Tíminn - 02.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.04.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. apríl 1992 66. tbl. 76. árg. VEkÐ i LAUSASÖLU KR. 110.- Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp um vemd bama og ungmenna: Jóhanna lær yfirstjórn barnaverndar- mála til sín Lagt hefur veriö fram á Alþlngi frumvarp um vernd bama og ung- menna. Nái frumvarpið fram aö ganga flyst yftrstjórn bamavemd- armála frá menntamálaráðuneyt- inu yflr til félagsmálaráðuneytis- ins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bamavemdarumdæmum verði fækfcað og bamavemdamefndir f um 200 sveitarféiögum landsins vcrði kgðar niöur. Þá er gert ráð fyrir aö félagsmálaráðuneytið hafi eftiriit með störfum bamavemd- arráðs, en hingað til hefur ráðið bæði annast framkvæmd bama- verndariaga og feflt órskurði í ágreiningsmálum. I tíð síðustu ríkisstjómar deildu Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og Svavar Cestsson, fyrrverandi menntamákráðherra, um hvaða ráöuneyti ætti að fara með forræði í bamavemdarmál- um. Nú hefur tckist samkomulag milfl ráðuneytanna um að félags- málaráðuneytið fari með yfir- stjóm þessa máiaflokks. Frumvarpið gerir ráð fyrirbreytt- um starfsháttum bamavemdar- ráðs þannig að það fari ekki iengur með það tvíþætta hlutverk að veita bamavemdamefndum ráðgjöf viö úriausn einstakra mála og fari jafnframt með úrskurðarvald í sömu málum. Gerð er tillaga um að bamavemdarráó fari einungis með fullnaðarúrskurðarvald í bamavemdarmálum en leiðbein- ingarskyldan og eftirlit með störf- um bamavemdamefnda fári fram í ráðuneytinu. Lagt er til að bamavemdaram- dæmi verði stækkuð. í greinar- gerð með frumvarpinu er bent á aö bamavemdarstarf strandi oft á smæð sveitarfélaga. Þau hafi ekki fjármagn né sérþekkingu tii að sinna þessu starfl eins og þyrfti. í frumvarpinu er lagt til að borgar- stjóm Reykjavíkur héraðsnefndir og bæjarstjómir, sem standa utan héraðsnefnda, kjósi héraðsnefnd- ir. í þær verði kjörnir fimm menn, kariar og konur. Leitast á við að kjósa Íögfræðing í neíndimar og fólk sem befur sérþekkingu í bamavemdarmálum, td. baraa- lækni, sálfræöing eða félagsráð- gjafa. I framvarpinu er leitast við að setja skýrari ákvæöi um skyidur baraavemdaryfirvaida gagnvart böraum og ungmennum, td. með því aö skilgrema hvað eru óviðun- andi aðstæður barna og skyldur gagnvart börnum sem lenda t af- brotum og vímoefnaneyslu. í frumvarpinu eru ítariegri ákvæði en t gíldandi lögum um ráðstöfun baraa í fóstur, svo og um réttarstöðu bama f fóstri, fóst- urforeldra og kynforeldra. Leitast ervið að skflgreina betur réttarstöðu bama í bamavemdar- milum og miðað er að því að auka réttarvemd þeirra. Er því sett fram sú tiUaga að böm eigi að jafnaöi rétt á að tjá sig um máflð og er það skylt þegar bamið er orðið 12 ára. Þegar sérstakiega stendur á er bamavemdamefnd auk þess heimilt að skipa bami eða ungmenni sérstakan tals- mMin. - EÓ Uppsveifla í starfi og samkomuhaldi óháðu safnaðanna: Mikii aukning í kraftaverkum Undur og kraftaverk hafa undanfarin misseri í verulega auknum mæli opinberast fólki á samkomum óháðu safnaðanna hér á landi. Þannig eru dæmi um að fætur hafi lengst á fólki, blindir fengið sjón og lamað- ir hent frá sér hækjum og gengið eftir fyrirbænir. A sama túna hefur óháðu trúarfélögnum vaxið mjög fiskur um hrygg, að sögn Stefáns Ág- ústssonar, en hann er einn af leiðtogum safnaðar sem heitir Vegurinn. Stefán segir að fyrsta sýnilega krafta- verkið, sem hann hafi orðið vitni að hafi gerst í Engiandi árið 1977. Hann var þá nýlega frelsaður og sá á sam- komu tvö kraftaverk gerast, þar sem bæklað fólk varð heilbrigt. „Ég hef alitaf verið meðvitaður um þetta síðan, þó að ég reyndar hafi ver- ið farinn að trúa á kraftaverk talsvert fyrr. Og við hjá Veginum höfum séð kraftaverk Guðs gerast í auknum mæli hér undanfarið. Við höfum margoft séð fætur lengjast, fólk læknast í baki og í haust sem leið urðum við vitni að því að stúlka, sem var blind á öðru auga og sá illa með hinu, varð alheil á því auga sem hún sá illa með og fékk svipaða sjón á því blinda og hafði verið á verra auganu áður. Stúlkan gat ekki lesið, en það breyttist þarna á augabragði. í júnímánuði vorum