Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 26. nóvember 1991
■H ÍÞRÓTTIR
Borgnesingar
fengu skell
Skallagrímsmenn úr Borgamesi
fengu heldur betur skell á sunnudags-
kvöldið, er þeir léku gegn Keflvíking-
um syðra. Keflvíkingar unnu sinn sjö-
unda leik í röð í deildinni 122-80 og
eru enn eina taplausa lið deildarinnar.
Það var þegar ljóst í upphafi hvert
stefndi, staðan í leikhléi 65- 27. Borg-
nesingar hresstust þó örlítið í síðari
hálfleik.
Stigin ÍBK: Bow 36, Jón Kr. 18, Sig-
urður 14, Nökkvi 14, Hjörtur 14, Al-
bert 10, Kristinn 6, Brynjar 6, Júlíus 2
og Böðvar 2. Skallagrímur: Birgir 24,
Krupatsjev 24, Sigurður Elvar 10,
Hafsteinn 8, Þórður 4, Grétar 4 og
Bjarki 2. BL
Körfubolti -1. deild:
ÍR sigur í
toppslag
ÍR-ingar eru nú með 4 stiga forskot
á Akranes í efsta sæti 1. deildar
karla í körfuknattleik, eftir 100-77
sigur í toppleik deildarinnar á laug-
ardag. Þá eru Víkverjar komnir í
fjóróa sæti deildarinnar eftir sigur á
Reyni 76- 72 á sunnudag. Þá varð
Keilufélagið að gefa leik sinn gegn
Hetti.
Leikur ÍR og ÍA var jafn fyrstu 8
mín. en ÍR, sem Iéku á heimavelli,
höfðu 22-15 forystu um miðjan fyrri
hálfleik. Munurinn var 16 í leikhléi,
52-36. Skagamenn löguðu stöðuna
örlítið í upphafi síðari hálfleiks, 53-
41, en þá gerðu ÍR- ingar út um leik-
inn með því að skora 15 stig í röð,
68-41. Mestur varð munurinn 26
um miðjan hálfleikinn 80-54. Síð-
ustu mín. leiksins fengu varamenn
ÍRað spreyta sig, þar á meðal þrír 17
ára strákar úr drengjaflokk, Eiríkur
önundarson, Halldór Kristmanns-
son og Jónas Valdimarsson, en sá
síðast nefndi lék sinn fyrsta meist-
araflokksleik. Það var einmitt Jónas
sem kom ÍR í 100 stigin, með því að
skora síðustu körfu leiksins, 100-77.
Stigin. ÍR: Björn Leósson 24, Eirík-
ur önundarson 18, Jóhannes
Sveinsson 13, Hilmar Gunnarsson
11, Ragnar Torfason 9, Gunnar Örn
Þorsteinsson 7, Halldór Krist-
mannsson 6, Jónas Valdimarsson 4,
Aðalsteinn Hrafnkelsson 4 og Art-
hur Babcock 4. ÍA: Eric Romback
27, Jóhann Guðmundsson 16,
Heimir Gunnlaugsson 12, Garðar
Jónsson 7, Jón Þór Þórðarson 6, Pét-
ur Sigurðsson 5 og Egill Fjeldsted 4.
Víkverji er kominn í fjórða sæti
deildarinnar með 76-72 sigri á Reyni
f Hagaskóla á sunnudag, en Reynir
var fyrir í fiórða sætinu, sem gefur
sæti í úrslitakeppninni í vor.
Höttur fékk ódýr stig í sarpinn,
þegar fyrirséð var að Keilufélagið
kæmist ekki austur með nógu
marga leikmenn og varð að gefa
leikinn af þeim sökum. Höttur er
enn í þriðja sætinu í deildinni.
Staðan í 1. deild karla
í körfuknattleik:
ÍR.............7 7 0 645-486 14
Akranes........7 5 2 549-520 10
Höttur...........7 43456-450 8
Víkverji ........7 3 4438-521 6
Reynir........7 3 4 589-551 6
Breiðablik....624529-461 4
ÍS............624380-403 4
KeilufélagR...7 16326-520 2
BL
Handbolti - 2. deild:
ÍR á toppinn
ÍR sigraði HKN á sunnudagskvöld
26-19 í Seljaskóla. Þar með tapaði
suðumesjaliðið sínum fyrsta leik, en
ÍR er enn taplaust í efsta sæti deild-
arinnar, á leik til góða á HKN.
Þór, sem vann KR nyrðra 22-20, er
Ifka án ósigurs, en á tvo leiki til góða
á ÍR. Þá vann KR Völsung 20-24 á
Húsavfk og ÍH vann Fjölni 22-20.
