lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 30. júní. Elísabet Guðmundsdóttir _____________________________________________/ Útboð Tilboð óskast í vinnu og efnisliði í uppsteypu og þakfrágang vegna viðbyggingar við Félagsheim- ilið Hlaðir á Hvalfjarðarströnd. Einnig uppsteypu á útisundlaug. Jarðvinna er undanskilin. Tilboðsgögn afhendast frá og með miðvikudeg- inum 3. júlí, hjá Arkitektastofunni við Austurvöll, Pósthússtræti 17, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Kvöid-, nætur- og hdgidagavarsla apóteka f Reykjavík 28. júni til 4. Júlí er f Laugavegs- apóteki og Hoitsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til Id. 9.00 að morgni virka daga en Id. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknaféiags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyd: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sfna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá ki. 8.00-18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfbss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, slmi 28586. Læknavakt fyrir Roykjavfk, Seitjamames og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á SeHJamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Viljanabeiðnir, sfmaráðleggingar og tlmapant- anir I slma 21230. Borgarspftalinn vakt ffá kl. 08- 17 alla virka daga fýrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu enjgefnar I sím- svara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heðsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafhaifjörðun Heilsugæsla Hafnarijarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga Id. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf f sál- fræðilegum efrium. Slmi 687075. Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 tll kl. 20.00. Kvennadeidm: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Allavirka kl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitallnn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafriarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspíteil: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspftali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuríæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: SeHjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabiffeið slmi 11100. Kópavogur. Lögreglan slmi 41200, slökkvlliö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörðun Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akuieyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 22222. Isafjöröu': Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.