Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						8 Tíminn
Laugardagur 12. septemberl 992
Rætur óaldarinnar í Bosníu ná aftur til klofnings kristninnar á miööldum og frægs „villutrúflokks":
t fjölmiðlum hefur
óöldin í Bosníu-
Herzegóvínu yfirleitt
verið kynnt sem ófrið-
ur með Serbum ann-
ars vegar og múslím-
um og Króötum sam-
einuðum hins vegar.
Ljóst var þó fyrir
löngu að ráðamenn
Króatíu og Serbíu
hafa í stórum dráttum
náð samkomulagi um
að skipta landi þessu
á milli ríkja sinna. í
stríði þessu eru Kró-
atar því í einskonar
bandalögum við bæði
múslíma og Serba.
Því hefur oft verið haldið fram, að
þungvæg ástæða á bak við ósköp
þau, er yfir hina fyrrverandi Júgó-
slavíu hafa gengið frá því snemma
á s.l. ári, séu atburðir þar í heims-
styrjöldinni síðari. í henni var
Króatía með Þjóðverjum, en í
skæruherjum þeim júgóslavnesk-
um, sem gegn þeim börðust, voru
einkum Serbar. Bosnía (til hægri
verka verður landið einungis nefnt
svo í greininni eftirleiðis) var á
þeim árum hluti af Króatíu og bos-
nískir múslímar á bandi Króata og
Þjóðverja. Króatar og múslímar
frömdu þá gífurleg fjöldamorð og
hryðjuverk á bosnískum Serbum
og eitthvað mun hafa verið um
slíkar aðfarir serbneskra skæruliða
(bæði konunghollra sétníka og
manna Titos) gegn Bosníumúslím-
um og Króötum, bæði meðan á
stríðinu stóð og í lok þess.
Þrætuepli austur- og
vesturkrístni
Enn er á lífi fólk, sem upplifði
þennan hrylling, og það hefur sagt
börnum sínum og barnabörnum
frá honum. Enda fer ekki leynt að
þær endurminningar og hefndar-
hugur, sem á þeim nærist, eiga
sinn þátt í því hvernig komið er nú
á Balkanskaga vestanverðum. En
arfur miklu eldri sögu á þar einnig
drjúgan hlut að máli.
Vestanverður Balkanskagi var í
grárri forneskju föðurland Illýra,
indóevrópsks þjóðastofns sem Al-
banir rekja ættir sínar og tungu til.
Illýrar voru í augum Rómverja og
Grikkja þeirrar tíðar herskáir og
rángjarnir barbarar, örðugir við að
eiga betur siðuðu fólki. Það segir
ekki mikið, því að þeim augum litu
Forn-Grikkir og Rómverjar svo að
segja alla Evrópumenn nema sjálfa
sig.
Kringum upphaf tímatals okkar
var svæðið allt komið undir Róma-
veldi og varð það síðan smámsam-
an latneskt að máli og menningu
mikið til. En um 600, þegar Róma-
veldi var ekki lengur, streymdu
þangað Slavar að norðan og austan.
Þjóðerni þeirra varð fljótlega ríkj-
andi á svæðinu og stendur svo enn
ídag.
Jafnframt miklum barningi, sem
stóð svo öldum skipti, milli fursta,
stórfjölskyldna og ættbálka dróg-
ust Slavarnir á þessu svæði smám-
saman saman í þrjár heildir, serrí
kalla mætti þjóðir. Nefndust þær
Króatar,  Serbar og Bosníumenn,
Fortíðin
aenaur

Þrastavahabardagi (í Kosovo)
1389, er Tyrkir sigruöu Serba,
Bosnfumenn o.fi.: atburðir f
sögunni, sem eru Bosníu-
múslímum fagnaöarefni, eru
kristnum löndum peirra
harmsefni að sama skapi.
aftur
Dagur Þorleifsson
skrifar um erlend málefni
Milosevic            Serbíuforseti:
hyggst   skipta   Bosníu   með
Serbum og Króötum.
Þyrnar og nðórukyn
Það leiddi til þess að á þessum öld-
um var Bosnía stundum sérstakt
ríki, en heyrði þess á milli að meira
eða minna leyti undir króatíska og
serbneska fursta og konunga. Frá
því í lok 11. aldar, er Króatía komst
undir Ungverjakonunga, tóku Ung-
verjar, sem einnig voru þá orðnir
kaþólskir, við af Króötum í sam-
keppninni um Bosníu. Þessi tog-
streita kaþólsku og rétttrúnaðar-
kristni og þó sérstaklega ágengni
páfakirkjunnar og Ungverja mun
hafa átt sinn þátt í því að Bosníu-
menn snerust margir til trúar bó-
gómíla. Sá trúflokkur mun yfirleitt
talinn til kristninnar, en hafði mik-
ið af kenningum sínum úr írönsk-
um trúarbrögðum og guðvísi (gno-
stík). Var í því mikil tvíhyggja (dú-
alismi) á þá leið, að hið góða og illa
stæðu nokkuð jafnt að vígi í heim-
inum og væri stöðugt milli þessa
tvenns háð barátta af engri vægð,
þar sem engin málamiðlun kæmi
til greina. Efnisheiminn töldu bó-
gómílar skapaðan af djöflinum og
af þeim sökum útilokað að guð
birtist í holdinu, sem maður. Var
það túlkað sem afneitun á guðdómi
Krists. Bosníski aðallinn gekk á
undan öðrum bógómílskunni á
hönd og síðan mikill hluti alþýðu.
Á 13. og 14. öld áttu Bosníumenn
oft í vök að verjast fyrir Ungverj-
Bosnískir múslímar gráta fall-
inn félaga: vonir um stuðning
frá herskáum islamsheimi.
sem voru á milli hinna tveggja.
Þegar Rómaveldi skiptist í austur-
og vesturríki, lágu mörkin þvert yf-
ir svæðið nokkurn veginn miðja
vega og þau mörk urðu síðan
landamæri kaþólsku kirkjunnar og
austrænu rétttrúnaðarkirknanna,
hverra höfuðborgir voru Róm pg
Konstantínópel. Svæðið varð því
vettvangur átaka milli þessara
tveggja höfuðgreina kristninnar.
Króatar, sem bjuggu vestan til,
urðu kaþólskir, Serbar hins vegar
rétttrúnaðarkristnir. Um Bosníu
toguðust kaþólskan og rétttrúnað-
arkristnin á.
Skyggnst undir yfirborðið
Dagur Þorleifsson blaðamaður mun á næstunni rita fréttaskýr-
ingu einu sinni í vilcu um þau erlendu málefni, sem áberandi
hafa verið í fréttum. Deilumálin, sem sctja svip sinn á hcims-
fréttirnar, eru flcst mjög flókin og er hugmyndin að reyna að
skyggnast undir yfirborðið og skoða ástæöur deiinanna. Ef Ics-
endnr hafa sérstakar óskir um að Ðagur taki fyrir einhverjar
ákveðnar deilur eða telja þörf á að fá skýringar á einhverfu máli,
verður slíkum ábendingum vel tekið á ritstjórn blaðstns. Verður
þi reynt aö taka raið af beim óskum eftir því sem kostur er.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20