Þór frá Akureyri vann sinn fyrsta
leik í Japísdeildinni í körfubolta á
sunnudagskvöldið, en andstæðing-
ar þeirra voru Snæfell úr Stykkis-
hólmi.
Þessi sigur kemur nokkuð á óvart,
þar sem þrír af sterkustu leikmönn-
um Þórs, þeir Sturla og Gunnar Ör-
lygssynir, ásamt Georg Birgissyni
eru hættir að Ieika með liðinu.
En Þórsarar stóðu þétt saman í
leiknum og unnu langþráðan sigur
103-87. Fyrri hálfleikur var jafn,
staðan í leikhléi 43-30 fyrir Þór, en í
þeim síðari rúlluðu norðanmenn yf-
ir mjög slakt lið Snæfells.
Tindastól
rúllað upp
Tindastólsmenn, með Pétur Guð-
mundsson á ný í sínum herbúðum
fóru ekki frægðarfor til Grindavíkur
á sunnudagskvöld. Liðið steinlá fyr-
ir heimamönnum 115-82.
Dan Krebbs átti stórleik í liði
Grindvíkinga, sem voru yfir í leik-
hléi 50-33.
Stigin UMFG: Dan Krebbs 38, Guð-
mundur 22, Marel 19, Rúnar 10,
Bergur 9, Pálmar 8, Atli 4, Hjálmar
3 og Ingi Karl 2. UMFT: Pétur 24, Iv-
an Jonas 18, Valur 12, Einar 12, Pét-
ur V. 5, Haraldur 5, og Kristinn 4.
BL
Kanalausir en
sigruðu samt
KR-ingar, sem léku án Bandaríkja-
mannsins John Bear, unnu Hauka
98-83 í Japísdeildinni á sunnu-
dagskvöld, í leik sem lengst af var í
jafnvægi.
KR-ingar höfðu yfirleitt frumkvæð-
ið í fyrri hálfleik, en Haukar voru
sjaldan langt undan. í leikhléi voru
KR-ingar yfir 46-41. Það var síðan í
síðari hálfleik að KR-ingar sigu fram
úr og unnu 16 stiga sigur 98-83.
Olafur Gottskálksson lék sinn
fyrsta leik með KR og stóð sig vel.
Haukar tefldu fram nýjum Bada-
ríkjamanni, John Rhods og þar á
ferðinni sterkur miðherji.
Stigin KR: Guðni 27, Páll 18, Axel
14, Hermann 12, Lárus 12, Ólafur 9
og Óskar 6. Rhods 27, Jón Amar 20,
fvar 12, Henning 7, Pétur 6, Jón Öm
5, Þorvaldur 3 og Hörður 3.
BL
Staðan í Japís-
deildinni
í körfuknattleik:
Njarðvík A-riðill: 7 6 1 620-538 12
KR 7 6 1 702-597 12
Tindastóll 72 5 614-667 4
Snæfell 72 6433-639 4
Skallagrímur 71 6566-682 2
Keflavík B-riðill: 7 7 0 735-554 14
Grindavík 7 5 2 607-553 10
Haukar 7 3 4 638-684 6
Valur 72 5 616-639 4
Þór 7 1 6560-636 2
í kvöld leika Tindastóll og Þór á
Sauðárkróki kl. 20
Körfubolti - Japísdeild:
Breiddin var meiri
hjá Njarðvíkingum
- sem sigruðu Val 81-88 á Hlíðarenda
Magnús Matthíasson Valsmaður (nr. 8) sýnir góða vamartilburði og ver skot Kristins Einarsson í leikn-
um á sunnudag. Kristinn átti góðan leik fyrir Njarðvíkuiiiðið í leiknum. Magnús, ásamt Franc Booker (nr.
7) sem virðist á leiðinni í gólfið á myndinni hér að ofan. Þeir vom máttarstólpar Valsliðsins, ásamt Tóm-
asi Holton
Keppni í Japísdeildinni í körfubolta
hófst á ný á sunnudagskvöld, en
ekkert hefur verið leikið í deildinni
síðustu þrjár vikur vegna Banda-
ríkjaferðar landsliðsins. Fimm leikir
fóru fram á sunnudagskvöld og einn
þeirra var leikur Valsmanna og ís-
landsmeistara Njarðvikinga á Hh'ð-
arenda.
