Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.10.1986, Blaðsíða 16
16 Tímínn Föstudagur 31. október 1986 DAGBÓK 30. þing KFNE haldið að Hótel Húsavík dagana 31. október og 1. nóvember 1986 Framsóknarflokkurinn 70 ára Dagskrá: Föstudagurinn 31. október: 1. Þingið sett kl. 20.00 Kjör starfsmanna þingsins Nefndarkjör Skýrsla stjórnar Lagabreytingar Umræður um skýrslur stjórnar og afgreiðsla reikninga Skýrsla þingmanna Umræður 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Laugardagur 1. nóvember: 9. Nefndarstörf hefjast kl. 9.00 og lýkur fyrir kl. 12.00 (Stjórnmálanefnd, fjárhags- og skipulagsnefnd og kjördæmis- málanefnd) Matarhlé til kl. 13.00 10. Ávörp gesta 11. Kosningar 12. Afgreiðsla mála 13. önnur mál 14. Þingi slitið (Um kl. 18.00 til 18.30) 15. Árshátíð Framsóknarfélags Húsavíkur kl. 19.30. Aukaþing kjördæmisþing KFNE Sunnudaginn 2. november kl. 12.30. Prófkjör um 7. efstu sætin á lista flokksins í kjördæminu. Aðalfundur framsóknarfélags Borgarfjarðar Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. nóvember að Bænda- skólanum Hvanneyri (gamla skóla) og hefst kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Arnesingar spilafólk Hinni árlegu 3ja kvölda spilakeppni Framsóknarfélags Árnessýslu verður fram haldið föstudaginn 31. október kl. 21:00 að Þjórsárveri og lýkur 14. nóvember að Flúðum. Heildarverðmæti vinninga er 70.000 krónur. Jón Helgason flytur ávarp. Allir velkomnir Stjórnin Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 31. október kl. 20.30. Allt spilaáhugafólk hjartanlega velkomið. Framsóknarfélag Borgarness Aðalfundur FUF Kópavogi verður haldinn sunnudaginn 2. nóvember kl. 14.00 að Hamraborg 5, Kópavogi 3. hæð. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur Skaftafellssýslu verður haldinn í Tunguseli Skaftártungu sunnudaginn 2. nóvember kl. 14.00. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Kosning fulltrúa á flokksþing. 4. Önnur mál. Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður og Jón Helgason ráðherra mæta á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélagsins Njarðvíkur 14.00 að hótel verður haldinn sunnudaginn 2. nóvember n.k. kl Kristína Njarðvík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5. þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar 3. Umræður 4. Kosningar 5. Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri flokksins ræðir flokksstarfið. Stjórn fulltrúaráðsins Frá leiksýningunni á Sólheimum. Leiksýning að Sólheimum: Rómeó og Júlía „Leikfélag Sólheima sýnir leiksýning- una Rómeó og Júlíu í íþróttaleikhúsi Sólheima laugardaginn 2. ogsunnudaginn 3. nóvember nk. Leiksýningin er byggð á leikriti Shakespears við tónlist Prókof- ievs. Leikstjóri er Kristina Norén. f sýningunni taka nær allir vistmenn Sól- heima þátt. Leiklist hefur allt frá fyrstu starfsárum Sólheima verið snar þáttur í meðferðar- starfi heimilisins. Aðstaða hefur hins vegar verið erfið hingað til vegna hús- næðisleysis. Á einu ári hefur veglcgt hús risið á Sólheimum, svokallað íþróttaleikhús, sem byggt er fyrir söfnunarfé Sólheima- göngunnar á s.l. ári. Með tilkomu þess hefur öll starfsaðstaða á Sólheimum gjör- breyst, en auk samkomusalar eru vinnu- stofur vistmanna í húsinu. Leiksýningarnar hefjast kl. 15 og eru öllum opnar. Aðgangurerókeypis. Sæta- ferðir verða frá Umferðamiðstöðinni sýn- ingardaga kl. 13.00. Síðustu sýningar verða helgina 8. og 9. nóvember á sama tíma.“ Ásdís Magnúsdóttir dansar í Hollandi Forsvarsmenn dansflokksins „Introd- Hollandi, þeir Ton Wiggers og Hans Focking, buðu Ásdísi Magnúsdótt- ur að dansa í 15 ára afmælissýningu flokksins 16., 17. og 18. októbcrs.l. Peir „Dagbókarbrot“ í Slúnkaríki á ísafirði Laugardaginn 1. nóvember mun Hall- dór Ásgeirsson myndlistarmaður opna sýningu í Gallerí Slúnkaríki, ísafirði. Á sýningunni verða 5 myndverk í ýmsum stærðum og gerðum unnin með akrýl og vatnslitum. Verkin eru gerð á síðastliðn- um tveimur árum í Parísarborg þar sem Halldór hefur búið undanfarín ár. Eitt þeirra „Dagbókarbrot“ vann listamaður- inn hér á landi í sumar. Þetta er fimmta einkasýning Halldórs á íslandi og mun sýningin standa til 15. nóvember. Órlygur sýnir í Ásmundarsal örlygur Sigurösson listmálari opnaöi sýningu á vatnslitamyndum sínum í Ás- mundarsal, húsi Arkitektafélags íslands, Freyjugötu 41. Sýningin stendur til sunnudagsins 9. nóvember. Erla sýnir á Kjarvalsstöðum Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum mynd- listarsýning Erlu B. Axelsdóttur. Erla stundaði nám við Myndlistarskól- ann í Reykjavík 1975 til 1982, og lista- deild Skidmore háskóla, Saratoga Springs, N.Y. 1984. Þetta er fimmta einkasýning Erlu, en jafnframt átti hún verk á sýningunni „Reykjavík í myndlist" á Kjarvalsstöðum síðast íiðið sumar. