Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						14 Tíminn
Þriöjudagur 26. nóvember 1991
ÍÞRÓTTIR
Borgnesingar
fengu skell
Skallagrímsmenn úr Borgamesi
fengu heldur betur skell á sunnudags-
kvöldið, er þeir léku gegn Keflvíking-
um syðra. Keflvíkingar unnu sinn sjö-
unda leik í röð í deildinni 122-80 og
eru enn eina taplausa lið deildarinnar.
Það var þegar ljóst í upphafi hvert
stefndi, staðan í leikhléi 65- 27. Borg-
nesingar hresstust þó örlítið í síðari
hálfleik.
Stigin ÍBK: Bow 36, Jón Kr. 18, Sig-
urður 14, Nökkvi 14, Hjörtur 14, Al-
bert 10, Kristinn 6, Brynjar 6, Júlíus 2
og Böðtrar 2. Skallagrímur: Birgir 24,
Krupatsjev 24, Sigurður Elvar 10,
Hafsteinn 8, Þórður 4, Grétar 4 og
Bjarki 2.                 BL
Körfubolti-I.deild:
ÍR sigur í
toppslag
ÍR-ingar eru nú með 4 stiga forskot
á Akranes í efsta sæti 1. deildar
karla í körfuknattleik, eftir 100-77
sigur í toppleik deildarinnar á laug-
ardag. Þá eru Vfkverjar komnir í
fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á
Reyni 76- 72 á sunnudag. Þá varð
Keilufélagið að gefa leik sinn gegn
Hetti.
Leikur ÍR og ÍA var jafn fyrstu 8
mín. en ÍR, sem léku á heimavelli,
höfðu 22-15 forystu um miðjan fyrri
hálfleik. Munurinn var 16 í leikhléi,
52-36. Skagamenn löguðu stöðuna
örlítið í upphafi síðari hálfleiks, 53-
41, en þá gerðu ÍR- ingar út um leik-
inn með því að skora 15 stig í röð,
68-41. Mestur varð munurinn 26
um miðjan hálfleikinn 80-54. Síð-
ustu mín. leiksins fengu varamenn
ÍR að spreyta sig, þar á meðal þrír 17
ára strákar úr drengjaflokk, Eiríkur
önundarson, Halldór Kristmanns-
son og Jónas Valdimarsson, en sá
síðast nefndi lék sinn fyrsta meist-
araflokksleik. Það var einmitt Jónas
sem kom ÍR í 100 stigin, með því að
skora síðustu körfu leiksins, 100-77.
Stigin. ÍR: Björn Leósson 24, Eirík-
ur önundarson 18, Jóhannes
Sveinsson 13, Hilmar Gunnarsson
11, Ragnar Torfason 9, Gunnar Örn
Þorsteinsson 7, Halldór Krist-
mannsson 6, Jónas Valdimarsson 4,
Aðalsteinn Hrafnkelsson 4 og Art-
hur Babcock 4. ÍA: Eric Romback
27, Jóhann Guðmundsson 16,
Heimir Gunnlaugsson 12, Garðar
Jónsson 7, Jón Þór Þórðarson 6, Pét-
ur Sigurðsson 5 og Egill Fjeldsted 4.
Vfkverji er kominn í fjórða sæti
deildarinnar með 76-72 sigri á Reyni
f Hagaskóla á sunnudag, en Reynir
var fyrir í fjórða sætinu, sem gefur
sæti í úrslitakeppninni í vor.
Höttur fékk ódýr stig í sarpinn,
þegar fyrirséð var að Keilufélagið
kæmist ekki austur með nógu
marga leikmenn og varð að gefa
leikinn af þeim sökum. Höttur er
enn í þriðja sætinu í deildinni.
Staðan í 1. deild karla
í körfuknattieik:
ÍR..........................7 7 0 645-486 14
Akranes.................7 5 2 549-520 10
Höttur...................7 4 3 456-450 8
Víkverji .................7 34438-521 6
Reynir...................7 3 4 589-551 6
Breiðablik.............6 2 4 529-461 4
ÍS...........................6 2 4 380-403 4
Keilufélag R..........71 6 326-520 2
BL
Handbolti - 2. deild:
ÍR á toppinn
ÍR sigraði HKN á sunnudagskvöld
26-19 f Seljaskóla. Þar með tapaði
suðurnesjaliðið sfnum fyrsta leik, en
ÍR er enn taplaust í efsta sæti deild-
arinnar, á leik til góða á HKN.
Þór, sem vann KR nyrðra 22-20, er
Ifka án ósigurs, en á tvo leiki til góða
áÍR. ÞávannKRVölsung 20-24 á
Húsavík og ÍH vann Fjölni 22-20.
