Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 18
IO g A * _________________________WlCTtfWw Jón Einarsson prófastur í Saurbce Fæddur 15. júlí 1933 Dáinn 14. september 1995 Fimmtudaginn 14. september barst sú sorgarfregn, að sr. Jón Einarsson í Saurbæ hefði látist þá um morguninn á Sjúkrahúsi Akraness. Ollum vandamönn- um, félögum og vinum sr. Jóns var að vísu ljóst að hverju stefndi, er ótíðindin spurðust nú í vor, að hann væri haldinn alvarlegum sjúkdómi, en öll vonuðum við þó, að honum yrbi lengra lífs auðið. Og það er næsta torvelt að trúa því, að hann, þessi lifandi og atorku- sami maöur, skuli nú fallinn frá langt fyrir aldur fram. Svo margt átti hann enn óunnið fyrir ástvini, kirkju og ættjörð. Þab var honum sjálfum reibars- lag, að fá vitneskju um, að hann ætti svo skammt eftir ólifaö, en hann tók örlögum sínum með svo fágætu æðru- leysi, hugarstyrk og hetjulund, að aðdáun okkar allra vakti. Síst var honum í hug að gef- ast upp eða Ieggja árar í bát, .þótt svo óbyrlega blési. í allt sumar stóð hann að starfi eins og ekkert hefði í skorist og þjónaði söfnuðum sínum svo að segja allt til hinstu stundar og fullnaöi skeibið sitt jarð- neska af einstæðum hetjuskap. Og upp í hugann koma orð skáldsins: Sem hetja Guðs þú bjóst á braut / og birtu helgri um þig sló / og engill dauðans að þér laut / og yfir færbist heil- ög ró. Þessi orð eru eins og um sr. Jón sögð og svona er að fara sigurbraut að síöasta klukkna- hljómi. Meb sr. Jóni Einarssyni er genginn einn helsti áhrifamað- Kvebja frá kennara Þegar ég heyrði um flugslys- ið, þar sem þrír ungir menn frá Patreksfirði fórust, rifjast upp minningar, þótt samveran og kynnin yrðu ekki löng. Á haustmánuðum 1986 var ég, í forföllum skipaðs dönsku- kennara, kennari við grunn- skóla Patreksfjarðar. Þar kenndi ég mörgum nemendum dönsku í nokkrum bekkjum. Þar á með- al voru piltarnir þrír, sem fór- ust. Kynni við þá voru mjög já- kvæð. Minningarnar tekur eng- inn frá okkur, þótt annað týn- ist og tapist ab fullu í lífsins ólgusjó. Þannig var, ab ég dvaldi að hluta til dvalar minnar á Pat- reksfirði á hei'mili föðurforeldra eins piltsins, og var honum þess vegna kunnugastur af þeim þremenningunum. Ég ur kirkjunnar síðustu áratugi þessarar aldar. Það er kirkjunni mikið áfall að hans skuli ekki lengur njóta við, svo heill og hollur og trúr sonur kirkjunnar sem hann var í störfum sínum fyrir hana, aldrei hálfvolgur í áhuganum, heldur brennandi í andanum og sívökull við ab vinna Drottins veröld til þarfa. Jón var Borgfirðingur að ætt og uppruna, fæddur í Bæjar- sveit og uppalinn í Reykholts- dal. Æskuhéraði sínu unni hann mjög og því helgaði hann starfskrafta sína. Hann var í 29 ár prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem er helgisetur í hugum allra íslendinga, og prófastur var hann í Borgarfjarðarprófasts- dæmi rúmlega helming starfs- tímans. Hann naut óskoraðs trausts, virbingar og ástsældar safnaba sinna. Öll prestsþjónusta fórst honum einkar vel úr hendi og vitnaði um þá djúpu lotningu, er hann bar fyrir höfundi tilver- unnar. Hann lét sig fræðslu- og menningarmál í heimahéraði miklu varða og var þar á mörg- um stöbum í fararbroddi. Sveit- arstjórnarmál lét hann mjög til sín taka og var um langt árabil oddviti Hvalfjarðarstrandar- hrepps og gjörkunnugur hög- um og kjörum þess fólks, er hann þjónaði. Sr. Jón var með afbrigðum skyldurækinn, samviskusamur og nákvæmur embættismaður, enda naut hann óskoraðs trausts ekki aðeins í heimahér- aöi, heldur líka innan kirkjunn- ar. nefni hér engin nöfn; piltarnir eru mér í minni. Mér er ljóst, að söknuður aðstandenda þeirra, svo og annarra, er þyngri en tárum taki nú, en tíminn læknar öll sár. Og minningin um dáðadrengi, sem féllu frá í blóma lífsins, er og verður sárabót og huggun þeim, er næstir þeim standa. Bjart er lengi um dáðadrengi, dauðastund þó skilji fundi. Ljúft er að minnast mœtra kynna manndómsríkra vina slíkra. (Sveinn frá Elivogum, í minningar- ljóði um Friörik R. Björnsson, 1919- 1940) Ég votta aðstandendum hinna ungu manna einlæga samúð mína. