Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILL BREIKKA VEGI Sjóvá hefur áhuga á að hefja við- ræður við stjórnvöld um hugs- anlegan einkarekstur félagsins á umferðarmannvirkjum. Horft er sérstaklega til breikkunar Suður- landsvegar um Hellisheiði til að byrja með. Að sögn Þórs Sigfússon- ar, forstjóra Sjóvár, liggur mikil þekking á forvörnum í umferð- armálum innan félagsins, sem nýst gæti betur við uppbyggingu umferð- armannvirkja. Stjórnarkreppa í Taílandi Stjórnmálaskýrendur spá áfram- haldandi stjórnmálakreppu í Taí- landi eftir að helstu stjórnarand- stöðuflokkar landsins tilkynntu að þeir myndu sniðganga aukakosn- ingar sem fram fara í landinu 23. apríl nk. Geimfara fagnað Geimfaranum Marcos Pontes var ákaft fagnað í gær þegar hann sneri aftur til jarðar eftir dvöl í Soyuz- geimfarinu, en hann er fyrsti brasil- íski geimfarinn í sögunni. Kosningar í Ungverjalandi Flest bendir til að samsteypu- stjórn Ungverska sósíalistaflokksins (MSZP) og Bandalags frjálsra demókrata (SZDSZ) hafi haldið velli eftir fyrri hluta þingkosninganna sem fram fór í gær. Hótel á hálendinu Hugmynd um byggingu hótels við Skálpanes, sem stendur í 830 metra hæð yfir sjávarmáli sunnan Lang- jökuls, hefur verið vel tekið af sveit- arstjórn Bláskógabyggðar og sam- vinnunefnd miðhálendisins sem gert hefur breytingu á svæðisskipulaginu og, að sögn formanns nefndarinnar, verður vonandi auglýst í næsta mán- uði. Vantar fé til að fjölga Til að hægt sé að fjölga hjúkr- unarfræðinemum við Háskóla Ís- lands þarf að endurskoða fjárveit- ingar til deildarinnar. Einnig þarf að fjölga fastráðnum kennurum við hana og tryggja betra aðgengi að klínísku námi á sjúkrastofnunum fyrir nemendurna. Á þessu skólaári var fjöldi nemenda í deildinni tak- markaður við 80. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 24/27 Viðskipti 11 Skák 29 Vesturland 12 Dagbók 30 Erlent 14/15 Víkverji 30 Höfuðborgin 21 Velvakandi 31 Listir 15 Staður og stund 32 Daglegt líf 15/17 Menning 33/37 Umræðan 18/23 Ljósvakamiðlar 38 Bréf 22 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem listaverk eru hengd upp í augnhæð sem miðar að þörfum yngstu kyn- slóðarinnar. Svo er hins vegar raunin á listaverkasýningu sem Listasafn Reykjavíkur býður upp á á Kjarvalsstöðum um þessar mund- ir. Sýningin er liður í því að fagna útkomu bókarinnar Skoðum mynd- list – Heimsókn í Listasafn Reykja- víkur sem út kom um nýliðna helgi. Bókin byggist á verkum úr safn- eign safnsins og listasafni þriggja einstaklinga; Erró, Kjarvals og Ás- mundar Sveinssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjarval beint af augum Sýni úr dauðum svani send út YFIRDÝRALÆKNIR telur nær engar líkur á því að svanurinn sem fannst dauður á Elliðavatni á laug- ardag hafi drepist úr H5N1-stofni fuglaflensu. Sýni úr svaninum verða send til Svíþjóðar í dag og segir yfirdýralæknir dánarorsök- ina geta legið fyrir um miðja viku. LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði hald á 228 kannabisplöntur á sveitabæ á Mýrum í Borgarbyggð á laugardagskvöld. Auk þess var lagt hald á þurrkuð kannabislauf, stöngla og ýmsan búnað til ræktunar, s.s. lampa, hitagjafa, viftur og loftræsti- búnað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ræktunin á ýmsum stigum og ljóst að hún hefur staðið yfir í allnokkurn tíma. Einn maður var handtekinn á staðnum og færður til yfirheyrslu en óvíst er hversu margir tengjast ræktuninni. Unnið er að áframhald- andi rannsókn. Þá komu að auki upp þrjú smærri fíkniefnamál hjá lögreglunni í Borg- arnesi um helgina. Var lagt hald á smáræði af amfetamíni og kannabis- efnum við hefðbundið eftirlit. Ekk- ert þeirra tengist þó innbyrðis. Kannabisræktun á Mýrum stöðvuð FRÁ því að Grettistaki var hleypt af stokkunum árið 2001 og fram til júní 2005 hafa alls 253 þátt- takendur verið skráðir í átakið á landsvísu, en um er að ræða samstarfsverkefni TR, félagsþjónustu nokkurra sveitarfélaga og þjónustumiðstöðva Reykjavíkur sem miðar að því að koma fyrrum vímuefnasjúklingum aftur út í lífið m.a. með því að endurhæfa þá fyrir vinnumarkaðinn. Í nýlegri könnun, sem náði til alls 109 þátttak- enda, kemur í ljós að 35% þeirra luku 18 mánaða endurhæfingarferli, sem er hámarkslengd end- urhæfingar, og 14% luku færri en 18 mánuðum og eru þeir meira eða minna edrú á meðan þeir eru þátttakendur í úrræðinu. Hins vegar hefur aðeins 11% þátttakenda tekist að komast aftur út í at- vinnulífið að lokinni endurhæfingu. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Erlu Bjargar Sigurðardóttur, félagsráðgjafa í þjónustumiðstöð Breiðholts og mastersnema í fé- lagsráðgjöf við HÍ, sem hún flutti á ráðstefnu um starfsendurhæfingu vímuefnasjúkra fyrir skemmstu. „Rannsókn mín leiðir í ljós að þetta fólk end- urhæfist ekki út á vinnumarkað nema að litlu leyti, sem var þó eitt af markmiðum átaksins. Þetta er fólk sem hefur að vímuefnum slepptum löngun og góða getu til að stunda vinnu eða nám,“ segir Erla Björg og bendir á að tilfinnanlegur skortur sé á starfsendurhæfingu. Spurð segir Erla Björg að módelið Atvinna með stuðningi, sem er starfsendurhæfing fyrir fatlaða, myndi nýtast mjög vel sem starfsendurhæfing fyrir þátttakendur Grettistaks. „Slík endurhæfing fel- ur í sér að viðkomandi er fylgt betur út á vinnu- markað með markvissari hætti en við gerum í dag. En það er engin launung að á Íslandi erum við mjög stutt komin hvað þetta varðar,“ segir Erla Björg og tekur fram að nú sé kominn tími til þess að taka næstu skrefin í því að móta með markvissari hætti starfsendurhæfingu. Bendir hún á að slík vinna krefjist nánara samstarfs og samráðs annars vegar ríkis og sveitarfélaga og hins vegar félagsþjónustu og meðferðaraðila. „Þannig má segja að boltinn, hvað framhaldið varðar, sé nú hjá pólitískum aðilum.“ Skortur á úrræðum til starfsendurhæfingar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Fundu fíkniefni og þýfi LÖGREGLAN í Keflavík handtók á laugardagskvöld tvo karlmenn vegna ofbeldismáls. Eru mennirnir grunaðir um að hafa ráðist inn í skrifstofuhúsnæði í Keflavík og hótað þar öðrum manni. Mennirnir voru handteknir í heimahúsi og við leit í íbúðinni fannst nokkurt magn ætlaðra fíkni- efna og talsvert magn af þýfi. „STUNDUM gátu vísbendingar hans virkað einstaklega frústrerandi, en að sama skapi voru þær aldrei óspennandi. Þetta líktist því helst að leysa morðgátu í sporum Agöthu Christie. Samtímis fólst ákveðinn léttir í því að fela persónu- leika sinn að mestum hluta í verkefni ann- ars. Þannig var tón- listin í aukahlut- verki. Enda vildum við ekki að þetta virkaði eins og Bjarkar-myndband.“ Þannig lýsir Björk samvinnu þeirra Matthews Barneys við gerð myndarinnar Drawing Restraint 9 í nýlegu viðtali við þau skötuhjú í bandaríska dagblaðinu New York Times. Myndin Drawing Restraint 9 er ástarsaga, sem lýsir fundum tveggja aðkomumanna um borð í japönsku hvalveiðiskipi. Í hlut- verkum elskendanna eru þau Björk og Barney, en frum- samin tónlist eftir Björk er uppistaðan í hljóðmynd verks- ins. Blaðamaður New York Times bendir í grein sinni á hvernig Björk og Barney hafi ávallt reynt að halda per- sónulegu lífi sínu og listamannaferlinum aðskildum og sem dæmi um þetta nefn- ir hann að Björk og Barney hafi ekki viljað hitta hann saman í viðtali um myndina heldur hvort í sínu lagi. Aðspurður hvers vegna hann hafi kosið að leika sjálfur á móti Björk í hlutverki elskendanna segir Barney það helgast af því að hann kunni ekki að leikstýra leikurum. „Til þess að miðla ástarsögunni var því einfaldast fyrir mig að vinna með persónum sem voru raunveru- lega ástfangnar.“ Líktist því helst að leysa morðgátu Björk Guðmundsdóttir ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, var kölluð út síðdegis í gær vegna slasaðs sjómanns á togara sem staddur var út af Vestfjörðum. Maðurinn hafði dottið og slasast. Skv. upplýsingum frá Gæslunni var hann ekki lífshættulega slasaður. Þyrla sótti slas- aðan sjómann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.