við með ráð- stefriu kristilegra félaga. Það stóð reyndar ekki tii að biðja þar mikið fyrir einstaklingum. Þó var beðið fyr- ir tveimur einstaklingum, sam- kvæmt sérstakri beiðni, en hvorugur þeirra var í kirkjunni hjá okkur, þó að þeir væru meðlimir í þjóðkirkjunni. Annar þeirra, sem reyndar er tengda- sonur þjóðkirkjuprests, gat ekki gengið og var studdur hér inn í hús- ið af eiginkonu sinni. Hann var bú- inn að leita sér lækninga hjá sérfræð- ingum erlendis, en án árangurs. Það var beðið fyrir honum á síðasta degi ráðstefnunnar. Guð veitti þessum manni fullan bata. Hann hljóp hér hring eftir hring í salnum að okkur öllum ásjáandi og það þarf ekki að lýsa gleði þessa manns. Síöast núna um helgina var hér maður frá Kanada, sem Drottinn hef- ur gert undur og tákn í gegnum. Hann bað fyrir fólki til lækninga og m.a. lengdist fótur á einstaklingi, sem var með mislanga fætur. Ég þori ekki alveg að fara með hvað hann lengdist mikið þar sem ég var ekki viðstaddur, en mér skilst að það hafi verið um þrír þumlungar." Stefán segist ekki hafa neina eina skýringu á því hvers vegna almættið framkvæmi undur og tákn á fólki hér í ríkari mæli en áður, en vitnaði til þess sem segir í ritningunni — „ef þú trúir þá muntu hólpinn verða". Starfsemi óháðu trúarfélaganna hefur eflst mjög á undanförnum ár- um. Safnaðarmeðlimum Vegarins hefur t.a.m. fjölgað úr 350 árið 1990 í það að vera um 650 í dag. Þá keyptu Vegurinn, Krossinn, Orð lífs- ins, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnu- kirkjan og aðilar í þjóðkirkjunni út- varpsstöðina Stjörnuna fyrir skemmstu. Stefán segir rekstur út- varpsins ganga mjög vel og betur en menn þorðu að vona. „Ég vil hvetja fólk til að kynna sér hvað Guð er að gera þessa dagana í okkar ágæta landi," segir Stefán. „Það er með ólíkindum hvað hann er að snerta við miklu og mörgum. Við erum í öllu mögulegu. Við erum að hefja starfsemi unglingaheimilis, við erum í fjölmiðlun, bókaútgáfu, líknarstörfum og fleiru. Ég er alveg sannfærður um það að þjóðin á eftir að sjá miklu meira frá þessum óháðu söfunuðum í framtíðinni." -ÁG. Stefán Ágústsson, forstöðumaður Vegarins, segir að verulegrar aukningar hafi gætt í kraftaverkum á undanförnum misserum. Tfmamynd Ámi Bjama Náttúruverndarráð: EKKI FRAMKÖLLUÐ Náttúruverndarráð hefur tekið þá ákvörðun að í framtíðinni verði ekki framkölluð gos í Geysi í Haukadal, en það hefur verið gert með að setja sápu í hverinn. Geysir er þekktastur goshvera í heimi og sá þeirra sem hefur verið þekktur lengst, en elstu heimildir um Geysi eru frá lokum 13. aldar. Arið 1915 var gosvirkni í Geysi orðin nær engin, en árið 1935 var grafin rás í gegnum hvera- hrúðursskálina og vatnsborðið í hvernum lækkað. Við það hófust gos á ný. Smám saman fylltist raufin á ný og þrjátíu árum síðar voru gosin orðin mjög sjaldgæf. Arið 1981 var raufin hreinsuð aftur og lækkaði þá vatnsyfir- borðið í hvernum. Þá var hægt að framkalla gos með því að bæta sápu í hverinn. Árið 1991 var Náttúruverndarráði falin umsjón meö Geysi og tók ráðið við af svokallaðri Geysisnefnd, sem hafði komið Geysisgosum í þann farveg að hann var látinn gjósa þrisvar á ári. Þeirri hefð var upp- haidið árið 1991. Vegna þeirra gagnrýnisradda sem komið hafa fram á framkvæmd gosanna hef- ur Náttúruverndarráð, að vand- lega athuguðu máli, ákveðið að virða beri það náttúruundur sem Geysir er og hefur því verið ákveðið að ekki verði framkölluð fleiri gos í Geysi. -PS Óvenjulegt mál í Svíþjóð: Of ófríðir Nýlega kom upp sérkennilegt mál hjá SAS í Svíþjóð, þegar fjögur fötl- uð ungmenni ætluðu að fljúga með félaginu til Bandaríkjanna. Þeir sem bóka far og þurfa að fá sérmeðhöndl- un vegna fötlunar þurfa að fylla út eyðublað þar sem m.a. er spurt svona: Er nokkuð í útliti þínu sem getur valdið óþægindum fyrir sam- ferðafólk þitt? Ef svo er þá biður SAS þig að snúa þér til annars flugfélags. Þessu þurftu ungmennin flögur að svara játandi, en eftir að fjölmiðlar í Svíþjóð komust í málið buðu yfir- menn SAS fjórmenningunum að fljúga með félaginu. Tíminn haföi samband við sölu- skrifstofu SAS á íslandi en þar kann- aðist enginn við slíkt eyðublað. -PS/ IVJ-Svíþjóð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.