Körfubolti - Japísdeild:                      VI       PH
Breiddin var meiri ujttju
hjá Njarðvíkingum PPffll
sem sigruðu Val 81-88 á Hlíðarenda
Magnús Matthíasson Valsmaður (nr. 8) sýnir góða vamartilburði og ver skot Kristins Einarsson í leíkn-
um á sunnudag. Krístinn átti góðan leik fyrír Njarðvíkurliðið í lelknum. Magnús, ásamt Franc Booker (nr.
7) sem virðist á leiðinni í gólfið á myndinni hór að ofan. Þeir voru máttarstólpar Valsliðsins, ásamt Tóm-
asi Holton
Keppni í Japísdeildinni í körfubolta
hófst á ný á sunnudagskvöld, en
ekkert hefur verið leikið í deildinni
síðustu þrjar vikur vegna Iíanda-
ríkjaferðar landsliðsins. Fimm leikir
fóru fram á sunnudagskvöld og einn
þeirra var leikur Valsmanna og ís-
landsmeistara Njaróvíkinga á Hlíð-
arenda.
Valsmenn mættu til leiks í fyrsta
sinn undir stjórn síns nýja þjálfara,
Tómasar Holton. Ragnar Þór Jóns-
son, bakvórðurinn hittni, gat ekki
leikið með vegna meiðsla og veikir
það liðið mikið, því breiddin í leik-
mannahópnum er ekki mikil. í lið
Njarðvíkinga vantaði Friðrik Ragn-
arsson, sem er fingurbrotinn og
Hreiðar Hreiðarsson fyrirliða liðsins,
sem slasaðist í umferðarslysi á föstu-
dagskvöld. Hreiðar mun vera á bata-
vegi, en er tóluvert slasaður. Hann
leikur þó lfklega ekki meira með lið-
inu á þessu keppnistímabili.
Bæði lið beittu maður á mann vörn
í upphafi leiks og Njarðvíkingar
pressuðu eftir skoraða körfu. Gest-
irnir skoruðu fyrstu 9 stigin í leikn-
um, en Valsmenn svöruðu með því
að skora næstu 8 stig. En Valsmenn
náðu ekki að jafna, hvað þá að kom-
ast yfir. Njarðvíkingar bættu við
stigamuninn jafnt og þétt og svæðis-
vörn Valsmanna undir lok hálfleiks-
ins breytti þar engu um. Njarðvík-
ingar fóru með 13 stig með sér til
búningsherbergja í leikhléi 37-50.
Munurinn varð mestur 19 stig í
upphafi síðari hálfleiks 38-57. Þá
kom góður leikkafli hjá Val, Franc
Booker reif sig lausan úr gæslunni
hvað eftir annað og skoraði 3ja stiga
körfur. Forskot Njarðvíkinga minnk-
aði stöðugt og Valur minnkaði mun-
inn í 1 stig 67-68. Hinum megin
misheppnuðust skot Njarðvíkinga og
þar loks kom að því að Valsmenn
tóku forystu í leiknum 71-70 og 74-
72. Gestirnir komust aftur yfir 74-75
og 78-82. Lokatölurnar voru síðan
81- 88. Það sem gerðist hjá Vals-
mönnum undir lokin og réð að öll-
um líkindum úrslitum í leiknum,
var að Tómas Holton fékk sína 5.
villu þegar 5 mín. voru til leiksloka.
Stuttu síðar fór Ari Gunnarsson
sömu leið. Franc Booker brást einn-
ig skotfimin frá vítalínunni og lang-
skot hans undir lokin fóru ekki rétta
leið.
Njarðvfkingar fóru heldur ekki var-
hluta af villuvandræðum, besti mað-
ur þeirra í leiknum, Kristinn Einars-
son fékk sína 5. villu þegar tæpar 9
mín. voru til leiksloka og ísak Tóm-
asson varð að fara út af þegar 4 mín.
voru eftir. Þeirra stöður tóku Agnar
Ólsen og Jóhannes Kristbjörnsson
og stóðu þeir sig báðir vel undir lok-
in og skoruðu mikilvægar körfur.
Það má því með sanni segja að
breiddin hafi skipt sköpum hvort lið-
ið sigraði. Einnig var afdrifarfkt fyrir
Valsmenn hvað þeir töpuðu mörgum
boltum í hendur Njarðvíkinga.
„Ég er ánægður með að vinna
þennan leik með hálf vængbrotið lið,
undirbúingurinn fyrir leikinn fór
fyrir ofan garð og neðan." sagði Frið-
rik Rúnarsson þjálfari Njarðvfkinga
eftir leikinn.
