Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Lesbók Morgunblaðsins
?
22. apríl 2006 | 15
JOSEPH Kosuth telst einn frumkvöðla hug-
mynda- eða konseptlistarinnar á 7. áratug síð-
ustu aldar. Í innsetningunni ?Auðþekkjanlegur
mismunur? í Vestursal Kjarvalsstaða notar
Kosuth texta H.C. Andersens um Nýju fötin
keisarans og vísar jafnframt á kaldhæðinn hátt
í eigin stöðu í listheiminum. Að sögn skynjaði
Kosuth ungur í sögunni ákveðna frelsishug-
sjón: keisarinn, slitinn úr tengslum við veru-
leikann, er í raun ?barnið? sem býr yfir frelsi.
Í verki sínu vinnur Kosuth með textatengsl
svo úr verður ný merking. Í svart teppi, sem
hylur nánast allt gólf salarins, er ofinn hluti af
texta Andersens og sem undirtexti valin brot
úr gagnrýni danska heimspekingsins Sörens
Kierkegaards og samtímamanns Andersens á
verk hins síðarnefnda. Verkið er óður til
skáldsins á 200 ára afmælinu og Kosuth leitast
við að sýna fram á að gagnrýnin umfjöllun
Kierkegaards feli í sér jákvætt mat á verkum
Andersens. Kosuth hefur hér brugðið sér í
gervi hins barnslega keisara sem tekur sér það
bessaleyfi að setja hlutina og sjálfan sig í
óvænt samhengi.
List er hugmynd sagði Kosuth á 7. áratugn-
um. Það er vitneskjan um hugmyndina sem
gildir og er sýningargestinum í sjálfsvald sett
hversu djúpt hann kafar í texta teppisins, sem
lesa má ýmist á dönsku eða í enskri þýðingu.
Lesturinn krefst líkamlegrar hreyfingar í tíma
og rúmi, enda á milli í salnum, og býður upp á
merkingarspuna í ýmsar áttir.
Það er ný reynsla að stíga inn á teppalagt
gólf á Kjarvalsstöðum en veggir eru auðir.
Loftið hefur verið hulið með lérefti og áhrif
þess dempuð. Engu að síður hefur innsetning
teppisins í þessum sal á sér dálítið þyngslalegt
eða mettað yfirbragð þar sem form teppisins
ýtir undir ?ferkantaða? og lokaða upplifun. Á
sýningu Nikolaj-listasafnsins í Danmörku var
þetta verk innsetning í gamalli kirkju þar sem
byggingarfræðileg umgjörð myndaði samspil
við teppið sem af ljósmyndum að dæma skap-
aði tilfinningu fyrir viðeigandi ?upplyftingu?.
Trúarlegt samhengi á þar einnig snaran þátt
og vísar til þess að H.C. Andersen á sér helgan
stað í danskri menningarsögu. Innsetningin á
Kjarvalsstöðum hefur ekki slíkan sjónrænan
meðbyr þó að vissulega hafi listasafninu verið
líkt við helgistað.
Í textainnsetningunni ?Andersen með eigin
orðum? í porti Hafnarhússins nýtir Kosuth sér
léttleika hins hvíta og bjarta rýmis og þó þar sé
einnig tjaldað yfir, nær verkið töluverðu flugi
og ?vex? út í safnrýmið allt og tengist hafinu og
fjallasýn útifyrir. Verkið miðlar upplýsingum í
anda konseptlistarinnar: þar má á víð og dreif
um veggi lesa stuttar, persónulegar tilvitnanir
í Andersen sjálfan í hvítum neonljósastöfum,
eins konar ?spurt og svarað?, m.a. um uppá-
haldslit hans og eftirlætisborg o.s.frv. Skáld og
listamenn sem Andersen hafði mætur á end-
urspegla tíðarandann og danskan menning-
arheim. Ólíkt verkinu á Kjarvalsstöðum er
gólfið autt en lestur verksins kallar ekki síður á
hreyfingu um rýmið. Gluggi inn í portið með ís-
lenskri gerð textans á glerinu skapar nýja vídd
í verkinu þar sem setningarnar fljóta að því er
virðist um allt rýmið: gólf, veggi og loft og
blandast dönsku textunum. Innsetningin felur
í sér óvenjulega könnun á sambandi tungumáls
og sjálfsmyndar og í hljóðlátum einfaldleika
sínum er hún áhrifaríkur óður til skáldsins.
