Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 6. febrúar 1992 Jón Sigurðsson bankamaður Fæddur 13. júlí 1925 Dáinn 29. janúar 1992 Mér brá er ég frétti lát hans, þrátt fyrir það að ég vissi að hann væri mikið veikur og hefði verið um hríð, en það er alltaf þannig þegar maður heyrir lát góðs vinar og vinnufélaga um áratuga skeið. Ég minnist þess, er ég hóf störf í Búnaðarbanka íslands á haustdög- um 1953, hve Jón Sigurðsson tók mér vel. Þá hófust okkar kynni og vinskapur er hélst æ síðan. Það var æði margt sem við sýsluð- um saman. Við vorum saman í skemmtinefndum um árabil og þá var æði erfitt að halda skemmtanir, því að bæði vantaði sæmilegan sam- komusal og svo borð og stóla, en það fengum við lánað í Landsbankanum og bárum það milli okkar út í Bún- aðarbankann og skiluðum síðan eftir notkun. Þetta var raunar nokkuð erf- itt, en það var ekki sett fyrir sig og skemmtikvöld og þorrablót í Búnað- arbanka íslands urðu æ skemmti- legri og það var því að þakka að Jón hélt uppi fjöri með frábærum hljóð- færaleik. Löngum hefur Búnaðarbankinn verið þekktur fyrir að þar unnu góð- ir skákmenn, og margar skákir háð- um við Jón, bæði okkar í milli og svo fyrir bankans hönd. Þegar við tefld- um saman, var talsmátinn oft ekki fagur og það svo, að einn frægur skákmaður, er starfaði um hríð, kom til okkar og sagði eitthvað á þá leið, að það væri leitt að heyra þetta og hélt að við værum eitthvað gramir og meintum þetta, og ég man enn hve undrandi við urðum báðir, því að þetta var svona krydd til að bæta upp á getuna í skákinni. En lengst mun ég muna er við einu sinni vorum saman í hraðskáksveit bankans ásamt tveimur öðrum góðum vinum og starfsfélögum og staðan þannig fyrir seinustu umferð að við gátum farið heim, en unnið samt. Þá held ég að bæði skákmenn bankans og aðrir samstarfsmenn hafi verið upp með sér. Við Jón fórum oft saman að veiða og þó að bflakostur væri ekki rúmur í þann tíma, létum við það ekki á okkur fá heldur fórum í „strætó" upp að Elliðavatni, en í seinni tíð höfum við verið veiðifélagar í Hrútafjarðará og við munum Iengi minnast þeirra góðu daga þar og þess hve Jón var frábær kokkur. Á sl. hausti var Jón því miður ekki slíkur sem áður var; hann hafði þá um hríð kennt þess meins sem dró hann til dauða og kappið var minna og úthaldið þorrið, en þrátt fyrir það dró hann margan fiskinn. Jón hafði mikinn áhuga á trjárækt og ég minnist þess, þegar hann var formaður starfsmannafélags Búnað- arbankans, að hann stóð fyrir ferð til Heklu, en þar höfðu ökuglaðir menn valdið spjöllum á gróðri. Fór sveit Búnaðarbankans og jafnaði út hjól- förin og sáði í þau. Þannig var Jón, hann hugsaði um fegurð síns lands Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Pœr þurfa að vera vélritaðar. Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í árekstri! m|UMFERÐAR Uráð iililli og það mættu margir taka sér til fyr- irmyndar. Ég er þess fullviss að Jóns verður getið lengi með okkar þjóð fyrir frá- bæra texta og lög sem hann samdi. Það var nú einu sinni haft í flimting- um, að ég kynni alla hans texta, en það er langt frá því. En það var mjög gott að Iæra textana hans Jóns, þeir voru þannig lipurt kveðnir að það festist í huga manns og lögin hjálp- uðu til þess. Á sl. hausti var þáttur í sjónvarp- inu um lög og ljóð Jóns, sem bar hið vel viðeigandi nafn, „Manstu gamla daga?“. Jú, ég man vel gamla daga og það yljar mér oft. Ég var við upptöku þessa þáttar, ásamt fjölda annarra starfsmanna Búnaðarbankans, og þar luku allir upp einum munni um það, hve þátturinn hefði tekist vel, því að þar fór saman góð músík, flutningur og síðast en ekki síst hin hógværa og látlausa framkoma Jóns. Hann margtók það fram að hann væri ekki skáld, en svona bara hag- yrðingur, en skáld verða ekki skáld við það að kalla sig það og slíkt var eitur í beinum Jóns að kalla sig skáld. Söngkona, sem starfað hafði með Jóni í mörg ár, lýsti Jóni í einu orði, sem ég vildi gjöra að mínu: hann var Eiginmaöur minn Jón Sigurðsson frá Skíösholtum Þórunnargötu 1, Borgamesi er lést 30. janúar s.l. verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 8. febrúarkl. 