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum kennari og skólastjóri Og hann brást hvergi trausti, því að öll þau fjölþættu störf, er hann tókst á herðar, urðu að trúnaðarstörfum í höndum hans. Um hann eiga því við orð spekingsins forna, er sagði: Göfugur maður veit skyn á skyldu sinni. Sr. Jón var um langt árabil kirkjuþingsmaöur og kirkju- ráðsmaður og sat þannig í æðstu stjórn kirkjunnar, og er formennska í Prófastafélagi ís- lands losnaði við síðustu bisk- upaskipti var hann nánast sjálf- kjörinn í það starf, sem hann gegndi til dauðadags. t MINNING Stýrbi hann félaginu af mik- illi röggsemi og festu og var einarður málsvari þess, og aðal- fundum félagsins stjórnabi hann af miklum skörungsskap. Þá sat hann og um skeið í stjórn Prestafélags íslands og lét þar einkum til sín taka á sviði kjara- og útgáfumála félagsins. í öllum störfum sínum innan kirkjunnar reyndist sr. Jón afar glöggur á málefni og tillögu- góður, og hafði raunar yfir- burða yfirsýn yfir málefni kirkj- unnar í heild, sem ekki hvab síst kom fram og nýttist á kirkjuþingi, þar sem hann var varaforseti og stýrði því oft störfum þingsins. En sr. Jón var ekki aðeins traustur og einarður baráttu- maður fyrir kirkjuna og mikill félagsmálamaður. Hann var einnig góður félagi og ósvikinn vinur vina sinna, heill og hreinskiptinn vib alla menn. Og hann var afar vinmargur, eins og gleggst kom fram í veik- indum hans, enda fengu mannkostir háns hvergi dulist. Ævinlega var sr. Jón glaður og reifur og stutt var í gáska og glettni hjá honum. Spaugsemi hans lífgabi upp stundir samfé- lags og samvista, og alkunna var hversu létt hann átti með að varpa fram stökum, enda hagyrðingur góbur. En sr. Jón var ekki aðeins hamingjumaður í störfum, heldur bjó hann einnig við mikla heimilishamingju og hún varð honum aflvaki til allra góðra áforma og verka. Konan hans, Hugrún Guðjóns- dóttir, stóð með miklum ágæt- um við hliö hans, var honum gæfa og blessun og studdi hann og styrkti í starfi með ráðum og dáð. Og börnin voru ljós augna hans, yndi hans og eftirlæti, er í hvívetna glöddu hjarta hans. Heimili þeirra hjóna í Saurbæ var rómað fyrir gestrisni og greiöasemi og margir áttu þar glaðar og góbar stundir, því að öllum var tekið meö opnum örmum og hjartahlýju. Það er mikill -skabi kirkju og þjóö, þegar menn á borð við sr. Jón Einarsson falla frá fyrir ald- ur fram, svo drenglyndur, heið- arlegur og heill sem hann var í hverju verki og í skiptum sín- um vib abra menn. En minningin lifir um ein- lægan mann og trúan kirkjunn- ar son og hún mun vaka og verma okkur sem eftir stönd- um. Hér er hann kvaddur með söknuði og eftirsjá og í virð- ingu og kærleika. Vib hjónin þökkum samvistir og samfylgd og kynnin góðu, og vottum eiginkonu hans, börnum og vandamönnum hans öllum okkar dýpstu samúð. Megi sú trúarvissa, er skín af eftirfarandi ljóði sr. Friðriks Friðrikssonar, lýsa þeim fram á veginn: Hann sagði: minn þjónn verður þar sem ég er, og þeir sem mig elska fá vegsemd hjá mér. Ég lifi œ og þér munuð lifa og sá, sem lifir og trúir, skal dauðann ei sjá. Blessuð og heiðruð sé minn- ing sr. Jóns Einarssonar. Guðmundur Þorsteinsson Okkar kæri vinur, séra Jón Ein- arsson, er látinn. Svo ótrúlegt og undarlegt og óumræðilega sorglegt. Við viljum hafa þá, sem okkur þykir vænt um, sem lengst hjá okkur, þess vegna lokum við oft augunum fyrir staðreyndum og neitum að horfast í augu við veruleikann. Við báðum og vonubum í lengstu lög að kraftaverk gerð- ist og ab Jóni mundi batna. Sjálfur tók hann örlögum sín- um með jafnaðargeði, þótt honum fyndist of fljótt að kveðja þennan heim, svo mikið og margt langaði hann að gera. Kynni okkar eru orðin rúm- lega þrjátíu ára gömul, eða frá því þegar hann var að ljúka guðfræðináminu, jafnvel áður en hann fann ástina sína, hana Hugrúnu. Frá því rómantíska sumri er þau hittust, hafa þau verið saman alveg þar til yfir lauk. Það er erfitt að hugsa sér annað án hins, svo samhent voru