?Minning: einskonar eyja í tímanum? segir í
ljóði eftir Þorstein frá Hamri. Þessi orð eiga
vel við um verk hinna þekktu hjóna Ilya og
Emiliu Kabakov ?Morgunn, kvöld, nótt ?? í
austursal Kjarvalsstaða sem einnig fjallar um
ævintýraheim Andersens. Hér fást þau öðrum
þræði við hugmyndina um safnið sem helgidóm
og leiða sýningargestinn á vit ævintýra og
bernskuminninga jafnt í rýmislegum skilningi
sem huglægum. Ferhyrnt rými salarins er
brotið upp í þrjú aðskilin herbergi sem horft er
inn í ? í raun sama herbergið um morgun,
kvöld og nótt. Í fyrstu mætti halda að um
heimsókn á byggðasafn væri að ræða þar sem
fortíðin er varðveitt í hæfilegri fjarlægð: við
heyrum tónlist í bakgrunni og sjáum tvö mál-
verk í klassískum stíl á vegg með lágri pan-
elklæðningu en inn um glugga, jafnstóran mál-
verkunum, blasir við annars konar
þrívíddarblekking: herbergi þar sem er
franskur gluggi, skatthol sem veitir tilfinningu
fyrir nærveru skáldsins, og fyrir miðju líkan af
ævintýraeyju sem komið hefur verið fyrir á
stalli. Eyjan er staðleysa sem þó er kunnugleg:
fjall þar sem efst trónir kastali en í hlíðunum
getur að líta hús, kletta og trjágróður. Fjallið
frá ýmsum sjónarhornum er jafnframt mynd-
efni málverkanna en þar rís það upp úr flat-
lendi. Undir fjallslíkaninu sést kjarni eða upp-
spretta sköpunarinnar: hellir þar sem snúast á
hringekju ævintýraverur úr sögum H.C. And-
ersens, s.s. Þumalína og Litla hafmeyjan, svo
sem hverfill í orkuveri ? sem einmitt knýr nú
sköpunarverk Kabakov-hjónanna og Kosuth.
Jafnframt sést í gegnum fjallið og út um
glugga inn í næsta herbergi sem tælir gestinn
dýpra inn í magnaða veröld blárra fjalla. Segja
má að þessi vel heppnaða innsetning fjalli um
skáldskap sem blekkingarsmíð: sýningargest-
urinn sér í gegnum hana en lætur samt fúslega
draga sig á tálar. 
Óður til Andersens 
Morgunblaðið/Ásdís
Nýju fötin keisarans ?Segja má að þessi velheppnaða innsetning fjalli um skáldskap sem blekkingarsmíð: sýningargesturinn sér í gegnum hana en lætur
samt fúslega draga sig á tálar.? Myndin er tekin á sýningu Kosuths, Ilya og Emilia Kabakovs á Kjarvalsstöðum sem stendur til 5. júní. 
MYNDLIST 
Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir og
Hafnarhús 
Lífheimur ? H.C. Andersen Kjarvalsstaðir og Hafn-
arhús Sýningin stendur til 5. júní. Opið daglega frá
kl. 10?17. 
Joseph Kosuth, Ilya og Emilia Kabakov 
Anna Jóa 
Leiklist
L
esbókin mælir að þessu sinni með Ronju
ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu.
Það er Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur
titilhlutverkið og hefur fengið góða dóma
fyrir frammistöðu sína. Gagnrýnandi sagði
m.a.: ?Arnbjörg Hlíf er klárlega hárrétt
Ronja, barnsleg, lipur, syngjandi og
skemmtileg, Friðrik er líka fínn Birkir, þó
hárkollan geri ekki mikið fyrir hann og Þór-
hallur Sigurðsson er ábúðarmikill og höfð-
inglegur Matthías. Rassálfarnir eru
óhemjusætir ?? og þannig mætti áfram
telja. Nú er bara drífa sig með börnin.
Myndlist
V
arúð ? Grjótskriða heitir sýning Stein-
gríms Eyfjörð sem nú stendur yfir í
Galleríi 101. Hugmyndin að henni kviknaði
er listamaðurinn sá blaðaljósmynd af grjót-
hruni á veg sl. vor, en hann segir þeirrar til-
hneigingar gæta hjá þjóðinni að ?líta á fyr-
irbæri eins og grjótskriðu sem verknað
lifandi vera og gjarnan í tengslum við hug-
myndir um náttúruvætti, tröll og svo fram-
vegis?. Hann segist m.ö.o. vera að vinna með
?þessa ákveðnu þjóðlegu tilfinningu sem er
ennþá svo rík í nútímamanneskjunni?. 
Þeim sem verða á rúntinum um helgina er
einnig bent á einstakt tækifæri til að skoða
vatnslitamyndir úr dánarbúi Louisu Matt-
híasdóttur, sem sýndar verða í galleríi Kol-
brúnar Kjarval við Skólavörðustíg. 