Kristinn Einarsson var bestur
Njarðvfkinga að þessu sinni, en Teit-
ur Ronday og Isak áttu þokkalega
leik. Jóhannes og Agnar voru mjög
öruggir undir lokin. Hjá Val voru
þeir Franc, Tómas og Magnús yfír-
burðamenn, Matthías átti ágætan
leikívöminni.
„Við vorum hissa að vera yfir á móti
Njarðvík, þegar 5 mín. voru eftir og
búnir að gleyma hvernig það er. Ann-
ars er aldrei að vita hvað hefði gerst
ef skotin hjá Franc Booker hefðu far-
ið rétta leið," sagði Tómas Holton
þjálfari Vals eftir leikinn.
Stigin Valur: Frac Booker 30, Magn-
ús Matthíasson 24, Tómas Holton
12, Ari Gunnarsson 7, Matthías
Matthíasson 6 og Símon Ólafsson 2.
UNFN: Teitur Örlygsson 19, Ronday
Robinson 16, Kristinn Einarsson 16,
ísak Tómasson 14, Jóhannes Krist-
björnsson 14, Agnar Ólsen 6 og Ást-
þór Ingason 3.
Ágætir dómarar leiksins voru Jón
Otti Ólafsson og Helgi Bragason.
BL
U9
Þór frá Akureyri vann sinn fyrsta
leik í Japísdeildinni í körfubolta á
sunnudagskvöldið, en andstæðing-
ar þeirra voru Snæfell úr Stykkis-
hólmi.
Þessi sigur kemur nokkuð á óvart,
þar sem þrír af sterkustu leikmönn-
um Þórs, þeir Sturla og Gunnar ör-
lygssynir, ásamt Georg Birgissyni
eru hættir að leika með liðinu.
En Þórsarar stóðu þétt saman í
leiknum og unnu langþráðan sigur
103-87. Fyrri hálfleikur var jafn,
staðan í leikhléi 43-30 fyrir Þór, en í
þeim síðari rúlluðu norðanmenn yf-
ir mjög slakt lið Snæfells.
Tindastól
rúllað upp
Tindastólsmenn, með Pétur Guð-
mundsson á ný í sínum herbúðum
fóru ekki frægoarför til Grindavfkur
á sunnudagskvöld. Liðið steinlá fyr-
ir heimamönnum 115-82.
Dan Krebbs átti stórleik í liði
Grindvfkinga, sem voru yfir í leik-
hléi 50-33.
Stigin UMFG: Dan Krebbs 38, Guð-
mundur 22, Marel 19, Rúnar 10,
Bergur 9, Pálmar 8, Atli 4, Hjálmar
3 og Ingi Karl 2. UMFT: Pétur 24, Iv-
an Jonas 18, Valur 12, Einar 12, Pét-
ur V. 5, Haraldur 5, og Kristinn 4.
BL
Kanalausir en
sigruðu samt
KR-ingar, sem léku án Bandaríkja-
mannsins John Bear, unnu Hauka
98-83 í Japísdeildinni á sunnu-
dagskvðld, í leik sem lengst af var í
jafnvægi.
KR-ingar höfðu yfirleitt frumkvæð-
ið í fyrri hálfleik, en Haukar voru
sjaldan langt undan. í leikhléi voru
KR-ingar yfir 46-41. Það var síðan f
síðari hálfleik að KR-ingar sigu fram
úr og unnu 16 stiga sigur 98-83.
Ólafur Gottskálksson lék sinn
fyrsta leik með KR og stóð sig vel.
Haukar tefldu fram nýjum Bada-
rfkjamanni, John Rhods og þar á
ferðinni sterkur miðherji.
Stigin KR: Guðni 27, Páll 18, Axel
14, Hermann 12, Lárus 12, Ólafur 9
og Óskar 6. Rhods 27, Jón Arnar 20,
ívar 12, Henning 7, Pétur 6, Jón Örn
5, Þorvaldur 3 og Hörður 3.
BL
Staðan í Japís-
deildinni
í körf uknattleik:
A-riðill:
Njarðvfk................7 6 1 620-538 12
KR ........................7 6 1 702-597 12
Tindastóll .............7 2 5 614-667 4
Snæfell.................7 2 6 433-639 4
Skallagrímur........7 1 6 566-682 2
B-riðill:
Keflavík................7 7 0 735-554 14
Grindavfk .............7 5 2 607-553 10
Haukar.................7 3 4 638-684 6
Valur.....................7 2 5 616-639 4
Þór........................7 1 6 560-636 2
í kvöld leika Tindastóll og Þór á
Sauðárkróki kl. 20
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16