þau. Allir, sem þekktu séra Jón, vita hversu sannur og heill hann var í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Kirkjan var hans hjartans mál og henni vildi hann allt það besta. Það var því ekki óeölilegt að hann var kjörinn í helstu stjórnunar- stöbur innan hennar vébanda. Við sögðum oft í gríni, að Jón hefði tvö áhugamál: kirkjuna og Framsóknarflokkinn. Senni- lega hefði hann einnig getað orðið góbur lögfræöingur, þar sem hann vildi kryfja öll mál til mergjar og þótti sumum nóg um. Oft þótti hann harður í horn að taka á fundum og hleypti þá stundum í brýrnar. Var svipurinn þó fljótur að breytast í bros þegar Hugrún birtist. Ljúfur var hann heim að sækja og þau hjón, enda oft gestkvæmt á því heimili. Vart var til betri og sannari vinur en séra Jón Einarsson. Við varðveitum minningarnar frá þeim ótal mörgu stundum sem við fjögur áttum saman, bæöi hérlendis og utan. Mikið var oft gaman hjá okkur. Við nutum návistar hvers annars og gleymdum áhyggjum hvers- dagsins. Hann var einnig mikill vinur barna okkar Ólafs, sem Piltamir frá Patreksfirbi Laugardagur 23. september 1995 sakna hans sárt. Það hefur í senn verið lær- dómsríkt og yndislegt að sjá hve fjölskyldan hefur verið samhent í veikindum séra Jóns. Hugrún, börnin og fjölskyldur þeirra hafa umvafið hann ást og umhyggju, með einstakri ró- semi og jafnvægi. Það er full- vissa trúarinnar, að við honum hafi verið tekið og hann leidd- ur inn í dýrð Drottins, hans sem sagöi og segir: „Ég er með yður alla daga, allt til enda ver- aldarinnar." Ég þakka þessum vini mínum tryggðina, hlýjuna og elsku- semina og bið um blessun og varðveislu fjölskyldu hans til handa. Ebba Sigurðardóttir Kveðja frá Prófastafélagi íslands Felum Drottins fóðurhönd hanna vora' og hjartaþunga, hann á sjálfur gamla' og unga, frjáls að leysa líkamsbönd. Flýt þér, vinur! í fegra heim; krjúptu' að fótum friðarboðans og fljúgðu' á vcengjum morgun- roðans tneira' að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Vinur og félagi og forgöngu- maður er fallinn í valinn, óvænt og fyrir aldur fram. Missirinn er mikill og söknuð- urinn sár, er séra Jón Einarsson í Saurbæ er burt kallaður frá fjölskyldu, vinum og samstarfs- fólki, frá víbum hring og verk- miklum þar sem hann um nær 30 ára skeið hafði unnið af frá- bærum áhuga og trúmennsku. Fyrst og fremst sem þjónn kirkjunnar og hirðir safnaða sinna, en einnig sem forystu- maður í sveitarstjórnarmálum og margvíslegum félags- og menningarmálum í sveit og héraði. Hann gegndi og mikil- vægum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna sem kirkjuþings- og kirkjuráðsmaður um Iangt skeið og var áhrifamaður um stefnu- mótun og starfshætti í kirkju- málum. Einnig var hann valinn til forystu í félagsmálum presta- stéttarinnar og gegndi þar ábyrgðarstöðum. Meðal annars var hann stjórnarmabur í Pró- fastafélagi íslands frá 1982 og formaður þess frá 1989 til dán- ardægurs. Allt er þetta til vitnis um það traust sem séra Jón Einarsson naut meðal samferðafólksins, enda var hann trúr þeirri köll- un og hugsjón „að vinna Guðs veröld til þarfa", að verja kröft- um og hæfileikum til þjónustu við Guð og menn. Séra Jón í Saurbæ var mjög heilsteyptur maður og sam- kvæmur sjálfum sér. Vinnu- brögð hans öll báru vott um nákvæmni og reglusemi og hinn vandaðasta undirbúning. Skoðunum sínum hélt hann fram af festu og einurð, en kunni einnig vel að slá á léttari strengi. Hann fylgdi málum vel eftir og undansláttur hvers konar, hvað þá uppgjöf, var honum fjarri þótt á móti blési. Mætti um það vitna til orða séra Matthíasar Jochumssonar um annan prófast og eldri í sögunni: „ráð sá ei reika / né réttu sleppa / þótt tólf saman / toga gerðu." Þrátt fyrir fjölþætt störf og annríki var séra Jóni sýnt um að gæta að því sem einstakling- inn varðar, stybja og uppörva, rækta vináttu, vonir og trú. Séra Jón Einarsson var ham- ingjumaður í sínu einkalífi. Fjölskyldan var honum dýr- mætust í gleði og þraut. Hug-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.