Kvikmyndir 
K
vikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói
í Hafnarfirði sænsku myndina Ástkon-
una (Älskerinnan) frá árinu 1932. Myndin er
í leikstjórn Vilgot Sjöman sem lést fyrir
skömmu. 
?Ástkonan var fyrsta mynd hans í fullri
lengd en áður hafði hann fengist við skriftir.
Hann var undir verndarvæng Bergmans við
gerð Ástkonunnar og myndin ber þess
nokkur merki, bæði hvað varðar form og
innihald. Þó er ekki síður gaman að skoða
væg nýbylgjuáhrif sem þarna sjást í fyrsta
sinn í sænskri kvikmyndagerð. Bibi And-
ersson leikur unga konu og myndin fjallar
um ástarþríhyrning; ungu konuna og sam-
band hennar við ungan kærasta og eldri
elskhuga. Með hlutverk unga mannsins fer
Per Myrberg en elskhuginn er leikinn af
Birger Lensander,? segir í tilkynningu frá
safninu.
Myndin er sýnd kl. 16 í dag og er athygli
vakin á því að tal er sænskt og textinn eng-
inn.
Tónlist
Þ
að gerist ekki oft að frumfluttar eru ís-
lenskar óperur. Það heyrir því til tíð-
inda að í kvöld verður óperan Mærþöll eftir
Þórunni Guðmundsdóttur frumflutt ? unn-
endum íslenskrar óperutónlistar til
ómældrar ánægju. Uppfærslan er í Ís-
lensku óperunni, en það eru nemendur úr
Tónlistarskólanum í Reykjavík sem sjá um
flutninginn. Í upplýsingum frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík kemur fram að Þór-
unn líti á það sem áskorun að spreyta sig á
nýju formi. Hún leitaði fanga í íslenskum
sagnaarfi og ?varð himinglöð þegar [hún]
rakst á Mærþallar sögu í safni íslenskra
ævintýra?.
Lesbók
mælir með?
Morgunblaðið/Ómar
Ronja ?Arnbjörg Hlíf er klárlega hárrétt Ronja, barnsleg, lipur, syngjandi og skemmtileg...?
Lesarinn
Sendiferðin eftir Raymond Carver. 
Bjartur, 2004.
F
yrir rúmum tíu árum þegar ég var námsmaður í
Bandaríkjunum var mér gefin bók eftir Ray-
mond Carver sem nefnist Where I?m calling from og
er safn mjög óvenjulegra smá-
sagna. Við lestur þeirrar bókar
var eins og ég dytti inn í nýja
veröld og mér er óhætt að segja
að sjónarhæð höfundar hafi
haft afgerandi áhrif á hug-
myndir mínar um lífið og þau
fræði sem ég var að glíma við.
Carver skrifaði tiltölulega fáar
smásögur á stuttu ævi- og höf-
undarskeiði sínu ? hann lést af
völdum krabbameins, ef ég man
rétt, og ofdrykkju innan við fimmtugt. Flestum sög-
um hans má lýsa þannig að þær hafi hvorki upphaf
né endi. Lesandinn er staddur í einhverri atburðarás
sem höfundur lýsir af næmni og í smáatriðum; sneið-
mynd af línu tímans festir augað á einum skurð-
punkti sem skiptir máli í sögunni sem verið er að
segja. Hann skiptir ekki máli vegna þess að hann sé
merkilegri en aðrir heldur einfaldlega vegna þess að
hann er viðfangsefni hversdagsins í sögu Carvers. 
Þegar ég tók mig til og keypti mér allar neon-bækur
Bjarts fyrir nokkrum árum gladdi það mig að í röð-
inni var að finna frábæra þýðingu Óskars Árna Ósk-
arssonar á nokkrum sögum Carvers sem gefnar voru
út eftir lát hans. Bókin Sendiferðin eftir Carver hef-
ur verið í mínum höndum undanfarna daga og verður
það örugglega eitthvað áfram. 
Sigurður Gylfi Magnússon
Sigurður Gylfi 
Magnússon
Dagbókarbrot
Úr Ljóra sálar minnar eftir Þórberg Þórðarson, 25.
apríl 1914.
L
oft stórskýjað, suðvestangola og hlýtt veður.
Stundum eru ofurlitlar áleiðingar.
Eg vann 3 klt. að yrkisefni og 2 klt. að íslenskulestri.
Kl. 91/2 til 31/2 um nóttina sat eg samsæti, sem ung-
mennafélagar héldu Guðbrandi Magnússyni. Var þar
kaffidrykkja, ræðuhöld og flutt kvæði. Þar flutti eg
Guðbrandi þrítuga drápu undir fornyrðislagi. Eftir
þetta (kl. 12) fór fólk að dansa.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16