14.00. Ólöf Sigvaldadóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ragnheiðar Hannesdóttur Haga, Selfossi Hannes Gunnarsson Magnús Gunnarsson Ólafur R. Gunnarsson Sigurður K. Gunnarsson barnabörn og Ása Bjarnadóttir Guðrún Ingvarsdóttir Bergrún Sigurðardóttlr Þórunn Jónsdóttir barnabarnabörn ljúflingur, og það var orð að sönnu; hann var orðvar og aldrei sagði hann öfúgt orð um nokkum nema í gríni við skákborðið. Alltaf var hann boð- inn og búinn að hjálpa hverjum sem var. Ég minnist þess æ með þakklæti hversu vel hann bjargaði málum er við stúdentar MR 1950 vorum í vandræðum með hljómlist á árlegri samkomu okkar eitt haustið, er sá bekkjarbróðir, er venjulega spilaði, forfallaðist. Þá hringdi ég í Jón og bjóst við að hann væri upptekinn. Það var hann, en hann bjargaði með því að þeir feðgamir komu og hjálp- uðu okkur og hinn hluti hljómsveit- ar hans spilaði á þeim stað sem þeir voru á venjulega. Svona var Jón ávallt tilbúinn að hjálpa — hann var ljúflingur. Jón var fæddur að Brúnum í Rangárvallasýslu 13. júlí 1925. Son- ur hjónanna Sigurðar Vigfússonar og Bjargar Jónsdóttur. 22. maí 1948 gekk hann að eiga Helgu Helgadótt- ur. Þeim varð fjögurra bama auðið, sem em Björg, Hulda, Sigrún og Trausti. Bamaböm em 9 og eitt bamabarnabarn. Þegar nú leiðir skiljast, þakka ég Jóni alla vináttu og samstarf um ára- tuga skeið. Allt samstarf við að skemmta okkur og öðmm sam- starfsmönnum, allar skákir, líka þær sem ég tapaði og þær vom fleiri en hinar, og síðast en ekki sfst allar veiðiferðir og einkum þær seinustu í Hrútafjarðará. Það er mín trú að hinum megin sé einhver slík á og þá mun hann veiða þar og við allir síðan félagarnir úr Hrútafjarðará. Þá verð- ur hann sá sem leiðbeinir hinum sem á eftir koma. Nú er strengur brostinn í hörpu íslenskra manna, þeirra sem fást við dægurlagagerð. Sumir kunna svo að halda að það sé eitthvað lakara en önnur gerð laga og ljóða, en ég held að svo sé einmitt ekki. Þau ljóð, sem þeir er fást við dægurtónlist láta fara frá sér, em auðvitað misjöfn, en ég held að þar gnæfi upp úr nokkrir. Þar em nokkrir sem vom kallaðir þjóðskáld, svo sem Jóhannes og Tómas, en jafnfætis þeim stóð Jón með sína ljúfu texta, sem ég veit fyr- ir víst að verða munaðir svo lengi sem okkar góða mál er talað. Og eitt hafði Jón framyfir: hann samdi líka lögin. í þættinum í sjónvarpinu, sem ég minntist á, var ljóð og lag Jóns, sem þar var sungið af syni hans; það heit- ir Sigling, og við samstarfsmenn sungum viðlagið. Þetta var svana- söngur þessa góða drengs, þessa öðl- ings, sem nú hefur horfið okkur sjónum, en hann lifir um aldir vegna þeirra laga og ljóða sem hann samdi. Veri minning um Jón í raun lofi betri. Halldór Ólafsson Almennir stjórnmálafundir Framsóknarflokksins Þingmenn Framsóknarflokksins efna til almennra stjómmálafunda í öllum kjördæmum landsins á tímabilinu 26. janúar til 18. febrúar. kl.20:30 Halldór Ásgrimsson, Flnnur Ingólfsson kl. 20:30 Halldór Ásgrimsson, Finnur Ingólfsson kl. 20:30 Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmundsson kl. 21:00 Páll Pétursson, Ólafur Þ. Þórðarson, Sigrún Magnúsdóttir kl. 21:00 Inglbjörg Pálmadóttlr, Stelngrlmur Hermannsson kl. 21:00 Ingibjórg Pálmadóttir, Halldór Asgrímsson kl. 20:30 Steingrlmur Hermannsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson kl. 20:30 Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Bjamason AUSTURLAND: 06.02. Framsóknarhúslnu, Höfn 07.02. Hótel Egilsbúð, Neskaupstað VESTFIRÐIR: 06.02. Þlngeyrl 07.02. Blldudalur VESTURLAND: 06.02. Stykklshólmur 12.02. Grundarfjörður REYKJANES: 10.02. Kópavogur 11.02. Hafnarfjörður Breyttur opnunartími skrifstofu Framsóknarflokksins Skrífstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, er opln frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Verið velkomin. Framsóknarfíokkurlnn Borgarnes - Opið hús I vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 I Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til viðtals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Slmi 71633. Framsóknarfélag Borgamess. REYKJAVÍK: 18.02. Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.30 Finnur Ingólfsson, Steingrlmur Hermannsson Fundirnir eru öllum opnir, verið velkomin FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kópavogur Skrífstofan að Digranesvegi 12 veröur framvegis opin á laugardögum Id. 10.00-12.00. Lltið inn og fáið ykkur kafflsopa og spjalliö saman. Framsóknarfélögln I Kópavogl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.