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru 52 pastelmyndir, sem unnar eru á sl. 2-3 árum. Erla vinnur í olíu, pastcl og kol en eins og fyrr segir sýnir hún nú einungis pastelmyndir og eru verkin allflest þegar scld. Sýning Erlu á Kjarvalsstöðum stendur frá 25. okt. til 9. nóv. og verður opin daglega frá kl. 14.00 til kl. 22.00. íkonasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 2. nóv. verður opnuð sýning á ikonum í anddyri Norræna hússins og mun hún standa til 16. nóvem- ber. Þetta eru allt nýir íkonar, sem finnski listamaðurinn Liisa Makelá hefur málað á undanförnum árum. íkonamyndgerð á sér ævaforna hefð og var útbreidd um allan heim rétttrúnaöar- kirkjunnar, en náði mestri fullkomnun í Rússlandi, íkonar eru andlitsmyndir af dýrlingum og píslarvottum. Efniviðurinn er jafnan tré, sem er málað mcð náttúru- litum (tempera). Sendiherra Finnlands, Anders Huldén, opnar sýninguna í anddyri Norræna húss- ins kl. 16:00 á sunnudag. Allir eru velkomnir. Sýningin verður opin daglega á venju- legum opnunartíma Norræna hússins - kl. 09:00-19:00 virka daga og 12:00-19:00 á sunnudögum. Sýningunni lýkur 16. nóv- ember. Ásdís Magnúsdóttir og Jean-Yves Lormeau í Öskubusku í Þjóðleikhúsinu 1984 sem komu fram á sýningunni, auk Introd- ans, eru úrvalsdansarar hvaðanæva úr heiminum. Ásdís dansar á sýningunni við Jean- Yves Lormeau, en hann dansaði prinsinn á móti henni í Öskubusku, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu 1984. Lormeau er einn af aðaldönsurum Óperunnar í París og hefur dvalist þar undanfarið við æfingar. Skemmtifundur Félags Harmonikuunnenda Félag Harmonikuunnenda veröur meö sinn mánaðarlega skemmtifund í Templ- arahöllinni við Skólavörðuholt sunnud. 2. nóvember. t»ar er boðiö upp á veitingar á vægu veröi, harmonikuleik, dans o.fl. „Hér er um aö ræöa heppilega sunnu- dagsskemmtun fyrir alla fjölskylduna“, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fundartími er frá kl. 15:00- 18:00. Félagsvist Árnesingakórsins Árnesingakórinn í Reykjavík hcldur félagsvist og dans í Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi laugardaginn 1. nóv. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Velunnarar kórsins eru velkomnir. Laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 1. nóvember. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Við hefum vetrargöngurnar með heitu molakaffi í upphafi göngunnar. Mark- miðið er: Samvera, súrefni og hreyfing. Búið ykkur vel. Mætum öll. Hádegisfundur hjá Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi Forstöðumaður Upplýsingadeildar Atlantshafsbandalagsins, dr. Wilfried A. Hofmann, er staddur hér á landi í þessari viku. Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameiginlegan hádeg- isfund meö honum laugardaginn 1. nóv- ember, þar sem dr. Hofmann flytur erindi á ensku: “NATO er enn nauðsynlegt‘% og svarar fyrirspurnum fundargesta. Fund- urinn verður haldinn í Átthagasalnum á Hótel Sögu og hefst kl. 12:00 á hádegi. Fundarseta er aðeins heimil félags- mönnum í SVS og Varðbergi, en þeir mega taka með sér gesti. Fundurí Kvenfélagi Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 4. nóvcmber kl. 20.30 á lofti kirkjunnar. Gestur fundarins verður Mar- grét Magnúsdóttir og mun hún segja frá lífi í Kenýa. Félagið minnir á árlegan basar sem haldinn verður laugardaginn 8. nóv. kl. 14.00 í Tónabæ. Tekið vcrður á móti gjöfum föstud. 7. nóv. milli kl. 17.00-19.00 í kirkjunni. Basar Verkakvennafélagið Framsókn heldur basar á morgun laugard. 8. nóvember. Tekið verður í móti basarmunum á skrif- stofu félagsins Skipholti 50 A. Upplýsing- ar eru í símum 688930 og 688931. Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvilið sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slök- kvilið sími 2222 og sjúkrahúsið sími 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið sími 3300, brunasími og sjúkrabifreið sími 3333. 30. október 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....40,600 40,720 Sterlingspund........57,2050 57,3740 Kanadadollar.........29,277 29,364 Dönsk króna........... 5,3421 5,3579 Morsk króna........... 5,4787 5,4949 Sænsk króna........... 5,8523 5,8696 Flnnskt mark.......... 8,2303 8,2546 Franskur franki....... 6,1534 6,1716 Belgískur franki BEC .. 0,9680 0,9709 Svissneskur franki....24,3114 24,3832 Hollensk gyllini.....17,7883 17,8409 Vestur-þýskt mark....20,1139 20,1734 ítölsk líra........... 0,02909 0,02917 Austurrískur sch...... 2,8581 2,8666 Portúg. escudo........ 0,2734 0,2742 Spánskur peseti....... 0,2996 0,3005 Japanskt yen.......... 0,25347 0,25421 írskt pund...........54,713 54,874 SDR (Sérstök dráttarr. „48,7477 48,8918 Evrópumynt...........41,8891 41,0129 Belgískur fr. FIN BEL ..0,9614 0,9642

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.