Valsmenn mættu til leiks í fyrsta
sinn undir stjórn síns nýja þjálfara,
Tómasar Holton. Ragnar Þór Jóns-
son, bakvörðurinn hittni, gat ekki
leikið með vegna meiðsla og veikir
það liðið mikið, því breiddin í leik-
mannahópnum er ekki mikil. í lið
Njarðvíkinga vantaði Friðrik Ragn-
arsson, sem er fingurbrotinn og
Hreiðar Hreiðarsson fyrirliða liðsins,
sem slasaðist í umferðarslysi á föstu-
dagskvöld. Hreiðar mun vera á bata-
vegi, en er töluvert slasaður. Hann
leikur þó líklega ekki meira með lið-
inu á þessu keppnistímabili.
Bæði lið beittu maður á mann vörn
í upphafi leiks og Njarðvíkingar
pressuðu eftir skoraða körfu. Gest-
irnir skoruðu fyrstu 9 stigin í leikn-
um, en Valsmenn svöruðu með því
að skora næstu 8 stig. En Valsmenn
náðu ekki að jafna, hvað þá að kom-
ast yfir. Njarðvíkingar bættu við
stigamuninn jafnt og þétt og svæðis-
vörn Valsmanna undir lok hálfleiks-
ins breytti þar engu um. Njarðvík-
ingar fóru með 13 stig með sér til
búningsherbergja í leikhléi 37-50.
Munurinn varð mestur 19 stig í
upphafi síðari hálfleiks 38-57. Þá
kom góður leikkafli hjá Val, Franc
Booker reif sig lausan úr gæslunni
hvað eftir annað og skoraði 3ja stiga
körfur. Forskot Njarðvíkinga minnk-
aði stöðugt og Valur minnkaði mun-
inn í 1 stig 67-68. Hinum megin
misheppnuðust skot Njarðvíkinga og
þar loks kom að því að Valsmenn
tóku forystu í leiknum 71-70 og 74-
72. Gestirnir komust aftur yfir 74-75
og 78-82. Lokatölumar voru síðan
81- 88. Það sem gerðist hjá Vals-
mönnum undir lokin og réð að öll-
um líkindum úrslitum í leiknum,
var að Tómas Holton fékk sína 5.
villu þegar 5 mín. voru til leiksloka.
Stuttu síðar fór Ari Gunnarsson
sömu leið. Franc Booker brást einn-
ig skotfimin frá vítalínunni og lang-
skot hans undir lokin fóru ekki rétta
leið.
Njarðvíkingar fóru heldur ekki var-
hluta af villuvandræðum, besti mað-
ur þeirra í leiknum, Kristinn Einars-
son fékk sína 5. villu þegar tæpar 9
mín. voru til ieiksloka og ísak Tóm-
asson varð að fara út af þegar 4 mín.
voru eftir. Þeirra stöður tóku Agnar
Ólsen og Jóhannes Kristbjörnsson
og stóðu þeir sig báðir vel undir lok-
in og skoruðu mikilvægar körfúr.
Það má því með sanni segja að
breiddin hafi skipt sköpum hvort lið-
ið sigraði. Einnig var afdrifaríkt fyrir
Valsmenn hvað þeir töpuðu mörgum
boltum í hendur Njarðvíkinga.
„Ég er ánægður með að vinna
þennan leik með hálf vængbrotið lið,
undirbúingurinn fyrir leikinn fór
fyrir ofan garð og neðan." sagði Frið-
rik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga
eftir leikinn.
Kristinn Einarsson var bestur
Njarðvíkinga að þessu sinni, en Teit-
ur Ronday og Isak áttu þokkalega
leik. Jóhannes og Agnar voru mjög
öruggir undir lokin. Hjá Val voru
þeir Franc, Tómas og Magnús yfir-
burðamenn, Matthías átti ágætan
leik ívöminni.
„Við vorum hissa að vera yfir á móti
Njarðvík, þegar 5 mín. voru eftir og
búnir að gleyma hvernig það er. Ann-
ars er aldrei að vita hvað hefði gerst
ef skotin hjá Franc Booker hefðu far-
ið rétta leið,“ sagði Tómas Holton
þjálfari Vals eftir leikinn.
Stigin Valur: Frac Booker 30, Magn-
ús Matthíasson 24, Tómas Holton
12, Ari Gunnarsson 7, Matthías
Matthíasson 6 og Símon Ólafsson 2.
UNFN: Teitur Örlygsson 19, Ronday
Robinson 16, Kristinn Einarsson 16,
ísak Tómasson 14, Jóhannes Krist-
björnsson 14, Agnar Ólsen 6 og Ást-
þór Ingason 3.
Ágætir dómarar leiksins voru Jón
Otti Ólafsson og Helgi Bragason.
BL
Fyrsti
sigur
Þórs